Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 DV Stan Collymore í fríi út þetta tímabil: Glataður - eða tekslWnum að koma knattspyrnuferlinum á réttan kjöl á ný? Fyrir nokkrum árum virtist piltur að nafni Stan Collymore eiga fyrir höndum glæstan knatt- spyrnuferil. Hann skoraði án afláts fyrir lið sitt, Nott- ingham Forest, spilaði tvo fyrstu leiki sína fyrir Eng- lands hönd árið 1995 og útlitið var gott. En gæfa og gjörvileiki fara ekki alltaf saman. Knattspyrnuhæfileikar Collymores hafa aldrei verið dregnir í efa. Þeir einir og sér hafa hins vegar aldrei dugað til að ná alla leið. Hjá Collymore brást andlega hlið- in, hann réð engan veginn við stjörnuhlutverkið. Nú er hann nýorðinn 28 ára og kominn á besta aldur fótboltamannsins. En aðeins einn landsleikur hef- ur hæst í safnið og ekki líklegt að þeir verði fleiri. Gengur ekki lengur, segir Gregory Á meðan núverandi félagar hans í Aston Villa reyna að tryggja sér sæti í UEFA-bik- amum á lokaspretti ensku deildakeppninnar verður Collymore fjarri góðu gamni. John Gregory, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur nefnilega ákveðið að nota hann ekki meira á þessu tímabili. Collymore hefur undanfarna tvo mánuði dvalið heilsuhæli London þar sem hann hefur verið til meðferðar vegna þung- lyndis. Hann hefur þó mætt á nokkrar æfingar í viku hjá Aston Villa og verið með í leik og leik. Það gengur hins vegar ekki lengur, segir Gre- gory. Sumir halda því fram að ummæli Collymores eftir ósigur Villa gegn Chelsea á dög- unum hafi ver- ið kornið sem fyllti mæl- inn. Hann sagði að leikmenn- imir hefðu ekki þol- að að lenda 0-1 undir, þá hefðu þeir hengt hausinn og gefist upp. Gregory hefur lagt mikið upp úr liðsandanum og hann var ekki par hrifinn af þessari yf- irlýsingu. milljónir á mánuði Collymore fær um 9 milljónir króna í mánaðarlaun hjá Áston Villa en félagið greiddi Liverpool tæpar 900 milljónir fyrir hann árið 1997. Það er félagsmet hjá Villa. Sú fjárfesting hefur ekki skilað sér. í fyrra skoraði hann 6 mörk í 25 leikj- um og í ár hefur Collymore aðeins gert 1 mark í 20 deildaleikj- um. Þau verða ekki fleiri og spurning hvort fer- illinn sé jafhvel á enda. John Gregory segir að hags- munir leik- manns- ins séu númer eitt og þessvegna verði hann aifarið á hælinu til vorsins. „Hann var að reyna að gera allt í einu, taka þátt í meðferðinni þar, æfa og spila, og það var ómögulegt. Hann getur ekki einbeitt sér að mörgum hlutum í einu, fótboltinn var ekki í fyrsta sæti og það gekk ekki. Staðan verður hins vegar skoðuð í vor,“ segir stjórinn. Greiðir Villa samninginn upp? Collymore á tvö ár eftir af samn- ingi sínum við Aston Villa og and- virði þeirra er 230 milljónir króna. Svo kann að fara að Villa greiði honum upp samninginn og freisti þess að fá féð til baka í gegnum tryggingar. Stan Collymore hóf ferilinn hjá Crystal Palace. Þar var hann ekki sérlega áberandi og skoraði aðeins 1 mark í 20 deildaleikjum. Þaðan fór hann til Southend og þá fóru hlut- imir að gerast hratt. Eftir 15 mörk í 30 leikjum var Nottingham Forest búið að kaupa pilt og þar reis ferill- inn hæst. Fyrir Forest skoraði Collymore 41 mark í 65 deildaleikj- um og hann fékk sín fyrstu tækifæri með landsliðinu. Hailaði hratt undan fæti Frá Forest lá leiðin til Liverpool og þar með hefði leiðin til frægðar og frama átt að vera fullkomnuð. En þar fór að halla undan fæti, og það hratt. Collymore sýndi af og til snilli sína en átti í stöðugt meiri vandræðum utan vallar og var ekki lengur sjálfsagður í byrjunarlið síns félags. Landsliðssætið var úr sög- unni en samt tók Aston Villa áhætt- una og keypti Collymore fyr- ir áðurnefnda metupphæð. Þá hafði hann leikið 61 deildaleik fyrir Liverpool og skorað 26 mörk. Nú er komið að tímamótum á ferlinum hjá Stan Collymore. Ætli hann sér frekari frama í knattspym- unni þarf hann að mæta hress og endumærð- ur til næsta tímabils og láta verkin tala. Takist honum það ekki, fellur hann fljótt í gleymskunnar dá sem einn af glötuðu snill- ingunum í enskri knatt- spymu. -VS 23 * Iþróttir ENGLAND A-deild: Manch.Utd 30 18 9 3 68-31 63 Arsenal 30 16 11 3 42-13 59 Chelsea 29 15 11 3 44-23 56 Leeds 30 15 9 6 49-27 54 West Ham 30 13 7 10 34-39 46 Aston Villa 30 12 8 10 39-37 44 Derby 30 11 11 8 32-32 44 Wimbledon 30 10 10 10 3444 40 Liverpool 28 11 6 11 52-37 39 Tottenham 29 9 12 8 34-34 39 Middlesbro 29 9 12 8 39-40 39 Newcastle 30 10 8 12 38-41 38 Sheff.Wed. 30 10 5 15 35-33 35 Leicester 28 8 10 10 28-37 34 Coventry 30 8 7 15 31-42 31 Everton 30 7 10 13 23-35 31 Blackburn 30 7 9 14 32-42 30 Southampt. 30 8 5 17 28-56 29 Charlton 29 6 10 13 33-40 28 Nott.For. 30 4 8 18 27-59 20 Næstu leikir: 2. apríl....Aston Villa-West Ham 3. apríl ....Blackburn-Middlesbr. 3. april .........Charlton-Chelsea 3. apríl...........Derby-Newcastle 3. april ........Leeds-Nott.Forest 3. apríl.........Liverpool-Everton 3. apríl........Sheff.Eed-Coventry 3. april.......Southampton-Arsenal 3. apríl.......Tottenham-Leicester 3. april.........Wimbledon-Man.Utd Markahæstir: Michael Owen, Liverpool.......16 Dwight Yorke, Man.Utd.........16 Andy Cole, Man.Utd ...........15 Jimmy F.Hassalbaink, Leeds .... 14 Dion Dublin, Aston Villa......13 Nicolas Anelka, Arsenal ......13 Robbie Fowler, Liverpool .....12 Hamilton Ricard, Middlesbr .... 12 Ole Gunnar Solskjær, Man.Utd . . 11 Dennis Bergkamp, Arsenal .....10 Alan Shearer, Newcastle.......10 Gianfranco Zola, Chelsea......10 B-deild Sunderland 38 25 10 3 74-23 85 Ipswich 38 22 7 9 54-25 73 Bradford 38 21 7 10 66-39 70 Birmingh. 38 19 11 8 59-31 68 Bolton 37 17 13 7 68-50 64 Wolves 37 16 11 10 53-37 59 Sheff.Utd 38 15 11 12 61-56 56 Huddersf. 39 14 13 12 55-61 55 Watford 38 14 13 11 51-50 55 WBA 38 15 8 15 61-59 53 Grimsby 36 15 8 13 36-39 53 Cr.Palace 39 13 13 13 53-59 52 Norwich 38 12 14 12 51-52 50 Tranmere 39 11 16 12 53-51 49 Barnsley 39 11 15 13 4947 48 Stockport 38 10 15 13 4347 45 Portsmouth 39 10 13 16 50-60 43 Swindon 38 10 10 18 51-67 40 QPR 37 10 10 17 4147 40 Oxford 39 9 11 19 39-63 38 Bury 38 7 15 16 29-51 36 Port Vale 37 10 5 22 38-68 35 Crewe 37 8 9 20 43-71 33 Bristol C. 37 5 14 18 45-70 29 Næstu leikir: 2. apríl............Crewe-Swindon 3. apríl........Bamsley-Sheff.Utd 3. apríl.........Bradford-Grimsby 3. apríl ......Bristol C-Port Vale 3. apríl .......Norwich-Cr.Palace 3. april............Oxford-Bolton 3. april.........QPR-Huddersfield 3. april ..........Stockport-Bury 3. apríl...........Sunderland-WBA 3. apríl.........Swindon-Ipswich 3. april........Watford-Tranmere 3. apríl........Wolves-Portsmouth Markahæstir: Hughes, WBA ....................30 Mills, Bradford ................21 Stewart, Huddersfield ..........20 Angell, Stockport...............17 Ounora, Swindon.................17 Windass, Bradford...............15 Bellamy, Norwich................15 Quinn, Sunderland ..............15 Roberts, Norwich ...............15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.