Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL Íð99 Fréttir Endurtaka varö guösþjónustu á Flateyri: Læknir troðfyllti kirkjuna - og sendi þá á pöbbinn sem ekki komust inn ms Ó, þetta er indælt stríð • -.4'? Lýður Árnason héraðslæknir fékk þá ósk sína uppfyllta um páskana að predika í kirkjunni og þótti honum takast vel upp. DY Flateyri: Á skírdag var flutt við metað- sókn í Flateyrarkirkju „Popppassí- an píslarsaga Krists“ eftir þá Lýð Árnason, héraðslækni á Flateyri, og Ólaf Ragnarsson, skipstjóra á staðnum. Mikil aðsókn var að messunni og var kirkjan troðfull og varð að endurtaka messuflutn- ingin síðar um kvöldið og má telja það einsdæmi að fylla kirkjuna tvisvar sama kvöldið. Þegar fyrri messan hófst var fjöldi manns í anddyrinu og utan við kirkjuna. Lýður læknir greip til þess að hvetja fólk til þess að fara á pöbb- inn og koma aftur innan stundar þegar messan yrði endurtekin. Efni passíunnar lýsir síðustu dögum Krists eins og þeir félagar telja þá hafa liðið. Mikill fjöldi fólks kom að uppfærslunni, enda um 25 hlutverk í sýningunni. Um undirleik sáu hljómsveitin COR og Kalli. Athygli vakti að kynjaskipt- ing lærisveinanna var jöfn, enda töldu þeir félagar að svo hafi verið þó ekki væri þess getið í hinni helgu bók. Söngtextar og lög í sýn- ingunni eru öll samin af þeim fé- lögum, utan þess sem hálft lag frá Bob Dylan var fengið að láni. Sögumaður var Lýður Árnason héraðslæknir, sem þrumaði boð- skap sinn úr predikunarstól kirkj- unnar, og milli predikana hans dúndraði kraftmikil rokktónlist um kirkjuna þar sem hinar ýmsu persónur Biblíunnar túlkuðu sinn boðskap. „Við erum mjög hrifnir af þess- ari trúarvakningu sem hefur orðið hér i sveitinni. Hér hefur verið gott ef einn bekkur hefur fyllst en nú fyllum við 10 bekki og það báð- um megin í kirkjunni. Samt urð- um við að fá fólk til að fara á Vagninn og fá sér bjórglas á með- an beðið var eftir næstu messu. Þetta er nokkuð traust held ég,“ segir Lýður læknir. „Þetta er eins og vítamín að taka þátt í svona uppákomu og það skemmir ekki að smitast af at- hafnagleðinni hjá Lýð,“ sögðu þær stöllur Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Ísaíjaröarbæ, og Birna Lárusdótt- ir, núverandi forseti, en báðar tóku þær þátt í poppmessunni. Upphaf þessarar messu má rekja aftur til þess að Lýður og Ólafur sóttu um prestsembættið á Flateyri á síðastliðnu hausti þegar GunncU- Björnsson sóknarprestur fór i ársleyfi. Töldu þeir félagar sig geta sinnt trúarlífi þorpsbúa með fram sínum störfum eins og DV hefur áður greint frá. En umsókn þeirra var hafnað, enda prestsembættið lögverndað starf. „Þegar sr. Gunnar fór i leyfi var ég fenginn til að annast kirkjuna hér í aukaþjónustu og ég bauð þeim félögum samstarf og niður- staðan varð sú að vera með veg- lega poppmessu, eða öllu heldur rokkmessu, sem varð að veruleika hér 1 kvöld. Ég gæti ekki verið ánægðari með hvernig til tókst. Þessi tjáning er einn af þeim tján- ingarmátum sem við höfum í dag, enda troðfylltist kirkjan," segir Valdimar Hreiðarsson, þjónandi sólmarprestur á Flateyri. í lok messunnar þakkaði Lýður héraðslæknir gestum komuna og bað fólk um að ganga á Guðs veg- um og vera duglegt að sækja veit- ingahúsið Vagninn um páskana. -GF Læknirinn og skipstjórinn troðfylltu Flateyrarkirkju á skírdag. Ekki var hægt að koma öllum kirkjugestum fyrir í senn og því varð að halda tvær guðsþjón- ustur sem er einsdæmi á staðnum. DV-myndir Guðmundur Sigurðsson. borðinu. Strax og Milosevic féllst á að semja, gegn því að Nató gerði vopnahlé, juku Natóher- foringjamir sprengjumagnið og bættu flugvél- um í lið sitt til að knýja Serba til að segja það aftur að þeir vildu setjast að samningaborðinu. Nató trúir nefnilega ekki því sem Milosevic seg- ir, nema hann segi það á íjórum fótum og með tiu fingur upp til Guðs. Þannig hefur páskahátíðin farið vel fram og skipulega og allir hafa haft sitt fram. Kosovo- íbúar með því að skipuleggja flótta sinn, Serb- arnir með því að skipuleggja flótta Kosovanna og Nató með því að skipuleggja loftárásimar, til að enginn drepist á meðan á þessum loftbardög- um stendur. Það má ekki hefta flóttann né held- ur meiða Serbana né heldur kasta sprengjum þar sem fólk er. Af þessu öllu má sjá að þetta er afar indælt stríð og í samræmi við þann boðskap páskanna að einhvern verði að krossfesta, til aö hann geti risið upp á nýjan leik, og Nató hefur tekist það sem engum öðrum hefur tekist að gera Milo- sevic að nokkurs konar frelsara og þjóðhetju í heimalandi sínu. Það besta við þetta stríð er þó hitt að enginn veit hvemig því skal ljúka eða hvenær því lýk- ur og þess vegna verður sprengjum varpað fram eftir vori í von um að enginn meiði sig og svo má alltaf reiða sig á Svavar Gestsson til að rétt- læta Nató þegar aðrir eru komnir í rökþrot með að verja þetta indæla stríð. Dagfari Eins og alþjóð veit ákvað Atlantshafs- bandalagið að hefja árás á Júgóslavíu, þeg- ar spurðist út að Svav- ar Gestsson væri geng- inn utanríkisþjónust- unni og bandalaginu á hönd. Var þar kominn bandamaður sem mátti treysta til öflugs málatilbúnaðar þegar andstæðingar Nató fæm að gagnrýna varnarbandalagið fyr- ir árásarstefnu. Enda veitir ekki af. Atlantshafsbandalagið er með aðgerðum sín- um að verja Kosovo- Albana fyrir yfirgangi Serba og hefur sá til- gangur tekist með þeim ágætum að íbúar Kosovo streyma nú út úr landi sínu. Serbar hafa aldrei haft betra tæki- færi en einmitt nú til að láta hendur standa fram úr ermum og ná yfirráðum yfir Kosovo- héraðinu. Árásir Nató hafa þar engu breytt, nema þá til að auðvelda Serbum ætlunarverk sitt. Yfirmenn bandalagsins sitja dag hvem pungsveittir við að skipuleggja árásir á helstu borgir og hemaðarmannvirki í Serbíu, með þeim hætti að enginn meiði sig, og Clinton Bandaríkjaforseti heldur hvem blaðamanna- fundinn á fætur öðmm til að útskýra fyrir þjóð sinni að loftárásir Nató séu bæði nauðsynlegar og óhjákvæmilegar til að fá Serba að samninga- Já eða nei Sverrir Hermannsson tekur nú heldur flugið með dyggri að- stoð Guðjóns A. Kristjánsson- ar og Péturs Bjarnasonar sem liklegir þykja til þess að hala inn kjör- dæmakjörinn mann á Vestljörð- um með dyggri aðstoð guðfoður allra Vestíjarða Matthíasar Bjarnasonar. Ekki er að sjá að fortíð Sverris í Landsbankanum þvælist mikið fyrir en þó eru þar undantekningar á. Á fund Sverr- is í hans gamla kjördæmi á Austfjöröum mætti sú kjamyrta Regína Thorarensen sem um áratugaskeið hefur glatt lesend- ur DV með skondnum skrifúm. Regína hafði eina skorinorða spumingu tO gamla bankastjór- ans: „Stalst þú miklum pening- um úr Landsbankanum? Engar málalengingar og svaraðu með jái eða nei.“ Það fer engum sög- um af svari Sverris ... Þorgeir hættur Þorgeir Þorsteinsson, sýslu- maður á Keflavikurflugvelli, lét af embætti sl. miövikudag eftir 42 ára starf. Lögreglumenn á Vellinum stóðu heiöui'svörö við Grænásblokkinna þar sém Þorgeir hefur búið lengst af embættisferl- inum og óku honum síðan upp í Leifsstöð þar sem hann kvaddi tollverð- ina og aðra fyrrum undirsáta sína sem sagðir eru mismiklum harmi slegnir við brottfor hins litríka embættismanns ... Aprílgabb Sandkorn tók þátt í að blekkja þjóðina 1. apríl svo sem fleiri. Sagt var aö prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefði sótt fast að taka annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks á Vest- fjörðum í stað hér- aðshöfðingjans Einars Odds Kristjánssonar sem yrði seðla- bankastjóri. Þetta er ekki ótrúleg flétta svo sem marka má af mikilli umræðu í fram- haldi af birtingu kornsins. En því miður var þetta aprílgabb og ekki annað vitað en Hannes Hólmsteinn uni sér hið besta í Háskólanum og enginn hefur sýnt því áhuga svo vitað sé að ráða Einar Qdd til Seðlabank- ans ... Logi á toppnum Árleg spurningakeppni fjöl- miðlanna fór fram á Rás 2 um páskana. Þar gekk á ýmsu og sagan um Davíð og Golí- at endurtók sig þegar lið Dags sló út Moggann til- tölulega snemma. Eitt aðaltromp keppninnar reyndist vera sá glað- hlakkalegi fréttamaður Logi Bergmann Eiðsson sem stýrði liði Sjónvarpsins til sigurs. Svo er að sjá sem Logi Bergmann, sem í vetur sló í gegn sem stjóm- andi Gettu betur, hafi lært ýmis- legt af dómara þeirrar keppni, Illuga Jökulssyni, og það hafi dugað honum til sigurs ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.