Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 24
V 24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Iþróttir ÍTflLÍA Lazio 26 16 7 3 54-23 55 Fiorentina 26 15 5 6 43-26 50 AC Milan 26 13 9 4 39-29 48 Parma 26 13 8 5 47-27 47 Udinese 26 12 6 8 36-33 42 Roma 26 10 9 7 48-35 39 Juventus 26 10 9 7 30-26 39 Bologna 26 10 8 8 35-30 38 Inter 26 10 6 10 45-37 36 Cagliari 26 9 5 12 37-38 32 Bari 26 6 13 7 30-35 31 Venezia 26 8 7 11 26-34 31 Perugia 26 9 4 13 33-46 31 Sampdoria 26 6 9 11 27-43 27 Piacenza 26 6 7 13 35-40 25 Vicenza 26 5 8 13 17-34 23 Salernitana 26 6 5 15 26-46 23 Empoli 26 3 9 14 21-47 16 Næstu leikir- 3. apríl: Bari-Roma Empoli-Juventus Inter-Fiorentina Lazio-AC Milan Parma-Cagliari Perugia-Bologna ■< Piacenza-Udienese Venezia-Salernitana V icenza-Sampdoria Nr. Leikur: Röðin 1. Atalanta - Brescia 1-1 X 2. Ravenna - Verona 2-3 2 3. Torino - Lucchese 2-1 1 4. Napoll - Ternana 1-0 1 5. Reggina - Treviso 1-0 1 6. Pescara - Cesena 0-0 X 7. Lecce - Cremonese 2-1 1 8. Cosenza - Genoa 2-2 X 9. Chievo - Fid.Andria 1-2 2 10. Como - Padova 2-0 1 11. Carrarese - Brescello 0-0 X 12. Cittadella - Pistoiese 2-1 1 13. Arezzo - Livorno 4-3 1 Heildarvinningar 20 milljónir 13 réttir 108.620 kr. 12 réttir 3.640 kr. 11 réttir 400 kr. 10 réttir kr. Italir standa vel að vígi - í 1. riðli undankeppni EM í knattspyrnu nte $ ítalir standa vel að vígi í 1. riðli Evrópumóts landsliða í knattspyrnu eftir góðan sigur á Dön- um um helgina. ítalir hafa unnið alla þrjá leiki sína í keppninni og eru á toppnum. Það voru tveir leikmenn Juventus, Filippo Inzaghi og Antonio Conte, sem tryggðu ítölum sigurinn á Dönum i Kaupmannahöfn. Mark Inzaghi kom strax á fyrstu mínútu en hann komst þá inn í sendingu Jespers Gronskjærs til Peter Schmeichels markvarðar og skoraði örugg- lega. Gronskjær var að spila sinn fyrsta landsleik fyrir Dani og hann hefur örugglega óskað sér að byrja betur. „Það er alltaf erfitt að vera einn á móti mark- verði svona snemma leiks en mér tókst sem bet- ur fer að skora,“ sagði Inzaghi, eftir leikinn. Danir sóttu hart að marki ítala eftir þetta og náðu að uppskera mark á 58. mínútu þegar Ebbe Sand jafnaði. En ítalir voru ekki af baki dottnir því þeim tókst að tryggja sér sigurinn þegar Conte skallaði í markið eftir góða fyr- irgjöf Francesco Totti en háð- ir höfðu þeir komið inn á sem varamenn í síðari hálf- leik. Zoff ánægður Dino Zoff landsliðs- þjálfari ítala var að von- um ánægður með sig- urinn í leikslok. „Munurinn á lið- unum var sá að við nýttum okkar tækifæri en þeir ekki. Ég mundi telja þetta verð- skuldaðan sig- ur þrátt fyrir að við höfum verið í vörn meg- inhlutann af leiknum. Fótbolti snýst hins vegar um að sltC)r.a Filippo Inzaghi, fram- Qerrr herki ítalska landsliðs- ins og Juventus, fagnar hér marki sínu gegn Dön- um í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. feaaw,.,. ft mörk en andstæðingurinn. Það gerðum við í þess- um leik og ég get ekki verið annað en sáttur við það,“ sagði Zoff við fréttamenn eftir leikinn. Gianluca Buffon, markvörður Parma, átti mjög góðan leik á milli stanganna og varði oft meist- aralega vel. „Ég fékk að reyna mikið á mig. Danir voru fjöl- mennir í teignum og marksæknir og ef við lítum á gang leiksins hefði jafntefli kannski verið rétt- lát úrslit. Þrátt fyrir að við séum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki er langur vegur frá að við séum búnir að tryggja okkur í úrslitin. Við eigum marga erfiða og mikivæga leiki eftir og einn þeirra er gegn Hvít-Rússum á miðvikudaginn," sagði Buffon eftir leikinn. Berjast til þrautar Danir standa hins vegar illa að vígi í riðlinum. Þetta var ann- ar tapleikur þeirra á heimavelli í röð en Walesverjar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Dönum í október síð- astliðnum. Bo Jo- hansson, lands- liðsþjálfari Dana og fyrrum landsliðsþjálfari Islendinga, hefur ekki gefið upp alla von. „Við verðum að berjast til þrautar og ef okkur tekst að vinna þá fjóra leiki sem við eigum eft- ir og ítalir klára sitt þá tel ég möguleika á að ná öðru sætinu í riðlinum. Við gerðum mistök með því að bakka aftar á völlinn eftir að við skor- uðum jöfnunarmarkið," sagði Johansson. Tekst United loks að slá Juventus út úr keppni? Enn einu sinni mætast Manchester United og Juventus i meistaradeild Evrópu en liðin drógust saman í undanúrslitunum sem fram fara 7. og 21. apríl. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi félög mætast í Evrópukeppninni en í tvö skiptin þar á undan höfðu ítalamir betur. Þeir eru fleiri spark- spekingamir sem spá því að United fari með sig- ur af hólmi í þessu einvígi. Þeir segja að að leik- menn Manchester United hafi yfirstigið erfiðan þröskuld þegar þeim tókst að slá lið Inter út úr keppninni en það var í fyrsta sinn í 40 ára sögu United í Evrópukeppninni sem því tekst að slá ítalskt félag út. Þá segja þeir að enska liðið hafi sýnt miklu meiri stöðugleika á tímabilinu. Liðið sé á toppi ensku A-deildarinnar og sjálfstraust leikmanna liðsins sé mjög mikið. Þeir sem spá því að Juventus sigri í þessu ein- vígi benda á að ítölsku meistaranir hafi verið 1 mikilli uppsveiflu undanfamar vikur eða allt frá því að Ancelotti tók við liðinu fyrir tveimur mán- uðum af Marcelo Lippi. Við þjálfaraskiptin hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í herbúðum Juventus. Liðið hefur leikið 8 leiki undir stjóm Ancelotti án þess að bíða ósigur og eftir að liðið varð úr leik í baráttunni um ítalska meistaratit- ilinn hafa leikmenn Juventus einblínt á Evrópu- keppnina. Fyrir þremur mánuðum eða svo hefði ekki nokkrum manni dottið til hugar að Juvent- us kæmist i undanúrslit Evrópukeppninnar. Leikur liðsins var kominn á afar lágt plan undir stjórn Lippis og engu líkara en að leikmenn ítalska liðsins væru orönir saddir eftir velgengni síðustu ára. En nú er sagan önnur og fram und- an tveir hörkuleikir gegn Manchester United. Sá fyrri fer fram á Old Trafford miðvikudaginn 7. apríl og sá seinni hálfum mánuði síðar í Torino. Zidane liklega með Aðaláhyggjuefni forráðamenna Juventus er það hvort franski snillingurinn Zinedine Zidane verður með i leiknum á Old Trafford. Kappinn meiddist á hné í leik Juventus gegn Olympiakos og hann hefur verið á sjúkralistanum síðan. Hann var ekki með franska landsliðinu í leiknum gegn Úkraínumönnum um helgina en vonir standa til að hann verði með í leiknum gegn Armenum á morgun og þá sömuleiðis í leiknum gegn Manchester United þann 7. apríl. Eriksson samdi við Lazio til 2002 í ítölsku A-deildinni getur fátt komið í veg fyr- ir sigur Lazio í deildinni. Liðið hefur 5 stiga for- skot á toppi deildarinnar og sá mannskapur sem Lazio hefur yfir að ráða á ekki að geta glatað svona góðu forskoti niður. Svíinn Sven Göran Eriksson, þjálfari Lazio, framlengdi samning sinn við Lazio-liðið i síðustu viku og gildir samningur- inn til ársins 2002. Forráðamenn Lazio eru í skýj- unum yfir frammistöðu Erikssons og segja að hann hafi verið mikill happafengur. fupphafi tímabilsins voru þessir sömu menn ekki sáttir við störf Svíans og minnstu munaði að þeir rækju hann úr starfi. Lazio gekk mjög illa fram- an af mótinu. Liðið náði alls ekki saman enda margir nýir menn keyptir til félagsins fyrir mót- ið. En Eriksson bað menn um að gefa sér og lið- inu tíma. Hann sagði að liðið myndi slípast hægt og bítandi og þegar það væri búið og gert skyldu menn líta á töfluna. Þetta hefur komið á daginn. Eftir að Laziovélin hrökk loks í gang hefur hún verið nær óstöðvandi og fyrsti meistaratitill fé- lagsins í 25 ár blasir nú við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.