Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 4
44 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 J->V Jaguar S: Blanda af sportlegum eiginleikum og þægindum Með þessum nýja bíl ætlar Jaguar að sækja á ný mið. Nú er ætlunin að sækja fram á markaði sem er fyrir neðan það svið sem stóru XJ-bflarnir hafa verið að keppa á og etja kappi við BMW, Benz og Lexus LS200. Einn þeirra sportlegu bíla sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síð- ustu mánuðum og vakið óskipta at- hygli er hinn nýi Jaguar S. Það sem er sérstætt við þennan nýja bil er að hann er minni en þeir Jaguar-bílar sem verið hafa á markaði á síðari árum og útlitið minnir mjög á glæsi- leika fyrri tíma. Við þurfum að leita allt aftur til ársins 1968 til að fmna lítinn sportleg- an Jaguar á borð við nýja S-bílinn en þá komu síðustu Mark n og S-bílam- ir af færibandinu. Það sem meira er: Hönnuðir nýja S-bílsins hafa að hluta leitað í smiðju þessara gömlu Jaguar- bíla hvað varðar útlitið. Bæði fram- ljósin og grillið eru í anda þeirra gömlu, eins hvemig gengið er frá öft- ustu hliðarrúðunni og jafnvel aftur- glugginn er í gamla stílnum. Keppirvið BMWBenzog Lexus Með þessum nýja bíl ætlar Jaguar að sækja á ný mið. Nú er ætlunin að sækja ffarn á markaði sem er fyrir neðan það svið sem stóra XJ-bílamir hafa verið að keppa á og etja kappi viö BMW, Benz og nýja „litla“ bílinn ffá Lexus, LS200, sem væntanlegur er á markað seinna á þessu ári. En hvemig er þessi nýi Jaguar? Bíllinn var kynntur á dögunum fyrir blaðamönnum viðs vegar úr Evrópu og meðal þeirra var Sven Furuly, blaðamaður við bilablaðið Drive í Noregi. Hann var hér á landi um síð- ustu helgi og var þá að koma beint ffá reynsluakstrinum á þessum nýja Jaguar S. Lá því beint við að forvitn- ast um hann: „Þetta er blanda af þeim sportlegu eiginleikum og þægindum sem eldri bílar ffá Jaguar hafa haft upp á að bjóða,“ segir Sven. „I þessum nýja S- bíl birtist ný sex strokka vél, fýrsta V6-vélin frá þeim, þriggja lítra vél úr áli sem gefur 240 hestöfl. Það er hægt að velja um sjálfskiptingu eða nýjan fimm gíra handskiptan gírkassa frá Getrag. Hámarkshraðinn er 226 Hönnuðir S-bflsins hafa að hluta leit- að í smiðju gömlu Jaguar-bflanna hvað varðar útlitið. Bæði framljósin og griliið eru í anda þeirra gömlu, eins hvernig gengið er frá öftustu hliðarrúðunni og jafnvel afturglugg- inn er í gamla stflnum. km/klst. á þeim sjálfskipta og 234 á þeim handskipta. Fyrir þá sem vilja meira afl er hin gamalreynda 4,0 lítra V8-vél sem gef- ur 281 hestafl en þessi vél, sem aðeins fæst með sjálfskiptingu, kemur bíln- um á 240 kílómetra hraða á klukku- sfrrnd." Hverjir eru keppinautamir? „Það er augljóst að með Jaguar S ætlar Ford, sem nú á þessar þekktu bresku bílasmiðjur, að sækja fast ffam gegn miðlungsbílnum frá BMW og minni bílunum frá Benz,“ segir Sven Furuly. „Einnig er klárt að nýi bíllinn ffá Lex- us, LS200, sem frumsýndur var í fyrra í Genf og kemur á markað á þessu ári, er skotmark þeirra hjá Jaguar." Góðir aksturseiginleikar „Það kom nokkuð á óvart hve vel bíllinn virkaði í þessum reynsluakstri okkar i Suður-Frakklandi í fyrri viku,“ segir norski blaðamaðurinn. „Þetta er bíll sem fer raunverulega milliveginn á milli þess að vera sport- legur og þægilegur ef maður getur tekið þannig til orða. Fjöðnmin kem- ur vel út, gormafjöðrun með tvöföld- um þríhymingsörmum á öllum hjól- um. Hann nær að sía vel út ahar ójöfnur í akstrinum og stóð sig vel í kröppum beygjum á frönsku sveita- vegunum, enda er þyngdardreifmgin góð, 50/50 á hvom ás, sem gefur gott grip á öll hjól.“ Það er hægt að fá „aukapakka" i Jaguar S, sportlega fjöðrun sem kall- ast „CATS“ eða „Computer Active Technology Suspension“, einnig leið- sögukerfi og raddstýringu á loftkæl- ingu og miðstöð ef menn era of latir til að snúa tökkunum. Af innri búnaði má nefna að hægt er að fella niður aftursætisbakið 60/40, en það var nokkuð sem var óhugsandi í eldri gerðmn glæsibíl- anna frá Jaguar. Þetta sýnir bara bet- ur að Jaguar S er ætlað að keppa á mun almennari markaði en XJ-bílam- ir gerðu. Alvöru-Jaguar Þetta er „alvöru“-Jaguar, að sögn Svens Furuly, „sérstaklega hand- skipti bíllinn, hann er með þá sport- legu takta sem búast má við af Jagu- ar en sá sjálfskipti er aðeins latari. Bíllinn er nægilega „klassískur" í út- liti til að vera þess verðugur að bera þetta gamla og góða glæsibílanafn." Fram hefur komið í erlendum blöð- um að minni útgáfúr af þessari V6-vél séu jafnvel í bígerð, bæði 2,0 og 2,5 lítra, og jafhvel að station-gerð sé á teikniborðinu. Kemur hann hingað? Ekki er ljóst á þessari stundu hvort þessi nýi Jaguar S muni koma hingað til lands. Brimborg, sem er með um- boð fyrir Ford hér á landi, myndi væntanlega bæta þessum glæsivagni sem virkilegri rós í hnappagatið, en til þess að það sé hægt verður að taka á sig ákveðnar skyldur, bæði hvað varðar þjálfún starfsmanna, umgjörð i sölu og varahlutahald, sem er óvíst að myndi ganga upp varðandi sölu. Óneitanlega yrði það gaman að fá Jaguar inn í stækkandi bílaflóm hér á landi en hvort það gengur upp verð- ur tíminn að leiða í ljós. -JR Sportbílar '99 í lok apríl í Mosfellsbænum: Porsche Boxster í verðlaun - stærsta sportbílasýning sem haldin hefur verið á íslandi Eftir liðlega mánuð, nánar tiltek- ið dagana 30. apríl til 2. maí nk„ verður haldin stærsta sportbílasýn- ing sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningin verður í nýju, stór- glæsilegu íþróttahúsi Mosfellsbæjar og hefur hún hlotið nafnið „Sport- bílar ‘99“. Sýningin verður opnuð formlega klukkan 16 fóstudaginn 30. apríl. Að sögn Rúnars Sigurbjartarson- ar, sem situr í stjórn sýningarinnar, auk þeirra Ólafs Tryggvasonar og Grétars Jósteinssonar, munu ein- staklingar sýna þarna glæsilegustu sportbíla landsins og fyrirtæki í bílaiðnaðinum kynna vörur sínar og þjónustu. Öll umgjörð sýningar- innar verður hin vandaðasta, með fmmlegu og líflegu yfirbragði. Sýn- ingargestir munu velja fallegasta sportbil landsins fyrir árið 1999. Að sögn Rúnars'hafa samningar náðst við erlent fyrirtæki sem kem- ur með nokkra fallegustu sportbíla í heimi og verða þeir sýndir i fyrsta sinn á íslandi. Meðal þessara bíla má nefna Lamborghini Diablo VT, Ferrari F355 Fl, Ferrari F50 og Prowler, svo eitthvað sé nefnt. Heppnir sýningar- gestir fá að keyra Prowler-bílana. Einnig verða þama til sýnis sport- bílar sem era í eigu íslendinga og hafa aldrei verið sýndir á sýningu. Porsche Boxster í verðlaun í tilefni af sýningunni verður leikur þar sem vinningurinn er eng- inn smávinningur heldur Porsche Boxster, að verðmæti um 7 milljón- ir ísl. króna. Föstudaginn 30. apríl verður póst- korti með mynd af Porsche Boxster dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Öll póstkortin em núm- Einhver sýningargesta á von á þvf að vinna þennan glæsilega Porsche Boxster. Meðal glæsilegra sportbfla sem sýndir verða í Mosfellsbænum á næstunni er Lamborghini Diablo VT. erað. 500 númer verða dregin út og birt á sýningunni sem vinningsnúm- er. Eitt þessa númera hefur að geyma Porsche Boxster, að verðmæti um 7 milljónir. Sýningin verður opnuð formlega fóstudaginn 30. apríl, klukkan 16, með sérstöku boði á vegum sýning- arstjómar og aðeins ætluð sýnend- um og um 500 sérstökum boðsgest- um. í kjölfar þess verður sýningin svo opnuð almennum sýningargest- um. Að sögn Rúnars nær sýningin til 75% þjóðarinnar á suður- og suð- vesturhorni landsins. Sýningin mun höfða til breiðs aldurshóps og sýningarstjómin gerir sér vonir um að fá allt að 25.000 gesti, enda er hér um að ræða bíla sem ekki eru hér til sýnis á hverjum degi. Aðgangseyrir verður 500 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir böm, 12 til 16 ára. -JR Minni mengun 2005 Flestar bilvélar sem framleiddar eru nú til dags uppfylla skilyrðin sem Evrópuþingið hefúr samþykkt um hámarksmengun af bens- ínknúnum bfivélum, en það er svo- nefndur Evró III-staðall. í honum felst að þegar ný öld gengur í garð má ekki vera meiri mengun í út- blæstri en 2,3 g CO/km, 0,2 g HC/km og 0,15 NOx/km. Hins veg- ar mega bílaframleiðendur enn herða beltið því árið 2005 rennur út frestur til að uppfylla kröfuna sem felst í Evró IV-staðli: 1,0 g CO/km, 0,10 HC/km, 0,08 g NOx/km. Ansi mikið vantar upp á að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.