Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 T>V rrir 15 árum Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði bikarmeistara Víkings í handknattleik fyrir 15 Mikill sveifluleikur „Þetta var stórkostlegt, ég hef sjaldan eða aldrei séö aðra eins bar- áttu í Víkingsliöinu. Markvarsla Kristjáns [Sigmundssonar] hreint frábœr. Þetta var góður endir á leik- tímabilinu og mjög góður árangur hjá liðinu í vetur, án fjölmargra þeirra leikmanna sem mestan svip hafa sett á leik liðsins undanfarin ár. Annaó sœtió bœói á íslands- og Reykjavíkurmótinu og nú sigur í bikarkeppninni. “ Þetta sagði Guðmundur Guð- mundsson, þáverandi fyrirliði hand- knattleiksliðs Víkings, eftir sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik fyrir 15 árum. Það er vel viðeigandi að rifja þennan sigur upp nú, þar sem Fram, undir stjórn Guðmundar, tryggði sér áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppni íslandsmeistara- mótsins í handknattleik á sunnu- daginn var. Sérstakt ár Þegar DV hafði samband við Guð- mund til að rifja upp leikinn sagði hann að allir þessir leikir rynnu dálitið saman. Guð- mundur á enda að baki um 1000 leiki sem leikmaður og þjálfari. Eftir smáumhugsun var myndin af leiknum árið 1984 orðin skýr. „Þetta var mjög sérstakt ár,“ segir Guðmundur. „Karl Benedikts- son kom inn sem þjálfari á miðju ári. Það var mjög gaman að vinna undir hans stjórn og hann var mjög fær þjálfari. Það sem helst er minnisstætt við þennan leik er að við lentum undir 9-2 og það stefndi í algjört burst hjá Stjöm- Guðmundur Guðmundsson er nýkominn í undanúrslit með lið sitt, Fram. Fyrir 15 árum varð hann bikarmeistari með Víkingi. DV-mynd Teitur Og Víkingur bikar-j meistari í 4. sinn — Stjaman komst f 9-2 í ntiklum sveif luleik en VíkingurjJsoraði m'u mörk j itveimu #nm breytingar unni. Þá var farið að fara verulega um okkur. Fyrirfram vorum við álitnir með sterkara lið. Þegar svo- leiðis er þá er engin eða lítil pressa á andstæðingnum. Ég var síðast að upplifa það á sunnudaginn að handboltinn er grein mikilla sveiflna. Við unnum fyrri hálfleik gegn KA 14-7, en töp- uðum þeim síðari 14-7. Sama má segja um þennan leik árið 1984. Stjarnan komst í 9-2 en við svöruð- um í síðari hálfleik með 9-2 á lokakaflanum. Sveiflurnar voru því til staðar jafnt þá og nú.“ Má ekki segja að þetta hafi verið á gullaldarárum Víkings? „Jú, við vorum komnir í þá stöðu að það þótti sjálfsagt að við tækjum að minnsta kosti einn titil á hverju ári, helst alla. Þetta var orðin hefö. Það var ekki fyrr en eftir á að mað- ur áttaði sig á því að þetta lið og umgjöröin öll var sterk og iþrótta- mennirnir sterkir karakterar. Þessi sterka eining er mjög minnisstæð, svo og sigurviljinn.“ 25 ár í Hvernig er að vera kominn í Fram? „Ég var í 25 ár i Víkingi og var svo mikill Víkingur að það hálfa hefði verið nóg. Það var því mjög skrýtin tilfinning þegar ég yfirgaf Víking. Það var fyrst um sinn mik- ill tómleiki sem einkenndi mig. Við- skilnaðurinn við mitt gamla félag var ekki með þeim hætti sem ég hefði óskað. Ég er hins vegar afar ánægður hjá Fram og það er frábært að starfa fyrir liðið.“ Hefur handboltinn breyst eitt- hvað á þessum 15 árum? „Já, hann hefur breyst töluvert mikið. Vamarleikurinn hefur orðið betri með hverju árinu og leikurinn orðið hraðari." -sm Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Siðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verda sendir heim. Merkiö umslagiö með lausniimi: Finnur þú fimm breytingar? 509 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 509 Þetta fær hann fyrir að fá stærra páskaegg en ég! Nafn:. Heimili:. Vinningshafar fyrir getraun númer 507 eru: 1. verðlaun: Guðmunda Gunnarsdóttir, Suðurgarði 24, 230 Keflavík. 2. verðlaun: Baldur Ingvarsson, Bólstaðarhlíð 46, 105 Reykjavík. METSOLUBÆKUR BRETLAND SKALDSOGUR - KIUUR: 1. Danielle Steel: The Long Road Home. 2. Catherine Cookson: The Solace of Sin. 3. John Grisham: The Street Lawyer. 4. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 5. Lesley Pearse: Charlie. 6. Anne Tyler: A Patchwork Planet. 7. Joanna Trollope: Other People’s Children. 8. Lyn Andrews: Angels of Mercy. 9. Lloyd & Rees: Come Together. 10. Barbara Vine: The Chimney Sweeper’s Boy. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 3. Lillian Too: The Little Book of Feng Shui. 4. Frank Mccourt: Angela's Ashes. 5. Peter Ackroyd: The Life of Thomas More. 6. John Gray: How to Get What You Want and Want What You Have. 7. Bill Bryson: Neither Here Nor There. 8. Dava Sobel: Longitude. 9. Griff Rhys Jones: The Nation's Favourite Poems. 10. Germaine Greer: The Female Eunuch. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Wilbur Smith: Monsoon. 2. John Grisham: The Testament. 3. Bernard Cornwell: Sharpe's Fortress. 4. John le Carré: Single & Single. 5. Catherine Cookson: The Thursday Friend. 6. Patricia Cornwell: Southern Cross. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Germaine Greer: The Whole Woman. 2. Andrew Morton: Monica’s Story. 3. Lacey & Danziger: The Year 1000. 4. Michael Smlth: Station X. 5. Fred Dibnah: Fred Dibnah's Industrial Age. 6. Tim Taylor: Behind the Scenes at Time Team. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKALDSOGUR - KIUUR: 1. Bernhard Schllnk: The Reader. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Allce McDermott: Charming Billy. 4. Henry James: Washington Square. 5. Billie Letts: Where the Heart Is. 6. Rebecca Wells: Divine Secret of the Ya- Ya Sisterhood. 7. Chris Bohjaian: Midwives. 8. John Grisham: The Street Lawyers. 9. Susan Johnson: A Touch of Sin. 10. Nicholas Sparks: Message in a Bottle. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Nuala 0’Faolain: Are You Somebody? 2. Robert C. Atkins: Dr. Atkin’s New Diet Revolution. 3. Canfield o. fl.: Chicken Soup for the Couple's Soul. 4. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff... 5. Christiane Northrup: Women’s Bodies, Women's Wisdom. 6. Edward Ball: Slaves in the Family. 7. lyanla Vanzant: One Day My Soul Just Opened Up. 8. Jonathan Harr: A Civil Action. 9. Daniel Goleman: Emotional Intelligence. 10. Eisenberg, Markoff & Hathaway: What to Expec When You're Expecting. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. John Grisham: The Testament. 2. Nora Roberts: River's End. 3. Maeve Binchy: Tara Road. 4. John le Carré: Single & Single. 5. Tami Hoag: Ashes to Ashes. 6. Robin Cook: Vector. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Andrew Morton: Monica's Story. 2. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 3. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Dalai Lama: The Art of Happiness. 5. John Gray: How to Get What You Want and Want What You Have. 6. Sontag & Drew: Blind Man’s Bluff. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.