Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 JD'V viðtal Misskipting auðsins hæðir Guð Nú hrekkur hinn venjulegi maður inn og út úr trúnni og er oft fullur efasemda um guð og til- veruna. Verður presturinn að vera öðruvísi en aðrir og hafa bjargfasta trú? „Presturinn verður að hafa sannfæringu um það sem hann ber fram. Hann verður að hafa þá sannfæringu að hann standi á traustum grunni. Hann getur haft alls konar efasemdir um sjálfan sig, því efasemdir sækja að öllum heilbrigðum mönnum og þeir eiga ekki að komast yfir það. Það til- heyrir lífinu og því að vera mann- eskja í brotnum heimi. En trú er traust. Að bera traust til. Trú er líka skylt orðunum tryggð, trún- aður og trúfesti. Að trúa á Krist er að treysta Kristi og halda tryggð við hann. Það getur mikil glíma verið fólgin i því. Það er heldur ekki markmið prestsins að boða sína trú, heldur að boða Jesúm Krist, sem bregst ekki þó að við bregðumst. Það skiptir miklu máli að muna eftir þessu. Okkar kristna trú er grundvöllur sem okkur er boðið að standa á. Grundvöllur sem við megum vita að er traustur. Það er betra að ‘standa veikur og efagjarn á traust- um grunni heldur en öruggur á völtum grunni." Áherslurnar í okkar kirkju eru þær sem þú talar um; hjálpræðið og allt það góða. Minna er gert af því að predika það óþægilega sem Kristur sagði, eins og það að auð- menn færu til helvítis ef þeir gæfu ekki eigur sínar fátækum. egar Karl er spurður hvaða þýðingu páskarnir hafi í nú- tímasamfélagi, segir hann að páskahátíðin sé mest hátíða kristninnar. Það komi mörgum á óvart því yfirleitt sjáum við jólin fyrir okkur sem hina mestu hátíð, þar sem þau eru fyrirferðarmest í þjóðlífinu. „Innihaldslega hafa páskarnir mesta þýðingu því það sem þeir hafa fram að færa ræður úrslitum. Kristnir menn hafa haldið upp- risuhátíð Krists allt frá því að at- burðirnir áttu sér stað og sá boð- skapur sem páskarnir flytja er grundvallaratriði i allri kristinni boðun og hefur alltaf verið. Ef ekki væru páskar, ef Kristur væri ekki upprisinn væri ekki til nein kristni." Biskup segist vera mikill súkkulaðigrís þegar hann er spurður hvað honum finnist um neyslu súkkulaðis sem núorðið er fyrirferðarmikill siður á páskum. „Páskaeggjaát er ein af þessum siðvenjum sem ryðja sér til rúms og enginn áttar sig almennilega á hvers vegna. Eggið hefur þó alltaf verið ríkur þáttur í táknmynd páskanna þvi unginn sem brýst út úr egginu er tákn um upprisuna. Eggið sem er fullt af góðgæti getur líka táknað það lif sem brýst fram úr viðjum dauðans og vonleysisins og gefur svo margt gott og yndis- legt þeim sem við því tekur.“ Tíðarandinn skeytir ekki um skuggahiiðarnar Karl segir að kirkjusókn á pásk- um sé ekki eins góð og á jólum en þó sé merkilegt að hugsa til þess að hér í þéttbýlinu eru messur klukkan átta á páskadagsmorgun og þá eru kirkjurnar yfirleitt þétt setnar. „Mér finnst það ekkert skrýtið því það er yndislegt að vakna snemma þennan sérstaka dag, fara í kirkju og hlusta á boðskapinn. En á baksviði samtíma okkar og menningar er þetta mjög óvenju- legt og við mættum hugleiða hvers vegna. Páskahátíðin á sér mjög sterkan undanfara sem er fastan og bænadagarnir. Vikan sem hefst með pálmasunnudegi og kallast dymbilvika eða kyrravika er há- mark föstunnar, undirbúningstím- ans fyrir páskana. Dymbilvikan á sinn hápunkt i bænadögunum skírdegi og föstudeginum langa, tveimur helgidögum sem hafa því miður nær misst stöðu sína í sam- félaginu. Föstudagurinn langi er þó dagur sem er ólíkur öllum hinum dögun- um. Það skiptir máli í kristnu trú- arlífl að minnast krossdauða frels- arans með ytra og innra atferli þennan dag. Nauðsynlegt er að helga daginn, sem þessir hrylli- legu atburðir gerðust, kyrrð og íhugun hinnar miklu alvöru. Þá erum við um leið að mótmæla þeirri ágengni tíðarandans sem vill að allir dagar séu eins, öllu sé drekkt í sömu síbyljunni og sama fjörinu og ekkert skeytt um skuggahliðarnar í lífinu. Þær skuggahliðar eru syndin, þjáning- in og hinn ótímabæri dauði og handbendi hans, allt það sem veð- ur yfir líflð í algeru skeytingar- leysi. Bænadagar og páskar fagna lífinu og því sem lífið eflir: Kær- leika, miskunnsemi og náð. Það er svo dýrmætt að það kostaði sjálfan Guðs son lífið að berjast fyrir því.“ Verðurðu sorgmæddur á föstu- daginn langa? „Boðskapur fostudagsins langa er að sorgin og myrkrið virðast sigra. Auðvitað á maður að leggja við hlustir og ekki láta það fram- hjá sér fara á þessum degi. Væri ég ekki snortinn af þessum boð- skap og því sem við blasir í um- hverfinu sem minnir á hann væri nú illa komið fyrir mér.“ Finnst stjórnunarvinnan ekki skemmtileg Þú sagðir einhvern tíma þegar þú hafðir nýtekið viö embætti: „Biskup er fyrst og fremst prest- ur.“ Hefur samt ekki orðið alger kúvending á störfum þínum eftir að þú varðst biskup? „Vitaskuld er meira um stjórn- unarstörf í embættinu sem ég gegni nú. Ég predika mikið á alls konar hátíðum, við vígslur, kirkjuafmæli og þess háttar, og það er mjög gaman. En ég neita því ekki að ég sakna þess að vera ekki í minni kirkju með mínu fólki, eins og ég hef verið í gegn- um árin. Þetta ár hefur þó verið geysi- lega spennandi tími og fært mér ótal tækifæri sem ég naut ekki áður til þess að kynnast nýjum að- stæðum, nýjum landshlutum og nýjum heimshlutum. Ég hef ferð- ast gríðarlega mikið og einnig tek- ið þátt í mjög spennandi skipu- lagsbreytingum á kirkjunni. Þjóð- kirkjan hefur fengið nýja löggjöf og nýtt sjálfstæði og þarf að spjara sig með allt öðrum hætti en áður. Það er sú aðlögun sem nú er að ganga yfir. Því hefur fylgt mikil skriffinnska og stjórnunarvinna sem mér finnst út af fyrir sig ekki skemmtileg. Ég er ekki mikill skrifFmnur. Ég hef líka reynt að minna sjálfan mig og aðra á það að þeir hlutir eru ekki aðalatriði, heldur er verið að smíða verkfæri og halda pípunum opnum til þess að skila þvl sem skiptir máli, fagnaðarboðskapnum og lífinu." Þú hlýtur að vera í betri tengsl- um við kennimennina en söfnuð- ina. „Ég er ekki í sömu nánd við fólkið og ég var sem prestur. Það er mikil breyting og auðvitað sakna ég þess. Ég hef samt marg- vísleg tækifæri til þess að mæta fólki þó að það sé með öðrum hætti en var. Ég held að það sé varla hægt að hugsa sér meiri for- réttindi en að vera prestur. Prest- ar hafa ótal tækifæri til þess að koma góðu til leiðar og njóta yfir- leitt mikils trausts, þó að við gæt- um kannski ímyndað okkur ann- að. Það er ekki vegna þess hve þeir eru upp til hópa frábærir, heldur fyrst og fremst vegna þess að það er ákveðin hefð, saga og reynsla þjóðarinnar að baki, sem presturinn nýtur og gengur inn í. Það er sá veruleiki sem þjóðkirkj- an er á íslandi. Oft og tíðum er erfitt að skilgreina hana en ég hef verið að sjá það betur og betur að hún er vefnaður í þjóðlífinu sem er þó missýnilegur. Ég held að ef þræðirnir væru dregnir úr þess- um vef og hann leystur upp myndi vanta gríðarlega mikið í okkar þjóðlif og menningu sem gefur því helst gildi.“ „Græðgin og yfirgangurinn á hendur lífinu og náunganum og náttúrunni er að eyðileggja þennan heim og það er skelfileg tilhugsun." DV-myndir Teitur „Helvíti er að hafa ekkert með Guð að gera. Helvíti er ástand þar sem er eng- inn Guð og það er ástand sem við getum með engu móti ímyndað okkur því að Guð er alls staðar að brosa til okkar með einhverjum hætti.“ „Mér þykir umræðan óviðfelldin því verið < fólks sé úthýst úr kristnu samfélagi. Það e fólks þegar það gengur til altaris og þiggu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.