Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 Of hátt kólesteról ? Var með það, en ekki lengur. Jurtafæðan lagfærði það. Persónuleg reynsla og árangur. Frítt sýnishorn og ráðgjöf. Póstkr./VisaÆuro 30 daga skilafrestur S. 562-2123 / 861-4577 TITANIUM RONOGRAPH Tilboðsverð: kr. 18.900 Gull og Sllfursmlðjan ERNA Skipholti 3 FANNAR KJARNA Mosfellsbæ Ueigðu falleg og sterk samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Sviðsljós Damon Albarn svangur eftir afmælispartíið: Nýtt grænmeti í matinn handa nýju kærustunni Breski popparinn og íslandsvin- urinn Damon Albarn lét sig ekki muna um að skreppa út í kaupfélag- ið á hlaupahjóli um miðja nótt til að kaupa í matinn. Útsendarar breska æsiblaðsins News of the World sáu til popparans eftir heljarmikla veislu þar sem hann hélt upp á 31. afmælisdaginn sinn. Damon keypti lauk, gulrætur, næpu og dós af niðursoðnum tún- fiski en lét alla óhollustu vera. Spekingar Heimsfrétta veltu þvi fyr- ir sér hvort hann ætlaði að elda eitt- hvað gott handa nýju kærustunni sinni, listakonunni Suzi. Hlaupahjólið er enn ein viðbótin við vistvæn farartæki poppstjöm- unnar okkar (við getum jú eignað okkur kappann vegna langdvala hans meðal vor. Fyrir á Damon ósköp venjulegt reiðhjól og líka svo- kallaða Vespu. Útsendari Heims- frétta segir að popparinn hafi ekki verið i ástandi til að aka bifreið þá um nóttina. Hver hefði sosum verið það eftir afmælisveislu? Breski popparinn Damon Albarn er kominn með nýja kærustu. Hún heitir Suzi og er listakona. Damon hélt upp á 31 árs afmælið sitt um daginn. Elton John er í ástarvímu Poppsöngvarinn Elton John er yfir sig ástfanginn af nýja kærast- anum sínum, David Fumish. „Við er mjög ástfangnir," sagði Elton John í viðtali við þýska tímaritið Bunte. Að sögn Eltons, sem er orðinn 52 ára, hefur hann eytt 43 árum ævi sinnar í leit að lífsfomnaut eins og Furnish. Furnish er 36 ára og kveðst bera jafnheitar tilfinningar í brjósti til poppsöngvarans. Lélegur á skíðum Skemmtilegt hf. Pierce Brosnan er lélegur á skið- um. Það kom í ljós við tökur á nýj- ustu James Bond-myndinni, The world is not enough, í frönsku Ölp- unum á dögunum. Greinilegt var að kappinn var ekki ýkja fimur í skíða- brekkunum. Hann þótti eiginlega al- veg hræðilegur. Áhættuleikari aðstoðaði Brosnan í erfiðum senum, að því er haft er eftir heimildarmanni í kvikmynda- tökuliðinu. Fram undan er mjög líflegur tími brúðkaupa og af því tilefni mun DV gefa út veglegt aukablað um brúðkaup miðvikudaginn 14. apríl. Lögð verður áhersla á nýtilegt blað þar sem fallegar myndir, létt viðtöl og skemmtilegir fróðleiksmolar skipa veglegan sess. Öllum þeim sem hafa skemmtilegar ábendingar og tillögur um efni blaðsins er bent á að hafa samband við Sólveigu Sigurbjörnsdóttur í síma 550 5000 sem fyrst. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Selmu Rut í síma 550 5720 eða Gústaf í síma 550 5731 hið fyrsta en þó eigi síðar en 8. apríl. Eins gott að fara varlega þegar maður gengur niður tröppur í svona múnd- eringu. Þessi furðufatnaður vakti mikla athygli á tískuhátíð austur í Peking á dögunum. Höfundurinn, Kínverjinn Tang Xiaoyu, segist hafa leitað í smiðju skordýra á borð við hunangsflugur og fiðrildi. Blaöberi óskast Bakkastaðir, Barðastaðir Brúnastaðir, Garðsstaðir Upplýsingar í simi 550 5777 Upplagður göngutúr fyrir heimavinnandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.