Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 Fréttir Hljóp á snærið hjá Sverri á Vestíjörðum: Tveir sterkir í framlínunni - Guðjón A. ógnar þingsæti Einars Odds Framboð Frjálslynda flokksins, flokks Sverris Hermannssonar, er að taka á sig mynd í kjördæmum lands- ins og aðeins eftir að ganga frá list- um í tveimur kjördæmanna; Suður- landi og Norðurlandi eystra. Ekki þykir á þessari stundu líklegt að flokkurinn sópi að sér fylgi, hvað sem síðar kann að gerast á þeim stutta tíma sem eftir lifir til kosn- inga. Flokkurinn hefur vart mælst í könnunum en það kann að vera að í Vestfjarðakjördæmi muni annað verða uppi á teningnum. Allt bendir til þess að höfuðvígi flokksins verði á Vestfjörðum. Þar er mjög sterk andstaða gegn kvótakerfinu sem er í samhljómi við stefnu Frjálslynda flokksins. En þyngst vegur þó að þar hafa tveir þungavigtarmenn úr pólitíkinni í héraðinu, hvor úr sínum flokknum, tekið fyrstu tvö sætin á lista flokks- ins; Guðjón A. Kristjánsson, formað- ur FFSÍ og varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins, og Pétur Bjarnason, fræðslustjóri á Isafirði, áður í for- ystusveit framsóknarmanna á Vest- fjörðum og varaþingmaður þeirra um árabil. Á Vestfjörðum er vel hugsanlegt að Guðjón A. Kristjáns- son nái inn á þing. Það er líka hugs- anlegt aö Guðjóni takist að draga sjálfan Sverri Hermannsson í efsta sætinu í Reykjavík inn á þing með sér sem landskjörinn þingmann. Fari það svo mun það aö vafalítið bitna mest á þriðja þingmanni kjör- dæmisins, Einari Oddi Kristjáns- syni. Framboð Guðjóns og Frjáls- lynda flokksins i kjördæminu er al- varleg ógnun við þingsæti Einars Odds. Fréttaljós Stefán Ásgrimsson Guðjón hefur verið ötull og stefnufastur talsmaður sjónarmiða Vestfirðinga í .kvótamálum og hann á mjög öflugan stuðningsmannahóp í kjördæminu. Þá á hann ekki síður að baki sér fjölmennan og öflugan frændgarð sem skiptir máli í fá- mennu kjördæmi. Sterkir frambjóðendur - nýir möguleikar flokknum úr vör. Aðspurður um hvaða framtíð flokkurinn ætti fyrir sér benti Ólafur á afdrif annarra framboða af líku tagi og flokkur Sverris Hermannssonar er og hafa fljótlega horfið af vettvangi stjóm- málanna og fæstum tekist að lifa lengur en eitt kjörtímabil. Burt með kvótakerfið „Okkur er ljóst nú betur en fyrr að margir vilja ýmislegt á sig leggja til þess að stöðva þann málflutning okkar að atvinnu- og veiðirétt fólks- ins í sjávarbyggðum skuli tryggja með öllum tiltækum ráðum og einnig því að núverandi kvótakerfi skuli aflagt ef það er eina ráðið til að ná aftur festu í þann eina fasta punkt sem var og verður undirstaða atvinnu og búsetu fólks í sjávar- byggðum," segir í tilkynningu frá Guðjóni A. Kristjánssyni og Pétri \ Bjamasyni sem skipa fyrsta og ann- að sætið á lista Frjálslynda flokks- ins á Vestfjörðum. Báðir era þeir Guðjón og Pétur sterkir stjómmálamenn í kjördæm- inu og brottganga þeirra áhyggju- efni fyrir fyrri flokka þeirra. Ekki þykir ólíklegt á þessari stundu að Guðjóni takist að vinna þingsæti fyrrum flokksfélaga síns, Einars Odds Kristjánssonar, sem fyrr segir. Vitanlega er erfitt að spá i þessi spil og hugsanlegt að Samfylkingin styrkist og nái inn tveimur mönn- um og felli þar með Kristin H. Gunnarsson sem nú býður sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í stað Al- þýðubandalags áður. Lesendur geta skemmt sér við að velta þessu fyrir sér en skulu minnast þess einnig auk þess sem hér að framan hefur verið sagt um styrk þeirra Guðjóns og Péturs að þeir era eru með sjálf- an Vestfjarðagoðann, Matthías Bjarnason, i 10. sæti á listanum hjá sér. Þótt Matthías sé ekki lengur í framlínu stjórnmálanna þá skyldi enginn vanmeta pólitískt afl hans. Vita hvar þeir hafa mig Guðjón A. Kristjánsson sagði í samtali við DV að mönnum í Sjálf- stæðisflokknum, sem fylgst hefðu með sínum skoðunum og málflutn- ingi um fiskveiðistjómunarkerfið alla tíð, ætti að vera fullkunnugt um hvort tveggja og ættu að geta sett sjálfa sig i sín spor, hefðu framboðs- mál þeirra sjálfra fengið sömu við- tökur í flokknum í annað sinn þegar listi flokksins var ákveðinn í vetur. Menn myndu taka slíkum kveðjum misjafnlega fyrir að hafa verið stað- fastir málafylgjumenn. „Ég hygg að allir skynsamir menn í Sjálfstæðis- flokknum skilji þessa afstöðu mína og muni taka henni eins og hverju öðru hundsbiti og hún skflji ekki eft- ir nein afgerandi illindi," sagði Guð- jón. DV spurði Pétur Bjarnason hverja væri átt við í tilkynningu þeirra tvímenninganna sem hafa vilj- að stöðva málflutning þeirra í fisk- veiðistjómunarmálum. Pétur sagði að það væra augljóslega þeir sem styddu núverandi kvótakerfi, ekki síst kvótaeigendur. í tilkynningu þeirra Guðjóns og Péturs segir að þeir hafi um margra ára skeið barist fyrir þvi að fá fram verulegar breytingar á þeirri stefnu og framkvæmd fiskveiðistjómunar sem komið hefði verið á með lögum nr. 38/1990. Þau hefðu opnað fyrir brask með óveiddan fisk í sjó og frjálst framsal óháð búsetu og at- vinnurétti fólks sem haft hafði at- vinnu og lifibrauð sitt af þeim fisk- veiðum og fiskvinnslu sem er grandvallarandirstaða byggðar víð- ast hvar á landinu. Eins og Vestfirð- ingar viti manna best hafi frjáls sölu- og leiguréttur fiskveiðikvótans sem innbyggður sé í núverandi kvótakerfi veikt undirstöðu sjávar- útvegsbyggðanna og gert fasteignir þess fólks sem þar býr nánast verð- lausar. Með því að taka sæti á lista Frjálslynda flokksins í Vestfjarða- kjördæmi segjast þeir Guðjón og Pétur ætla að leggja sitt af mörkum til þess að atvinnu- og byggðaréttur fólks verði virtur umfram óheft for- réttindi kvótaeigenda sem nú ráða för til framtiðar. Ólafur Þ. Harðarson, stjómmála- fræðingur og lektor við HÍ, sagði í gær erfitt að meta stööu Frjálslynda flokksins í Vestfjarðakjördæmi en ljóst væri þó að flokkurinn hefði á að skipa tveimur öflugum fram- bjóðendum. Pétur Bjamason, sem fór í sérframboð eftir að hafa ver- ið hafnað í efsta sæti Framsóknar- flokksins, hefði náð mjög góðum árangri í síðustu kosningum og munaði sára- litlu að hann næði inn á þing. „Þetta er að því leyt- inu ný staða. Það er hins vegar útilokað að átta 4% sig á því hvar fylgið er. En þetta eru nýir möguleikar," sagði Ólafur. Ólafur sagði að ekk- ert benti til þess nú að Frjálslyndi flokkur- inn næði umtals- verðu fylgi á lands- vísu. Erfiðlega hefði gengið að hrinda Það hljóp sannarlega á snærið hjá Sverri Hermannssyni þegar Guðjón A. Kristjánsson tók fyrsta sætið á lista Sverrír tekur af skaríð Jæja, þá er Sverrir farinn að stilla upp listum. Kominn tími til eftir að hafa verið truflaður í margar vikur af viðræðum við menn úti í bæ, sem ekki vildu ganga í flokkinn hjá Sverri. Nú er Sverrir búinn að losa sig við þessa menn og getur farið að snúa sér alfarið að því að ganga frá framboðum og herja á ríkisstjórnina og kvót- ann. Enda kemur í ljós að Sverrir og Frjálsyndir hafa miklu betri menn á sinum snærum heldur en þá sem hann var að tala við. Frjáls- lyndir hafna því að andstaðan gegn kvótanum komi öðrum við heldur en Frjálslynda flokknum og ef Frjálslyndi flokkurinn býður fram, þá býður hann fram og enginn annar. Það hefur líka komið fram að Fijálslyndi flokk- urinn hefur mikið mannval til að velja úr. Ekki kannske mikið úrval af konum, eftir því sem Sverrir segir sjálfur, en því meira af körlum. Konur hafa hvort sem er ekkert vit á kvótanum og eftir að Kvennalistinn þurrkaðist út, gera þær ekkert gagn í öðram flokkum og mega raunar þakka fyrir að fá að kjósa, ef þær vilja, en í fram- boð fara þær ekki, meðan þær vilja ekki fara í framboð. Ekki að minnsta kosti hjá Frjálslynda flokknum. Sverrir mun sjálfur fara fyrir flokknum í Reykjavik, enda á hann harma að hefna og dugar ekkert minna en að stórhveli á borð við Sverri Hermannsson leggi í oddvita stjórnarflokkanna í sjálfri höfuðborignni. Sverrir hefur Gunnar lækni sér til fulltingis í öðra sæti og læknar era traustir frambjóðendur og Sven-ir þarf á læknis- ráði að halda og Gunnar hefur auk þess reynslu úr Alþýðuflokknum, þar sem hann hefur boðið sig mörgum sinnum fram án þess beint að verða kosinn. Á Reykjanesinu verður svo önnur fallbyssa í fyrsta sæti, sjálfur kvótabaninn Valdimar Jóhannesson, og þótt Valdimar sé ekki beinlíns reynslumikill í framboðum, þá býr hann yfir þeirri reynslu að hafa sveigt sjálfan Hæstarétt til liðs við sig og maður sem getur talað hæstaréttardómara til hlýtur að fara létt með að tala kjósend- ur til. Fyrir vestan hefur Sverrir grafið upp nokkra fallkandi- data úr öðram flokkum sem taka því feginshendi þegar nýir flokkar era stofnaðir því þá má alltaf söðla um ef gamli flokk- urinn hleypir þeim ekki í fram- boð. Menn eru frjálslyndir í þeim efnum og ekki skaðar þegar nýi flokkurinn heitir Frjálslyndur flokkur og býður upp á framboðssæti. Hvaða fólk tekur önnur sæti á listum Frjáls- lynda flokksins er í rauninni aukaatriði þegar svona kanónur era annars vegar, Sverrir, sjálfur Valdimar og allra handa flokkamenn fyrir vestan. Hér er einvalalið á ferðinni og nú er ekki eftir öðru að bíða en niðurstöðum skoðanakannana sem sýna stórsigur Frjálslynda flokksins í næstu kosningum. Dagfari Uppnám Framboð Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum setur nú pólítíkina vestra í fullkomið uppnám. Miklar líkur eru á því að Guðjón A. Krist- jánsson, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins, nái kosn- ingu sem kjördæma- kjörinn þingmaður með öflugum stuðn- ingi Péturs Bjarnasonar, fyrr- um framsóknar- manns, sem var hársbreidd frá því að verða kosinn í sérframboði síð- ast. Mikill hrollur er sagður í Ein- ar Oddi Kristjánssyni alþingis- manni sem talinn er í falihættu. Sú staðreynd að Matthías Bjarnason Vestfjarðagoði situr í heiðurssæti hinna frjálslyndu er eitt og sér nóg til þess að vekja kuldahroll andstæð- inganna. Þá mun hið frjálslynda framboð gera að engu vonir fram- sóknarmanna um að ná tveimur mönnum á þing... Lóan er komin Sá einbeitti Gettu betur dómari, Illugi Jökulsson, fór hamfórum í pistli á rás 2 í gærmorgun vegna frétta af kattafári í vesturbænum. Illugi var óvenju illvígur og hjó á báðar hendur. Hann skammaðist út í kollegasinn áRÚV, Hildi Helgu Sig- urðardóttur, sem lýsti því i samtali við Útvarpið að villiköttur hefði bitiö bam sitt. Þá skammaði katta- eigandinn EUugi fréttamenn og pólítíkusa vegna kattamálsins. Eftir pistilinn var fréttatími þar sem Ari Sigvaldason fréttamaður sagði stríðsfréttir frá Júgóslavíu af yfirvegun. í lok frétta- timans féll síðan þetta gullkorn: „Engar fréttir verða sagðar af kött- um í þessum fréttatíma en þess má geta að lóan sást á Höfh,“ sagði hinn kankvísi fréttamaður... Vinsælt merki Vefþjóðviljinn birti í fyrradag slá- andi lik merki íslenska simafélags- ins Tals og Samfylkingar. Þá segir að merki breska símafélagsins Or- ange sé að margra mati í sama dúr. Vefmiðillinn vekur athygli á því að nú hafi Samfylk- ingin bæst í hópinn með merki sem svipar mjög til hinna tveggja. Merki Samfylkingar beri óvart sama lit og gerist hjá Tali hf. ÞjóðviJjamenn skora á fjölmiðlafólk aö spyrja Margréti Frímannsdótt- ur, talsmann Samfylkingar, út í mál- ið... Wíl Eftir kosningar Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur skriftað grimmt í fjölmiðlun, að undanfómu. Hann viðurkennir að flokkur hans hafi svikið kosningaloforð þvert ofan i auglýsingar um að við þau hafi verið staðið. Á Stöð 2 var rakið að vélstjórar kosningamaskínu Framsóknar hafi klippt aftan af lof- orðum til að geta auglýst i Mogga að þau væri „efnd“. Fréttamaður Stöðvar 2. gekk því hvort flokkurinn ætlaði að lofa barnafólki einhverju nú í stað bama- bótasvikanna. Ráðherrann var var- kár í yfirlýsingum og sagði að fyrst yrði að koma í ljós hvort hann fengi fylgi til að geta efnt til úrbóta. Fram- sókn verður þá væntanlega eini flokkurinn sem kemur með kosn- ingaloforð sín eftir kosningar... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.