Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 32
K. Kii V I K I N G A UTTW n rS ví nn 'a -hki {v t 'áiltj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 „Bílstuldur“: Jeppinn fannst á verkstæði DV, Akureyri: Furðulegt „þjófnaöarmál" kom upp á Akureyri í gær. Tilkynnt var til lögreglu að jeppabifreið hefði verið stolið frá fyrirtæki við Hvannavelli og hóf lögreglan þeg- ar umfangsmikla leit að bílnum. Jafnframt var lögreglu í ná- grannabyggðarlögum gert viðvart, því hugsanlegt var talið að farið hefði verið með bifreiðina úr bæn- um. Ekkert gerðist þó í málinu þar til lögreglumönnum datt það í hug í nótt að líta inn um glugga á bif- reiðaverkstæði við hlið staðarins þar sem jeppinn hafði verið við Hvannavelli. Og það sem blasti við -•iögreglumönnunum var eftirlýsti jeppinn. Einhver misskilningur mun hafa komið upp sem olli því að jeppinn var settur inn á verk- stæðið til viðgerðar. -gk Páskablað DV: Biskupinn og handbolta- stjarnan í blaðinu á morgun er viðtal við herra Karl Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, þar sem meðal annars er rætt um páskahátíðina og samband íslend- inga við Guð. Farið er yfir feril Sigurðar Sveins- sonar sem lagði handboltaskóna á hiOuna fyrr í vikunni. Rætt er við ís- lenskan forvörð í Helsinki sem segir að auðvelt sé að falsa íslensk málverk og koma þeim í verð og einnig er rit- stjóri MR-blaðsins tekinn tali. í fréttaljósum er fjallað um rokk- andi vinsældir stjórnmálamanna og konu MOosevics sem er sögð senda tO- ^skipanir um aðgerðir úr rúminu sínu. íTÓK BÆJARSTJÓRÍ\ ( Á MÓTI HEIÐURS- V GESTINUM?__________J Kio Alexander Briggs, eða Alex eins og hann er gjarnan kallaður, býr sig undir að fara um borð í vél Flugfélags ís- lands á Reykjavíkurflugvelli f morgun. DV-mynd Sveinn Fangelsismálastofnun léttir á spennunni á Litla-Hrauni: Kio til Akureyrar - þessi maöur er alveg sérstakur, segir „reyndur fangi“ Bretinn Kio Alexander Briggs var fluttur frá fangelsinu á Litla-Hrauni í fangelsið við Þórunnarstræti á Ak- ureyri i morgun. Fanginn var flutt- ur með fyrstu flugvél Flugfélags ís- lands frá Reykjavík tU Akureyrar á áttunda tímanum. Fangelsismála- stofnun ákvað að færa Bretann frá Litla-Hrauni vegna > ítrekaðra árekstra hans og annarra fanga. Þannig sauð upp úr um helgina þeg- ar Briggs réðst með hótunum og of- beldi á tvo aðra fanga og sakaði þá m.a. um að hafa „hent snjóbolta“ i gluggann hjá sér. „Ég hef þurft að vera í afplánun í þessu fangelsi héma á Litla-Hrauni í samtals 16 ár og verið með mörg- um útlendingum. En þessi maður er alveg sérstaklega styggur," sagði annar fanganna sem Bretinn stymp- aðist við um helgina við DV. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er það talið liggja ljóst fyrir að framkoma Kios hefur þótt einkennast af ofbeldis- kenndri hegðun og hótunum um slíkt. Honum hefur sjálfum hins vegar þótt framkoma annarra fanga í sinn garð einkennast af ögrunum. Bretinn lenti með flugvélinni, ásamt fylgdarmönnum frá fangelsis- málastofnun og öðrum farþegum, í prýðisveöri á Akureyrarflugvelli klukkan rúmlega hálfníu í morgun. Svo var að sjá að Bretinn kynni því alls ekki illa að losna frá Hrauninu. Hvað framtíð Bretans hér á landi varðar, það er í íslenskum fangels- um, ríkir talsverð óvissa. Þó héraðs- dómur hafl nýlega dæmt hann í 7 ára fangelsi fyrir innflutning á e- töflum í september er maðurinn í raun enn þá í gæsluvarðhaldi. Það rennur að líkum ekki út fyrr en Hæstiréttur hefur dæmt í máli hans. Verði fangelsisdómur einnig niðurstaða Hæstaréttar mun Fang- elsismálastofnun ef að líkum lætur færa Bretann aftur i langtímaaf- plánunarfangelsið á Litla-Hrauni. Bretinn sagði nýlega við DV að hann mundi ekki fara fram á að taka út afplánun sína ytra. Verði hann hins vegar sýknaður er hann laus allra mála. -Ótt/gk Veðrið á morgun: Léttskýjaö um land allt Á morgun verður suðvestan- kaldi norðvestan til en hæg suð- vestlæg eða breytileg átt í öðrum landshlutum og léttskýjað. Hiti verður á bilinu 0 til 3 stig við suð- ur- og vesturströndina en annars frost, 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. > i s— / Q rQ -2 'cy Ólafsfjörður: Ásgeir Logi bæjarstjóri DV, Akureyri: Bæjarstjórn Ólafsfjarðar ákvað í gær að ráða Ásgeir Loga Ásgeirs- son í starf bæjarstjóra en Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri hefur sagt starfinu lausu. Ásgeir Logi, sem er formaður bæjsurráðs Ólafsfjarðar, var einn 6 umsækjenda um starfíð en hann hefur verið framkvæmdastjóri fiskvinnslufýrirtækisins Sæunnar Axels. Við afgreiðslu málsins hlaut Ásgefr Logi atkvæði fjögurra sjálfstæðismanna og eins bæjar- fulltrúa Ó-listans en tveir fulltrúar af Ó-lista sátu hjá. -gk Óöldin á Höfn: Púað á sýslumann DV, Hornafirði: Páll Björnsson, sýslumaður Homfirðinga, var á borgarafundi á Höfn í gær kraflnn skýringa á aðgerðaleysi gagnvart gengi því sem sagt er halda bæjarbúum í gíslingu með hótunum og árásum. Hann neitaði í fyrstu að taka til máls og fundarmenn púuðu á hann. Hann lét loks tilleiðast og fór í ræðustól en neitaði að tjá sig um meint glæpagengi þar sem hann gæti ekki opnað sig um ein- stök mál. Hann sagði þó frá rassíu sem gerð var fyrir viku þar sem leitað var í húsum „tiltekinna ein- staklinga" og lítilræði af eiturlyfj- um fannst. Sýslumaður og lögregla sættu ámæli á fundinum fyrir slaka frammistöðu og að láta glæpagengið vaða uppi. Einn fund- armanna vildi að sýslumaður yrði sendur á námskeið til að læra að bregðast við ógnaröld sem þeirri sem ríkir á Höfii. Sjá nánar á bls. 2. -rt Fjöldi var á borgarafundinum í gær- kvöld. DV-mynd Hilmar Þór I I Sanpellegrino sokkabuxur MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi Islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 Ifnur Aðeins kr. 10.925 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport t i t t t t t t t t t t t t t t t t t t 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.