Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 Spurningin Ætlar þú að sjá My Fair Lady? (Spurt á Egilsstöðum) Jóhanna Ástráðsdóttir: Já, ég er að hugsa um að gera það. Jullan Hewlett: Já, ég er að spá í það. Helga Magna Eiríksdóttir: Já, ég reikna með þvi. Hlíf Herbjörnsdóttir: Já, ég ætla á frumsýninguna. Erla Bjarnadóttir: Ég held ekki. Kjartan Reynisson: Já. Lesendur Mundu mig, ég man þig - stundum Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. - „Iðruninni var aug- sýnilega beint til örþreyttra og tekjutengdra kjósenda ...“ Gunnar Ingi Gunnarsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, skrifar: Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, viðurkenndi það fuslega og sýnilega óumbeðinn, að Framsóknarflokkurinn hefði því miður barasta gleymt að sinna hagsmunum ungra íslenskra bama- fjölskyldna undanfarið kjörtímabil. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við hann um daginn. Hann taldi sig bera ábyrgðina, en samt deila gleymskunni með Sjálfstæðisflokkn- um. Þetta viðurkenndi formaðurinn alvörugefmn og með iðrunarsvip, um leiö og hann vildi láta menn trúa því að slíkt gerðist sjaldan og aldrei aftur. Allavega ekki á næsta kjörtímabili. Iðruninni var augsýni- lega beint til örþreyttra og tekju- tengdra kjósenda í von um skilning og fyrirgefningu. Sumir ungu for- eldranna hafa sennilega orðið alveg steinhissa á því, að heill ráðherra skyldi óvænt muna eftir þeim; þess- um gleymdu jaðarskattsgreiðend- um. Svona upp úr þurru og án fyr- irvara - og því reynt á fylgjast með viðtalinu úr sófanum í gegnum þreytmnóðu siginna augnloka. En allt gat þetta nú samt verið nokkuð eðlilegt. Þvi upp virðast hafa runnið nýir tímar iðrunar og játn- inga, sem minna klárlega á þætti af gömlu plötunni þeirra Matthildinga. Sú plata segir nefnilega frá skipu- lögðu fyrirkomulagi játninga á vegum lögreglunnar í þá daga - alla fóstu- daga ársins - nema þann langa. í þessa auglýstu tíma mættu reglulega flestir íslenskir afbrotamenn og gerðu upp sín mál fyrir vikuna - að minnsta kosti. Aðeins þeir forhertustu neituðu að mæta og játa. Þeir voru hinir eig- inlegu óvinir þjóðarinnar. En auk þess að minna okkur á gömlu Matthildi, þá markar sektar- játning Halldórs formanns Ásgríms- sonar ákveðin tímamót. Sama má raunar segja um hina framþvinguðu sektarviðurkenningu núverandi ríkis- stjómar í málefnum aldraðra og ör- yrkja - auk sársaukafullrar viður- kenningar stjórnarflokkanna á hinu hróplega óréttlæti kvótakerfisins. Og tímamótin era þau, að héðan í frá munu iðrunarfyllstu íslensku stjóm- málamennimir játa syndir sínar opin- berlega stuttu fyrir kosningar til Al- þingis. Þannig munu Halldórar fram- tíðarinnar reyna að næla sér í ein- hveija aflausn - og þá sér í lagi eftir kannanir á stöðu flokkanna - með því einu að gefa sig fram og játa helstu syndir sínar. Og því munu kjósendur meðal annars fá reglulega upplýsingar um það hveijir hafl því miður gleymst alveg í það og það skiptið. Hverjir hafi talist til fólksins, sem átti að vera í fyrirrúmi - og hverjir til hinna, sem eiga bara að kjósa aftur Fram- sóknarflokkinn - og freista gæf- Gunnar Ingi iinnar Gunn3rsson. Meistari Sighvatur Baldur Ottósson skrifar: Ég las viðtal í síðasta helgarblaði við Sighvat Björgvinsson, formann Alþýðuflokksins. Hann Sighvatur hefur marga hildi háð í gegnum tíð- ina og er mikill og merkilegur mað- ur. Ekki síst fyrir þær sakir að hann er nú loksins að leiða saman tvo vinstri flokka, sem hafa haft tögl og hagldir í atkvæðaveiðum á vinstri vængnum á þessari öld. Eða svo finnst a.m.k. honum sjálfum. Ég furðaði mig hins vegar mjög á því að í viðtalinu sagði Sighvatur að ef flokkamir tveir, sem standa að hinni sk. Samfýlkingu, fá ekki nóg fylgi í kosningunum í vor, væri ljóst að það þyrfti að endurskoða sameininguna. Og hvað gerist þá? Hvemig eiga kjós- endur að átta sig á því hvort þeir em að kjósa einn jafhaðarmannaflokk í vor eða hvort þeir séu að kjósa ann- an þeirra? Er það ekki gefið mál að flokkurinn muni starfa sem einn eft- ir kosningar eða verðum við með tvo flokka? Skýrra svara er krafist af hálfu Samfylkingar. Nýtt fiskveiðikerfi Kristinn skrifar: Ég hef miklar efasemdir um það að bæði Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki verði treystandi fyrir því að gera sanngjamar breytingar á kvótakerfinu. Þeir era höfundam- ir að þesu gæðingakerfi sem svo vel er hannað fyrir hina fáu útvöldu kvótagæðinga og fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið milljarða í kvóta- eign fýrir ekki neitt. Það sýndi sig vel með viðbrögðunum við kvóta- dómi Hæstaréttar. Þau vora ekkert annað en útúrsnúningur og hroki. Og fúllur vilji var hjá báðum þess- um flokkum til að halda utan um braskið fyrir sína gæðinga. Ef veiðileyfagjald sem renna myndi til samfélagsins, ásamt því að fiskvemdunarsjónarmið yrðu höfð í heiðri að öllu leyti, yrði tekið upp myndi það vera vel á við eina stórverksmiðju í tekjur fýrir þjóðar- búið. Ef lagður er saman allur kvót- „Það er fagnaðarefni að almenningur er að átta sig á því að það eru til miklu sanngjarnari leiðir um sjávarútveginn en núverandi kerfi...“ segir greinarhöfundur m.a. inn sem er á markaðnum til leigu og reiknað með því háa leiguverði, sem nú er 108 kr. fyrir þorsk, og svo braskið með varanlegar aflaheimili- dir sem seldar era á um 800 til 900 kr. á kílóið. Mest af þessu braski hefur farið fram hjá skattkerfinu en verið í höndum hinna fáu útvöldu gæðinga kerfisins sem hafa raskað atvinnulífi til og frá um landið með getþóttaákvörðunum. Ég er hræddur um að ef stjórn- arflokkamir fá að ráða aftur eftir kosningar verði sami útúrsnúning- urinn notaður og var notaður við kvótadóm Hæstaréttar. Það er fagn- aðarefni að almenningur er að átta sig á því að það era til miklu sann- gjamari og betri leiðir um sjávarút- veginn heldur en þetta kerfi, sem er bæði lokað fyrir nýliðun og gefur fáum útvöldum ómældan gróða. DV Tvíhliða samningar Gestur hringdi: Ég tek undir það sem Stein- grímur J. Sigfússon sagði í DV á mánudaginn um möguleika ís- lendinga á tvíhliða samningum við ESB. Halda menn virkilega að okkur íslendingum takist það sem engum öðram hefur tekist? Að gera tvíhliða samninga við ESB og þar með að tryggja að við höfúm yfirráð yfir fiskveiði- svæðum okkar. Við megum ekki einu sinni taka áhættuna á því. Það hefur auk þess verið reiknað út að það kosta rúmlega milljarð að kanna möguleika á inngöngu íslands í Evrópusambandið og maður hlýtur að spyrja sig hvort landsmenn séu tilbúnir að henda þeim peningum í sjóinn fyrir eitthvað sem ekki er hægt. Krakkaveður, krakkaþing Þorbjöm Jónsson hringdi: Ég er kannski einn um þá skoðun að finnast krökkum og unglingum vera hampað óeðli- lega mikiðá íslandi. Útkoman er líka sú, að hér eru krakkar ekki jafn öguð og skilvirk i námi og gerist meðal annarra þjóða. Oft eru þau ekki nógu frambærileg í málfari og tjá sig illa þegar um skoöanaskipti er aö ræða. Þetta er ekki þeim að kenna heldur foreldram og skólunum, þar sem kennsla og agi mættu vera meiri, a.m.k sums staðar. Út yfir gengur þó dekur við krakka í fjölmiðlunum. Á Stöð 2 er farið að spá sérstaklega fyrir krakka og nefhist spáin „Krakkaveður"! Og til að kóróna vitleysuna var sl. mánudag haldið „krakka- þing“ eða (Alþing unga fólksins). Mér finnst Alþingi setja ofan við þetta. Ofdekur borgar sig aldrei. Serbía og Stór-Þýska- land Eysteinn skrifar: Það er eins og æði hafi gripið um sig hjá fyrrverandi kommún- istum og þeim sem enn þykjast vera samviska heimsins. Þessir hópar keppast nú um að for- dæma NATÓ og þó sérstaklega Bandaríkjamenn fyrir það að hafa þó loks tekið til við að lægja rostann í ógnarstjórn Serbíu sem ekki verður líkt viö neitt annað en þá stjórn sem Hitler hafði á sínu liði til að byggja upp Stór-Þýskalandið sitt. Fjölmiðl- ar hér hamast nú út í það hve seint var gripið til aðgerða af hálfu NATÓ. En er hægt að lá Bandaríkjamönnum? Þeir hafa bjargað Evrópu tvisvar á þessari öld. Hví geta Evrópuþjóðimar ekki einu sinni tekiö á sig þá ábyrgð að senda her manns inn í Kosóvó til bjargar því sem bjarg- að verður? En mér er spum: Hefðu hinir sömu óánægjuhópar tekið sömu afstöðu til Hitlers hefðu þeir verið uppi þá. Átti kannski að leyfa honum að inn- lima alla Evrópu í Þriðja ríkiö? Ánægð með þjónustu Selma Ágústsdóttir skrifar: Ég má til með að lýsa þakk- læti mínu fyrir sérstaka og óvenjulega framkomu starfs- manna Smash á Laugavegi, þá sérstaklega Daviðs verslunar- stjóra. Drengurinn minn slasað- ist illa í Bláfjöllum á snjóbretti og nýja úlpan hans var klippt utan af honum. Tveimur dögum eftir slysið korna tveir starfs- menn verslunarinnar Smash að heimili mínu og afhenda drengn- um nýja úlpu. Annar þeirra, Davíð, er verslunarstjóri í Smash. Drengurinn minn var vitanlega himinlifandi og færi ég þessum tveimur mínar innileg- ustu þakkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.