Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 17 Iþróttir_____________________ Hilmar og Magnús til Hildesheim Hilmar Þórlindsson, stórskytta Stjömumanna, og Magnús Agnar Magnússon, línumaðurinn sterki úr Gróttu/KR, fara til Þýskalands nú á næstu dögum en þeim hefur veriö boðið að skoða aðstæður hjá þýska B-deildar liðinu Hildesheim. Félagið er ofarlega í sínum riðli í B-deild- inni en á ekki lengur möguleika að fara upp en forráðamenn liðsins ætla að styrkja það fyrir næsta timabil. Þá er Hilmar einnig með boð um að koma og skoða sig um hjá danska A-deildar liðinu Viborg og reiknar Hilmar með að fara þangað eftir að hafa dvalið í Þýskalandi. „Ég ætla alla vega að skoða og sjá hveming mér líst á en ég á eftir ár eftir af samningi minum við Stjöm- una,“ sagði Hilmar við DV eftir leik- inn gegn FH-ingum í gærkvöldi. Hilmar var að vonum mjög svekkt- ur enda spáðu því margir að Stjaman myndi loks brjóta ísinn og komast í fyrsta skipti í undanúrslitin. Fórum á taugum „Við fómm einfaldlega á taugum í seinni hálfleik. Vöm og mark- varsla var í lagi en sóknin var hrein hörmung. Ég trúði því svo sannar- lega að við gætum farið áfram en FH-ingar komu sterkir til baka eftir að þeir létu svívirða sig hér í fyrsta leiknum. Þeir sýndu mikinn karakt- er og börðust eins og ljón fyrir sigrinum. Það er bara eitthvað í gengunum þama í Hafnarfirði," sagði Hilmar. -GH Bland í poka Stúlknalandsliöiö í handknattleik, 20 ára og yngri, tekur þátt i riðla- keppni heimsmeistaramótsins um páskana og er leikið i Kapiakrika í Hafnarfirði. Leikið er við Finna á fostudaginn langa, Slóvena á laugar- dag og Ungverja á sunnudag. Leikir íslands hefjast allir kl. 16 en fyrri leikir hvers dags fara fram á sama stað kl. 14 alla dagana. Piltalandsliöiö, 21-árs og yngri, tek- ur þátt i sams konar keppni í Slóvak- íu sömu daga. Þar spilar það viö Grikkland, Slóvakíu og Kýpur. Liðs- skipanir piltaliðsins og stúlknaliðs- ins er að finna á Visi.is. Egyptar unnu óvæntan sigur á Belg- um, 0-1, i vináttulandsleik í knatt- spyrnu sem fram fór í Liege i gær- kvöld. Hazem Imam skoraði markið. Fylkismenn geta tryggt sér sæti i 1. deild karla í handknattleik í kvöld, eftir 20 ára fjarveru. Þeir taka á móti Völsungi í Arbænum og komast upp með sigri. Frítt er á leikinn. Wolves sigraði Crewe, 3-0, í B-deild ensku knattspymunnar i gærkvöld og styrkti með því stöðu sína í 6. sæt- inu. Þýskt blaö skýrði frá því um helgina að Guido Buchwald, sem þjálfar knattspymulið Karls- ruhe á næsta tíma- bili, hefði leitað til sins gamla vinar frá Stuttgart, Ásgeirs Sigurvinssonar, um sóknarmann fyrir næsta tímabil. Ásgeir hefði bent Buchwald á leikmann en hann hefði meiðst og máliö væri því i bið- stöðu í bili. Ljóst er að þama er átt við Ríkharö Daöason hjá Viking Stavanger í Noregi en áður hefur komið fram að Stuttgart hefur áhuga á honum. NBA-DEILDIN Charlotte-Boston............99-109 Atlanta-Detroit..............93-77 Orlando-New Jersey..........100-98 Cleveland-Toronto ..........91-101 Minnesota-Dallas.............98-78 New York-Indiana ............94-93 Chicago-Philadelphia.........91-81 SA Spurs-Seattle ............95-87 Milwaukee-Washington .... 107-105 Vancouver-Denver ...........101-87 LA Clippers-Houston ........95-104 Golden State-Portland .......93-90 Sacramento-Utah............104-101 Kristinn Björnsson á fleygiferð í stórsviginu í gær. DV-myndir HKr Skíðamót íslands á ísafirði: „Sáttur viö keyrsluna" - Kristinn og Brynja meistarar í stórsvigi DV, ísafirði: Kristinn Bjömsson frá Ólafsfirði og Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri sigraðu í stórsvigi karla og kvenna á Skiðamóti íslands sem hófst í gær- morgun eftir sólarhrings frestun vegna veðurs. „Ég er mjög sáttur viö keyrsluna," sagði Kristinn Björnsson við DV eftir að Ijóst var að íslandsmeistaratitillinn í stórsviginu var hans. Þetta var jafn- framt FlS-mót og þar vann Aane Saet- er frá Noregi en Kristinn varð annar og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík þriðji. „Það kom mér þó á óvart hvað þetta gekk vel þar sem færið var frekar mjúkt. Svo hef ég ekki verið að æfa mikið stórsvig í vetur þannig að ég var ekki alveg viss hvemig ég ætti að takast á við þetta. Ég var heldur harð- ur á snjónum í fyrri ferðinni reyndi að vera aðeins mýkri í þeirri seinni, og ég held að það hafi gengið betur. Ég bjóst reyndar aldrei við að vinna þetta.“ - Hvað með aðstöðuna á ísafirði? „Hún er alveg meiri háttar og um- gjöröin í kringum þetta mót er alveg frábær. Það er ótrúlega vel staðið að þessu móti og ísflrðingar mega vera al- veg rosalega stoltir af þessu. Ég veit að þeir eru búnir að vinna vel, þannig að þetta hefur allt gengið upp. Ég vona bara að veðrið leiki við menn næstu daga, því það væri synd ef það eyði- legði svona mótshald," sagði Kristinn Bjömsson. nógu sátt Brynja Þorsteinsdóttir varð fyrst íslensku kvennanna í mark í stórsviginu og varð þar með íslandsmeist- ari. Jafnhliða fór fram FlS-mót þar sem Emma Furuvik frá Svíþjóð var með besta tímann, næst á undan Brynju, en fjór- ir erlendir keppendur tóku þátt. Dag- ný L. Kristjánsdóttir varð þriðja. „Ég er ekki nógu sátt við árangur- inn. Ég ætlaði að vinna mótið, ekki bara titilinn. Seinni ferðin var mjög góð og brautin alveg frábær. Færið var kannski ekki alveg nógu gott, en það var samt gaman að þessu,“ sagði Brynja við DV. Hálfur íslendingur Emma Furuvik keppti fyrir hönd Svíþjóðar en hún á íslenska móð- ur. „Það gekk bara vel,“ sagði Emma í samtali við DV. „Brautin var mjög fín, en samt mjúk og ég er ekki vön slíkum aðstæðum.“ - Hefur þú keppt áður á íslandi? „Nei, aldrei. Ég hef aldrei farið hér á skíði. Ég hef samt mikið verið á ís- landi. Ég hef unniö hér í þrjú sumur og svo hef ég líka verið hér með mömmu og pabba." - Hefur þér ekki dottið í hug að keppa fyrir ísland? „Jú, ég hef aðeins velt því fyrir mér,“ sagði þessi bráðhressa sænsk- íslenska stúlka. Haukur var langfyrstur Haukur Eiríksson frá Akureyri sigraði með glæsibrag í 30 km göngu karla í gær, kom langfyrstur í mark. „Þetta var erfitt meirihluta göngunnar á meðan maður var að vinna á sársaukanum. Maður hresstist í lokin og átti þá ágæta þá göngu og ég er ánægður með þetta.Þetta er topp- braut en hún var þó erfið að því leyti aö það er mikil vinna í henni, maður fékk litla hvíld. Þetta var stöðug vinna og miklar ýtingar og það reyndi virki- lega á mann,“ sagði Haukur við DV. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri, varð annar og Birkir Þór Stefánsson, Húsavík, þriðji. Stella meistari kvenna „Þetta hafðist," sagði Stella Hjaltadótt- ir irá ísafirði sem varö ísiandsmeistari í 10 km göngu kvenna 17 ára og eldri. Stella kemur nú aftur sem sigurvegari og það eft- ir margra ára hlé. „Það var gott að hafa aðra á undan til að elta. Þetta var erfiður hringur, sérstaklega miðkaflinn uppi í Efri- Skógi. Það var fint færi í heildina og ég er alveg sátt við þetta," sagði Stella. Sandra Dís Steinþórsdóttir, ísafirði, varð önnur en Hanna Dögg Marons- dóttir, Ólafsfirði, þriðja. Baldur Helgi Ingvarsson frá Akur- eyri sigraði í 15 km skíðagöngu 17-19 ára, Elías Sveinsson frá ísafirði sigr- aði í 10 km göngu 55 ára og eldri, Magnús Eiríksson frá Siglufírði sigr- aði í 15 km göngu 45-54 ára og Birgir Gunnarsson, Sauðárkróki, í 15 km göngu 35-44 ára. Keppni á mótinu átti að halda áfram í morgun með svigi karla og kvenna. Eftir hádegið eru síðan sex göngu- greinar á dagskránni. Á morgun lýkur mótinu síðan með alþjóðlegum mótum karla og kvenna í stórsvigi og boðgöngum karla og kvenna. -HKr/VS Brynja ekki íþróttir Úkraína-Island: Eyjólfur á miðjuna Eyjólfur Sverrisson hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í Andorra á laugardag og leik- ur með landsliðinu í knattspymu gegn Úkraínu í Kiev í dag. Guðjón Þórðarson hefur gert tvær breytingar á liðinu frá And- orraleiknum og breytir því einnig talsvert innbyrðis. Eyjólfur fer á miðjuna, Láms Orri og Hermann koma inn í staðinn fyrir Amar Gunnlaugsson og Stefán Þ. Þórðar- son og fara beint í vömina, Helgi Sigurðsson fer í fremstu víglínu, Þórður Guðjónsson verður fremsti tengiliður og Brynjar Gunnarsson kemur hægra megin á miðjuna. Byrjunarliðið verður þannig skip- að: Markvörður: Birkir Kristinsson. Vamarmenn: Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Steinar Adolfsson, Her- mann Hreiðarsson. Tengiliðir: Brynjar Gunnarsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Krisí- insson, Þórður Guðjónsson. Framherji: Helgi Sigurðsson. Úkraínumenn eru efstir í riðlin- um með 10 stig en Frakkland og Is- land koma næst með 8. Þetta er því geysilega þýðingarmikill leikur og einn af úrslitaleikjum riðilsins eins og staðan er í dag. -VS Keflavík jafnaöi í Grindavík: „Vorum ferskari “ FH-ingar fögnuðu að vonum gífurlega eftir sigurinn í Garðabænum í gærkvöld. Hetjan Magnús Árnason markvörður er í miðjunni og Hálfdán Þórðarson og Kristján Arason faðma hann að sér. DV-mynd E.ÓI. DV, Grindavík: „Vömin var virkilega léleg hjá okkur í byrjun, en hægt og bítandi fómm við að koma okkar hlutum inn í leikinn og þá gekk okkur bet- ur. Þeir vora orðnir þreyttir í lokin, við skiptum meira inn á og mínir menn vom ferskari á lokakaflanum. Við fáum örugglega hörkuleik á föstudaginn. Þetta er virkilega skemmtilegt einvígi, mikil spenna og barátta í leikmönnum, en það er klárt að við ætlum ekki að tapa tvisvar heima," sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, eft- ir að lið hans hafði lagt Grindvík- inga í Röstinni, 79-88, í öðrum leik liðanna i undanúrslitum og jafnað metin í 1-1. Leikurinn var gríðarlega spenn- andi, harður og hraður. Grindavík byrjaði með látum, setti 12 stig áður en Keflavík komst á blað eftir tæpar 4 mín. Leikurinn jafnaðist síðan en lokakaflinn fyrir hlé var Grindvík- inga og þeir leiddu með 47-38 í hálf- Grindavík (47) 70 Njarðvík (38)88 12-0, 23-20, 30-31, 40-36, (47-38), 54-40, 58-53, 69-65, 69-80, 79-88. Stig Grindavíkur: Warren Pee- bles 22, Páll Axel Vilbergsson 19, Her- bert Arnarson 16, Bergur Hinriksson 8, Pétur Guðmundsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Unndór Sigurðsson 3. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 28, Gunnar Einarsson 18, Falur Harð- arson 15, Fannar Ólafsson 11, Hjörtur Harðarson 5, Guðjón Skúlason 5, Birgir Örn Birgisson 4, Sæmundur Oddsson 2. leik. Juku svo muninn í 16 stig í byrjun seinni hálfleiks en þá vöknuðu gestimir til lífsins, söxuðu jafnt og þétt á forskotið og þegar staðan var 69-65 lokuðu gestimir vörninni alveg, skoruðu 15 stig í röð á 6 mín. kafla án svars frá heimamönnum sem virtust þá þreyttir og óömggir. Paul Denman lék ekki með heimamönnum vegna veikinda. „Okkur gekk illa gegn svæðisvörninni þeirra á lokakaflanum, menn gerðu ekki það sem fyrir þá hafði verið lagt og því fór sem fór en við vitum að við getum gert mun betur en þetta. Á fóstydaginn mætum við til að spila af alvöru í 40 mínútur, ekki 33, og þá vinnum við leikinn," sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvík- inga. _ -bb Sljarnan (8)18 FH (9)23 0-2, 2-2, 4-4, 7-4, 8-6, (8-9), 9-9, 9-13, 10-12, 14-16, 15-20, 17-23, 18-23. Mörk Stjömunnar: Konráð Olavsson 6/3, Hilmar Þórlindsson 4/2, Jón Þórðarson 3, Aliaksand Shamkuts 2, Rögnvaldur Johnsen 1, Heiðmar Felixsson 1, Amar Péturs- son 1. Varin skot: Birkir í. Guömunds- son 11, Ingvar Ragnarsson 5. Mörk FH: Knútur Sigurösson 6/1, Hálfdán Þórðarson 4, Guðjón Áma- son 3, Lárus Long 3, Guðmundur Ped- ersen 3/2, Gunnar Beinteinsson 2, Valur Amarson 2/2. Varin skot: Magnús Ámason 18/4. Brottvlsanir: Stjaman 6 min. (Amar Pétursson rautt spjald fyrir brot undir lok leiksins), FH 8 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, sluppu í heild vel frá erflðum leik. Áhorfendur: Um 700, troðfullt hús. Maður leiksins: Magnús Áma- son, FH. var sterkari þegar FH vann oddaleikinn í Garðabæ Vamarleikur og markvarsla á heims- mælikvarða, sigurvilji, seigla og rík hand- boltahefð færðu FH-ingum sæti í undanúr- slitum 1. deildar karla i handknattleik eft- ir öruggan og sætan sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 18-23, en þetta var oddaleikur liðanna í 8-liða úrslitunum. Griðarlegur fógnuður braust út í her- búðum FH-inga og fjölmargra stuðnings- manna þeirra en Stjömumenn sátu hnípn- ir eftir. Enn einu sinni sátu Garðbæingar eftir og í fimmta sinn féllu þeir úr 8-liða úrslitunum eftir að hafa unnið fyrsta leik i einvíginu. 3:2:1 vöm FH-inga var stór- kostleg í leiknum og hún ásamt stórleik Magnúsar í markinu lagði öðm fremur grunninn að sigri FH. Kristján Arason var akkerið í vöm Hafnfirðinganna. Hann stjómaði vamarleiknum eins og hershöfð- ingi og þeir Gunnar og Hálfdán sáu um að draga vígtennurnar úr sóknarleik Stjörnu- manna með því að klippa stórskyttumar Hilmar og Heiðmar út úr leiknum. Garðbæingum tókst aldrei að finna svar við vamarafbrigði FH-inga og í síðari hálfleik kiknuöu heimamenn undan press- unni. Svekkelsi og pirringur gerði vart við sig í herbúðum Garðbæinga og smátt og smátt urðu Stjörnumenn að játa sig sigraða. Að sama skapi efldust FH-ingar við hverja raun. Þeir bmtu Stjörnumenn niður með frábæmm vamarleik og léku agað út allan leiktímann. Kristján hefur náð miklu út úr liði FH í vetur, kannski óvænt enda gerðu hand- boltaspekingar ekki ráð fyrir að FH kæmist í úrslit bikarkeppninnar og hvað þá í und- anúrslit íslandsmótsins eftir slakt gengi í upphafi móts. En Kristján og lærisveinar hans hafa sótt hægt og bítandi í sig veðrið og eftir að Kristján tók fram skóna að nýju hefur vamarleikurinn gjörbreyst. FH-ingar gáfu allt í þennan leik. Þeir börðust og börðust og enn einu sinni fleytti seiglan og karakterinn þeim áfram. „Önnur eins vinnsla hefur varla sést í svona varnarleik. Ég er rosalega stolt- ur af strákunum. Það vora margir bún- ir að afskrifa okkur en við héldum all- an tímann haus og erum nú komnir í undanúrslit. I þessum tveimur síðustu leikjum erum við að klára þetta á frá- bærum varnarleik og í þessum leik náðum við að stöðva Hiimar og Heið- mar. Nú fáum við nokkra daga hvíld þar til að leikjunum gegn Fram kemur. Það verður mjög erfitt en við ætlum okkur að sjálfsögðu í úrslitin," sagði Kristján Arason sem átti frábæran leik. Enn eitt árið kveðja Stjömumenn í sár- um. Fyrir mótið vom miklar væntingar gerðar til liðsins enda vel mannað. Og ekki var árangurinn i deildarkeppninni til að slá á væntingamar. Annaö sætið var staðreynd, margur Stjömumaðurinn eygði nú von um að grýlan yrði kveðin í kútinn og Stjaman kæmist upp úr 8-liða úrslitunum i fyrsta sinn. En sú von breytt- ist í martröð í Garðabænum í gærkvöldi. Enginn efast um styrk Stjörnuliðsins en þegar pressan var sem mest í leiknum i gær þoldu leikmenn liðsins einfaldlega ekki álagið og í stað þess að stappa stálinu hver i annan fór hver að puða í sinu horni. -GH 8-0, 8-7, 12-9 ,21-13, 21-21, 21-24, 25-24, 31-31, 36-35, 42-39, (45-45), 47-47, 55-47, 59-50, 64-52, 67-59, 72-63, 78-67, 83-73, 85-77, 86-84, 89-84. Stig KFÍ: James Cason 33, Ráy Carter 19, Mark Quashie 12, Baldur Ingi Jónasson 11, Ólafur Ormsson 8, Tómas Hermannsson 2. Stig Njarðvikur: Brenton Birm- ingham 36, Teitur Örlygsson 25, Frið- rik Ragnarsson 12, Friðrik Stefánsson 9, Hermann Hauksson 3. Isfirðingar jöfnuðu metin gegn Njarðvíkingum, 1-1: Stóðust pressuna í lokin DV, ísafirði: ísfirðingar jöfnuðu metin gegn Njarðvík, 1-1, í undanúrslitum úr- valsdeildarinnar í körfubolta í gær- kvöld með sigri, 89-84. Það þarf því minnst fjóra leiki til að útkljá ein- vígi liðanna. Það vantaði ekki stemninguna á pallana því um 800 kolbrjálaðir ísfirðingar vom mætt- ir til leiks og studdu sina merrn með miklum sóma. „Þetta var hörkuleikur, við héld- um áætlun í fyrri hálfleiknum en svo sigu þeir fram úr og náðu 13 stiga forystu I síöari hálfleik, þá kom eitthvert óðagot á okkar lið og við náðum of seint að minnka muninn. Þrátt fyrir það spiluðum við sóknina ágætlega en nýttum bara ekki færin og því fór sem fór,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Njarðvíkur, eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var mjög fjörag- ur og hraður. ísfirðingar byijuðu betur og héldu forystuni fram und- ir miöjan hálfleikinn. Þá náðu Njarðvíkingar að jafna metin og komast yfir. Eftir það skiptust lið- in á að leiða og var staðan jöfn í hálfleik. Njarðvíkingar hittu afleitlega í byrjun síðari hálfleiks og skoruðu aðeins 2 stig á fyrstu 5 mínútunum. ísfirðingar náðu mest 13 stiga for- ystu. Njarðvíkingar náðu að klóra í bakkann með pressuvöm á síðustu 2 mínútunum. En ísfirðingar höfðu greinilega lært eitthvað af leiknum í Njarðvík á dögunum og innbyrtu góðan sigur. Bestu menn ísfirðinga voru Cason og Carter sem skoruðu 52 af stigum heimamanna og hirtu fjöld- an allan af fráköstum. Hjá Njarð- vik var Brenton Birmingham yfir- burðamaður. -AGA Gunnar með boð frá Brage Gunnar Sigurðsson, sem stað- ið hefur í marki Eyjamanna í knattspyrnu tvö undanfarin ár, kom heim frá Sví- þjóð um helgina með tilboð í farteskinu frá sænska B-deildar liðinu Brage. Félagið varð í 4. sæti í sínum riðli á síðustu leik- tíð en hefur nú tekið stefnuna á A-deildina. „Ég á eftir að fara betur yfir tilboðið og mun taka mér nokkra daga í það. Mér leist vel á liðið og ekki er verra að það kemur frá gömlum vinabæ Vestmanna- eyja,“ sagði Gunnar í samtali við DV í gær. Gunnar staðfesti að fé- lög hér heima hefðu rætt við sig og það gæti alveg farið svo að hann spilaði hér á landi í sumar en eins og fram kom í DV á dög- unum ákvað Gunnar að segja skilið við lið ÍBV vegna óánægju með vinnubröð þjálfarans Birkir Kristinsson landsliðs- markvörður mun leysa Gunnar af hólmi en hann kemur til Eyja í byrjun maí eftir dvöl hjá Bolton. -GH Framtíð Þor- bergs óráðin Samningur Þorbergs Aðal- steinssonar, þjálf- ara ÍBV í hand- knattleik, rann út eftir leikinn gegn Haukum í fyrra- kvöld en hann hef- ur verið við stjóm- völinn hjá Eyjalið- inu undanfarin þrjú ár. „Framtíðin er óráðin hjá mér. Ég ætla nú að mér gott frí frá handboltanum og hugsa mitt ,mál. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvað ég geri og hvort ég verð um kyrrt hér í Eyjum," sagði Þorbergur við DV. Búast má við einhverjum breytingum á liði ÍBV. Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar breytingarnar verða en víst þyk- ir að útlendingarnir tveir, sem léku með liðinu í vetur, verði ör- ugglega ekki áfram. -GH Skellur í Kiev íslenska 21-árs landsliðið I knattspymu tapaði, 5-1, fyrir Úkraínu í Kiev í gær í Evrópu- keppninni. Bjarni Guðjónsson kom Is- landi yfir eftir 16 mínútur en Zu- bov jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks. Oleinik (48. mínútu), Balitsky (67.), Timoshchjuk (71.) og Jashchjuk (88.) skomðu fyrir heimamenn í síðari hálfleik. ísland hefur þar með tapað öll- um 4 leikjum sínum og er neðst í riðlinum. Úkraina og Rússland em með 9 stig, Frakkland 6 og Armenía 3. -VS Sigur á Ítalíu Unglingalandsliðið í knatt- spyrnu vann Slóvena, 1-0, á al- þjóðlega mótinu á Ítalíu i gær. Markið var sjálfsmark. ísland er þar með komið með 4 stig eftir 2 fyrstu leikina en liðið byrjaði á 1-1 jafntefli við Belga. I dag mæt- ir ísland liði Rúmena og Wales- búum á morgun. -VS Fráköst: Grindavík 36 (25 V., 11 S.), Keflavík 34 (21 V., 13 S.) 3ja stiga nýting: Grindavík 8/29, Keflavík 7/23. Vítanýting: Grindavík 15/16, Keflavik 15/20. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 850, vel stemmd- ir. Maður leiksins: Damon John- son, Keflavlk. Fráköst: KFÍ 38, Njarðvik 30. 1 Vítanýting: KFÍ 16/28, Njarðvík 29/37. 3ja stiga nýting: KFÍ10/17, Njarð- vík 5/24. Dómarar: Jón H. Bender og Einar Þ. Skarphéðinsson, ekki nógu sann- færandi. Áhorfendur: Um 800. Maður leiksins: James Cason, KFÍ. Enski laugardaga kl. 13,00 Breyttur lokunartími! ítalski laugardaga kl. 13,55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.