Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 33 V trimm Góð þátttaka í mars-maraþoni: Sól og blíða léku við keppendur Árlegt marsmaraþon fór fram síö- astliðinn laugardag, 27. mars, og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Hinn mikli fjöldi þátttakenda endurspeglar vel þann almenna áhuga sem ríkir í þessari grein og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Þrjátíu og tveir þreyttu heflt maraþon og 18 pör kepptu í para- flokki. Keppendur geta ekki kvartað undan veðrinu, blíðskaparveður var og sólin yljaði hlaupurum á leiðinni. Ekki var þó höggvið nærri íslandsmeti í grein- inni (2:19:46, Sigurður Pétur Sigmunds- son, 1985), enda ekki við því að búast á þessum tima árs. Marsmaraþon er miklu fremur táknrænt sem fyrsta maraþonhlaup ársins og gefur tóninn fyrir komandi hlaup. Margir hlauparanna voru greinilega að nota marsmaraþonið sem æfingu fyrir Lundúna-maraþon en það fer fram eft- ir þrjár vikur. Stór hópur þeirra sem tók þátt í marsmaraþoni ætlar að mæta til leiks í Lundúna-maraþoni. Keppendur voru ræstir af stað klukkan 10.00 og 11.00 um morguninn. Fyrri timasetningin var fyrir þá sem ætluðu sér að fara á lengri tíma en 4.15 klst og fór svo að lungi hlauparanna valdi sér þá tímasetningu. Það kom fáum á óvart að Ingólfur Geir Gissur- arson skyldi koma fyrstur í mark í marsmaraþoni en hann var tæpum 15 mínútum á undan næsta manni (Sig- urði Ingvarssyni). Paraboðhlaupið unnu hjónin Stefán Stefánsson og Erla Gunnarsdóttir en Gauti Höskuldsson og Hafrún Friðriksdóttir voru rúmum 7 mínútum á eftir þeim Stefáni og Erlu. Það setti leiðinlegan svip á keppn- ina að einhveijir skemmdarvargar höfðu skemmt einn vegvísinn í Grafar- voginum sem varð til þess að systum- ar kunnu, Martha og Bryndis Emts- dætur, fór ranga leið og hlupu styttra. í lok hlaups vom keppendum veitt handsmíðuð verðlaun og heiðurinn af því verki á stjóm Félags maraþon- hlaupara. Sigurvegarar í hverjum flokki fengu Mizuno skó en einnig vom veitt fjöldi útdráttarverðlauna frá Leppin. -ÍS Eftirtaldir náðu bestum tima í heilu maraþoni: 1. Ingólfur Geir Gissurarson3:06:45 2. Sigm-ður Ingvarsson 3:21:34 3. Svanur Bragason 3:22:17 4. Ágúst Kvaran 3:22:17 5. Orville Utley 3:26:19 6. Pétur Helgason 3:26:31 7. Þórðiu- Sigurvinsson 3:26:53 8. Halldór Guðmmidsson 3:28:16 9. Geir Guðjónsson 3:34:19 10. Jósep Magnússon 3:34:34 Eftirtalin pör náðu bestum tima í parahlaupinu (2x21,1 km): 1. Erla Gunnarsdóttir-Stefán Stef- ánsson 3:11:35 2. Gauti Höskuldsson-Hafrún Frið- riksdóttir 3:18:50 3. Gígja-Þórður Sigurvinsson 3:20:40 4. Jónína Ómarsdóttir-Magnús Þór Jónsson 3:28:57 5. Gunnur Einarsdóttir-Hjörtur Ólafsson 3:29:12 ^ Óvíða eru aðstæður til maraþon- hlaups betri en í Mývatnssveit. Mývatn og maraþon Líklega hefur almættið haft mara- þon í huga þegar það skapaði Mývatn. Og mannshöndin bætti um betur og lagði 40 kílómetra veg umhverfis vatn- ið. Óvíða era aðstæður til maraþon- hlaups betri en í Mývatnssveit. Mara- þonmenn þurfa hvorki að hlaupa sama hringinn aftur og aftur né leggja ótal lykkjur á leið sína. Þeir hlaupa einfaldlega beint af augum, hlusta á endumar kvaka og virða fyrir sér feg- urð fjallahringsins frá síbreytilegu sjónarhomi. Skipuleggjendur Mý- vatnsmaraþons vita hvers virði þessar staðreyndir em og áhugamenn um maraþonhlaup em að vakna til með- vitundar um þessi sannindi. Þátttaka í Mývatnsmaraþoni eykst ár ffá ári og útlit fyrir enn frekari aukningu í sum- ar. Sumarið 1995 var fyrsta Mývatns- maraþonið þreytt í hlýju, sólarlitlu veðri og logni eins og það aðeins getur oröið á hálendinu. Fólk flykktist að og mættu 170 manns. 1996 mættu 270, 1997 komu 385 hlauparar og núna á síðasta ári spreyttu sig 335 manns. í heilmaraþoni vom 50 hlauparar og var sett íslandsmet í þátttöku íslend- inga í þvi. Skipuleggjendur hlaupsins stefna að því að gera Mývatnsmaraþon að ár- vissum stórviðburði og næst verður ræst til keppni fóstudaginn 25. júní 1999 kl 21.00. Maraþonhlauparamir verða því að hlaupa í hinni margróm- uðu miðnætursól í Mývatnssveit. Brautarmetið í Mývatnsmaraþoni er í eigu Ingólfs Geirs Gissurarsonar, 2:45:05, og var sett á síðasta sumri. Góður tími náðist í hlaupinu i fyrra. Sveit VIP bætti brautarmet um rúma eina klukkustund og hljóp á timanum 9:04:13. Ingólfur Geir var meðlimur í þeirri sveit en aðrir hlauparar í sveit- inni Pétur Haukur Helgason, Trausti Valdimarsson, Vöggur Magnússon og Þórður Guðni Sigurvinsson. Þaö kæmi ekki á óvart að bæði þessi met verði slegin í hlaupinu í sumar ef að- stæður verða góðar. IFram undan... Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar ** 1 Hefst kl. 14 við Félagslund í I Gaulverjabæjarhreppi. Vega- | lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, I bæði kyn: 14 ára og yngri (3 |s km), konur 39 ára og yngri, 40 j ára og eldri (5 km), opinn flokk- I ur kvenna (10 km), karlar 39 ára * og yngri, 40-49 ára, 50 ára og 1 eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýs- . ingar gefur Markús ívarsson í j sima 486 3318. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó *** Hefst kl. 13 við Ráðhús | Reykjavíkur. Vegalengd 5 km | með tímatöku. Flokkaskipting, I bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 § ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 | ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. | Keppnisflokkar í sveitakeppni i eru íþróttafélög, skokkklúbbar | og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki. Boðið 1 verður upp á kaflihlaöborð eftir Ihlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11. Upplýsingar gefa Kjartan I Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar ** | Hefst kl. 13 á Víðistaðatúni í I Hafharfirði. Vegalengdfr: 1 km, 1,4 km og 2 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára I óg yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), J 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), | 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, í karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar: Sigurður Haraldsson í I sima 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku * Upplýsingar: Fanney Ólafsdóttir í sima 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiðamanna * | Upplýsingar: Valgerður Auðuns- I dóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA ** ; Hefst við íþróttahúsið að :: Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og a búningsaðstaða við sundlaug i Varmár frá kl. 11.30. Vegalengd- fr. 3 km án timatöku hefst kl. 13 I og 8 km með tímatöku og sveita- | keppni hefst kl. 12. 45. Sveita- : keppni. Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem Ijúka í keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar: ! Kristín Egilsdóttir í síma 566 ? 7261. Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa og af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablað um brúðkaup miðvikudaginn 14. apríl. Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess. Öllum þeim sem hafa skemmtilegar ábendingar og tillögur um efni blaðsins er bent á að hafa samband við Sólveigu Sigurbjörnsdóttur í síma 550 5000 sem fyrst. ' ^ _ ff Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut í síma 550 5720 eða Gústaf í síma 550 5731 hið fyrsta en þó eigi síðar en 8. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.