Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 13 Arfur kynslóðanna Hver ætlar að styrkja pólska bændur verði sykurrófunni kippt alveg undan afkomu þeirra með afrekum Kára uppi á Krók- hálsi? spyr Guðbergur í lok greinar sinnar. - Sykurrófnaupptaka í Póllandi. Munurinn á hroka- fullu aldamótakyn- slóðinni og þeirri sem er með gorgeirinn núna og hægt væri að kalla aldarlokakyn- slóðina er sá að sú síð- amefnda er miklu lin- ari, enda sprottin úr velmeguninni með klækjum. Hin óx hins vegar úr grasi með einskærum dugnaði. En fátæklegur andi er þeim þó sameiginleg- ur. Hjá fyrrnefndri stafaði hann af lélegri og stuttri skólagöngu en hinni af því gagn- stæða: langri göngu á vegum einhvers konar bjargráða án innihalds og með ótrúlegum kennaraskorti. Munurinn í aðferðafræðinni Tvennt einkennir báðar: hug- sjónin sem af sprettur sú hugmynd að hæfi- leikinn til mannbóta sé helsta auðlind okk- ar. Og í tímans rás á hann að bæta heim- inn, bjarga mannkyn- inu frá spillingu og lækna meinin. Halda mætti að hún og þau stafi af því að mann- kynið var svo ólánsamt að fæðast ekki í landnámi Ing- ólfs Arnarsonar. . Munurinn í aðferða- fræðinni er sá, að aldamótakynslóðin hélt að mannrækt og mannbætur fælust í réttri kristinni trú, að læra kverið rétt hjá prestum, hlaupa um tún á vegum réttra bænda og slétta rétt úr þúfum, ræsa rækilega fram mýrar og syngja rétt með hinum eina sanna tón um íslands traustu fjöll. Væri reglum fylgt töldu andans menn að sterki Skólagönguliðið Guðbergur Þörfin fyrir að Bergsson breyta heiminum, rithöfundur gera allt að jafnsléttu ......... með mikla karla og Kerlingafjöll á köfl- um, áður fyrir hestamenn en nú jeppafólk, hefur tekið nýja stefnu. Skólagönguliðið, arftakar þess sem ætlaði að breyta öllu með stjóm- Kjallarmn stofninn risi til frægðar með glæsi- brag. Mannbæturnar voru félagslegs og trúarlegs eðlis, tengdar atorku, hreppapólitík og söng í kirkjum og á hestamótum. Upp úr þessu spmttu karla- kórar, Framsókn, íhaldssöm þjóðernis- hyggja og hin ving- ulslega alþjóða- hyggja sósíalista. málum, ryðst fram og hrópar: Heimi og manni verður hvorki breytt með Marx né torfspöðum! Við göngum að kjarnanum og breytum erfðafrumunum. Þá er björn hins ranga unninn. Aldarlokakynslóðin er jafn þreytt á gölluðum erföafrumum og aldamótakynslóðinni leiddust letigallar í dugnaðinum en fann enga lausn á þeim með hjálp Jesús, Marx og John Stuart Mill. Nú kvað lausnin vera fundin, en ég spyr: Em ekki gallar í rök- semdafrumum forsetans þegar hann segir: Mér flnnst gaman að segja útlending- um að við íslend- ingar, mestu sykurætur verald- ar, höfum fundið galla í bragð- fmmunni og lækningu á syk- ursýki og frelsum mannkynið frá sælgætisáti? Ætlar hann á sínu lága kaupi eða mun hann skipa Nato að styrkja pólska bændur verði sykurrófunni kippt alveg undan afkomu þeirra með afrekum Kára uppi á Krókhálsi? Guðbergur Bergsson „Munurínn á hrokafullu alda- mótakynslóðinni og þeirrí sem er með gorgeirinn núna og hægt væri að kalla aldarlokakynslóð- ina er sá að sú síðarnefnda er miklu linari, enda sprottin úr vel- meguninni með klækjum. Hin óx hins vegar úr grasi með einskær- um dugnaði. “ Vat najöku Isþjóðgarðu r - fyrsti jöklaþjóðgarðurinn Fyrir hálfu öðm ári flutti ég til- lögu á Alþingi um að stofnaðir verði fjórir stórir þjóðgarðar á miðhálendinu með jöklana sem kjama. Nú rétt fyrir þinglok skil- aði umhverfisnefnd áliti um tillög- una og sameinaðist um að leggja til að umhverfisráðherra yrði falið að kanna stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs með það í huga að tengja hana aldamótaárinu. Það var samhljómur í umræðum á Al- þingi 10. mars síðastliðinn um þessa tillögu þótt ýmsir hefðu vilj- að ganga lengra. Með ályktun Al- þingis um Vatnajök- ulsþjóðgarð hefur verið stigið fyrsta skrefið til móts við upprunalegar hug- myndir. Umhverfis- nefnd vakti meðal annars athygli á að stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs félli vel að fyrirliggjandi skipulagstillögu um miðhálendið. Ýmis svæði sem liggja að Vatnajökli njóta þegar vemdar að náttúru- verndarlögum. Má þar nefna friðland á Lónsöræfum, Kringils- árrana og Eldborgarraðir, svo og þjóðgarðinn í Skaftafelli sem nær inn á jökulinn. Víðar við jökul- röndina eru svæði sem myndu sóma sér vel í þjóðgarði en um slíkt þarf að semja við hugsanlega rétthafa. Brýnt er að fólk á þeim svæðum sem liggja að miðhálend- inu líti á stofnun þjóðgarða þar sem jákvæða aðgerð og eigi hlut í stjómun þeirra með Náttúravernd ríkisins. Mjög góðar undirtektir Mjög góðar undirtektir vora við upphaflegu þingsályktunartillög- una um þjóðgarða á miðhálendinu. Meðal þeirra sem sendu umsögn til umhverfisnefndar þingsins var Al- þýðusamband íslands sem tók und- ir tillöguna og taldi brýnt „að nú þegar verði brugðið við og tryggt að framtíðarnýting hálendisins verði ákveðin með skipulegum hætti og sjónarmiða náttúruvemd- ar verði í ríkum mæli gætt við þær ákvarðanir.“ Skipulagsstofnun fagnaði tillögunni og taldi hana falla vel að tillögu að svæðisskipulagi miðhá- lendisins og vera rök- rétt framhald hennar. Félagsmálaráðuneytið taldi að tillagan um þjóðgarða samræmdist frumvarpi að sveitar- stjórnarlögum, sem af- greitt var vorið 1998. Margir fleiri tóku já- kvætt undir tillöguna. Hugmyndin um Vatnajökulsþjóðgarð hefur þegar vakið at- hygli og umræðu er- lendis. Á undirbún- ingsfundi vegna Al- þjóðaárs fjalla 2002, sem haldinn var í Róm nýverið á vegum Sam- einuðu þjóðanna, var samþykkt Alþingis sérstaklega fagnað. Rannsóknir. vatnsvernd og ferðaþjónusta Stofnun þjóðgarða með helstu jökla landsins sem uppistöðu kem- ur verulega til móts við þá miklu gagnrýni sem var á skiptingu alls landsins milli sveitarfélaga. Með slíkri friðlýsingu er viðkomandi svæði sett undir náttúruvemdar- löggjöf með það að markmiði að vernda landið og hafa þaö algengi- legt almenningi samkvæmt nánara skipulagi. Jöklamir eru afar þýð- ingarmiklir fyrir vatnakerfi landsins, lind- ár og grunnvatn á stórum svæðum. Vatnsvernd og vemdun á hreinleika jöklanna eru samofn- ir þættir og hafa bæði heilbrigðislegt og hagrænt gildi. Vatnajökull er ein- stakt svæði á heims- mælikvarða, meöal annars vegna eld- virkni og jarðhita. Óvíða er samspil jarðelds og íss jafn- stórbrotið eins og nýlegri atburðir sanna. Þessar fá- gætu aðstæður gera Vatnajökul að ótæmandi viðfangs- efni vísindamanna. Jökullinn og eldvirknin hafa sett mark sitt á kjör manna og aðstæður í Skafta- fellssýslum allt frá landnámi. Því er einkar vel til fundið að komið verði upp jöklasafni á Höfn í Hornafirði sem getur orðið þýðing- armikið rannsóknasetur, ekki síð- ur en Kirkjubæjarstofa í vestur- sýslunni. Vatnajökulsþjóðgarður mun jafnframt verða lyftistöng fyr- ir ferðaþjónustu allt um kring, þar eð aðdráttarafl alls svæðisins mun vaxa með tilkomu þjóðgarðsins. Hjörleifur Guttomisson „Hugmyndin um Vatnajökulsþjóð- garð hefur þegar vakið athygli og umræðu erlendis. Á undirbúnings- fundi vegna Alþjóðaárs fjalla 2002, sem haldinn var í Róm ný- verið á vegum Sameinuðu þjóð- anna, var samþykkt Alþingis sér- staklega fagnað. “ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður bæði jökulfljót, Með og á móti Hafa dómarar leyft of mikla hörku í úrslitakeppninni í handknattleik karla? Þetta býður hættunni heim „Dómarar verða að hafa það í huga að frumskylda þeirra er að vernda leikmenn gegn meiðslum sem gætu hlotist af grófum leik. Mér sýnist sem margir dómarar leyfi meiri hörku þegar komið er út í úrslitakeppn- ina en alla jafna í deildar- leikjum, kannski vegna þess að þeir vilji síður reka menn út af á lykilstundum í úrslitaleikjum. Þegar dómarar ákveða að leyfa mikla hörku býð- ur það hættunni heim, því vissu- lega ganga leikmenn alltaf eins langt og þeim er mögulegt, og oft ber kappið þá ofúrliði og þeir ganga ívið lengra. Mér finnst leikmenn komast upp með allt of mikiö peysutog, svo dæmi sé tek- ið. Vissulega skapar það >>fmleitt ekki mikla hættu á meiðslum, en reglurnar eru skýrar, fyrir það á að refsa með tveggja mínútna brottvisun. Sama á við um þégar vamarmenn slá í andlit sóknar- manna eða grípa um háls þeirra. Dómarar mættu taka harðar á þessum atriðum og láta í staðinn sem vind um eyra þjóta þegar leikmenn láta einhver vanhugs- uð orð flakka í hita leiksins. Þau meiða engan nema kannski stolt viðkomandi dómara.“ Ekki meiri en undanfarin ár Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaöur á RÚV. Guöjón Guömundsson, íþróttafróttamaöur á Stöö 2. „Harkan í úrslitakeppninni núna er ekkert meiri en á und- anfornum árum og það er er ekk- ert nýtt undir sólinni. Ég held að þetta geri leikina skemmtilegri fyrir áhorfend- ur. Vandamál- ið er hins veg- ar það að það gætir gríðar- lega mikils ósamræmis í dómum og þá sérstaklega hvað varðar sóknarbrotin. Þair á ég til dæmis við þeg- ar maður fer inn úr horni, sleppur ekki bolta og lendir. Þarna hefur hefur maður séð dæmd vítaköst i öðrum leiknum en hinum er ekkert dæmt nema þá lína. Mér finnst samt dómar- arnir hafa sloppið tiltölulega vel frá þessu. Það er samt alveg ljóst að menn eru teknir í bakaríið í þessari úrslitakeppni. HK-menn til að mynda spiluðu mjög fast á Bjarka Sigurðsson og Álexander Arnarson fékk að taka hraust- lega á honum en auðvitað ganga menn eins langt og þeir geta. Menn mega heldur ekki gleyma því að það liggur mikið undir hjá félögunum í þessari úrslita- keppni. Það er ekki bara verið að spila um vegsemdir heldur eru menn era að spila um peninga." -GH Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.