Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 Afmæli Stefán Helgason Stefán Helgason pípulagninga- maður, Kolbeinsgötu 26, Vopnafirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Árið 1933 var hann tek- inn í fóstur að Hofi í Vopnafirði af Jakopi Einarssyni, presti að Hofl, og Guðbjörgu Hjartardóttur hús- freyju en þar var hann til heimilis til 1951. Stefán var i bamaskóla og stund- aði nám við Héraðsskólann að Laugum. Hann var í brúarvinnu 1951 og stundaði vegavinnu til 1955. Á vet- uma var hann á vertíð eða stundaði aðra vinnu utan sveitar. Stefán festi kaup á vömbíl 1955 og stundaði vörubílaakstur næstu ár- in, einkum í vegavinnu en einnig við önnur störf sem til féllu. Hann réðst til KVK 1962 og var þá verk- stæðisformaður á bíla- og búvéla- verkstæði kaupfélagsins. Hann gerðist síðan pípulagningamaður 1964 og hefur stundað pípulagnir síðan. Fjölskylda Stefán kvæntist 11.11. 1955 Odd- nýju P. Jóhannsdóttur, f. 24.9. 1932, húsmóður og fiskvinnslukonu. Hún er dóttir Jóhanns Þorkelssonar vél- stjóra og Þorbjargar Magnúsdóttur húsmóður. Börn Stefáns og Oddnýjar eru Helgi Stefánsson, f. 2.6. 1955, renni- smiður á Akureyri, kvæntur Hjör- dísi Jónsdóttur, f. 13.4. 1957, hús- móður, og eiga þau fimm börn: Rafn Stefánsson, f. 10.6. 1956, vélvirki og vél- fræðingur á Vopnafirði, kvæntur Hörpu Hólm- grímsdóttur, f. 2.7. 1959, kennara; Þormar Stefáns- son, f. 10.3. 1960, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Hjördísi Valgarðsdóttur, f. 12.3. 1957, innkaupafúll- trúa. Systkini Stefáns; Gísli Sigurður Helgason, f. 9.8. 1924, bóndi á Hrappsstöð- um; Helga Vilborg Helgadóttir, f. 7.12. 1925, d. 28.6. 1981, húsmóðir í Svíþjóð; Hallgrímur Helgason, f. 27.6. 1927, fyrrv. bóndi á Þorbrands- stöðum, nú búsettur á Vopnafirði; Bjöm Ingvar Helgason, f. 30.3. 1929, d. 5.5. 1985, smiður og bóndi á Hrappsstöðum; Jónína Helgadóttir, f. 9.5.1931, húsmóðir og fyrrv. skóla- ritari á Akureyri; Ástríður Helga- dóttir, f. 14.7. 1933, húsmóðir á Vopnafirði; Ólöf Helgadóttir, f. 14.7. 1933, húsfreyja í Hátúni, nú á Vopnafirði; Einar Helgason, f. 3.3. 1935, bóndi á Hrappsstöðum. Foreldrar Stefáns vom Helgi Gíslason, f. 2.6. 1897, d. 27.7. 1976, bóndi og landmælingamaður á Hrappsstöðum, og Guðrún Óladótt- ir, f. 4.4. 1897, d. 18.12. 1937, hús- freyja á Hrappsstöðum. Ætt Helgi var bróðir Benedikts, fræði- manns og rithöfundar á Hofteigi, fóður Bjarna rithöfundar. Annar bróðir Helga var Sigurð- ur, pr. á Þingeyri, faðir Jóns bassa, foður Didda fiðlu. Helgi var sonur Gísla, b. á Egilsstöðum í Vopnafirði, Helgasonar, b. á Geirúlfsstöðum, bróður Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Helgi var sonur Hallgrims, skálds á Stóra-Sandafelli, Ás- mundssonar, bróður Ind- riða, afa skáldanna Páls Ólafssonar alþm. og Jóns Ólafssonar ritstjóra, langafa Hall- dórs Jónssonar, forstjóra og verk- fræðings. Móðir Gísla á Egilsstöð- um var Margrét Sigurðardóttir, b. á Mýmm í Skriðdal, Eiríkssonar, b. á Stórasteinsvaði, Hallssonar, hrepp- stjóra í Njarðvik, Einarssonar af Njarðvíkurætt. Móðir Sigurðar á Mýrum var Ingibjörg, dóttir Sigurð- ar, b. á Víðivöllum, Einarssonar. Móðir Margrétar var Ólöf Sigurðar- dóttir frá Kollsstöðum, af Pamfílsætt. Móðir Helga á Hrappsstöðum var Jónína Hildur, systir Þórarins, föð- ur Jóns tónskálds. Jónína Hildur var dóttir Benedikts, póstafgreiðslu- manns og b. á Höfða á Völlum, Rafnssonar, Benediktssonar, b. í Tjarnarlundi, Rafnssonar. Móðir Benedikts póstafgreiðslumanns var Þóra Árnadóttir, b. á Sandfelli, Stef- ánssonar, af Sandfellsættinni. Móð- ir Jónínu Hildar var Málfríður Jónsdóttir, hreppstjóra og smiðs á Keldhólum, Marteinssonar, b. á Keldhólum, Bjarnasonar. Móðir Jóns var Málfríður Sigurðardóttir, b. í Vatnsdalsgeröi í Vopnafirði, Þorgrímssonar, b. í Krossavík, Odd- sonar, lrm. í Sunnudal, Jónssonar af Hákarla-Bjarnaætt. Guðrún var dóttir Óla, b. á Gagn- stöðum, Stefánssonar, b. á Gagn- stöðum, Ámasonar, b. í Húsey og á Kóreksstöðum, Stefánssonar Schev- ing, pr. á Prestshólum, Lárussonar. Móðir Stefáns á Gagnstöðum var Sigríður Þorkelsdóttir, b. á Gagn- stöðum, Bjömssonar, b. á Ketils- stöðum, Eiríkssonar. Móðir Óla var Rannveig Óladóttir, b. á Gagnstöð- um, Þorkelssonar, bróður Sigríðar. Móðir Guðrúnar var Helga, systir Ásgríms á Grund, fóður Halldórs, alþm. og kaupfélagsstjóra á Bakka- firði, fóður Ásgríms, kaupfélags- stjóra og framkvæmdastjóra á Höfn, fóður Halldórs utanríkisráðherra. Helga var dóttir Guðmundar, b. á Nesi í Borgarfirði eystra, Ásgrims- sonar. Móðir Guðmundar á Nesi var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Litlu- Laugum, Andréssonar og Ólafar Jónsdóttur, systur Helgu, langömmu Jóhannesar, langafa Val- gerðar Sverrisdóttur alþm. Bróðir Ólafar var Friðrik, langafi Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta. Móðir Helgu á Gagn- stöð var Ingibjörg Sveinsdóttir, b. á Snotmnesi, Snjólfssonar og Gunn- hildar Jónsdóttur, b. í Höfn, Árna- sonar, annars Hafnarbræðra, bróð- ur Hjörleifs, langafa Jörundar, föð- ur Gauks, umboðsmanns Alþingis. Stefán Helgason. Jóhann Kristinsson Jóhann Kristinsson, fyrrv. verk- stæðisformaður, Grænuási 4, Rauf- arhöfn, er sjötugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Nýhöfn á Mel- rakkasléttu og ólst þar upp. Hann lærði jámsmíði og starfaði hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins, síðar SR- mjöli á Raufarhöfn, í flmmtíu ár, lengst af sem verkstæðisformaður. Fjölskylda Jóhann kvæntist 1.10. 1960 Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, f. 10.11.1937, húsmóður. Hún er dóttir Þorsteins Magnússonar og Margrétar Eiríks- dóttur, bænda í Blikalóni á Mel- rakkasléttu. Börn Jóhanns og Ingibjargar eru Eiríkur Jóhannsson, f. 2.6. 1960, sóknarprestur í Hruna í Hmna- mannahreppi, kvæntur Sigríði Helgu Olgeirsdóttur leirlistakonu en börn þeirra era Fanney Margrét, f. 6.11. 1994, og Sóley Sara, f. 9.7. 1996; Margrét Jóhannsdóttir, f. 18.8. 1963, ferðamálafræðingur í Hafnar- firði, gift Pálma Jónssyni íjármála- stjóra og eru börn þeirra Ingibjörg, f. 6.11. 1990, og Jón Helgi, f. 10.7. 1998. Systkini Jóhanns eru Kristján Kristinsson, f. 9.1. 1919, d. 14.4. 1995, bóndi í Sandvík; Helga Kristinsdótt- ir, f. 27.2. 1921, húsfreyja í Miðtúni; Benedikt Kristinsson, f. 15.9.1923, d. 8.5.1943; Steinar Kristinsson, f. 8.12. 1925, d. 16.7. 1997, bóndi í Reistar- nesi; Guömundur Kristinsson, f. 16.6.1931, bifvélavirki og sjómaður í Nýhöfn. Foreldrar Jóhanns vora Kristinn Kristjáns- son, f. 17.8. 1885, d. 7.8. 1971, bóndi og jámsmið- ur í Nýhöfn á Melrakka- sléttu, og k.h., Sesselja Benediktsdóttir, f. 10.6. 1892, d. 24.1. 1972, hús- freyja. Ætt Kristinn var sonur Kristjáns, b. í Leirhöfn, Þorgrímssonar. Móðir Kristjáns var Vigdís Hall- grimsdóttir, ættfóður Hraunkot- sættar, Helgasonar. Móðir Kristins var Helga Sæ- mundsdóttir, b. á Hrauntanga, Sig- urðssonar, og k.h., Kristínar Sigurð- ardóttur, b. í Brekknakoti, Guð- brandssonar, b. á Sultum, Pálsson- ar, b. á Víkingavatni, Arngrímssonar. Sesselja var dóttir Bene- dikts, b. í Akurseli, Vig- fússonar, b. á Núpi, Niku- lássonar, b. á Þverá, Ein- arssonar, b. í Klifshaga, Hrólfssonar, b. í Hafra- fellstungu, Runólfssonar. Móðir Hrólfs var Björg Amgrímsdóttir, systir Páls á Víkingavatni. Móðir Sesselju var Lár- entína Jónsdóttir, b. á Arnarbæli, Oddssonar. Móðir Jóns var Þuríður Ormsdóttir, ættfóður Ormsættar, Sigurðssonar. Jóhann og fjölskylda hans taka á móti gestum i sal Lionsmanna, Sól- túni 20, Reykjavík, í dag kl. 16.30-19.00. Jóhann Kristinsson. Til hamingju með afmælið 30. mars 80 ára Birna E. Norðdahl, Barmahlíð, Reykhólum, Króksfjarðarnesi. Jóna Þ. Vigfúsdóttir, Fossheiði 32, Selfossi. 70 ára Björg Randversdóttir, Stóragerði 20, Reykjavík. Gréta Ástráðsdóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Reynir Jóhannesson, Tjarnarbóli 10, Seltjamamesi. 60 ára Alda Kristjánsdóttir, Reykjamörk 2b, Hveragerði. Ásta Andersen, Njarðvikurbraut 13, Njarðvík. Pétur Elvar Aðalsteinsson, Safamýri 65, Reykjavík. 50 ára Árni Bjöm Stefánsson augnlæknir.Kambsvegi 10, Reykjavik. Halla Soffía Einarsdóttir, Urðum, Dalvík. Jóhanna Einarsdóttir, Furugrund 15, Akranesi. 40 ára Guðrún Steinþórsdóttir, Hlaðhömram 10, Reykjavík. Gunnar Guðmundsson, Valhúsabraut 19, Seltjarnamesi. Gunnar Rúnar Guðnason, Borgarsíðu 6, Akureyri. Hlynur Jörundsson, Álfhólsvegi 14, Kópavogi. Juliet Faulkner, Hafralækjarskóla, Aðaldal. Kristleifur Andrésson, Vesturbrún 4, Flúðum. Rúnar Magnús Magnússon, Móaflöt 6, Garðabæ. Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Stekkjarhvammi 20, Hafnarfirði. Skarphéðinn Árnason Skarphéöinn Árnason vélstjóri, Jaðarsbraut 23, Akranesi, er sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Skarphéðinn fæddist í Bæ á Selströnd en ólst upp í Hamarsbæli í sömu sveit við fiskverkun og almenn sveitastörf. Hann var tíu ára er hann hóf sína eigin útgerð ásamt jafnaldra sínum. Skarp- héðinn naut farskóla í sveitinni u.þ.b. þrjá vetur og lauk fullnaðarprófi tólf ára Hann lauk vélstjóraprófi í Stykkishólmi 1945 og sótti skipstjórnamámskeið á Siglufirði og lauk þar 30 tonna-prófi 1947. Skarphéðinn flutti á Akranes 1953 og hefur átt þar heima síðan. Skarphéðinn hefur lengst stundað sjómennsku á bátum frá Akranesi og auk þess á togurum frá Hafnarfirði tvær vertíðir. Hann starfaði við Sem- entsverksmiðju ríkisins frá stofnun og næstu tíu árin. Þá hefur hann átt trillu og gert út frá Akra- nesi sl. tuttugu ár. Skarphéöinn starfaði í Verkalýðsfélagi Akraness um skeið, var formaður verkalýðsdeildar þess, sat í stjórn Starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar og var formaður þess. Hann starfaði í Átthagafé- lagi Strandamanna, Taflfélagi Akra- ness og Stangaveiðifélagi Akraness. Þá sat hann í atvinnumálanefnd Akraness og í verðlagsdómi. Hann er einn af stofnendum Samtaka Grá- sleppuhrognaframleiðenda og sat í stjóm þess frá stofnun og á meðan félagið starfaöi. Þá er hann einn af stofnendum Landssambands smá- bátaeigenda og hefur setið í stjóm þess frá stofnun. Fjölskylda Skarphéðinn kvæntist 31.12. 1954 Ragnheiði Björnsdóttur, f. 3.9. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Bjöms Guðmundssonar, f. 25.9.1903, d. 27.1. 1980, bónda á Bæ á Selströnd, og k.h., Sigrúnar E. Björnsdóttur, f. 28.2. 1899, d. 13.12. 1983, húsmóður. Böm Skarphéðins og Ragnheiðar era Sigurbjörn, f. 4.12. 1948, fast- eignasali í Reykjavík og á hann þrjú böm; Sigrún Bima, f. 1.8. 1950, hús- móðir í Svíþjóð, gift Pétri Jónssyni húsasmið og á hún fjögur börn; Að- alheiður, f. 2.8.1957, lyfjatæknir, bú- sett á Akranesi, gift Friðriki Magn- ússyni skipstjóra og eiga þau fjögur börn. Systkini Skarphéðins: Benjamin, f. 25.2. 1921, d. 30.9. 1957, búsettur í foreldrahúsum; María, f. 25.8. 1922, nú látin, lengst af húsmóðir á Akra- nesi; Guðmundur, f. 24.6.1925, verk- stjóri á ísafirði og síðar fiskmats- maður á Akranesi; Snorri, f. 31.1. 1927, sjómaður á Akranesi; Krist- mundur, f. 10.4. 1929, starfsmaður við Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi og síðar við Járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga; Þuríður Lilja, f. 4.9. 1931, nú látin, lengst af húsmóðir í Reykjavík; Þorgerður, f. 9.11. 1935, nú látin, húsfreyja í Hlöðutúni í Stafholtstungum í Borg- arfirði; Svanlaug, f. 6.5. 1937, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík; Ingi- björg, f. 3.4.1941, húsmóðir í Reykja- vik; Björn, f. 20.7. 1942, útgerðar- maður og sjómaður á Hólmavik; Gunnar, f. 13.12. 1945, lengi skip- stjóri og útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum, nú starfsmaður við Sildarverksmiðjuna í Eyjum. Foreldrar Skarphéðins voru Ámi Andrésson, f. á Kleifum í Kaldbaks- vík 29.9. 1895, d. 28.9. 1964, bóndi á Gautshamri og verkstjóri á Hólma- vik, og k.h., Þuríður Guðmundsdótt- ir, f. í Reykjanesi í Víkursveit 4.11. 1901, d. 1992, húsfreyja og rithöfund- ur. Ætt Árni var sonur Andrésar, b. á Kleifum, Jónssonar, b. á Kleifum í Kaldbaksvík, Pálssonar. Móöir Andrésar var Rósa Andrésdóttir. Móðir Áma var María Loftsdótt- ir, b. í Litlu-Ávík, Bjarnasonar, b. í Munaðamesi, Bjarnasonar. Móðir Lofts var Jóhanna Guðmundsdóttir. Móðir Maríu var Þórunn Einars- dóttir frá Bæ, Guðmundssonar, pr. í Árnesi, Bjamasonar. Þuríður var dóttir Guðmundar, b. á Bæ á Selströnd, Guömundssonar, og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Níp á Skarðsströnd, Jónssonar. Skarphéðinn og Ragnheiður taka á móti gestum á veitingahúsinu Langasandi á Akranesi á morgun, miðvikudag, kl. 18.00. Skarphéðinn Árnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.