Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður ætlaði einu sinni að grínast 1. apríl. í staðinn galdraði hann. Fórnarlambið var Baldur Hermannsson eðlis- fræðingur. Þetta gerðist í Stokkhólmi fyrir um 25 árum. Galdurinn fólst í að Hrafii sendi á Baldur séra Jón heitinn þumal, prest á Eyri við Skutulsfjörð, en hann stóð fyrir galdra- brennum á 17. öld. „Baldur var svo mikill raunvísinda- maður að hann trúði ekki á yfírnáttúrlega hluti svo hann féllst á þetta gabb.“ Galdur Hrafns hafði þau áhrif að skömmu eftir mið- nætti hringdi Baldur í bisk- upinn yfir Stokkhólmi sem sendi til hans prest sem var á vakt. Hann sletti vígðu vatni yfír íbúð eðlisfræð- ingsins. Svo reimt hafði orðið i íbúðinni vegna fjöl- kynngis Hrafns sem bjó hinum megin í borginni. „Reimleikinn lýsti sér þannig að allt lék á reiðiskjálíi og Baldri fannst hundur flaðra upp um sig innanklæða." Hrafn segir að rétt áður en þetta gerðist hafi Baldur legið uppi í rúmi og hugsað um skammtakenninguna og Niels „Reimleikinn lýsti sér þannig að alit lék á reiði- skjálfi og Baldri fannst hundur flaðra upp um sig innanklæða." DV-mynd Teitur Bohr eðlisfræðing. „Þetta sannar að oft er stutt á milli gamans og alvöru. Og það sem einn daginn er aprílgabb getur á morgun verið fúlasta alvara." Fjölkynngi hrafna - hvítra og svartra - nær langt út fyrir hreiðr- ið. -SJ Sendiherra Vestmannaeyja Ámi Johnsen alþingismaður er landsþekktur prakkari en hann er einmitt félagi í Hrekkjalómafélaginu í Eyjum. Prcikkarar eins og hann láta 1. apríl ekki fram hjá sér fara. Hann hringir í ættingja og vini og reynir að blekkja þá. „Ég er alltaf til í prakkaraskap." Einu sinni bauð hann sex manns í samkvæmi hjá vina- fólki sínu. Allir mættu í sam- kvæmið um kvöldið en engin var veislan. Hann segir að fólkið hafi ekki orðið reitt heldur haft gaman af þessu. Húsráðendum- ir, sem vissu ekki hvaðan á sig stöð veðriö þegar gestimir komu, og gestimir óvæntu fóra svo út að borða saman. Sjáifur var Ámi fjarri góðu gamni þetta kvöld. Prakkaraskapurinn hefur stundum náð út fyrir einkalífið. „í kringum 1970 tók ég þátt í aprílgabbi I Ríkisútvarpinu en þá var tilkynnt að Vestmanna- eyjar hefðu lýst yfir sjálfstæði og að ég hafði verið skipaður sendi- herra Vestmannaeyja á fasta- landinu. Viðbrögðin vom snörp og margir trúðu þessu. Viðtal var við mig í hádegisútvarpinu og þegar ég kom í vinnuna nið- ur á Mogga eftir hádegi mætti ég manni úr prentsmiðjunni. Ég hafði keypt bíl daginn áður og þegar ég gekk inn í húsið þá heyrði ég að ftt prentarinn , • hlaut að vera. Orðinn sendi- herra og búinn að kaupa sér bíl.“ -SJ Arni Johnsen hringir f ættingja og vini 1. apríl og reynir að blekkja þá. „Ég er alltaf til í prakkara- skap.“ DV-mynd Teitur LiU 1. april: r hrekkjalómanna Fram og til baka á Nesinu 1. aprtl er á fimmtudaginn og þá gefst okkur tækifæri til að láta ættingja, vini og vandamenn fara erindisleysu án þess að fá skömm í hattinn. Hugmyndaflugið nær hæstu hæðum á þessum degi og sum- ir breytast í seiðskratta og geta vakið dauða gáldrakarla til lífsins. Aðrir eru hógværari og fremja saklausa grikki. I.apríl Á æskuárunum plataði Jörmund- ur Ingi Hansen allsheijargoði aðal- lega móður sína og ömmu á fyrsta degi aprilmánaðar. Bekkjarfélagar hans urðu þó að minnsta kosti einu sinni fyrir barðinu á hugmynda- flugi hans. Þegar hann var um 10 ára var hann í skóla á Seltjamamesi. 1. apr- íl það ár lét hann stóran hluta af bekknum hlaupa yfir holt Seltjam- amess. „Ég sagði þeim að kafbátur hefði strandað í fjömnni og að ég væri á leiðinni heim til að ná í pabba því hann kynni ensku þvi kafbáturinn væri áreiðanlega amer- ískur. Ég hafði því ástæðu til að fara í hina áttina." Bekkjarfélagam- ir fóra að leita að kafbátnum. Þetta var á þeim tíma þegar kalda stríðið stóð yfir og því meiri likur en i dag að kafbátur myndi stranda uppi í landsteinum. „Þegar ég kom seinna sagði ég að kafbáturinn væri á öðrum stað og allir hlupu þangað. Ég sat hlæjandi eftir.“ í minningunni finnst Jörandi hlaup og leit bekkjarsystkinanna að kafbátnum hafa staðið yfir í um klukkutíma. „Sjálfsagt hefúr það verið mikið minna en Seltjamar- nesið er ekki stórt.“ Jörmundur segir að þetta sé það aprílgabb þegar honum hefur tekist að plata flesta í einu. -SJ „Eg sagði þeim að kafbátur hefði strandað í fjörunni og að ég væri á leiðinni heim til að ná í pabba því hann kynni ensku því kafbáturinn væri áreiðan- lega amerískur." DV-mynd E.ÓI. Hallgrímsturninn hruninn „Ég hef alltaf haft gaman af aprílgabbi og maður hefur auðvitað tekið þátt í hinu og þessu skemmtilegu á fjölmiðlunum í gegnum tíðina," sagði Hermann Gunnarsson útvarps- maður þegar Tilveran bað hann um að rifja um eftirminnilegt aprílgabb. „Eitt skemmtilegasta gabbið sem ég man eftir átti sér stað þegar ég var ungur blaða- maður á Vísi í gamla daga. Við voram venju samkvæmt búnir að undirbúa gabb fyrir blaðið þegar mér og Þráni Bertelssyni datt i hug að plata kollegana. Það varð úr að nokkrum minútum fyrir „deadline“ hringdi ég til fréttastjóra og sagðist heita Halldór og vera gullsmiður við Skólavörðustíginn. Siðan lýsti ég þvi hvemig ég væri lokaður inn í búðinni vegna þess að Hallgrímstuminn væri hruninn og hann lokaði öllum útgöngu- leiðum,“ sagði Hermann. „Við Þráinn fylgdumst síðan með við- brögðunum og sáum að fréttastjóranum stóð greinilega ekki alveg á sama. Við vissum líka ekki fyrr til en við sáum undir iljamar á ein- um ljósmyndaranna. Við hlupum á eftir og náðum honum ekki fyrr en hann var kominn langleiðina niður Laugaveginn. Þetta gabb tók því tiltölulega fljótt af og vinnufélagamir vora ekkert á því að fyrirgefa okkur hrekk- inn strax. Þetta atvik hefur alltaf lifað í minningunni en auðvitað var agalegt að fara svona illa með þessu góðu drengi sem unnu með okkur á Vísi,“ sagði Hermann Gimnars- son. -aþ Alþjóðlegur gabbdagur Fyrsti apríl er nú alþjóðleg- ur gabbdagur og er líklegast að þau ærsl eigi uppsprettu sína í nýársgleði í vestanverðri Evr- ópu og víðar á miðöldum. Þá var 1. apríl áttundi og síðasti dagur nýárshátíðar sem hófst um vorjafhdægur, 25. mars. Það er gamall leikur um viða veröld að gabba náungann til að fara erindisleysu. Þetta var algengt á tyllidögum, ekki síst vorhátíðum í nánd við vor- jafndægur, þegar menn slettu' ærlega úr klaufúnum eftir vet- urinn. Sams konar leikur var til að mynda iðkaður á svo- nefndri Húlíhátíð á Indlandi þegar nýár var í löndum Persa- keisara kringum jafndægri að vori. 1. apríl er þekktasti gabb- dagur af þessu tagi í Evrópu og era bókfest dæmi um hann frá fyrri hluta 17. aldar. Forvitnir asnar Af gabbleik á fyrsta degi apr- íl fer ekki ótvíræðum sögum hér á landi fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Hins vegar kemur mim fyrr í ljós að ís- lendingar kannast við siðinn. Ámi Magnússon talar í bréfi til Þormóðs Torfasonar árið 1698 um „aprílbréf ‘ sem greini- lega merkir lygabréf eða gabb- skrif. Langt er síðan fjölmiðlar er- lendis tóku að láta lesendur sína hlaupa apríl. Fræg er til- kynning um mikla asnasýn- ingu sem Lundúnablaðið Even- ing Standard sagði að ffam færi í Islington 1. apríl 1846. Komust hinir forvitnu brátt að raun um hverjir asnamir vora. Þessi siður var tekinn seint upp á íslandi og fyrsta þekkta aprílgabb íslensks fjöl- miðils mun hafa verið á vegum Ríkisútvarpsins árið 1957. Þá útbjuggu fréttamenn þess fréttaauka sem átti að vera bein útsending um komu fljóta- skipsins Vanadísar þegar það sigldi upp Ölfusárós áleiðis til Selfoss. Heimild: Saga daganna eft- ir Áma Bjömsson Seiðskrattinn Hrafn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.