Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Side 1
Boxster í verðlaun Bls.44 Opel Zafira er fjölhæfur bíll, byggður á svipuðum grunni og Opel Astra, með sæti fyrir sjö farþega og hægt að breyta með lítilli fyrirhöfn í tveggja sæta bíl með mikla flutningsgetu, og það án þess að fjarlægja sæti. Mynd DV-bílar JR Loft í dekkin og Ijósin í lagi - og svo þvo fram- rúðuna að innan Eflaust hyggja margir á skemmtiferöir um bænadaga og páska. Sumir nota sér almenn- ingsfarartæki, flugvélar og hóp- ferðabíla, en fjölmargir munu líka feröast á eigin bílum - og svo sem eigin vegum líka því vegir lands- ins eru sameign þjóöarinnar. DV-bilar vilja minna ferða- langa dymbilviku og páska á aö gæta að hjólböröum sinum; að þeir séu svo sem dugar í þeirri færð sem vænta má og ekki síður að þeir séu með réttan loftþrýst- ing. Það hefur ekki aðeins mikið að segja upp á þægindin og end- ingu dekkjanna heldur ekki síður upp á öryggið í ferðinni. Of hörð dekk gera bílinn hastan og hopp- andi og þar með erfiðara að stjórna með öryggi, meðan of lin dekk gera hann of mjúkan og dúandi, fyrir utan að bíll með of lint í dekkjunum hefur tilhneig- ingu til að rása og vera þar með hættulegur. í annan stað er rétt aö fá sér gönguferð einn hring umhverfis bílinn og ganga úr skugga um að öll ljós séu eins og þau eiga að vera. Eineygður bíll má ekki tapa nema einu ljósi í viðbót til að vera orðinn ljóslaus, auk þess sem erfiðara er fyrir aðra umferð að meta Qarlægð i eineygðan bíl heldur en þann sem er rétt ljós- um búinn. Og svo eitt enn - mjög áríðandi hvort sem menn ætla í langferðir eða bara í bíó: Þvoið framrúð- una að innan! Innan á hana sest á skömmum tíma ósýnileg brák sem í mótljósi, eins og t.d. móti lágri sól, dregur mjög úr útsýni og veldur óeðlilegum glömpum. Margur sá sem seg- ist hafa blindast af sól hefði sennilega bjargast hefði hann sinnt því að þvo framrúðuna að innan nógu oft og rækilega. Vegur miilistórra bíla hefur vax- ið mikið í Evrópu á allra síðustu árum. Bílar i þessum flokki eiga stóran hluta markaðarins, einkum i Norður-Evrópu og þar hafa bíla á borð við VW Golf og Opel Astra ver- ið nokkuð áberandi, enda er þessi flokkur oftar en ekki nefndur Golf- flokkurinn, einkum í heimalandinu Þýskalandi. Sú velgengni sem þessir bílar hafa átt að fagna hefur ýtt undir frekari þróun þeirra og þá sérstak- lega í þeim flokki sem kallast „compact van“ í bílaheiminum eða fjölhæfir fólksbílar með mikla flutn- ingsgetu í anda bandarísku „van- bílanna", nema hvað þeir evrópsku eru minni og liprari. Nýjasti bíllinn í þessum flokki er frá Opel, Zafira, en þennan bíl frum- sýndi Opel á Edþjóðlegu bílasýning- unni í París á liðnu hausti. Þessa dagana er Opel að kynna þennan nýja bíl fyrir fjölmiðlum í Algarve í Portúgal, en fyrstu bílamir koma á markað á næstu vikum. Fram kom við kynninguna í Portúgal að Opel hyggst framleiða 145.000 Zafira-bíla í verksmiðjunum í Bochum í Þýskalandi á þessu ári en framleiðslan verði komin í 200.000 bíla á næsta ári. Þeir reikna einnig með að þessi gerð bíla eigi eftir að sækja í sig veðrið á næst- unni. Á árinu 1998 áttu þeir um 2% markaðarins en reiknað er með því að hlutdeild þeirra hafi aukist i 10% á árinu 2005. Við segjum i dag frá reynslu- akstri á þessum fjölhæfa bíl frá Sjá bls. 38 Einn þeirra sportlegu bíla sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðustu mánuðum og vakið óskipta athygli, er hinn nýi Jaguar S. Það sem er sér- stætt við þennan nýja bfl er að hann er minni en þeir Jaguar-bílar sem ver- ið hafa á markaði á síðari árum og útlitið minnir mjög á glæsileika fyrri tíma. Ekki er enn vitað hvort þessi bíll muni sjást á vegum hér á landi, en hann er óneitanlega forvitnilegur og við gripum tækifærið og forvitnuðumst um bíl- inn hjá norskum bílablaðamanni sem var á ferð hér nýlega og var nýkominn frá því að reyna hann í Frakklandi. Þróunolíuúrgerviefnum: ffá geílTlfefðUIIl tíl faíla Á þessu ári eru liðin 25 ár frá því að olia úr gerviefnum kom á markað. Það er einn frumkvöðlanna, Mobil Oil, sem einkum minnist þessara tímamóta. Það mun að vísu hafa ver- ið árið 1943 sem slík olía leit fyrst dagsins ljós en þá aðeins í mjög litlum mæli og kostaði líka sitt. Það voru bandaríska geimferðastofnunin og flugfélög sem urðu fyrst til að nota slíka olíu. Það var ekki fyrr en á árunum upp úr 1970 sem slík olía kom almennt á markað i Evrópu og það var ekki létt- ur róður fyrir olíufélögin að koma þeirri vöru á markað. Það trúðu fáir á olíu sem var þynnri en sú sem menn áttu að venj- ast og þegar við bættist að hún var líka Ijósari þyngdist róöurinn enn þar sem það varð til þess að olían virtist enn þynnri. Það tókst þó að vinna þessum nýju olíutegundum sess á þeim forsendum að þær væru eldsneytissparandi. Sú staðreynd, að þvi viðbættu að þessar nýju olíur menga minna, gerir þær enn raunhæfari kost í dag. Einmitt nú eru þeir hjá Mobil Oil tilbúnir með sjöundu kynslóð af þess- um gerviefhaolíum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.