Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 Steypa, brenna Konurnar setjast við sama borð á mánudags- kvöldum. Þær eru að læra að búa til postu- línsbrúður. Með tíman- um verður fljótandi postulínið höfuð, búkur, hendur og fætur. Loks öðlast brúðan líf. Leikherbergi húsmæðranna Anna María Guðmundsdóttir hefur í gegnum árin farið á myndlistarnámskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Fyrir fimm árum ákvað hún að prófa eitt- hvað nýtt. Hún vildi læra eitthvað sem hún gæti haft atvinnu af. Hún vissi samt ekki hvað það ætti að vera. Hún settist því fyrir framan tölvuna, fór á Netið og viðaði að sér upplýsing- um utan úr heimi. Þegar hún las um postulínsbrúðugerð vissi hún að hún þyrfti ekki að leita meira. „Mér fannst brúðurnar svo flottar og velti fyrir mér hvort það væri virkilega hægt að búa þetta til.“ Hún hélt til New York þar sem hún dvaldi í mánuð og skildi eiginmann sinn og þrjú böm eftir heima. I New York var hún í einkatímum hjá Seeley’s sem þykir eitt virtasta fýrirtæki á sínu sviði. Þegar hún kom heim var hún með í vasanum réttindi til að kenna postulínsbrúðugerð. í dag er hún búin að kenna tugum kvenna í kjallaran- um heima hjá sér sem bömin hennar segja að sé stærsta leikherbergið í hverfmu. Um tíma rak hún Föndur- húsið og kenndi þar en þar sem hún sást þá sjaldan heima seldi hún rekst- urinn. Mikil vinna er lögð í brúðumar. „Þetta þarf allt að steypa, pússa, brenna og mála.“ Misjafnt er á hvað Anna María leggur áherslu þegar hún byijar á sínum eigin brúðum. „Það fer eftir því hvaöa karakter ég ætla að búa tii og hvemig ég er stemmd þann daginn. Þótt ég sé með stundum með fasta hugmynd í kollinum þróast brúðan í höndunum á mér.“ Konurnar sem koma á námskeiðin - enn hefur enginn karl látið sjá sig - eru á öllum aldri. Þetta er ekki fyr- ir böm en elsta konan var um átt- rætt. Um 20 klukkustundir getur tek- ið að fullgera eina brúðu. Eftir að námskeiðunum lýkur sjá konumar sjálfar um að sauma föt á afrakstur- inn þótt Anna María sé þeim stund- um innan handar. Brúðugerðarmeistarinn Anna María tekur ástfóstri við sumar brúðurnar. Útlenskir brúðusafnam- ar hafa heimsótt hana á sumrin og gert tilboð í sumar af þeim litlu manneskjum sem standa og sitja í leikherberginu. Þrátt fyrir góð tilboð eru sumar ekki falar. -SJ „Þótt ég sé stundum með fasta hugmynd í kollinum þróast brúðan í höndunum á mér.‘ DV-mynd Teitur Sameinar áhugamálin Eg hef alltaf haft gaman af gömlum leikföng- um og bún- ingarnir sem þessar brúð- ur eru í hafa heillað mig mest.“ DV-mynd Teitur egar Edda Sigurðardóttir var stelpa ákvað hún að eignast brúðusafn þegar hún yrði stór. Ástæðan var að hún þekkti konu sem átti herbergi sem var fúllt af brúðum. Eða það fannst Eddu. „Brúðumar voru ekki nema 10-15.“ Edda fékk að fara inn í þetta herbergi þegar hún var prúð. Sjálf átti hún litið af hét segir brúðum. „Uppáhaldsdúkkan Stína. Hún var lítil og ljót,“ Edda og hlær. Hún fékk áhuga á postulínsbrúðum þegar hún fór að búa á sínum tíma. „Mig langaði frekar að kaupa postu- linsbrúðu en postulínsvasa." Edda er heimavinnandi og á funm böm. Þau bera það mikla virðingu fyrir brúðusafni hennar að enn hefur eng- in brúða brotnað. Hún ætlar að gera eina brúðu fyrir hvert bam. Þegar þau flytja að heiman í framtíðinni mun hún afhenda þeim brúðumar. „Auðvitað dreymir mig um að brúö- umar verði til eftir hundrað ár.“ Hún hafði fariö á eitt námskeið í postulinsbrúðugerð áður en hún skráði sig á námskeið hjá Önnu Mar- íu. „Það sem er mest spennandi við „Auðvitað dreymir mig um að brúðurnar verði til eftir hundrað ár.“ DV-mynd Teitur þessi námskeið er að skapa andlit sem getur komið manni jafnmikið á óvart eins og hinum í herberginu. Svo fer ég líka félagsskaparins vegna. Það gef- ur mér ómælda ánægju að sitja í ró- legheitunum í góðum félagsskap og gera eitthvað skapandi. Postulíns- brúðugeröin sameinar áhugamál mín sem era að mála og saurna." Edda segir að eiginmanni sínum finnist brúðumar flottar og hafi gam- an af þeim. „Hann skilur þetta samt ekki. Hann segir að ég sé dúkkuóð og hefúr spurt hvort ég sé ekki búin að fá nóg eftir að hafa handfjatlað svo margar dúkkur í gegnum árin. Hann ber ekki meiri virðingu fyrir þessu, blessaður." -SJ Brúður og búálfar Eg fór á postulíns- brúðunámskeið- ið vegna þess að ég hef verið að búa til litla búálfa úr fímóleir og langaði til að sjá hvernig brúður era búnar til úr postulíni," segir Agnes Geirdal klæð- skeri. „Ég hef ekki haft sérstakan áhuga á postulíns- brúðum heldur hand- verkinu í heild sinni. Eg hef alltaf dáðst að þessu í fjarlægð. Ég hef auk þess ailtaf haft gaman af gömlum leikfongum og búningamir sem þess- ar brúður era í hafa heillað mig mest.“ Eftir að hafa farið á námskeiðið og búið til eina brúðu ætlar Agnes og Edda Sigurðardóttir, sem rætt er við hér á síðunni, að mæta til Önnu Mar- íu um einu sinni í mánuði. „Anna María er yndisleg kona, ég hef ofsa- lega gaman af þessari brúðugerð og svo er félagsskapurinn góður.“ Agnes segir að fólki finnist eðlilegt að hún sé á svona námskeiði. „Einn lítill vinur minn sem kom í heimsókn skildi reyndar ekki af hverju ég væri að fylla húsið af alls konar skrítnum hlutum en á heimilinu er mikið af búálfúm og fleiri hlutum sem ég hef búið til.“ Á næstunni munu postulínsbrúður sitja viö hliðina á búáifúnum. Agnes segir að þessir tveir þjóðflokkar séu svo ólíkir að ekki sé hægt að bera þá saman. „Búálfamir era i prjónuðum ullarfótum, með löng nef og eyra og með fjórar tær og fjóra fmgur. Það er þess vegna engin samkeppni á milli þeirra og postulínsbrúðanna." Það verður því enginn rigur á milli búálf- anna og fegurðardrottninganna. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.