Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 20
20 21 Iþróttir Bland i noka FH-ingar verða með forsölu á odda- leik Stjömunnar og FH sem fram fer 1 Ásgarði í kvöld. Forsala á þeim 30 miðum sem FH-ingum er úthlutað verður i Sjðnarhóli í Kaplakrika klukkan 17-19 í dag. Miðaverð er kr. 300 fyrir börn og 800 fyrir fullorðna. Bixente Lizarazu, landsliðsmaöur Frakka i knattspymu og leikmaður Bayern Milnchen, veröur frá keppni næstu 6 vikumar en hann meiddist í landsleik Frakka og Úkraínumanna á laugardaginn. Það er því ljóst að hann missir af undanúrslitaleikjum Bæjara gegn Dynamo Kiev i Evrópu- keppni meistaraliða. Josef Sabo, þjálfari Úkraínumanna, segir að lið sitt muni snúa úr vöm frá Frakkaleiknum á laugardaginn til sóknar í leiknum gegn Islendingum i undankeppni EM í knattspyrnu á morgun. Hann ætlar að láta lið sitt spila stifan sóknarleik frá byrjun leiks og teflir fram þremur framherj- um. Úkraínumenn era efstir í riðlin- um með 10 stig en Frakkar og Islend- ingar koma næstir með 8 stig. Reikn- að er með að 85.000 áhorfendur styðji við bakið á sinum mönnum á leik- vanginum í Kænugarði. Frakkar ætla ennfremur að leggja alla áherslu á sóknarleikinn gegn Armenum í París annað kvöld. Þjálf- ari hefur hugmyndir um að tefla þeim Nicolas Anelka, Arsenal, og David Trezeguet, Mónakó, fram i fremstu viglínu. Trezeguet skoraði fjögur mörk fyrir 21-árs lið Frakka gegn Úkraínu um síðustu helgi. Herbert Prohaska sagði af sér sem landsliðsþjálfari austurríska lands- liðsins í knattspymu í gær. Afsögn hans kemur í kjölfar útreiðar liösins gegn Spánveijum í Evrópukeppninni um síðustu helgi þar sem liðið tapaði 9-0. Þetta var annað stærsta tap landsliðsins í sögunni en 1908 tapaði Austurríki fyrir Englandi, 11-1. Ekki verður ráðinn nýr þjálfari fyrr en eft- ir stjórnarfund sem verður haldinn 11. aprfl nk. Vernharö Þorleifsson sigraði í 90 kg þyngdarflokki á páskamóti júdófélags Reykjavíkur. í opnum flokki kvenna bar Gígja Guöbrandsdóttir sigur úr býtmn. Annaö kvöld leikur Fylkir gegn Völsungi i 2. deildinni í handknatt- leik. Með sigri Fylkismanna munu þeir tryggja sér sæti í 1. defld á næsta tímabfli. Nákvæmlega 20 ár era síðan Fylkir lék i efstu deild í handknatt- leik. Fjórir leikmenn íslenska landsliðs- ins eiga i meiðslum og verður ekki ljóst fyrr en eftir komuna til Kiev í dag hvort þeir verða leikhæfir annað kvöld gegn Úkraínu. Eyjólfur Sverr- isson hefur ekkert æft eftir leikinn við Andorra en hann er meiddur í kálfa. Helgi Sigurösson er meiddur i baki, Stefán Þórðarson á ökkla og Sverrir Sverrisson meiddist í nára á æfingu í Barcelona. Guöjón Þóröar- son landsliðsþjálfari sagði við DV í gærkvöldi að þaö kæmi í ijós í dag hvort framangreindir menn yrðu með á morgun. Hamar úr Hverageröi verður 19. lið- ið til að leika i úrvalsdefldinni í körfuknattleik. Framfarir liðsins hafa verið mjög miklar á síðustu áram. Hamar er fyrsta félagið af Suð- urlandsundirlendi tfl að leika i úr- valsdeild. Ekkert varö af keppni á fyrsta degi skiöalandsmótsins á ísafirði i gær vegna veðurs. Fram átti að fara skiðaganga en þess í stað fer hún fram i dag auk keppni í alpagreinum. Mótið var sett í ísafjarðarkirkju í gærkvöld af Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta íslands. -GH/JKS NBA-DEILDIN Indiana-Atlanta............82-83 Smits 22, Miiler 17, Mullin 15 - Johnson 17, Long 14. Mutombo 14. Dallas-Seattle...........101-109 Trent 20, Strickland 17, Finley 13 - Schrempf 20, Payton 20, Owens 15. Denver-LA Clippers........100-88 Billups 24, Mcdyess 24, Van Exel 22 - Rogers 17, Hudson 16, Martin 11. LA Lakers-Vancouver . . . 116-98 Shaq 26, Rice 24, Bryant 20 - Rahim 21, Massenburg 16, Lopez 16. -GH ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Aftureldingarmennirnir Hafsteinn Hafsteinsson og Jón Andri Finnsson féllust í faðma eftir sigurinn á HK í gærkvöld. Þar með var sætið í undanúrslitum tryggt en Mosfellingar mæta þar Haukum. Á innfelldu myndinni þakkar Bergsveínn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, Sigurði Sveinssyni fyrir leikinn og líklega einnig fyrir giftusamlegan feril í aldarfjórðung en Sigurður lagði skóna á hilluna eftir leikinn. DV-mynd Hilmar Þór „Aðeins einn Siggi Sveins“ - Afturelding komin í undanúrslit eftir nauman sigur á HK, 22-21, að Varmá Það var við hæfi að Sigurður Val- ur Sveinsson skoraði fyrsta og sið- asta markið í Mosfellsbæ í gær þegar Afturelding og HK mættust í odda- leik liðanna í úrslitakeppni íslands- mótsins en leikurinn var sá síðasti á löngum ferli þessa litríka íþrótta- manns. Markvarsla hjá Bergsveini vó þungt í lokin Bergsveinn Bergsveinsson kom í veg fyrir að Sigurði tækist að tryggja HK jafntefli og framlengingu er hann varði vítaskot frá honum þegar rúm mínúta var til leiksloka en hann sá ekki við síðasta skoti Sigurðar sem lá í netmöskvunum aðeins hálfri mínútu fyrir leikslok, 22-21. HK vann boltann aftur en tókst ekki að skora og tryggja sér framlengingu og von um áframhaldandi keppni. Leikur hinna sterku varna Leikurinn var leikur hinna sterku vama. Það var ljóst allt frá byrjun að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt án þess þó að leikurinn leystist upp í slagsmál, það var leikið fast en prúð- mannlega. Heimamenn í Aftureldingu voru öllu ákveðnari í upphafi leiks, náðu yfirhöndinni og leiddu í hálfleik, 12-8. Það tók HK 12 mínútur og 9 sóknir að skora í seinni hálfleik en þá höfðu Mosfellingar náð sjö marka forystu og leikurinn virtist unninn. En læri- sveinar Sigurðar Sveinssonar ætluðu sér ekki út úr keppninni með skömm. Helgi Arason skoraði fimm mörk á niu mínútum og hélt HK inni í leiknum eins og fyrr er lýst. „Við vorum komnir með falskar vonir í byrjun seinni hálfleiks, komnir í 16-10, þá slökuðum við á og þeir jöfnuðu leikinn um leið,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, mark- vörður Aftureldingar Þessir leikir ykkar, deildarmeist- aranna og HK, sem kom inn i úrslit- in sem 8. lið, hafa verið jafnari held- ur en staða liðanna í deildinni gaf til kynna? Langt í annan eins leikmann „Já, þetta segir manni að deildin er jafnari heldur en menn hafa hald- ið. HK hefur verið að berjast alveg ógurlega og á virkilega heiður skil- inn, lagði sig af lífi og sál í þetta verkefni og uppskar eftir því.“ Sigurður Sveinsson var að leika sinn síðasta leik á ferlinum og þú átt- ir þátt í því að ferill hans varð ekki lengri. „Já, ég varði frá honum víti í rest- ina og það var ekki leiðinlegt, hann er jú frægur fyrir þau. En það er bara aðeins einn Siggi Sveins og það verður langt þangað til það kemur annar eins og hann í deildina, það er mikill söknuður að honum,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson. HK-ingar eiga hrós skilið fyrir frábæra baratta Afturelding gerði það sem flestir bjuggust við, að slá HK út úr 8 liða úrslitunum, en mátti hafa fyrir því. Bergsveinn var bestur í liði Aftureld- ingar ásamt Bjarka Sigurðssyni og Gintas. HK-ingar eiga hrós skilið fyrir frá- bæra baráttu og skemmtilegan hand- knattleik í úrslitakeppninni. Þeir sýndu það best í þessum leik þegar liðið var komið 7 mörkum undir að þeir gefast aldrei upp og áttu fullt er- indi í úrslitakeppnina en andstæð- ingar þeirra voru bikar- og deildar- meistararnir sjálfir og það var of stór biti. Sigurður Valur Sveinsson var bestur í liði HK. Helgi Arason, Alex- ander Arnarson og Hlynur Jóhann- esson léku einnig vel í jöfnu og bar- áttuglöðu liði. -ih 25 ára ferli Sigurðar Vals Sveinssonar lokið: Mun sakna spennunnar íslenskir handboltaáhugamenn þökkuðu Sigurði Val Sveinssyni frá- bæran feril og skemmtun sl. 25 ár með húrrahrópum og klappi þegar kappinn gekk af vefli í Mosfeflsbæn- um í gærkvöld. Leikur Afturelding- ar og HK, sem Sigurður leikur með og þjáifar, var sá síðasti á löngum og ákaflega skemmtilegum ferli þessa frábæra íþróttamanns. Mér líður ekki vel En hvernig líður Sigurði Val Sveinssyni að leikslokum? „Mér líður ekki vel, því miður. Það er skítt að tapa svona leik, klúðra víti og hvaðeina, en það verður gaman að vera heila viku heima hjá sér. Ég á eftir að sakna félagsskapar- ins, spennunnar og öllu því sem þessu fylgir. Þetta hefur verið frá- bær tími, það er ekki hægt að segja annað. Maður hefur fengið að njóta margs sem annar hefur ekki fengið að njóta í gegnum þessi 25 ár.“ Hvað með HK, liðið sem þú hefur verið að móta og verið driffjöður í undanfarin ár? „Driffiöður og ekki driffjöður, þeir hafa verið að eflast og fá meira sjálfstraust og þeir sönnuðu það í þessum leikjum að þeir eiga fylli- lega heima á meðal þeirra bestu.“ Sigga Sveins hefur stundum verið líkt við galdramann með boltann og hann er ekki síður þekktur fyrir ótrúlegar linusendingar heldur en sín þrumuskot og margir hafa velt því fyrir sér hvemig línumennirnir fara að því að taka á móti svona sendingum. „Þetta er bara þjálfun, augn- kontakt og tala saman, þá er þetta ekkert mál. Hvað varðar skotin þá er það æfing og aftur æfing.“ Kjúklingarnir geta þakkað mér En leikurinn hér í kvöld? „Við vorum ekki alveg tilbúnir í þetta fyrr en of seint og þá gerðum við okkur grein fyrir að við ættum smá von og svo klúðra ég víti á lyk- ilmómenti, eins og í fyrri leiknum héma í Mosó. Kjúklingarnir geta því þakkað mér fyrir að þeir eru komnir áfrarn," sagði hinn geðþekki leikmaður og þjálfari Sigurður Val- ur Sveinsson. -ih Hamar í úrvalsdeild - eftir öruggan sigur Hamar úr Hveragerði leikur í úrvalsdeildinni í körfúknattleik á næsta tímabili. Hamar lagði ÍR, 73-90, í oddaleik liðanna í Selja- skóla í gærkvöld. í hálfleik var staöan 35-47 fyrir Hamar. Árangur Hamars er glæsilegur en liðið var fjórða liðið inn í úrslit og skeflti Þór úr Þorlákshöfn í undanúrslitunum og síðan ÍR-ing- um í úrslitum. á IR, 73-90, í gærkvöld Pétur Ingvarsson, þjálfari liðsins, hefur náð frábærum ár- angri með Hamar í vetur. Stigahæstur Hamarsmanna var Láras Jónsson með 26 stig, Oleg Krijanovski skoraði 24 stig og Pét- ur Ingvarsson 15 stig. Hjá ÍR skoraði Þór Haraldsson 20 stig og Ásgeir Bachman skoraði 17 stig. -JKS Atli áfram hjá KA? DV, Akureyri: Sigurður Sveinsson og lærisveinar hans reyndu að bera sig vel eftir tapið. ------------------------------ DV-mynd Hilmar Þór Við erum tilbúnir _____- Haukar tóku Eyjamenn í aðra kennslustund og sendu þá í sumarfrí Guðmundur Hilmarsson skrifar £rá Eyjum: Úrslitakeppni kvenna í körfu: Fiugeldasýning KR setti á svið flugeldasýningu í Hagaskóla í gær í upphafi fyrsta leiks úrslitakeppninnar við Kefla- vík. ísraelski leikmaðurinn Limor Mizrachi stjómaði sýningunni. Þeg- ar hún fór út af eftir 11 mínútur og 40 sekúndur var staðan 40-14 og leikurinn unninn. Þá var KR búið að hitta 17 af 23 skotum sínum, þar 5 af 8 þriggja stiga, og Limor var búin að gera 18 stig, hitta 7 af 8 skot- um og senda 8 stoðsendingar. Eftirleikurinn var síðan auðveld- ur fyrir KR og seinni hálfleikur leystist upp. Lokatölur urðu 76-47 eftir að staðan hafði verið 54-24 fyr- ir KR í hálfleik. Þetta var 26. sigur KR í röð í vetur og ekki að sjá ann- að en að fyrsti íslandsmeistaratitill félagsins í 12 ár komi í hús í þriðja leiknum á laugardaginn. Stig KR: Limor Mizrachi 29 (11 stoðsendingar, 8 fráköst), Kristín Jóns- dóttir 13 ( 5 stoðs.), Helga Þorvaldsdóttir 12, Guöbjörg Norðfjörð 7, Hanna Kjart- ansdóttir 7, Elísa Vflbergsdóttir 6, Sigrún Skarphéöinsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Anna María Sveins- dóttir 12, Kristin Þórarinsdóttir 10, Krist- ín Blöndal 9, Tonya Sampson 7, Guðrún Karlsdóttir 4, Bima Valgarðsdóttir 3, Lóa Björg Gestsdóttir 2. Keflavlk tapaði 29 boltum í leiknum. -ÓÓJ Flest bendir til þess að Atli Hilm- arsson, þjálfari KÁ í handknattleik, verði áfram hjá liðinu. Tveggja ára samningur Atla er útranninn en Atli sagði í samtali við DV að við- ræður um áframhaldandi þjálfun hans hjá félaginu hefðu farið fram og líkur væra á að gerður yrði nýr samningur. Atli sagðist ekki ánægður með út- komuna hjá KA í vetur. „Sjötta sæt- ið í deildinni og að vera slegnir út í 8-liða úrslitunum er ekki það sem ég get verið ánægður með.“ Atli sagði ljóst að Sverrir Bjömsson myndi ekki leika með KA á næsta tímabili en hann taldi að öðru leyti að KA myndi halda sínum mann- skap. Ljóst væri að styrkja þyrfti liðið, sérstaklega með tilliti til vam- arleiksins og til að fylla skarð Sverris. -gk Haukar fóru ótrúlega létt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Nissan-defldarinnar í handknattleik í Eyjum í gærkvöldi þegar þeir tóku heimamenn í aðra kennslustund í handknattleik og sigruðu, 29-34. Haukar höfðu mikla yfirburði í leikn- um og náðu mest 13 marka forskoti í siðari hálfleik. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á lokamínútunum enda Haukarnir þá löngu búnir að fagna sætum sigri. Fyrri hálfleikurinn var lengi vel í járnum en undir lok hans fóra gestirn- ir að síga fram úr. Eyjamenn gerðu sig seka um hver mistökin á fætur öðram í sókninni og Haukarnir refsuðu um- svifalaust fyrir þau með mörkum úr hraðaupphlaupum. Á fyrsta korterinu í síöari hálfleik kafsigldu Haukamir lið ÍBV. Þeir skoraðu 11 mörk gegn þremur og Eyjamenn vissu vart sig rjúkandi ráð. Þeir voru algjörlega úr- ræðalausir gegn fimasterkri vörn Hauka og leikur liðsins var gersmlega í molum á meðan Haukamir léku við hvem sig fingur. Lokakaflinn var hrein leikleysa. Mörkin komu á færi- •bandi enda fátt um vamir og leik- menn beggja liða sér löngu meðvit- andi um hvemig færi. Lélegasti heimaleikur ÍBV á versta tíma Eyjamenn léku lélegasta leik sinn á heimavefli á versta tíma. Þeir áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka og hittu einfaldlega ofjarla sína. Það var slæmt fyrir liðið að Guð- finnur Kristmannsson náði sér ekki á strik í leikjunum gegn Haukum en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Sigmar Þröstrn- Óskarsson var bestur í liði ÍBV og bjargaði sínum mönnum frá enn verri útreið. Það kom Eyjamönnum i koll í leikjunum gegn Haukum að breiddin er lítfl í liðinu og ef lykilmenn bregð- ast er ekki von á góðu. .„Þetta fór hjá okkur á einhverjum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Við réttum þeim boltann hvað eftir annað og þessi slæmu mistök fóru með leikinn fyrir okkur. Haukarnir komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og ætluðu greinilega ekki að brenna sig á því sama og síðast hér í Eyjum. Það var líka mjög afdrifaríkt að missa Guðfinn tvisvar út af í fyrri hálfleik en við vorum einfaldlega ekki nógu skynsamir. Haukamir höfðu miklu meiri hreidd og þegar lið ætlar langt á íslandsmóti verður það að verq til staðar,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari ÍBV, við DV eftir leikinn. Þrátt fyrir að ÍBV léki mjög ifla í gær skal ekki tekið frá Haukunum að þeir léku vel og unnu einvígið gegn ÍBV mjög verðskuldað. Vörn liðsins var lengst af leiksins firnasterk með Petr Baumrak sem tveggja manna maka og í markinu var Magnús góður. Haukarnir léku fjölbreyttan og skemmtilegan sóknarleik. Einar Gunn- arsson átti stórleik og skoraði mörg glæsileg mörk og Þorkell Magnússon var mjög drjúgur. Liðsheildin var annars mjög öflug hjá Haukum og breiddin mik- il og það kom þeim til góða í þessu einvígi. Haukar eru greinilega á uppleið og með sama áframhaldi verða þeir Mos- fellingum erfiðir mótheijar í undanúr- slitunum. Stígandi í leik okkar „Við erum í mjög góðu formi og vor- um staðráðnir í því fyrir leikinn að halda sama dampi og í leiknum í Strand- götunni. Við höfðum yfir að ráða meiri og betri liðsheild en Eyjamennimir sem virkuðu mjög þreyttir. Við erum tilbún- ir í leikina gegn Aftureldingu og ef við höldum áfram á þessari braut getumvið gert góða hluti. Það hefor verið stígandi í okkar leik og við ætlum að halda henni áfram,“ sagði Einar Gunnarsson Hauka- maður við DV en hann átti sinn besta leik á tímabilinu. ÍBV (10) 29 Haukar (15) 34 I- 0, 2-3, 5-5, 6-8, 8-10, 9-12, (10-15), II- 18, 12-25, 16-27, 19-29, 23-31, 26-33, 29-34. Mörk iBV: Guðfinnur Krist- mannsson 8, Daði Pálsson 4, Gunnar Sigurðsson 3, Giedreus Ceraauskas 3, Svavar Vignisson 1, Slavisa Raka- novic 1, Emil Andersen 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 17/3. Mörk Hauka: Einar Gunnarsson 8, Þorkell Magnússon 7, Sigurður Þórðarson 4, Óskar Ármannsson 3, Kjetil Ellertsen 3, Einar Jónsson 3, Jón Freyr Egilsson 3, Jón Karí Bjömsson 3/3. Varin skot: Magnús Sigmundsson 17. Brottvlsanir: ÍBV 14 mín., Hauk- ar 16 min. Dómarar: Bjami Viggósson og Val- geir Ómarsson, dæmdu í heild vel. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Einar Gunnars- son, Haukum. ÍBV tapaói öðrum leik sínum á heimavelli í vetur en liðið lá fyrir Stjörnunni fyrr í vetur. Haukarfengu frábæran stuðning frá áhangendum sinum en 60 slíkir fylgdu þeim tfl Eyja og studdu vel við bakið á sínum mönnum. íþróttir Aftureld. (12)22 HK (8) 21 0-1, 4-1, 7-3, 10-5, 11-6 (12-8), 15-8, 16-12, 17-15, 20-17, 21-19, 22-21. Mörk Aftureldingar: Gintaras 4, Sigurður Sveinsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Einar Gunn- ar Sigurðsson 3, Magnús Már Þórðarson 3, Jón Andri Finnsson 2, Alexei Trufan 1, Gintas 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 11/3 Mörk HK: Sigurður Valur Sveinsson 7/1, Helgi Arason 5, Alexander Arnarson 4, Ingimund- ur Helgason 2/2, Guðjón Hauks- son 1, Gunnar Már Gíslason 1, Hjálmar Vilhjálmsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannes- son 12/2. Brottvísanir: Afturelding 10 mín. og HK 6 mín. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Áhorfendur: Pakkað hús, 600 manns. Maður leiksins: Sigurður Valur Sveinsson, skemmtileg- asti og litríkasti leikmaður íslensks handbolta á þessari öld. Jón ráðinn þjálfari ÍR Jón Kristjánsson var í gær ráð- inn þjálfari 1. deildar liðs ÍR í handknattleik. Jón hefur undan- farin ár þjálfað Val með góðum ár- angri en ákvað núna að hætta og reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Jón skrifaði undir tveggja ára samn- ing við Breið- holtsliðið. „Við verðum með sama mann- skap enda eru allir samnings- bundnir. Við munum ef til vill styrkja okkur í einni stöðu en að öðru leyti verður þetta óbreytt. Við ætlum að halda áfram okkar uppbyggingarstarfi og nota strák- ana sem fyrir eru,“ sagði Erlend- ur ísfeld hjá handknattleiksdeild ÍR í samtali við DV í gær. -JKS Guöjón Þórðarson: Áhersla lögð á vörnina „Eins og gefur að skilja eigum við von á mjög erfiðum leik í Kænugarði á morgun. Við munum fyrst og fremst leggja alla áherslu á varnarleikinn. Það er óraunhæft að tala um einhverja möguleika gegn Úkraínumönnum en við erum staðráðnir í því að gera okkar besta og rúmlega það,“ sagði Guðjón Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, í sam- tali við DV frá Amsterdam í gærkvöld. Þaðan flaug landsliðið árla morguns og lendir í Kiev um hádegið. í kvöld verður æfing á aðalleikvanginum en búist er við 85 þúsund áhorfendum á leik Úkraínu og Islands í riðla- keppni Evrópumóts landsliða. Viðureign þjóðanna hefst á morgun klukkan fjögur að is- lenskum tíma. -JKS íkvöld Úrslitakeppni karla í körfuknattleik - undanúrslit: Grindavík-Keflavik.. 20.00 (1-0) KFÍ-Njarðvík........ 20.00 (0-1) Úrslitakeppni karla í handknattleik 8-Uða úrsUt - oddaleikur: Stjaman-FH .............20.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.