Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 íþróttir Sigurður í landsleik á móti Svíum. Sigurður fékk fá tækifæri með íslenska Siggi Sveins hóf ferilinn meö Þrótti. Hér er hann að bomba á markið en til varnar eru Valsmennirnir Gunnar landsliðinu, sérstaklega þegar Bogdan Kowalczyk var þjálfari þess. Lúðvíksson, Þorbjörn Guðmundsson og landsliðsþjálfarinn nú, Þorbjörn Jensson. - skrautlegur og litríkur 25 ára ferill Sigurðar Vals Sveinssonar handknattleiksmanns er á enda runninn Ungur og saklaus í leik með Þrótti árið 1979. Sigurður varð einu sinni bikar- meistari, með Þrótti 1981. Ferli Sigurðar Vals Sveinssonar handknattleikskappa er lokið. Sjálfur hefur Siggi Sveins lýst því yfir að hann hafi leikið sinn síð- asta leik. Ferill Sigurðar spannar aldarfjórðung. Hann lék með 10 félögum á ferlinum hér heima og erlendis. Óhætt er að segja að Siggi Sveins sé vinsælasti handknattleiksmaðiu- landsins fyrr og síðar. Hann varð snemma frægur fyrir sín þrumuskot og þeir eru ófáir skot- fastari leikmennirnir sem hér hafa leikið. Sigurður varð einu sinni íslands- meistari á ferlinum og jafnoft bikar- meistari. íslandsmeistari varð hann með Val árið 1989 og bikarmeistari með Þrótti árið 1981. Sigurður náði sér ágætlega á strik með íslenska landsliðinu eftir að Bogdan Kowalczyk hætti með liðið. Frægt varð á sínum tíma hve lítið álit Bogdan hafði á Sigga og víst að Pólverjinn vanmat hæfileika hans verulega. í vetur, á sínu síðasta tímabili, lék hann frábærlega og skoraði 156 mörk og varð annar markahæsti leikmaöur Nissandeildarinn- ar. Þessum árangri náði hann auk þess að ná frábærum árangri með HK-liðið í vetur sem þjálfari. A því sviði hefur Siggi Sveins sannað hæfileika sína og líklega er HK-liðið það lið Nissandeild- arinnar sem mest kom á óvart í vetur. Þessum mikla árangri náði Sigurður á tímabilinu, fertugur að aldri. Og vonandi verður glæsi- leg frammistaða hans til þess að þagga niður í mönnum, frétta- mönnum sem öðrum, sem tala um íþróttamenn á gamals aldri rétt er þeir narta í þrítugt. Mikill sjónarsviptir verður að Sigurði. Hann er dæmi um íþróttamann sem nýtur mikillar hylli og hefur verið óskaplega vinsæll. Og núna hanga skórnir loksins á snaganum. Vonandi eignast ís- lenskur handknattleikur annan Sigga Sveins sem allra fyrst. -SK í leik með Val enSiggi lék eitt tímabil með Val, 1988-1989. Með Val vann Sigurður eina íslandsmeistaratitil sinn í meistaraflokki á ferlinum. Landsliðsferill Sigga Sveins Ár Leikir Mörk Meðalskor 1976 1 0 0,0 1977 0 0 - 1978 0 0 - 1979 2 13 6,50 1980 14 52 3,71 1981 21 86 4,09 1982 18 34 1,89 Fyrir Bogdan 56 leikir, 185 mörk 3,30 aö meöaltali 1983 15 35 2,33 1984 11 21 1,90 1985 - 1986 6 29 4,83 1987 33 74 2,24 1988 27 52 1,93 1989 16 50 3,13 1990 7 9 1,29 Meö Bogdan 115 leikir, 270 mörk 2,35 aö meöaltali 1991 5 16 3,20 1992 13 49 3,77 1993 20 98 4,90 1994 10 47 4,70 1995 16 64 4,00 Eftir Bogdan 64 leikir, 274 mörk 4,28 aö me. Samtals 235 leiklr, 729 mörk 3,10 að I einum af fyrstu landsleikjunum. Sigga er margt til lista lagt. Hann þykir góður kokkur og lipur í eld- húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.