Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 15 Byggðaþróun — í jafnvægi eöa byggöaröskun „Meingallað kvótakerfi hefur valdið gífurlegu óöryggi íbúa í sjávarbyggð- um og er vissulega undirrót búferlaflutninga þó fleira komi til.“ Fyrir nokkru stóð Há- skóli íslands fyrir mál- þingi um framtíð búsetu á íslandi og var hægt að fylgjast með gegnum fjarfundabúnað víða um land og koma með fyrir- spurnir. í ávarpi Páls Skúlasonar rektors kom fram að innan skamms ætti að opna hjá Há- skóla íslands miðstöð um fjarkennslu og landsbyggðartengsl, sem meðal annars ætti að vinna að stofnun fleiri útibúa frá skólan- um utan Reykjavíkur og efla þau sem fyrir er. Allt sem styrkir og eyk- ur menntunarmögu- leika á landsbyggðinni og stuðlar að atvinnu- þróun er jákvætt og skref fram á við. Fólkið veit betur Miklar upplýsingar liggja fyrir um orsök og afleiðingar búferla- flutninga og sitt sýnist hverjum. Ummæli dósents við Háskóla Is- lands á málþinginu vöktu athygli mína en þau voru efnislega á þá leið að fjárfesting í samgöngubót- um víða um land væru augljóslega röng fjárfesting og frekar ætti að greiða fólki ein- hverjar bein- greiðslm- sem vildi búa á þessum stöð- um. Önnur um- mæli voru líka at- hyglisverð. Þau komu frá hagfræð- ingi Þjóðhagsstofn- unar og voru á þá leið að kvótakerfið væri ekki meginá- stæða byggðarösk- unar. Þessi skiln- ingur málsmetandi manna á vanda landsbyggðarinnar veldur áhyggjum en er því miður allt of útbreiddur. Það fólk sem býr úti á landi veit betur. Meingallað kvótakerfi hefur valdið gífurlegu óöryggi íbúa í sjáv- arbyggðum og er vissulega undirrót búferlaflutninga þó fleira komi til. Fólk úti á landi gerir sömu kröfur um samgöngubæt- ur og uppbygg- ingu í málaflokk- um eins og heil- brigðis-, mennta-, menningar- og at- vinnumálum. Sú umræða sem snýst um bein- greiðslur til fólks úti á landi i stað sjáifsagðra fram- fara og uppbygg- ingar er á villigöt- um, ef við viljum byggja landið allt. Misheppnuð byggðastefna Byggðastefnan undanfarin ár hefur misheppnast algjörlega og ríkisstjóminni hefur ekki tekist að framfylgja eigin tillögum, s.s. að fjölgun starfa á vegum ríkisins verði úti á landi. Það er lítið gagn í tillögum sem ekki er fylgt eftir í verki og nýjustu tillögur ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum era gagnslausar ef raunverulegur vilji og fjármagn fylgir ekki i kjölfarið. Hugarfar og skilningur máls- metandi manna gagnvart búsetu í landinu skiptir miklu meira máli og sem betur fer eigum við víða góða að, svo sem við Háskóla ís- lands og við Háskólann á Akur- eyri, sem vilja nýta þekkingu og vísindi til að efla byggð í landinu. En þeir eru alltof margir sem tala úr filabeinsturni niður til lands- byggðarinnar og auka togstreitu dreifbýlis og þéttbýlis. Jákvæða byggðaþróun Vinstrihreyfmgin - grænt fram- boð mun beita sér fyrir róttækum aðgerðum til að stöðva bú- seturöskun og liggja fyrir tillögur sem koma inn á þætti eins og byggðakvóta, samgöngubætur og jöfnun á aðstöðu fólks óháð bú- setu. Vinstrihreyfmgin - grænt framboð mun halda á lofti réttlátri byggðastefnu, hvort sem flokkur- inn verður í stjóm eða stjómar- andstöðu. Eflum því flokkinn til góðra verka. Við viljum uppbygg- ingu og jákvæða byggðaþróun í landinu öllu. Lilja Rafney Magnúsdóttir Kjallarinn Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður, skipar 1. sæti á U-lista Vinstri- hreyfingar - græns framboðs á Vestfjörðum „ Vinstríhreyfingin - grænt framboð mun beita sér fyrir róttækum að- gerðum til að stöðva búseturösk- un og liggja fyrir tillögur sem koma inn á þætti eins og byggðakvóta, samgöngubætur og jöfnun á að- stöðu fólks óháð búsetu Skrumskæling af lýðræðinu Eftir prófkjör Fylkingarinnar benti talsmaður hennar, Margrét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, á að þau væru „skrumskæling af lýðræðinu". Nú hefur komið enn betur í ljós en áður að Margrét hafði hárrétt fyr- ir sér. Það var vitað fyrirfram að próf- kjörin yrðu ekki lýðræðisleg með því að ákveðið var að atkvæða- magn skyldi ekki ráða röð fram- bjóðenda á lista. Kaus fylkingin þess í stað að fara eftir því hvar menn standa í flokki, enda gátu „sameinaðir" vinstri menn ekki látið af áratuga klofningi og sund- urlyndi. Fólk haft að fíflum? Eftir hvert prófkjör hafa komið upp vangaveltur um hvort breyta skuli þeirri niðurstöðu sem þó hafði fengist út úr hinum lítt lýð- ræðislega gjörningi. Eftir próf- kjörið i Reykjavík var til að mynda mikið rætt um hvort ekki væri nauðsynlegt að grípa inn í. Þótti ýmsum, ekki síst Guðnýju Guðbjömsdóttur, afar óheppilegt að Guðný Guðbjömsdóttir skyldi verða númer tvö í hólfi Kvenna- listans og lenda í áttunda sæti list- ans og detta þar með út af þingi. Öðrum þótti hlutur Þjóðvaka helst til mikill en sem kunnugt er hirti Þjóðvaki svo til allan list- ann. í spjallþætti eftir þetta próf- kjör var Össur Skarphéðinsson spurðm- út í það hvort hugsanlegt væri að breyt- ingar yrðu gerð- ar á lista Fylk- ingarinnar í Reykjavík. Öss- ur taldi það af og frá og nefndi að þá hefði bara fólk verið haft að fíflum og dregið á asnaeyrunum með þvi að fá það til að taka þátt í prófkjörinu. Trúnaðarbresturinn Þetta sjónarmið Össurar og fyrr- nefnd orð Margrétar um skrum- skælingu lýðræðisins í prófkjör- um Fylkingarinnar komu óhjákvæmilega upp í hugann á dögun- um. Sigbjörn Gunn- arsson, fyrrverandi al- þingismaður Alþýðu- flokksins og sigurveg- ari í prófkjöri Fylking- arinnar á Norðurlandi eystra mætti í sjón- varpssal og greindi frá því að vegna „trúnað- arbrests" hefði hann ákveðið að taka ekki sætið sem hann hafði unnið. Allt frá því niður- staða prófkjörsins var ljós hafði Sigbjörn þó fagnað sætinu og al- veg fram að þessari furðulegu yfirlýsingu hafði hann haldið því fram að vita- skuld tæki hann sætið og m.a. sagt að það heyrði gamla Sovétinu til „að ýta réttkjömum fulltrúa til hliðar". Nú hafði það hins vegar gerst að félagar hans höfðu neytt hann til að víkja af listanum en sú skýring að trúnaðarbrestur heföi valdið ákvörðun Sigbjöms er afar ótrúverðug því trúnaður er ekki endilega það orð sem notað er til að lýsa samskiptum Sigbjöms og annarra frambjóðenda í þessu prófkjöri. Eru allir sáttir? Það em nýstárleg og óvenjuleg vinnubrögð, svo ekki sé fastar að orði kveðið, sem Fylking- in hefur beitt við að koma Sigbirni af list- anum og sýna þau ágætlega lýðræðisást þessa framboðs. Talsmaður Fylking- arinnar fagnar af- sögninni væntan- lega, enda gat hún ekki leynt óánægju sinni með sigur Sig- björns. En hvað með aðra og minni spá- menn þar á bæ? Er Össur til að mynda enn þeirrar skoðun- ar að niðurstaða prófkjörs eigi að standa og að atburð- irnir á Norðurlandi eystra séu því óheppilegir? Telur Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, ásættanlegt að alþýðu- flokksmenn séu hraktir úr sætum sínum á listum Fylkingarinnar? Og hvað með Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sjálfskipaðan talsmann fólksins og þá væntanlega líka þess fólks sem kaus í prófkjöri Fylkingarinnar á Norðurlandi eystra? Er hún sátt við að sá sem hreppir fyrsta sæti á lista hjá þessu framboði neyðist til að gefa það eftir vegna skipulagðra árása „samherja" sinna? Haraldur Johannessen „Allt frá því niðurstaða prófkjörs- ins var Ijós hafði Sigbjörn þó fagnað sætinu og alveg fram að þessari furðulegu yfirlýsingu hafði hann haldið þvi fram að vita- skuld tæki hann sætið og m.a. sagt að það heyrði gamla Sovét- inu til „að ýta réttkjörnum full- trúa til hiiðaru. Kjallarinn Haraldur Johannessen háskólanemi Með og á móti 117% hækkun sumarvistun- argjalda barna á Akureyri Siguröur J. Sig- urösson, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar. Pólitísk afstaða „Þessi þjónusta er nýtilkomin. Við höfum verið að fíkra okkur áfram en gerðum okkur e.t.v. ekki fulla grein fyrir því fyrir fram hvað þetta myndi kosta. Nú liggur það fyrir og þá er það póli- tísk afstaða hvort nota á sameiginlega sjóði bæjarhúa til að greiða niður þessa sumarþjónustu eða hvort hún er greidd af þeim sem hana nota. Ákvörðunin nú kemur ein- vörðungu til af því að það hefur verið farið ofan í það hver kostn- aður við þessa þjónustu er og til þess að sú þjónusta standi undir sér þarf gjaldskráin einfaldlega að vera þetta há. Hugmyndin er því sú að þjónustan að súmrinu sé ekki niðurgreidd. Ég er ekki með þær tölur handbærar hvað þessi þjónusta hefur kostað bæ- inn, ég veit ekki hvort ég get tal- að um margar milljónir í þvi sambandi en kostnaðurinn nem- ur örugglega hundruöum þúsund- um króna. Það var ekkert í fjárhagsáætl- un bæjarins sem sagði að þessi þjónusta yrði óbreytt og þau sjón- armið vom sett fram að það væri ekkert sem réttlætti það að dvöl barna í þessari vistun yfir sumar- ið væri niðurgreidd úr bæjar- sjóði. Þetta er hrein viðbótarþjón- usta sem boðið er upp á og teng- ist ekki skólavistun yfir vetrar- tímann á nokkurn hátt. Bærinn væri sjálfsagt fús til þess að hús- næði skólann væri nýtt til þess ef einhverjir vildu taka þetta aö sér fyrir lægri upphæð. Það að verið sé að koma aftan að fólki í þessu sambandi er ekki rétt, nú er ekki kominn apríl, en það er skiljan- legt að fólk bregðist við þegar hækkun eins og þessi kemur til.“ Ber of brátt að „Ég sat hjá við afgreiðslu þessa máls í bæjarráði vegna þess að það er mín skoðun að Akureyrar- bær eigi ekki að greiða niður skólavistun að sumri til þótt það hafi verið gert. Hins vegar finnst mér það ekki góð vinnubrögð að skólanefnd skuli hafa af- greitt það á fundi seint í mars að þessi hækkun gjald- anna komi til. Það hefðu verið hetri vinnu- brögð að mínu mati að taka ákvörðun í þessu máli og láta hækkunina koma til fram- kvæmda á næsta ári, þannig að fólk hefði tíma til að bregðast við. Nú er staðan hins vegar þannig að margt fólk hefur reiknað með þessari þjónustu í sumar og gert sinar ráöstafanir út frá því. Mér finnst það aftur á móti heimskulegt að bærinn skuli vera með skólavistun yfir sumarmán- uðina og enn heimskulegra að hún skuli hafa verið niðurgreidd. Það sem ég er því á móti við þessa afgreiðslu í bæjarráði er hversu brátt hún ber að. Ég væri mun hlynntari því að bærinn styrkti á einhvem hátt frjáls félagasamtök sem vildu veita þessa þjónustu á skikkan- legu verði, t.d. íþróttafélögin eða skátana. íþróttafélögin eru t.d. með íþróttabúðir fyrir börn á sumrin og þar væri hugsanlega hægt að hafa eitthvert samstarf í þessu máli.“ -gk Oddur Helgi Hall- dórsson bæjarfull- trúi, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.