Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 0igt fólk „Það er líka töluvert afrek að flestir sem komu að blaðinu eru fæddir 1980 eða seinna. Ég er langelst- ur, fæddur 1978.“ DV-mynd Teitur Fyrir rúmri viku kom út blað í mennta- skóla sem stend- ur við Tjörnina í Reykjavík og kunnugir kalla MR. Það vœri svo sem ekki í frásögur fœr- andi (skólablöð koma út reglu- lega) ef ekki vœri fyrir útlit blaðsins og yfir- bragð. Slíkt blað hefur ekki sést í MR áður og vart í öðrum skólum. Ritstjóri blaðs- ins er Sveinn Rúnar Bene- diktsson. ■>• V t ■ - I<ólablaöiö Sveinn Runar Benediktsson, ritstjóri MR-blaðsins: Dýrasta skólablaðið Forsíða Skólablaðsins er mósaíkmynd af flugfreyju. Panta þurfti forrit frá Bandaríkjunum til að raða saman óteljandi smáum mynd- um. Langelstur Ekki bara eitthvert blað Rígurinn Þema blaðsins er flug. Forsíðu- myndin er mósaíkmynd af flug- freyju, myndir af ritstjóminni eru teknar á Reykjavíkurflugvelli og svo framvegis. Hvemig kom þessi hugmynd tii? „Hún er að miklu leyti þróuð af hönnuðinum, Halli Má Helgasyni, og ljósmyndaranum, Berglindi Jónu Hlynsdóttur. Þetta blað er 74. ár- gangur og því ber blaðið yfirskrift- ina Boeing 74,“ segir Sveinn. „Við ákváðum að þróa alla þrjá þættina saman, efni, hönnun og ljósmyndir. Upphaflega hugsuðum við okkur að blaðið yrði unnið af MR-ingum fyr- ir MR-inga og ætluðum að skapa okkur sérstöðu að því leyti, ólíkt því sem gerist hjá Verzlunarskólan- um sem er með töluvert mikla að- keypta vinnu. Ég held við höfum komist eins nærri takmarkinu og hægt er. Berglind er í skólanum og Hallur var í skólanum en er nú í FB. Það er líka töluvert afrek að flestir sem komu að blaðinu em fæddir 1980 eða seinna. Ég er lang- elstur, fæddur 1978.“ Hvað tók gerð blaðsins langan tíma? „Þetta hafa verið heilmiklar pæl- ingar frá þvi við tókum við rit- stjóminni fýrir ári en mesta vinnan var eftir áramót." Hefur blaðið verið svona glæsi- legt áður. „Nei. Við ákváðum að umbylta blaðinu. í kosningabaráttunni í fyrra komum við upp með tvíræða undirskrift: Síðasta skólablað aldar- innar. Það vakti miklar umræður þar sem ekki vom allir á eitt sáttir hvenær nýja öldin byrjaði. Þetta gerðum við bara til að skapa um- ræðu og kynna okkur.“ Er þetta ekki rándýrt fyrirtæki? „Jú. Ég þori næstum að fuUyrða að þetta er dýrasta blað á landinu miðað við eintakafjölda. Verzlunar- skólablaðið kostar meira í útgáfu en eintökin em margfalt fleiri. Hvert eintak af blaðinu okkar kostar um 1000 krónur á kostnaðarverði. Við tökum enga þóknun fyrir að gera þetta þannig að það væri mjög dýrt hefði það verið í almennri sölu.“ Eintökin eru 1500 og öU tölusett. Af hverju? „Við vildum hafa þetta sérstakt. í stað þess að hafa hundmð blaða inni í bílskúr hjá einhverjum og hafa þetta sem eitthvert veggfóður ákváðum við að hafa eintökin fá og nýta þau til hins ýtrasta og númera þau tfl aö þetta sé ekki bara eitt- hvert blað. I tengslum við númerin höfðum við happdrætti og fleira skemmtilegt." Er þetta besta skólablað sem gef- ið hefur verið út? „Það fer eftir því hvemig á það er litið. í MR er þetta tímamótablað. Fólk deUir um hvort þetta sé verzló- legt blað en við pælum ekkert í því. Við teljum þetta vera mjög gott blað og vel heppnað. Það er oft sagt að þessi blöð komi út á sléttu en það hefur yfirleitt ekki staðist. Ef innheimtan gengur sem skyldi hjá okkur komum við út á sléttu." Er aUtaf jafnmikiU rígur miUi MR og Verzló? „Maður verður ekkert var við það dags daglega. Við ákváðum að keppa við þá á okkar forsendum. Ég tel það mikið afrek að hafa gefið út svona blað með lítiUi aðkeyptri vinnu og án sterkra tengsla við at- vinnulífíð." Ekki meira en aðrir Hefur þú stundað ritstörf og rit- stjóm áður? „Nei. Ég lít meira á mig sem framkvæmdastjóra. Skrif era ekki mín sterka hlið heldur frekar hvemig komið er að verkinu. Þótt ég sé ritstjóri er þetta verk allrar ritstjómarinnar. Um tíma forfaUað- ist ég og þau tóku mitt hlutverk að sér og héldu blaðinu gangandi um nokkum tíma. Ég er ekkert meira en aðrir í þessu blaði.“ Er þetta heillandi „bransi"? „Já, það er margt í honum sem er búið aö vera skemmtUegt. Ég hef kynnst öUu ferlinu og margt hefur komið mér á óvart. Það er mjög heiUandi að þróa hugmynd með hópi fólks og sjá hana á prenti. Eina ástæðan fyrir þvi að ég fór í þetta var sú að ég vildi að eitthvert verk lægi eftir mig.“ -sm I blaðinu er meðal annars viðtal við Kára Stefánsson. Guðjón, fyrirliði Þróttar Reykja- vík í blaki FuUt nafh: Valur Guðjón Vals- son. Fæöingardagur og ár: 4. sept- ember 1975. Maki: Pálína Margrét Rúnars- dóttir. Böm: Nei. Starf: Nemi í sjúkraþjálfun. SkemmtUegast: FjölbreytUeiki lífsins. Leiðinlegast: Takmarkanir, lika þegar menn era með ein- hvem Skítamóral, ég þoli það ekki! Uppáhaldsmatur: FlestaUt á matseðli Dóra. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk er góð, já og vatnið okkar lika! Fallegasta manneskjan: Við erum öU faUeg. FaUegasta röddin: Það fer aUtaf hroUur um mig þegar Jón Gnarr syngur kynninguna á Sjálfstæðu fólki. UppáhaldsIikamslUuti: Neflð. Hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni: Andvígur, bara tímaspursmál hvenær ég tek fram skyrdaUinn. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt? Uppá- haldsleikari: Nei! UppáhaldstónUstarmaður: Strákamir í Die Glossbrudems 40 den era flottir. Einnig má nefna snUlinga eins og Hendrix og ViUa. Sætasti stjómmálamaðurinn: Hjörleifur Guttormsson, ekki í vafa um það. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fóstbræður og Vinir. Annars eyði ég ekki miklum tima fyrir framan heimflisaltarið. SkemmtUegasta auglýsingin: Hvað drekkur virkUega, virki- lega faUega fólkið?!? Varla það sama og við aumingjamir! Leiðinlegasta kvikmyndin: The PaUbearer, leigðu þennan viðbjóð og ég ábyrgist varanleg- an andlegan skaða. asti sjón- varpsmaðurinn: Gifstu mér, Logi! Uppáhaldsskemmtistaður: Kjallarinn á Skúló. Besta „pikköpp“-línan: Það feri nú eftir því hvað ég er að „pikka“ upp. Hver hefur haft mest áhrif á líf þitt? Ég vU helst ekki gera upp á mUli en að öUum öðrum ólöstuðum verð ég að segja afi og amma. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hver er ÉG? Eitthvað að lokum? Lifi Þrótt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.