Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 1999 DV íaði mínum verið svalað ” i „Það er ekki aðalkeppikefli mitt að komast inn í j ráðmiyti. Ég er bú- \ , inn að vera í þeim mörgum, þekki það og hef fengið þeim - , metnaði svalaö." Sighvatur Björgvins- f son alþingismaður, í | Degi. Föt og bíll „Mér finnst það fáránlegt þeg- ar bissnissmenn afskrifa bílmn sinn um milljón á ári en kaupa sér ekki föt nema á þriggja ára| fresti. Þeir ferðast um allan heim og enginn sér bílinn þeirra." Sævar Karl, verslunarmaður og klæðskeri, í Degi. Kjánar fraraan af leik „Ég verð að segja það alveg 1 eins og er að ég átta mig ekki alveg á því hvað það er sem leiðir tii þess að menn spila eins og kjánar framan af leik.“ Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari, í DV. Forgangsverkefnið „Nú er engu að kvíða. Forsætis- { ráðherrann lýsti því yfir að gæfist núverandi ríkisstjóm enn eitt tækifæri til að létta kvíða af sjúk- um, öldruðum og öryrkjum ásamt fátæku bamafólki (Hvað var hún að gera á kjörtímabilinu á undan og þar á undan?) mundi hún gera það að forgangsverkefni." Árni Björnsson læknir, í DV. Ríkisrekstur og einkarekstur „Einatt er hamrað á því aö einkavæðing sé töfraformúlan sem ráða muni bót á þeim annmörkum f sem menn sjá á \ ríkisfjölmiðlun- um. Verður sa málflutningur að teljast í meira lagi kyn-1 legur þegar hliðsjón er höfð af þeim einkareknu ljósvakamiöl- um sem komið hafa til sögunnar síðan 1986.“ Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, í Degi. Félagsmálabatteríið úr háskólanum „Okkur er skylt að borga af út-1 varpi og sjónvarpi rikisins og við hljótum að mega segja þessu fé- lagsmálabatteríi úr háskólanum : til syndanna, enda virðist stjóm- endum dagskrár alveg fyrirmun- að að skilja hver munurinn er á ) skólakrakkaútvarpi og alvöru- dagskrá fyrn: fullorðið fólk.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, í sjónvarpsgagnrýni, í Morgunblaðinu. Dagný Gísladóttir, skjalastjóri Reykjanesbæjar: Bæjarbúar þurfa ekki að leita langt yfir skammt DV, Suðumesjum: „Mitt fyrsta verkefni var innleið- ing hópvinnu- og skjalavistimarkerf- isins GoPro sem enn stendur yflr og er gerð í samvinnu við fyrirtækin Hugvit hf. og AKS,“ segir Dagný Gísladóttir, skjalastjóri Reykjanes- bæjar og ritstjóri Upplýsingakerfls bæjarins. Hún hóf störf á síðasta ári en skjalastjóri hefur ekki áður starfað hjá Reykjanesbæ. „Reykjanesbær er fyrst sveitarfé- laga til þess að innleiða GoPro, ef Reykjavíkurborg er undanskilin, en fleiri sveitarfélög hafa þegar fylgt í kjölfarið og má þar nefna Akureyrar- bæ og ísafjarðarkaupstað. Markviss skjalastjómun er mikil- væg, sérstaklega með tilkomu upplýs- ingalaga þar sem gerð er krafa um upplýsingarétt almennings, og hyggst Reykjanesbær uppfylla þau skilyrði. Helstu markmið innleiðingarinnar em skýr skjalastjómun, ásamt breyttu vinnulagi starfsfólks, sem vonandi skilar sér í aukinni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins." Fundargerðir ráða og nefhda era skráðar í fundargerðarkerfi sem vinn- ur með GoPro og hefur sérstakur fundargerðarritari verið ráðinn í starfið. Fundir bæjarins eru því skráðir á tölvu og varpað á Netið um leið og þeim lýkur. Þetta gerir bæjar- búum kleift að fylgjast með þeirri um- ræðu sem fram fer á vegum sveitarfé- lagsins. „Næsta skref er nýtt netkerfi sem jafnframt vinnur með GoPro og gerir okkur DV-mynd Arnheiður kleift að auka þjónustuna við íbúana enn frekar. Þannig getum við boðið íbúum Reykjanesbæjar að sækja um þá þjónustu sem þeir þurfa á Upplýs- ingakerfi Reykjanesbæjar á Netinu. Maður dagsins Bæjarbúar þurfa þá ekki að leita langt yfir skammt og geta t.d. sótt um leik- skólavist fyrir bam sitt, byggingar- leyfi eða húsaleigubætur, allt á Netinu. Umsóknir þeirra fara sjáifkrafa af stað í GoPro án þess að bæjar- skrifstofumar séu nokkum tímann heimsóttar. Mögu- leikamir era ótak- markaðir og þetta er spennandi verk- efni.“ Dagný er fædd á Akureyri en fluttist tveggja ára gömul til Keflavíkur. Eftir stúd- entspróf frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja fór hún í Háskóla íslands, þaðan sem hún lauk BA-prófi í ís- lensku, með itölsku sem aukagrein, árið 1995. Áður en Dagný tók við starfi skjalastjóra var hún blaðamað- ur á Víkurfréttum um tveggja ára skeiö, en hún á ekki langt að sækja fjölmiölaáhugann þar sem faðir henn- ar er hinn ötuli fréttamaður RÚV á Akureyri, Gísli Sigurgeirsson. Hún segir þó sitt aðaláhugamál vera sam- neyti við fjölskylduna í faðmi náttúr- unnar. „Þar er Reykjanesskaginn í miklu uppáhaldi, en þar gefst einstakt tækifæri til að fræðast um jarðsögu íslands, svo ekki, sé minnst á fjöl- breytt fuglalif." Sambýhsmað- ur Dagnýjar er Eysteinn Eyj- ólfsson, verk- efiiisstjóri Reykjanes- bæjar á réttu róli, og eiga þau dótt- urina Rán ísold sem er á fjórða ári. -AG Súkkat og Megas skemmta á Fógetanum í kvöld. M. D. Hemstock og Pétur Grétarsson á slagverk. Del- erað hefur unnið að útsetn- ingum á lögiun Jóns Múla og hyggst hljóðrita tónleik- ana. Delerað flutti dagskrá þessa í Iðnó í ágúst á síð- asta ári og seldist þá upp á báða tónleikar hljómsveit- arinnar. Myndgátan Lausn a gatu nr. 2366: 4 Söngdansar Súkkat og Megas Jóns Múla á Fógetanum Þeim sem hafa hug á að leita skemmtunar á veit- ingahúsum borgarinnar er bent á Fógetann í kvöld, en -------þar koma fram Skemmtanir TCS, nokkra sérstöðu. Það era þeir tvimenningar í Súkkat, ásamt lærimeistara sínum, Megasi, og hefja þeir leik um klukkan 22. Annað kvöld kl. 20.30 mun hljómsveitin Delerað leika söngdansa Jóns Múla Ámasonar í Salnum í Kópa- vogi. Hljóm---------------- sveitina skipa Óskar Guðjóns- son á saxofón, Eðvarð Lárusson og Hilmar Jensson á gítara, Þórður Högnason á kontrabassa og Birgir Baldursson, Matthías Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Kristinn H. Arnason leikur á gítar í Salnum í kvöld. Gítartónlist í Salnum í kvöld kl. 20.30 veröa tónleikar í „Tíbrá“ en þá heldur Kristinn H. Ámason gítartónleika í Salnum. Á tónleikumun verða flutt verk eftir Fernando Sor, J.S. Bach, Jón Ás- geirsson, Joaquin Turina og Isaac Albeniz. Tónleikar Kristinn H. Amason fæddist árið 1963 og lauk burtfararprófi jafnframt stúdentsprófi árið 1983. Kristinn stundaði framhaldsnám í Bretlandi, á Spáni og í Bandaríkj- unum en hann lauk B.M. prófi frá Manhattan School of Music árið 1987. Það ár var hann valinn úr hópi hundraða mnsækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði Andresar Segovia. Einnig var hann valinn í Who’s Who in Amer- ican Universities and Colleges fyr- ir framúrskarandi námsárangm-. Kristinn hefur haldið tónleika m.a. á Ítalíu, í Bretlandi og Bandaríkj- unum, komið fram sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur og haldið tónleika á vegum Styrktar- félags íslensku óperunnar. Þrjár geislaplötur hafa komið út með leik hans og hlaut plata hans með verkum eftir Sor og Ponce íslensku tónlistarverðlaunin sem klassísk plata ársins 1996. Brídge Spil norðurs em miklu betri tii sóknar en vamar og þá staðreynd þekkir Pakistaninn Zia Mahmood mæta vel. Þegar hann fékk þessi spil á höndina í tvímenningi Bridgehátíðar í febrúar síðastliðn- tun, vildi hann ógjaman að and- stæðingamir hefðu betur í sögnum. í sætum AV vom Sigurður Vil- hjálmsson og Ragnar Magnússon, sem enduðu i öðra sæti keppninnar. Zia hafði þó betur í þessu spili. Norður gjafari og allir á hættu: * - •* KG1097 ♦ ÁD109875 * 6 * ÁK93 V 853 * K43 * G32 * DG1087 * 642 G2 * ÁK5 N * 6542 * ÁD * 6 * D109874 Norður Austur Suður Vestur Zia Ragnar Shenkin Siguröur 2 ♦ pass pass 2 ♦ 3» 4 4 pass pass 4 grönd pass 5* dobl 54 p/h dobL 5¥ dobl Kerfi Zia og Bamet Shenkin bauð ekki upp á veika opnun með tvo liti og Zia ákvað að opna á veikum tveimur tíglum i upphafi! Yfir tveimur spöðum vesturs var hjarta- liturinn sýndiu- og fjögur grönd báðu suður um að velja á milli litanna. Shenkin kom við i 5 lauf- um og AV gátu varla annað en doblað upp frá þvi. Lega spil- anna gat varla verið þægilegri fyrir Zia og út- Zia Mahmood. spilið, spaðaás, trompaði Zia heima. Hann lagði næst niður tígulásinn og spilaði tíguldrottningu. Ragnar setti lítið spil og Zia henti laufi. Þriðji tíguUinn var síðan trompaður með hjartaás og trompin tekin af and- stæðingunum. Niðurstaðan var því 5 hjörtu dobluð og staðin með yfir- slag. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.