Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 16
GYAN MArsCMTA 16 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Vinnuálag vegna dymbilviku Flest fáum við frí um páskana og getum notið lífsins við páskaeggjaát og útiveru. Margir sinna þannig störfum að aðaláherslan er um tíma lögð á undirbúning páskavikunnar. Sumirfáfrí þegar hún gengur í garð en aðrir þurfa að vinna þessa heilögu daga. „Fjölskyldan á að vera saman á páskunum og fólk á að hugsa um hvað ann- að.“ DV-mynd E.ÓI. 210.000 páskaungar Þegar flugeldarnir hafa slokknað og glösin standa tóm eftir nýársdagsfagnaðina hefst undirbúningur páskaeggja- framleiðslu hjá Nóa-Síríusi. Frá fyrsta virka degi janúarmánaðar til páska er aðaláhersla fyrirtækisins lögð á páskaeggin. Guðbjörg Guðbjömsdóttir hefur verið verkstjóri í einum sal fyrir- tækisins í ellefu ár. Páskaeggin koma á færibandi inn í salinn og hún stjómar fólkinu sem setur í þau sælgæti, málshætti og loks punkt- inn yfir i-ið sem em gulir páskaung- ar frá Hong Kong og Taílandi og strumpar frá Kína. Um 210.000 páskaungar fara út úr húsi fyrir þessa páska og 20.000 strumpar. Þar sem páskaeggin em daglegt brauð í salnum i nokkra mánuði ímyndar maður sér að páskahátíðin sé í huga starfsmannanna annað- hvort hátíðlegri eða hversdagslegri fyrir vikið. „Páskar em alltaf pásk- ar,“ segir Guðbjörg. „Það hefur ekk- ert breyst. Ég bíð kannski meira eft- ir þeim fyrir vikið.“ Henni finnst páskamir bæöi sorg- og gleðihátíð. Á meðan á þeirri há- tíð stendur í ár ætlar Guðbjörg að slappa af og hafa það gott. „Ég fer í sumarbústað austur í Grimsnesi." í farangrinum verður eitt páska- egg. Páskaungi eða stmmpur á eftir að skreyta það. Guðbjörg segir að málshættirnir séu aðalatriðin í páskaeggjunum. „Það er betra að það sé ekkert sælgæti inni i egginu heldur en að það vanti málshátt- inn.“ Það er ys og þys í salnum og súkkulaðilyktin er megn. Pantanir streyma að og Guðbjörg stjómar öllu af röggsemi. Nokkrir páskaung- ar og stmmpar standa hreyfmgar- lausir í gluggakistunni í kompunni sem Guðbjörg hefur til afnota. Þeir era þeir einu sem ekki þurfa að vinna. -SJ „Páskar eru alltaf páskar. Það hefur ekkert breyst. Ég bíð kannski meira eftir þeim fyrir vikið.“ DV-mynd S páskana til að draga að sér einhveiju lofti.“ Hún segir að páskamir séu mikill gleöitími. „Mér flnnst fostudagurinn langi heilagur og óskaplega þægilegur þótt mér hafi þótt hann hundleiðinleg- ur þegar ég var krakki. Fjölskyldan á að vera saman á páskunum og fólk á að hugsa um hvað annað.“ Hlín segir að bamslega tiifinningin gagnvart páskunum hafi ekkert breyst. „Ég verö að fá páskaegg," seg- ir hún og hlær. „Mér fmnst súkkulaði svo hryllilega gott. Ég borða það eins og ég gerði þegar ég var yngri - byija á botninum. Ég kaupi eggið yfirleitt sjálft þótt mér ftnnist langskemmtileg- ast að kaupa páskaegg handa systk- inabömunum." Vegna yfirlýsingar Hlínar má búast að hún borði eggið uppi í rúmi. - -SJ Sofið um Kanínur bíða í HUn blómahúsi eftir nýjum heimilum og tugir eggja era á víð og dreif um verslunina. Hlín Sveinsdóttir er hús- ráðandi í versluninni sem er hennar lif og yndi. Hún segist leggja sálina í verslunina og alla sina sérvisku. Hlín byijar að panta páskaskrautið áður en síðasti jólasveinninn kemst til síns heima. Fyrstu skreytingar hvers árs fara að taka á sig mynd í febrúar. Hlín vinnur mikið; oftast á hveijum degi og meira en átta tíma á dag. Á hveiju ári koma tímabil þegar vinnu- álagið er meira, svo sem fyrir páska, jól, útskriftir og brúðkaup. Ein tömin stendur því nú sem hæst. Hlín fær frí á föstudaginn langa og páskadag. „Ég ætla að sofa mikið um páskana," segir Hlín og segist lani þreytt. „Það er kominn timi Ekki one man's show Séra Jakob Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur fer að huga að páskamessunum í kirkjunni um mánuði áður en hátíðin gengur í garö. „Hér í Dómkirkjunni er viða- mikið helgihald um páskahátíðina sem er margþætt og að mörgu er að gá. Að vísu njótum við þess að hafa gert flest af þessu áður en við eram alltaf að reyna eitthvað nýtt.“ Jakob bendir á að sérhver messa um páskana sé sérstök. „Þetta er ekki venjuleg sunnudagsguðsþjón- usta heldur er þetta helgihald með öðra formi og stíl. Ef við tækjum leiksýningu til samanburðar þá er þetta ólíkt handrit og sviðsmynd hverju sinni. Þetta er sérstök upp- færsla og þetta er fjarri því að vera one man’s show. Þótt við prestamir séum með veigamikið hlutverk í guðsþjónustunni þá koma að henni kórar, hljóðfærarleikarar, aðstoðar- fólk við helgihaldið og fleiri. Þar sem margir fara í messur yfir páskahátíðina þá leggjum við nátt- úrlega meira upp úr þeim.“ Dómkirkjupresturinn hefur blendnar tilfinningar gagnvart páskunum. Það er vegna þess að þá hefur hann alltaf upplifað togstreitu í fjölskyldunni. „Fjölskylda mín á marga frídaga um þetta leyti og vill nota sér þá. Hins vegar höfum við öll löngun til þess að vera þátttak- endur í helgihaldinu. í stuttu máli er þetta annars vegar togstreita milli fjölskylduhátíðar með tóm- stundum sem era helgaðar útivist og helgihaldi og hins vegar vinnuá- lagi af minni hálfu.“ í messunum um bænadagana ætl- ar Jakob að leggja áherslu á hljóða undran yfir þeim leyndardómum trúarinnar sem engin orð fá full- komlega skýrt. Um páskana verður lögð áhersla á gleðina, fögnuðinn og hátíðleikann. Hann segir að páskamir séu tvi- mælalaust meiri hátíð í sínum huga en jólin. „Ég held að árstíðin hjálpi til með það þvi ég er svo mikið sum- arbarn." Séra Jakob ætlar að narta í bita af páskaeggi sonardóttur sinn- ar um hátíðina. -SJ „Þetta er ekki venjuleg sunnudagsguðsþjónusta heldur er þetta helgihald með öðru formi og stíi.“ DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.