Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 Fréttir Starfsmaður Rauða krossins harmar tortryggni Kosovo-Albana: Rakalaus tortryggni - segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ „Þetta kom mér mjög á óvart og mér þykir þetta óskaplega leiðin- legt,“ sagði Irena Guðrún Kojac, starfsmaður Rauða krossins, þegar DV leitaði viðbragða hennar við þeirri yfirlýsingu forsvarsmanna Kosovo-Albana hér á landi, að þeir treystu ekki RKÍ til að koma söfnun- arfé til flóttafólks frá Kosovo, vegna starfsmanns samtakanna sem væri af serbnesku bergi brotinn. Þar eiga þeir við Irenu. Irena er fædd á íslandi og alin upp að hluta hér og að hluta í Júgóslavíu. Móðir hennar er íslensk en faðir hennar var af serbnesku bergi brotinn. Hann var ræðismað- ur Júgóslava hér á landi um árabil. Irena hefur starfað hjá Rauða kross- inum í nær þrjú ár. Hún hefur unn- iö með nýbúum af öllum þjóðernum sem hingað hafa komið og m.a. að- stoðað Kosovo-Albana mikið við þýðingar á ýmsum skjölum og papp- írum. Forsvarsmenn fjársöfnunarinnar hafa ákveðið að koma peningunum, um sex hundruð þúsund krónum, til flóttafólksins með aðstoð Hjálparsamtaka móður Teresu í Bonn í Þýskalandi. Albert Mejdi vildi í gær ekki gera mikið úr tortryggni landa sinna í garð RKÍ, en sagði Albana vinna hjá samtökunum í Þýskalandi og því hefðu þau orðið fyrir valinu til að koma söfnunarfénu á áfangastað. í dag ætluðu forsvarsmenn söfnunar- innar svo að athuga hvort eitthvað hefði safnast til viðbótar á banka- reikning sem þeir höfðu opnað, svo og hjá Rauða krossinum. „Ummælin um vantraust vegna starfsmanns okkar eru á misskiln- ingi byggð og þessi tortryggni á ekki við nein rök að styðjast," sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands, við DV í gær. Sigrún sagði að mjög margir þeirra Kosovo-Al- bana sem búsettir væru á ís- landi hefðu með einum eða öðrum hætti notið aðstoðar RKI. Hún vissi ekki til þess að þeir hefðu nokkru sinni rekið sig á annað en að starfsfólk félagsins gætti hlutleysis, sem væri grund- vallaratriði í starfsemi RKÍ. Stofn- unin hefði áunnið sér taust í gegn- um áratuga sögu, vegna þess að hún væri hlutlaus og tæki ekki af- stöðu til stjórnmálaágreinings, trú- arskoðana, litarháttar né þjóðernis. í þeim anda væri starfað. „Ég held að þessi viðbrögð séu til komin vegna þess að fólk er hrætt og órólegt og líður illa. Ef til vill er það að finna reiði sinni einhvern farveg. Það gefur auga leið að þegar hingað kemur hópur fólks frá Júgóslavíu þá þurfum við túlk sem talar þeirra mál. Þessi starfsmaður er íslendingur og starfar á nákvæm- lega sömu forsendum og allir aðrir.“ RKÍ íhugar nú að veita Kosovo- Albönum og Serbum hér á landi áfallahjálp. Þá hefur Rauði kross- inn þegar sent 3,5 milljónir króna til aðstoðar flóttamönnum frá Kosovo. Einnig hafa verið sent um 15 tonn af fatnaði, auk þess sem verið er að undirbúa utanfor starfs- manna RKÍ. -JSS Sigrún Árnadóttir. Vélsleðamenn víðs vegar af landinu tóku þátt í „snjókrosskeppni" á Akureyrarvelli um helgina. Hinum fjölmörgu áhorfendum f veðurbliðunni var boðið upp á stórbrotin tilþrif af hálfu ökuþóranna. DV-mynd gk Lögreglan á Akureyri: Rólegustu páskar um árabil Fimmtán gullhringjum var stolið úr sýningarglugga hjá Jóni og Óskari á Laugaveginum í Reykja- vík aðfaranótt páskadags. Þjófarnir eru ófundnir, en þeir brutu rúðu og hreinsuðu úr glugganum það sem í náðist. Lögreglan vararfólk við að kaupa gullhringa af vandalausum á naestu dögum. DV-mynd S. DV, Akureyri: „Þessir páskar hafa verið þeir ró- legustu hjá okkur um árabil. Það þurfti sáralítið að koma til okkar kasta og fólk virðist hafa verið sam- taka í því að skemmta sér,“ sagði Þórarinn Jóhannesson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, í gær. Allt gekk vel fyrir sig, engin slys urðu og afskipti lögreglunnar af bæjarbúum og bæjargestum voru með alminnsta móti. Mikill fjöldi gesta var i bænum um páskana og hafði skíðasvæðið í Hlíðarfjalli mest aðdráttarafl, eins og jafnan þessa daga. Þar var slegið aðsóknarmet á skírdag þegar þang- að komu um 5 þúsund manns, en alla dagana var geysilegur fjöldi fólks í fjallinu. Veðurblíðan var ein- stök, sól, logn og hiti vel yflr frost- marki og er ekki kunnugt um að nein alvarleg slys hafi orðið. Talið er að bæjargestir hafl verið a.m.k. fimm þúsund og var ýmislegt í boði fyrir þá annað en skíðaiðkun, s.s. sýningar, tónleikar, leiksýning- ar og dansleikir, og fór allt mjög vel fram. Þannig sagði varðstjóri lög- reglunnar að síminn á lögreglustöð- inni hefði varla hringt á nætumar og allt farið mjög vel fram. -gk Banaslys þegar snjóflóð féll úr Urðartindi: Hræðilegt að sjá þetta DV, Hólmavík: Maður fórst þegar snjóskriða féll úr Urðartindi, á milli Trékyllisvíkur og Norðurfjarðar, um þrjúleytið á laugardaginn. Hann var þar ásamt syni sinum á vélsleðum þegar skrið- an féll. Leit hófst þegar að mannin- um, en hann fannst látinn klukkan níu um kvöldið. Kristján Albertsson, bóndi á Mel- um 2 1 Ámeshreppi, var sjónarvottur að atburðinum: „Ég fylgdist með því þegar maður- inn fór á vélsleðanum upp Bæjar- gjána. Þarna er brattlendi svo mikið að næstum má segja að landið sé lóð- rétt efst og að auki er þar mikið klettabelti. Maðurinn var á bak við - segir sjónarvottur kletta og þvi í hvarfi frá bænum þeg- ar snjóflóöið féll, en sennilega var það tritringurinn frá vélsleðanum sem orsakaði það. Mikill hvinur heyrðist, því það var blæjalogn og að líta eins og allt yrði kolsvart nokkra stund þegar snjór og grjót hvolfdist yfir svæðið. Það var hræðilegt að sjá þetta,“ segir Kristján. Kristján segir enn fremur að und- anfamar vikur hafi allmikið snjóað á svæðinu og ekki hafi snjósöfnun síst verið mikil í brúnum og hlíðum í skjóli ríkjandi vindáttar. Þá hafi nýfallinn snjór auk þess verið mjög þungur. Heimamenn vom fyrstir á vett- vang, en fljótlega barst aðstoð frá Reykjavík, ísafirði og björgunar- sveitinni á Hólmavík. Ásbjörn Þor- gilsson í Djúpavik í Ámeshreppi var í hópi tæplega áttatíu leitarmanna. Hann gagnrýnir að ekki hafi nauð- synlegur leitarbúnaður verið til stað- ar í sveitinni: „Það er nauðsynlegt að í öllum sveitarfélögum séu til staðar áhöld og búnaður sem hægt er að grípa til þegar svona atburðir verða. Sem dæmi má nefna stengur til leitar í snjó. Hér var ekkert slíkt til og not- ast varð við hrífusköft þar til þær bárast. Ýlur sem leitarmenn bera á sér era einnig mikið öryggistæki því alltaf er hætta á að fleiri flóð falli þar sem losnað hefur um snjóinn," segir • Ásbjöm. Búið var að útvega rafstöðvar og Fórst í snjóflóði Krossnesfjall ljóskastara til að lýsa upp svæðið þegar maðurinn fannst rétt fyrir kl. 21. Vora þá rúmar sex klukkustund- ir liðnar frá því að snjóflóðið féll. Maðurinn hét Jón Stefánsson, 33 ára gamall, til heimilis að Tindum á Kjalamesi. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og þrjú börn. -gf/-þhs Stuttar fréttir i>v Framboð frjálslyndra Framboðslistar Frjálslynda flokksins á Norðurlandi eystra og Vestflörðum hafa verið ákveðnir. Efsta sætið á Norður- landi eystra skipar Halldór Hermannsson frá ísafirði, en Hermann B. Haraldsson annað sætið. Efsta sætið á Vesturlandi skipar Sigurð- ur R. Þórðarson, en Kjartan Egg- ertsson er í öðra sæti. Vaktavinna Vegna aukins hráefnis að und- anfömu stefnir í að innan fárra vikna verði farið að vinna á vökt- um hjá rækjuverksmiðjunni Særúnu á Blönduósi. Vegna þessa þarf að fjölga starfsmönnum um allt að helming. Stöð 2 sagði frá. Bjargað úr sundlaug Manni var bjargað úr Sundlaug Vesturbæjar í gær eftir að hann fékk hjartastopp í dýpri enda laug- arinnar. Maðurinn komst til með- vitundar eftir lífgunartilraunir sundlaugarvarða og læknis sem staddur var í lauginni. RÚV sagöi frá. Óróleiki innan SH Óróleiki er talsverður meðal starfsfólks SH vegna orðróms um yfirvofandi uppsagnir hjá fyrirtæk- inu í kjölfar mikilla sviptinga í stjóm fyrirtækisins. Róbert Guð- finnsson stjómarformaður segir hins vegar að orðrómurinn sé ekk- ert annað en draugasögur. Stöð 2 greindi frá. Eggert efstur? Tahð er að Eggert Haukdal verði efstur á framboðslista Frjálslynda flokksins á Suð- urlandi fyrir næstu alþingis- kosningar og Þorsteinn Áma- son, vélstjóri á Selfossi, verði í öðru sæti. RÚV sagði frá þessu. Sameining Stefnt er að sameiningu Slysa- vamafélags Islands og Landsbjai-g- ar. Málið verður kynnt á fundum fulltrúaráða um næstu helgi. Við- ræður um sameininguna hafa stað- ið yfir með hléum síðan í haust. Stöð 2 sagöi frá. Hagkvæm stóriðja Heildarávinningur af stóriðju á íslandi gegnum tíðina nemur um 90 milljörðum króna að mati Páls Harðarsonar hagfræðings. Hann segir að hreinn ávinningur af stór- iðju hafi numið um hálfu prósenti af landsframleiðslu á hverju ári síðan hún hófst. Sjónvarpið sagði frá þessu. Fækkun á landsbyggðinni íbúum á landsbyggðinni mun fækka um 8.000 á næstu fimm árum samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. Fólki á þrítugsaldri mun fækka mest. Sjónvarpið sagði frá þessu. maiaio ovinurinn Margrét Frímannsdóttir segir í Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðan stæðingur Sam- fylkingarinnar, en ekki Vinstri hreyfingin Grænt framboð. Hún telur jafn- framt að breyt- ingar verði miklar á flokka- kerfinu á næstunni. RÚV grein frá þessu. Aprílgabb Frétt DV sl. fimmtudag um að Monica Lewinsky væri mætt til landsins til að kynna bók sina vakti mikla athygli og mættu margir í verslun Máls og menning- ar til að hitta skvísuna. Þeir gripu þó í tómt vegna þess að hér var á ferðinni aprílgabb ritstjómar DV. Monica var stödd í Frakklandi á fimmtudaginn. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.