Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 18
is Jieygarðshornið FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 13 "V Föstudagurinn laaaaaaaannnnngi Þetta er minning um algjört uppnám tilverunnar og enda- lok tímans. Maður sat í stól og dinglaði löppum og tvær mín- útur tóku þrjátíu ár. í útvarp- inu var hægt og bítandi verið að myrða Krist, harma Krist og þakka fyrir Krist - allt í senn í langvinnu barokktón- verki sem silaðist í allar áttir aðrar en áfram. Seigdrepandi leiðindi grúfðu yfir öllu. Mað- ur fór kannski í hús til vinar síns og hann var ekki sjálfum sér líkur fremur en maður sjálfur: hann var i hvítri nælonskyrtu með vatnsgreitt hárið og ráðvilltan svip á and- litinu og einhvem veginn viss- um við að við gætum ekki svo mikið sem hugleitt að fara i tindátaleik, hvað þá út að leika. Öllum var brugðið. Eng- inn virtist með sjálfum sér vegna þess að þennan dag þurftu allir að vera með sjálf- um sér, það var ekki um ann- að að ræða. Þetta var dagur eintals sálarinnar. Eina hreyfingin þennan dag var í kólfum kirkjuklukkna, einu umhverfishljóðin þeirra válega dúmm. Það var búið að loka þjóðfélaginu. Loka búðum, veitingastöðum, sjoppum, bens- ínstöðvum - á sumum heimil- um var búið að loka ísskápn- um. Slökkt var á umferðarljós- um. Bílar stóðu óhreyfðir. Þjófar sátu heima með kúbein í skauti, rónar drukku bara malt. Fröken klukka ansaði ekki í núll-íjórum. Það rikti dauðaþögn, og börn sátu á óþægilegum stólum og dingluðu fót- um með hendur í skauti og skeifu á vör en fullorðnir liðu um eins og framliðnir svipir ... En það var samt ekki út af þessari mögnuðu sýningu á ægivaldi þjóð- kirkjunnar yfír lífi og sálum lands- manna þennan dag sem öllum var brugðið heldur var ástæðan miklu fremur sú að allir landsmenn hörm- uðu Krist þennan dag, þökkuðu fyr- ir Krist þennan dag, gengust við því þennan dag að þeir væru hugsanlega meðsekir í því að hafa myrt Krist - einmitt þennan dag. ****** Mín sök, mín sök, mín mikla sök. Þetta var dagur sektarinnar. Þótt maður væri að vísu sögulega séð ekki einn af múgnum sem heimtaði Barrabam lausan af krossinum í stað Krists þá vissu allir sem rannsökuðu sál sína að þar bjó brot af þeim múgi, og vissu að sérhvert okkar gat hafa steytt hnefann og afneitað Frelsaranum á úrslitastundinni. Samt var það ekki sökin mikla, heldur einungis hluti hennar. Sökin mikla sem sér- hver þegn landsins skynjaði með sér þennan dag var sú að hafa með breytni sinni, hugsunum og lífs- háttum reynst óverðugur. Kristur fórnaði lífi sínu fyrir okkur. Hann dó á krossi til þess að hver og einn sem á hann trúði mætti öðlast ei- líft líf. Ekkert dugði að segja við svo yfirþyrmandi gjöf: Nei, ómögu- lega takk, þetta er nú allt of mikið; maður stóð í ægilegri þakkar- skuld, maður fæddist skuldugur og óverðugur og sekur. Kristur lét líf- ið á krossinum svo að við mættum lifa. Hvernig var nokkru sinni hægt að verðskulda slíkt? Hvemig gat maður nokkru sinni verðskuld- að það að sjálfur Mannssonurinn hefði látið lífið fyrir mann? Fyrir mann? Hvernig var hægt að greiða slíka skuld? Með því að gera sér grein fyrir henni. Með þvi að bera það ljúfa ok, þá léttu byrði. ****** Það er alveg ný hugmynd að það eigi alltaf að vera gaman. Aldrei áður í íslandssögunni hefur það verið almenn krafa að þeir dagar sem ekki er varið til framleiðsl- unnar skuli vera skemmtilegir fremur en uppbyggilegir. Enn er það jafnvel ankannaleg og óvið- felldin tilhugsun mörgu grandvöm fólki að hinn almenni þegn eigi heimtingu á því að gera það sem Guðmundur Andri Thorsson honum finnst skemmtilegt á frí- dögum. Það er af mörgum talið beinlínis ósæmilegt að fólk ætli að hafa það huggulegt, hvað þá að það eigi heimtingu á því að verja slík- um dögum eins og því sjálfu sýn- ist. En þeim fer fækkandi sem svo hugsa. íslenskt samfélag er nú fyrst á allra síðustu ámm að verða veraldlegt, sem helst í hendur við það að kapítalismi hefur smám saman verið að nema hér land. Við höfum numið það á brott úr píslar- sögunni sem er óþægilegt og erfitt og haldið eftir því á páskunum sem er gleðilegt og til þess fallið að auka neysluna. Það er kannski ágætt - en því miður hefur sjálf sagan fyrir vikið misst merkingu sína. Og fóstudagurinn langi er ekki lengur langur. Hann lenti í dægra- styttingu. dagur i lífí Keikódagur í lífi Þóreyjar Vilhjálmsdóttur hjá Eskimo Models: Fordstúlkur og krúttið Keikó Fordstúlkurnar 10 fóru í heimsókn til Keikós á laugardaginn var. Benedikt Gestsson var með þeim í ferðalaginu og tók myndir af þeim með Keikó. Á innfelldu myndinni er Þórey Vilhjálmsdóttir. Við hittumst klukkan hálftólf í brottfararsal íslandsflugs. Stúlkurn- ar voru svolítið feimnar, enda má segja að þær hafi verið að hittast í fyrsta skipti. Með okkur í fór var Dúi Landmark frá 19>20. Eftir stutt og mjög þægilegt flug var lent í Eyjum og teknar nokkrar hópmyndir af stúlkunum. Á móti okkur tók Palli rútubílstjóri og leið- sögumaður hjá PH Tours og er hann örugglega einn sá allra skemmtileg- asti í bransanum. Hann fór með okk- ur í smá útsýnisferð inn í Herjólfs- dal og kynnti okkur allar helstu hefðir í kringum Þjóðhátíðina og sögu hennar. Að því loknu héldum við niður að höfn þar sem Benedikt Gestsson frá DV og Peter Noah frá Free Willy-Keiko Foundation biðu okkar. Peter er vægast sagt mjög ákveðinn maður og las yfir okkur þær reglur sem við urðum að fylgja til þess að sjá Keikó. Sönn kvikmyndastjarna Eftir örskoðunarferð um eyjamar renndum við svo upp að kvínni. Þar tóku umsjónarmenn Keikós á móti okkur. Peter gat ekki setið á sér að endurtaka reglumar fyrir okkur enda ekki æskilegt að neinn dytti ofan í til Keikós, þó að honum veitti nú ekki af félagsskapnum. Keikó var í essinu sínu og heillaði okkur upp úr skónum; hann lék á als oddi og var greinilega ánægður með athyglina sem hann fékk. Hann fetti sig og bretti fyrir framan myndavélamar eins og sannri kvik- myndastjömu sæmir. Keikó-fólkið var óspart á upplýsingarnar og svar- aði ótal fyrirspurnum frá stelpun- um. Við komumst meðal annars að því að Keikó er 20 ára gamall, en deilt er um hvort þessi tegund hvala verði 40 eða 80 ára og svari betur karlkynsþjálfurum en kvenkyns. Eftir um klukkustundardvöl á kvínni fannst Peter umsjónarmanni nóg komið þar sem Keikó væri bú- inn að fá dagskammt sinn af athygli. Við yfirgáfum krúttið Keikó fullar af fróðleik. Skvettumst bara til Palli rútubílstjóri tók aftur á móti okkur klukkan 14Í0 og hélt sem leið lá upp að Spröngu þar sem við ákváðum að reyna þessa þjóðar- íþrótt Vestmannaeyinga. Palli byrj- aði að spranga til að sýna okkur amatörunum réttu handtökin. Eitt- hvað gekk það nú brösulega hjá okkur að líkja eftir honum, þar sem sprangið er töluvert erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Kristín hjá Eskimo var valin hetja dagsins þar sem hún fór hæst upp og var sú eina með einhvem stíl. Við hinar skvettumst bara til og frá og snerumst í óteljandi hringi. Rúgbrauð í hrauninu Palli fór með okkur í skoðunar- ferð upp á hraun og sagði okkur allt um gosið, bæði satt og logið. Hann var svo sætur að vera búinn að baka fyrir okkur rúgbrauð í hrauninu sem var vægast sagt gómsætt. Okkur þótti mjög merki- legt hversu heitur jarðvegurinn var þótt svo langt væri liðið frá gosinu. Eftir smáferð um eyjuna og frábærar sögur frá Palla feng- um við okkur kakóbolla á Café María og héldum svo út á flugvöll eftir vel heppnaða ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.