Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 61
T»-y FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 Jackie Chan í Rumble in the Bronx. Inn á Ameríkumarkaðinn Fyrir 20 árum var Jackie Chan þegar orðin stórstjarna í Hong Kong og átti sér einnig stóra aðdáenda- hópa í öðrum löndum, þ. á m. í Evr- ópu, en var enn þá lítið þekktur í Bandaríkjunum. í byrjun níunda áratugarins gerði hann tilraun til að brjótast inn á þann markað og lék m.a. í tveimur hræðilegum kappakstursmyndum (Cannonball Run 1 og 2) en varð lítið ágengt. Hann sneri sér því að stærri og betri verkefnum heima i Hong Kong og gerði næsta áratuginn margar af sín- um bestu myndum sem áttu eftir að nýtast honum þegar næsta tækifæri gafst. Og tækifær- ið kom með MTV-verð- laununum 1995. Næsta ár gerði hann Rumble in the Bronx. Sögu- sviðið var New York (þótt myndin hafi reyndar verið tekin í Kanada) og lagt var út í mikla auglýs- ingaherferð í Bandaríkjun- um. Herferðin heppnaðist og myndin komst um tíma á toppinn á að- sóknarlistum. Við tóku mikil slagsmál milli Miramax og Newline um réttinn að myndum sem Jackie Chan var þegar búinn að gera í Hong Kong og því hafa þessar end- urunnu" myndir verið að koma í bíó í bland við nýjar myndir kappans en eftirspurnin virðist samt vera feikinóg. Rush Hour er nú nýkomin út á myndbandi en Chan er einnig búinn að gera Who Am I?, eða Ngo Hai Sui eins og hún heitir á kantónsku. Auk þess að leika i myndinni skrifar hann hand- ritið, stjórnar áhættuatriðum og leikstýrir. -PJ Mokkrar af myndum Jackies Chans Project A (19B3) **★ Skemmtileg stemning í þess ari 19. aldar kómedíu um átök strandgæsluliða í Hong Kong við óprúttna sjóræningja. Stútfúll af ærslafengnum slagsmálum og „slapstick". Armour of God m *i Leggur of litla áherslu á slagsmálaatriðin, sem mér finnst vera skemmtilegasti þáttur mynda hans. Of löngum tíma er eytt í heimskt og óspennandi Indiana Jones plott. Tilkomu- miklir bílaelting- arleikir og stökk af fjallsbrún ofan á loftbelg bjarga ekki miklu. ProjectA, Part 2 (1987) **i Ekki eins skemmtileg og forverinn. Nær ekki að halda dampi allan tim- ann. Inniheldur hins vegar uppá- halds slagsmálaat- riðið mitt í öllum myndum meistar- ans, þar sem hann er hlekkjaður við annan mann í hörkuslagsmálum við sjóræn- ingja, vopnaða handöxum. Police Story 3: Super Cop (1992) ★**★ Þetta er meistarastykkið, þriðja myndin af íjórum í serí- unni. Býr yfir öllum einkennum góðra Jackie Chan mynda; húmornum, slagsmálunum og áhættuatriðunum. Allt í miklu magni og af bestu sort. Honum til fulltingis er slagsmálagellan ofur- sæta Michelle Yeoh. Crime Story (1993) **„, Húmomum alveg varpað fyr- ir róða í tilraun til að gera grafal- varlega, sannsögulega mynd um spillingu i lögreglunni. Blóöugri mynd en aðrar sem ég hef séð hjá Jackie Chan. Gengur furðu vel upp þrátt fýrir húmorsleysið og myndin er aldrei þessu vant þokkalega talsett, en þetta er samt ekki „alvöm“ Jackie Chan. Rumble in the Bronx (1995) '***i Myndin sem kom kappan- um á framfæri við Hollywood. Skemmtileg og meinleysisleg, og vondu kallarnir eitthvað hall- ærislegasta pakk sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Jackie Chan ökklabrotnaði og kláraði myndina í gifsi, máluðu eins og striga- skór. Thunderbolt (1996) i Slagsmálaatrið- in fá og óvana- lega slöpp. í stað- inn fáum við endalaus kappakstursatriði sem eru bæði illa gerð og leiðinleg. Varist þessa. Police Story 4: First Strike 0996) *** Nokkuð dæmigerð Jackie Chan mynd. Hefur það sem til þarf, en ekki mikið umfram það. Mr.Nice Guy (1997) ***i Hér er Jackie Chan í finu formi og færir okkur mörg frá- bær slagsmálaatriði, sérstaklega eitt alveg stórfenglegt á bygging- arvinnusvæði, þar sem hann m.a. treður einum bófanna í steypu- hrærivél. -PJ Mr. Nice Guy. hnyndbönd Myndband vikunnar Rush Hour ★★★★ SÆTI FYRRI j VIKA ;VIKUR ! A LISTAj J i TITILL J ÚTGEF. j J J TEG. j j 1 í 1 i 2 i OutOfSight j CIC Myndbönd 1 Gaman j 2 j 2 1 , 1 J 3 j : j i Dr. Dolittle i Skifan J J j Gaman mm 3 NÝ J 1 1 j 1 J Halloween: H20 Skífan Spenna 4 i NÝ j i i 1 i The Horse Whisperer J J SAM Myndbönd i J J Drama 5 j j 3 i 4 i Balde j Myndfoim j Spenna 6 j j 5 1 L ., j J J c J ) s J 1 „ • 1 MaskOfZorro J j Skffan ) j Spenna J 7 ! 6 J 1 J 6 J i 1 Perfect Murder ) Warner Myndir 1 J Spenna | 8 j j 7 J 1 1 4 J i 4 j j J Small Soldiers J j CIC Myndbönd . 1S! 1 1 ..." , a j Gaman 9 | 4 J 3 J j J Species 2 j Wamer Myndir j Spenna 10 1 8 J j J j 5 J j ' J Odd Couple 2 j CIC Myndbönd ) j Gaman J 11 j 10 1 9 1 J 2 1 Zero Effect Wamer Myndir l Gaman 12 i 11 J J i 3 i Ugly J Bergvik ) Spenna 13 i 12 J 9 1 j 2 J Futuresport i Skífan j Spenna 14 J í 9 J j J J fi J 6 j l 1 Palmetto 1 Wamer Myndir J j Spenna 1 15 1 « J 1 J 3 J Buffalo 66 J Skrfan ) j Myndform J J J Gaman 16 ! 13 J 1 1 J c J i 6 j j J Kissing A Fool (LnnMi j Gaman íjL 17 i 14 j 2 1 i 4 J Velvet Goldmine Myndform j Drama 18 0 Al j J j 7 J i J Mafia! J J SAM Myndbönd J j j Gaman J 19 i 16 i jj J j 6 J Disturbing Behavior j Skífan j Spenna 20 i NÝ i J ! 1 i Dinner Game J J Skrfan 1 J J Gaman Vikan 16. - 22. mars. Jackie og Chris Jackie Chan hefur átt auknum vinsældum að fagna síðustu árin og átt margar myndir ofarlega á aðsóknar- listum kvikmyndahúsanna. Þetta hafa verið myndir sem voru framleiddar af kvik- myndafyrirtækjum í Hong Kong, oftar en ekki talsettar á ensku (og yfirleitt á fremur klaufalegan hátt). Rush Hour er ákveðinn áfangi á ferli kappans, þar sem hún er Hollywood-stórmynd, fram- leidd í Bandaríkjunum, og greyið Jackie neyðist til að stauta sig áfram í enskunni, sem er ekki hans sterkasta hlið. Hann leikur hér lögreglu- manninn Lee, sem ferðast frá Hong Kong til Los Angeles að beiðni vinar síns, diplómatans Han, sem hefur orðið fyrir barðinu á mann- ræningjum, sem ræna dóttur hans og krefjast 50 milljón dollara lausnargjalds. Banda- riska alríkislögreglan er hins vegar litt gefin fyrir erlend af- skipti og treður því bamapíu- hlutverki upp á kjaftforu lögg- una og vandræðagemlinginn James Carter. Carter og Lee eru báðir mjög ósáttir við þessa þró- un mála, og eftir að þeir eru búnir að rífast og ergja sig nóg hvor út í annan, sameina þeir krafta sína til að leysa málið, sem virðist hinum vitgrönnu alríkislögreglumönnum algjörlega ofviða. Jackie Chan er vanur að vera að- alnúmerið í myndum sínum, en þarf hér að deila sviðsljósinu með vélbyssukjaftinum Chris Tucker. Rush Hour. Jackie Chan í sinni vinsælustu kvikmynd. Það hefur oft gefist vel að leiða saman tvo ólika einstaklinga (getur þó einnig klikk- að illa, eins og þegar Chris Tucker og Charlie Sheen deildu sviðsljósinu í Money Talks vansællar minn- ingar) og hér gengur það einstak- lega vel upp. Fyrir aðdáendur Jackie Chan eru það kannski nokk- ur vonbrigði að slagsmálaatriðin eru aðeins færri og styttri en venju- lega, og tryggingafyrirtækin vestra leyfðu ekki eins yfirgengileg áhættuatriði og sést hafa í fyrri myndum hans, en Chris Tucker fyll- ir vel upp í þær eyður og lætur oft gamminn geisa á óborganlegan hátt. Annars er ótrúlegt hvað Jackie Chan getur enn djöflast, en það er hálfgerð synd að hann skuli vera orðinn hálffimmtugur þegar hann loksins fær almennileg tækifæri í höfuðborg kvikmyndanna. Chris Tucker er hins vegar ný stjama og gæti fetað svipaðar slóðir og Eddie Murphy, sem virðist gjörsamlega út- brunninn núna. Vonandi nær Tucker að halda sér ferskum. Jackie Chan hefur verið betri, en Chris Tucker á hér sína bestu spretti til þessa, og myndin í heild er hin besta skemmtun. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Brett Ratner. Aðalhlutverk: Jackie Chan og Chris Tucker. Bandarísk. 1998. Lengd: 98 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.