Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 19 DV Fréttir Vesturland: Atvinnuleysi tvöfaldast DV, Vesturlandi: Bréf var lagt fram nýverið á fundi bæjarráðs Akraness frá Svæð- isvinnumiðlun Vesturlands og varð- aði það atvinnuástand á svæðinu. Þar segir meðal annars: „Tilefni bréfsins er m.a. að vekja athygli sveitarstjóma, atvinnumála- nefnda, atvinnuráðgjafar SSV og þingmanna í kjördæminu á at- vinnuleysi í umdæmi okkar. At- vinnuleysi hefur tvöfaldast frá því í október 1998. Atvinnuleysið í febrú- ar nú er samt heldur minna en það var í feþrúar 1998 en betur má ef duga skal. Á mörgum stöðum í umdæminu er atvinnulífið ákaflega einhæft og þar af leiðandi mjög viðkvæmt fyrir sveiflum. Nauðsynlegt er að fá aukna breidd í atvinnufiórana með því að hafa vakandi auga fyrir stað- setningu nýrra starfa sem stöðugt eru að verða til á vegum hins opin- bera. Við hvetjum alla þá aðila sem geta látið til sín taka í atvinnusköp- un og fjölgun starfa að taka höndum saman um markvissa samvinnu við að efla og styrkja þá atvinnu sem fyrir er á Vesturlandi en miklu fremur að hefja sókn jafnt á hinum frjálsa markaði sem á hinum opin- bera vettvangi." 15. mars voru 115 einstaklingar á skrá yfir atvinnulausa í umdæm- inu. Sumir þeirra þó í hlutastarfl, að sögn i Guðrúnar Sigríðar Gísla- dóttur, forstöðumanns Svæðis- vinnumiðlunar Vesturlands. -DVÓ Hornafjörður: Sindri fékk hæsta styrkinn DV, Hö£n: Búið er að ganga frá styrkjum til félagasamtaka og einstaklinga sem sveitarfélagið Hornafjörður veitir ár hvert. Tryggvi Þórhallsson, sett- ur bæjarstjóri, sagði að fleiri um- sóknir hefðu borist núna en áður og hefði úthlutunarnefndinni verið vandi á höndum við valið, þar sem ekki var hægt að sinna öllum, en allar umsóknir og verkefni þess verðug. Styrki hlutu að þessu sinni 21 að- ili. Þá hæstu hlutu Ungmennafélag- ið Sindri, 5,3 milljónir króna, Félag aldraðra, 400 þúsund krónur, og Skógræktarfélag Austur-Skaftafells- sýslu, 300 þúsund krónur. Magnús J. Magnússon kennari hlaut 75 þúsund krónur, sem viður- kenningu fyrir störf að leiklistar- málum unga fólksins, en þar hefur hann unnið mikið og gott starf. Tryggvi Þórhallsson sagði að ákveðið hefði verið að setja þau ákvæði að gerður yrði samningur, þar sem styrkþegar samþykktu að gera skýrslur sem sýndu í hvað styrknum væri varið og skila þeim á bæjarskrifstofuna í byrjun næsta árs. Þessi skilgreining kemur til með að auðvelda úthlutunarnefnd starf hennar og um leið mun þessi tilhögun koma umsækjendum til góða. -JI Tryggvi Þórhallsson, settur bæjar- stjóri á Hornafirði. DV-mynd Júlía Aðalfundur 1999 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl 1999 í Sunnusal, Hótel Sögu, Reykjavík og hefst kl. 15.00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: Lagt er til að tekin verði upp í samþykktir heimild til að hlutabréf félagsins verði gefin út með rafrænum hætti. Lagt er til að stjórn skipi sjö menn í stað fimm og ekki verði kosnir varamenn. Lagt er til að hægt sé að breyta samþykktum á félagsfundi þegar mættir eru fulltrúar 50% atkvæða í stað 75%. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningarfélagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.