Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nægjusemi gamals krata „Sigur er 31-32 prósent og þar yfir,“ segir Sighvatur Björgvinsson, formaöur Alþýðuflokksins, í viðtali við Dag á laugardaginn. Menn gleðjast yfir mismiklu og sumir eru nægjusamari en aðrir. Sighvatur Björgvinsson er með nægjusömustu mönnum. í síðustu alþingiskosningum fengu vinstriflokkamir fjórir, sem að Samfylkingunni standa, 37,7% fylgi eða yfir 62 þúsund atkvæði. Fylgi þeirra var nokkru meira en Sjálfstæðisflokksins, sem fékk 37,1%, eða rúm 61 þúsund atkvæði. Það eru sérkennileg fræði þegar stjómmála- menn fara fyrir fram að tala um sigur í kosningum ef þeir tapa 5-6% atkvæða milli kosninga. Mikil er nægjusemin að telja slíkt vera sigur eftir að hafa setið í stjórnarand- stöðu. Slík nægjusemi kann að vera réttlætanleg eftir fjögurra ára stjómarsetu þar sem tekist hefur verið á við erfið mál og efnahagslegar þrengingar. Staðreyndin er sú að samfylking vinstrimanna hefur ekki náð því flugi sem Sighvatur Björgvinsson og félagar hans vonuðust eftir - létu sig dreyma um á góðri stundu. Hvert áfallið hefur rekið annað. Fyrst komu furðuleg drög að stefnuskrá á liðnu ári, þegar verið var að berja vinstrimenn saman undir einn hatt. Þá benti Jóhanna Sigurðardóttir á það hér í kjallaragrein í DV að þeir sem höfnuðu samfylkingu væru að treysta í sessi valdakerfi „peninga- og íhaldsaflanna í þjóðfélaginu“. Málefnaá- greiningur væri ekki til staðar. „Meira að segja eru slegn- ir sömu tónar ... um afstöðuna til Evrópusambandsins og um brottfór hersins en ekki er áformað að ísland sæki um aðild að ESB á næsta kjörtímabili.“ Þessi stefnuskrárdrög voru síðar dregin til baka og vilja fáir kannast við þau, enda gengið þvert á grundvall- arstefnu Alþýðuflokksins í utanríkismálum. Þess í stað vill Samfylkingin ekki minnast á utanríkismál, en hún er sundruð í þeim málaflokki og samkvæmt sérstökum úr- skurði Margrétar Frímannsdóttur eru utanríkismál ekki á dagskrá í komandi kosningum. Kjósendur eru hins veg- ar engu nær um stefnu Samfylkingarinnar í utanríkis- málum né hvað það þýðir þegar Sighvatur Björgvinsson segir að „deilumar um EFTA og EES eru ekki lengur átakaefni milli þorra alþýðubandalagsmanna og alþýðu- flokksmanna“, hvað þá ágreiningur um hvort íslendingar „eigi að taka þátt í viðskipta- og vamarsamstarfi vest- rænna þjóða“. Áfóll Samfylkingarinnar eru ekki aðeins bundin við óskýra stefnu og drög að stefnu sem aldrei átti að birtast. Niðurstaða prófkjörsins í Reykjavík var formanni Alþýðu- flokksins ekki að skapi þar sem gamall klofningsforingi, Jóhanna Sigurðardóttir, vann glæsilegan sigur og stóð öðrum framar í kröfunni til þess að leiða Samfylkinguna, eins og skoðanakönnun DV fyrir nokkrum vikum sýndi. Til að koma í veg fyrir slíkt útnefndi Sighvatur Margréti Frímannsdóttur, talsmann Samfylkingarinnar, án þess að ráðgast við Jóhönnu Sigurðardóttur. Með þessu reyndi formaður Alþýðuflokksins að slá tvær flugur í einu höggi - annars vegar að setja plástur á sár Alþýðubandalagsins, sem hafði náð litlum árangri í prófkjörum, og hins vegar að setja stein í götu Jóhönnu, þvert á úrslit prófkjörsins í Reykjavík. En úrslit prófkjöra eru heldur ekki endanleg eins og kom í ljós á Norðurlandi eystra. Það er alltaf varasamt að vera með mikla spádóma um þróun í stjómmálum en leiða má sterk rök að því að Sam- fylkingin liðist í sundur eftir kosningar ef niðurstaðan verður ekki sú sem að er stefnt. Þar skiptir nægjusemi Sighvats Björgvinssonar ekki miklu. Óli Björn Kárason Snfða má alvarlegustu gallana af kvótakerfinu með því að láta kvótaeign fyrirtækja fyrnast, segir Snjólfur m.a. í grein sinni. Kvótar sem fýrnast Fyrirtæki geta keypt og selt grunnkvóta sín á milli sem hefur það í för með sér að árleg út- hlutun aflaheimilda flyst milli skipa. Fyrirtæki geta ein- göngu keypt og selt aflaheimildir með því að eiga viðskipti við Kvótaþing og er verð á aflaheimild íyrir þorsk á fiskveiðiárinu 1998-1999 nú um 100 kr./kg. Einföld og áhrifarík breyting Nú legg ég til að gerð verði sú einfalda breyt- „Nú legg ég til að gerð verði sú einfalda breyting á núgildandi kerfi að grunnkvótar fyrnist um 5% á ári. Ólíkt venjulegum fyrn- ingum, sem fela það í sér að verðmæti hverfur, renna þessi 5% til ríkisins sem hefur það hlutverk að gæta sameignar þjóðarinnar - fiskistofnanna Kjallarinn Snjólfur Ólafsson prófessor Flestar eignir fyr- irtækja fymast (af- skrifast) smátt og smátt og þykir það eðlilegur þáttur í rekstri fyrirtækja. Þetta gildir þó ekki um þá merkilegu eign sem er kvóti, enda kannski ekki nema von, því þessi eign er ekki eign í venjulegum skiln- ingi, þótt hún gangi kaupum og sölum. Reyndar geta fyrir- tæki afskrifað á ör- fáum árum þann kvóta sem þau kaupa, jafnvel þótt þessi eign minnki ekki í verðgildi með árunum en það er einmitt ástæðan fyr- ir öðrum fyrning- um. Svo merkilegt sem það kann að virðast þá má sníða alvarlegustu gallana af kvótakerfinu með því að láta kvóta- eign fyrirtækja fyrn- ast. Áður en þetta verður útskýrt nán- ar verður núgild- andi kvótakerfi í sjávarútvegi lýst fyrir þeim sem ekki þekkja það vel. Núgildandi kvótakerfi Á hverju vori ákveða stjórnvöld heildarkvóta fyrir hverja fiskiteg- und á því fiskveiðiári sem hefst 1. september það ár. Fyrir hverja fiskitegund er þessum heildar- kvóta deilt á fiskiskip í samræmi við grunnkvóta skipsins í tegund- inni. Ef grunnkvóti skips í þorski er 1% og heildarafli árs er 200.000 tonn þá fær skipið það ár afla- heimild (árskvóta) sem nemur 2.000 tonnum. ing á núgildandi kerfi að grunn- kvótar fyrnist um 5% á ári. Ólíkt venjulegum fyrningum, sem fela það í sér að verðmæti hverfur, renna þessi 5% til ríkisins sem hefur það hlutverk að gæta sam- eignar þjóðarinnar - fiskistofn- anna. Ár hvert eru þessi 5% grann- kvótanna seld til hæstbjóðanda. Þannig renna miklar tekjur í rík- issjóð sem verður þá betur i stakk búinn til að takast á við hin óþrjótandi verkefni sín. Þannig verða þau fyrirtæki sem vilja halda óbreyttri stöðu að kaupa 5% af kvóta „sínum“ á hverju ári. Þannig standa nýir aðilar jafnfæt- is gömllim með að hasla sér völl í sjávarútvegi án þess þó að rekstr- argrundvelli starfandi fyrirtækja sé kollvarpað. Ýmsir fletir á málinu Hæstiréttur feUdi í vetur dóm sem margir telja að sé krafa um að aUir eigi jafnan rétt tU að nýta fiskistofnana. Ljóst má vera að þessi krafa verður uppfyUt með því að láta kvótana fymast á þann hátt sem hér er lagt tU. Nýjasti mælikvarðinn fyrir gæði fiskveiðistjórnunarkerfis er hve góð sátt næst um það í þjóðfé- laginu. Almennt era menn ekki hrifnir af því að missa forréttindi sín og því má ganga út frá því að útgerðarmenn og talsmenn þeirra mótmæli öUum tiUögum sem fela í sér auknar greiðslur þeirra fyrir að nýta sameign þjóðarinnar. Fylgismenn auð- lindagjalds ættu að velta þessari tiUögu vel fyrir sér, og ýmsum ■mögulegum útfærslum á henni, áður en þeir taka afstöðu til hennar en ég hygg að þeir geti flestir orðið sáttir við hana. Einn af kostum þessarar leiðar er að útgerðarmenn ákveða upp- hæð þess auðlindagjalds sem þeir greiða með tUboðum sínum í kvóta. Annar kostur er að mjög einfalt er að koma breytingunum í framkvæmd. í grein í Vísbendingu í febrúar 1992 lagði ég tU aðra út- gáfu af kvótakerfi með fyrningum sem felur í sér mun meiri breyt- ingu á kerfinu en sem hefur þann kost umfram þessa tiUögu að jafna sveiflur í sjávarútvegi. Vegna hinna miklu breytinga er ólíklegt að sátt náist um þá tiUögu í þjóðfé- laginu á skömmum tíma. EUaust telja rrfargir að í þessari breytingu felist sérstök skattlagn- ing á landsbyggðina og að hún leiði af sér stórfeUda byggðaröskun. Um þetta mun ég fjaba í næstu grein. Snjólfur Ólafsson Skoðanir annarra Fiskveiðistjórnin „Það er ljóst að þrír meginflokkar þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylk- ingin, hafa nú aUir lýst því yfir að þeir vUji vinna að því að ná sátt um breytingar á fiskveiöistjórnarkerí- inu og koma til móts við þá miklu óánægju, sem árum saman hefur ríkt meðal almennings í landinu með óbreytt kerfi. Þetta er grundvaUarbreyting á stöðu málsins á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Menn þurfa ekki annað en horfa til baka til þess að átta sig á þvi hvers konar breyting er hér á ferð. Þess vegna hafa nú augljóslega skapast pólitískar forsendur fyrir því að fmna málamiðlun, sem aUir geta verið sæmilega sáttir við.“ Úr forystugrein Mbl. 28. mars. Gjörbreyting með Netinu „Það fer að verða lúin þula að vitna í bók OrweUs, 1984, um hið alsjáandi auga Stóra bróður. Þegar bók- in var skrifuð var framtiðarsýn höfundar sú, að rík- ið fylgdist með sérhverjum þegn með nokkurs konar sjónvarpsvélum, sem komið var fyrir hvarvetna þar sem einstaklingurinn fór um ... Spádómurinn reynd- ist ekki allskostar réttur, því það er ekki ríkið sem er hið alsjáandi auga, sem fylgist með hverri per- sónu, heldur alþjóðlegt og stjórnlítið kerfl, sem ein- staklingarnir gefa sig sjálfvUjugir á vald. Enda er það freistandi, því Netið hefur gjörbreytt tölvuheim- inum og gert hann að nokkurs konar einkaeign hundraða mUljóna manna vítt um veröld ...“ Oddur Ólafsson í Degi 27. mars. Sala á íslandspósti „Að sjálfsögðu er póstþjónusta grunnþáttur í nú- tímaþjóðfélagi og svo verður áfram, þótt stórstígar tækniframfarir eigi sér stað í sendingu pappírs- lausra upplýsinga og skUaboða. Engin ástæða er hins vegar til að æUa, að ríkinu famist betur að ann- ast póstþjónustu en einkaaðUum. Þvert á móti. Þess vegna er eðlilegt að hraðað verði sölu hlutabréfa í ís- landspósti og fram að þeim tíma séð tU þess, að sú samkeppni, sem þegar á sér stað, fari fram á jafnrétt- isgrandveUi.“ Úr forystugreinum Mbl. 27. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.