Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGÚR 31. MARS 19§9 Viðskipti__________________________________________________________________________________dv Þetta helst: .. .Viðskipti á VÞÍ í gær 1.026 m.kr. ... Hlutabréfaviðskipti 79 m.kr. ... Marel hækkar, en ÍS snarlækkar ... íslandsbanki hækkar vexti um 0,1-0,35% ... Kaupþing ráðleggur að selja í Tæknivali ... Leiguverð á þorski lækkar enn ... Hlutabréf Coca-Cola falla eftir afkomuviðvörun ... Evran veik vegna loftárása ... Árni Sigfússon ráöinn framkvæmdastjóri Tæknivals: Fyrstu 6 mánuðirnir í járnum Frá fundinum í gær. F.v., Frosti Bergsson stjórnarformaður, Rúnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, og Árni Sigfús- son, nýráðinn framkvæmdastjóri. DV-mynd Teitur Árni Sigfússon, fyrrverandi borg- arfulltrúi, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Tæknivals. Hann tek- ur við starfinu af Rúnari Sigurðs- syni og mun hefja störf um næstu mánaðamót. Á fundi sem Tæknival boðaði til í gær, sagði Rúnar Sig- urðsson, stofnandi fyrirtækisins og annar stærsti hluthafinn, að ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi þess að arðsemi fyrirtækisins hefði ekki verið ásættanleg. Rúnar mun gegna starfi varaformanns stjórnar, en hann á um 7,13 prósenta hlut í fé- laginu í dag og er annar stærsti hluthafinn. Hann sagðist stefna að því að beina kröftum sínum í þágu fyrirtækisins að þeim verkefnum þar sem þeir nýttust best við upp- byggingu og nýsköpun. Ámi Sigfússon sagði í samtali við DV í gær að starfið sem hann tæki við væri krefjandi en jafn- framt væri um ögrandi verkefni að ræða. „Ég stóð frammi fyrir nokkrum ágætum tilboðum og þótti þetta svið mest ögrandi. En þetta er ekki auðveld- ur vettvangur og hjá fyrir- tækinu hafa verið augljós- ir vaxtarverkir sem hafa valdið því að arðsemi þess er ekki viðunandi og ég mun reyna að bæta úr því og mun sérstaklega reyna á starfsmenn,“ sagði Ámi. Hann er ráðinn til að sinna dagleg- um rekstri í fyrirtækinu og mun láta af öðmm störfum. „Þetta starf krefst alls míns tíma og ég þarf að draga saman á öðmm stöðum. Flest er þegar frágengið en hitt gerist hægt og rólega,“ sagði hann. í rekstará- ætlun Tæknivals fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir 70-90 millj- óna króna hagnaði fyr- ir skatta, en gert er ráð fýrir því að félagið verði í járnum fyrstu 6 mánuði árs- ins. Afkoma fyrirtækis- ins á síðasta ári var lakari en að var stefnt. Rekstrartap félagsins og dótt- urfélaga nam þá 13,4 milljónum króna en veltan var um 4,2 milljarð- ar. -hb Hagnaður Tæknivals 1994-1998 . tnlnr í milli lcr Seðlabank- inn breytir lausafjár- reglum Eins og fram kom í DV í gær hafa aðhaldsað- gerðir Seðla- bankans haft ýmsar óæskileg- ar hliðarverkan- ir á fjármála- markaðinn. Seðlahankinn tilkynnti að hann myndi leita leiða til að draga úr þessum áhrifum í sam- starfi við fjármálastofnanir. Nú hef- ur bankinn tilkynnt í hverju þessar aðgerðir verða fólgnar. Þær byggjast að mestu á smávægilegum tæknileg- um breytingum á þeim reglum sem tóku gildi 21. mars og eru tíundaðar á Viðskiptavef VB á Vísi.is. Hvort þessar tilslakanir skila tilætluðum árangri á eftir að koma í ljós en víst er að markaðurinn mun verða fljót- ur að svara. -BMG Birgir ísleifur Gunnarsson. Afkoma íslenskra aðalverktaka léleg: Hagnaður aðeins 123 milljónir - mörg verkefni fram undan Hagnaður íslenskra aðalverktaka hf. nam 123,79 miljónum eftir skatta á síðasta ári. Þrátt fyrir þennan hagnað eru menn þar á bæ ekki ánægðir með afkomuna. Þessi lélega afkoma skýrist af stórum hluta af lé- legri afkomu dótturfyrirtækisins Greenland Prime Contractor en tap þess nam um 90 miljónum á síðasta ári. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu horfa menn björtum augum til fram- tíðarinnar. Mörg stór verkefni eru í gangi hjá fyrirtækinu. Það hefur styrkt sig verulega á innlendum byggingamarkaði með meirihluta- íslenskir aðalverktakar 1996 1997 Hagnaður 123.790 215146 Veitufé (milij. kr.) Handbært fé (millj. kr.) 258.057 555.054 343.461 mm Veltuhlutfall 1416 3,40 Eigirrfjárhlutfall 49,6% 74,7% Meðalfiöldi starfsmanna 414 368 eign í Ármannsfelli hf. Önnur stór verkefni eru til dæmis uppbygging Bláa lónsins, bygging orkuvers Hita- veitu Suðumesja i Svartsengi, bygg- sjúkrahúss Suð- umesja, gerð flughlaða við Flugstöð Leifs Ei- rikssonar og bygging íþrótta- húss í Reykjanes- bæ o.fl. Verulega stór verkefni em einnig fram und- an í útboðum og ætlar félagið, dótturfélög þess c hlutdeildarfélög sér hlut af þein auk sköpunar eigin verkefna. -BMi Stefán Friöfinns- son, forstjóri ÍAV Jökull hf. tapar 219 mil|jónum Jökull hf. á Raufarhöfn tapaði 219 milljónum króna á síðastliðnu ári. Þessi afkoma er slök en hagnaður árs- ins 1997 var 233 milljónir. Árið reynd- ist þungt í skauti og er þetta mikla tap samspil margra þátta. Fyrirtækið setti sér það markmið að auka afla- heimildir og fjölbreytni í útgerð en þær aðgerðir skiluðu ekki tilætluðum árangri. Einnig ætlaði fyrirtækið sér að snúa rekstri landvinnslu til betri vegar en það mistókst einnig. Jökull hf. á 53% eignarhlut í Brimnesi ehf. en það fyrirtæki tapaði 33 milljónum á síðasta ári og kemur það tap inn í samstæðureikning félagsins. Landvinnsla fyrirtækisins brást, meðal annars vegna hækkunar á hrá- efnisverði og sér fyrirtækið ekki fram á að landvinnsla skih neinum hagn- aði á næstu misserum. Einnig voru aflabrögð í rækju léleg og rekstur skipa fyrirtækisins gekk með ein- dæmum illa. Vonir standa til að út- gerð Jökuls gangi betur á þessu ári. -BMG Verðhjöðnun vandamál í Japan Verðbólga í Japan hefur verið mjög lág undanfarin ár eða um 0,5%. Nú er svo kom- ið að verðbólga mælist nei- kvæð og verðlag fer því lækkandi. Það hljómar við fyrstu sýn mótsagnakennt að þetta sé vandamál. Þannig er mál með vexti að eftir að efnahagskreppan hófst í Asíu um mitt ár 1997 tók almenn- ingur í Japan sig til og fór að spara. Framtíðin var óljós og fólk vildi tryggja sér lífeyri og treysti ekki stjórnvöldum. Peningar streymdu því inn i bankakerfið og þar mynd- uðust miklar peningabirgðir. Þetta innstreymi peninga gerði það svo að verkum að eftirspurn eftir pen- ingum minnkaði og vextir lækk- uðu. Þetta hefur haft það í for með sér að fólk eyðir ekki peningum og þar af leiðandi er mjög lítil eftir- spurn í hagkerfinu og þar með lækkar verðlag. Seðlabanki Japans hefur reynt að bregðast við þessu með vaxtalækkunum en nú eru vextir að nálgast 0%. Það er því ljóst að frekari vaxtalækkanir geta reynst erfiðar. Aðgerðir til að snúa þessu ferli við hafa því beinst að því að fá fólk til að eyða peningum og fjárfesta. En 0% vextir virðast ekki duga til að fá fólk til eyöa pen- ingum og koma hagkerfinu á skrið á nýjan leik. Efnahagsbati í Japan virðist því ætla láta á sér standa á sér enn um sinn. -BMG Afkoma atvinnu- veganna góö - horfur á áframhaldandi hagnaöi Miklar breytingar hafa orðið á viðhorfi manna til hagnaðar fyrir- tækja. Það eru ekki nema nokkur ár síðan hagnaður var litinn hornauga og verkalýðsforystan reis upp á afturlappirnar ef fréttir bárust af góðri af- komu fyrirtækja. Nú á seinni árum hafa menn átt- að sig á að góð afkoma og hagnaður fyrirtækja er for- senda hagvaxtar og kaup- máttaraukningar. Einnig hefur áhugi og eignaraðild almennings aukist mjög í fyrirtækjum og það gert það að verkum að umræða um þessi mál hefur opnast. Frelsi á fiármagnsmörkuðum og skattaafsláttur vegna hlutabréfa- kaupa hefur einnig haft mikið að segja um þessa þróun. Ef hagnaður fyrirtækja undanfar- inna ára er skoðaður sést að hagnað- ur hefúr að meðaltali farið minnk- andi. Helsta ástæða þess er slæm af- koma fiskveiða og vinnslu. Mestur vöxtur hefur verið í iðnaði, bygginga- og samgöngustarfsemi og er hagnað- ur í þeim geira helsti drifkraftur hag- vaxtar um þessar mundir. Hagnaður af atvinnurekstri og arðsemí eiginfjár QHreinnhagnaJur, Naftekjum 6J% QiMsanieigniljár 1995 1996 1997 1998 1999 Verð sjávaraf- uröa lækkar Frá október á síðasta ári hefúr verðvísitala sjávarafurða lækkað um 6,8%. Þessi lækkun skýrist að stærstum hluta af mikilli verðlækk- un á mjöli og lýsi. Þessi lækk- un er til komin vegna aukins framboðs frá Perú og Chile. Verð á botnfiski hefur líka lækk- að nokkuð og nemur sú lækkun 1,9% frá áramótum. Þessar lækkanir geta haft talsverð áhrif á þjóðarbúið, sérstaklega í ljósi þess að viðskipta- kjör hafa einnig verið að versna og telur Þjóðhagsstofnun að þau muni halda áfram að versna á þessu ári. Bakkavör með hagnað Hagnaður Bakkavarar og dótt- urfyrirtækja á liðnu ári nam 20 milljónum króna sem er mun betri afkoma en árið á undan þeg- ar hagnaðurinn var 3 milljónir króna. Rekstartekjur, sem námu 719 milljónum, jukust um 38%. Baugur til Færeyja Baugur hf. hefur keypt 50% hlut í Partafélaginu SMS í Færeyj- um. Þá hefur verið ákveðið að sameina P/f Föris, sem rekur Bónusverslanirnar í Færeyjum, við SMS en samtals reka þessar verslanakeðjur sex verslanir í Færeyjum. Áætluð markaðshlut- deild SMS eftir sameiningu er 50% og velta á næsta ári 2 millj- arðar íslenskra króna. Verðbólguskot Sérfræðingar íslandsbanka gera ráð fyrir að verðbólguhraðinn í apr- íl verði 4,2% miðað við heilt ár. Hækkun næstu þriggja mánaða verði 3,6% og hækkun næstu 12 mánaða 2,3%. Það er fyrst og fremst hækkun á grænmeti sem hefúr áhrif á vísitölu neysluverðs í apríl vegna vegna innflutningstolla. Einnig er bent á að fasteignaverð hafi verið að hækka og tahð er líklegt að að sú þróun haldi áfram enda eftirspum mikil. SRmjöl með 205 m.kr. hagnað Hagnaður SR-Mjöls hf. á liðnu ári nam 205 milljónum króna. Heildratekjur námu rúmum 4,9 milljörðum króna og veltufé frá rekstri var 727 milljónum. Rekstr- arhagnaður án fiármagnsliða nam 376 mifljónum. Síðasta ár er þriðja besta ár í sögu félagsins. Aðalfundur félagsins verður 29. apríl nk og mun stjórn félagsins gera tillögu um 8% arð. Microsoft endur- skipuleggur Bandaríski tölvurisinn Microsoft kynnti í gær víðtæka endurskipulagningu fyrirtækisins. Ætlun- in er að skipta fyrir- tækinu upp í fjórar megindeildir. Þessi tilkynning kemur degi áður en réttar- höld hefiast í 19 fylkjum vegna ásakana á hendur Microsoft um að nýta sér með óheiðarlegum hætti markaðsráðandi stöðu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.