Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1999, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1999 Afmæli Jón Óskar Hjörleifsson Jón Óskar Hjörleifsson viðskipta- fræðingur, Lindargötu 61, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1945 og kandidatsprófi í við- skiptafræði við HÍ1951. Jón stundaði skrifstofustörf hjá Hval hf. í Hvalfirði 1949 og 1951-52, var framkvæmdastjóri Sambands smásöluverslana 1952, og starfaði hjá Shell á Islandi 1952-55. Jón var meðeigandi fyrirtækisins Georg Ámundason & Co 1955-61 en stundaði síðan sjálfstæða starfsemi við bókhald, reiknings- og skatta- skil og umboðsverslun með hjúkr- unarvörur um árabil, eða fram undir sjötugt. Jón var ritari í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna 1958-61, sat í stjóm Snarfara, félags sportbátaeigenda, og í stjóm Siglingafélagsins Brokey í Reykjavík. Fjölskylda Jón kvæntist 23.7. 1948 Jón Óskar Ingu Þuríði Guðbrands- Hjörleifsson. dóttur, f. 13.2. 1927, hús- móður. Hún er dóttir Guðbrands Gunnlaugssonar, f. 23.6.1900, d. 26.6. 1949, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h„ Þuríðar Ingi- bjargar Ámundadóttur, f. 23.6. 1898, d. 17.9. 1991, húsmóður. Börn Jóns og Ingu Þuríð- ar em Þuríður Ingibjörg Jónsdóttir, f. 31.1. 1949, hdl. í Reykjavík en hún á tvær dætur; Guðbrandur Jónsson, f. 2.2.1951, versl- unarmaður og lærður flugmaður, búsettur í Reykjavík en hann eign- aðist fimm börn og era fjögur þeirra á lifi og er sambýliskona Guðbrands María Maríusdóttir kaup- kona en hún á þrjú börn; Hjörleifur Magnússon Jónsson, f. 7.7. 1956, lærður vélstjóri og flug- maður, nú starfandi lögreglumaður, búsettur í Reykjavík en sambýlis- kona hans er Sigríður Óskarsdóttir einkaritari og eiga þau eina dóttur; Laufey Jónsdóttir, f. 29.12. 1961, meinatæknir, gift Magnúsi A. Lúð- víkssyni lækni og eiga þau tvær dætur. Systkini Jóns era Ólöf Hjörleifs- dóttir, f. 16.1. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Andrés Hjörleifsson, f. 25.1. 1929, atvinnubilstjóri í Reykja- vík; Hjördís Þórunn Hjörleifsdóttir, f. 7.4. 1932, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Hjörleifur Magnús Jónsson, f. 7.8. 1899, d. 6.10. 1968, vörubifreiðastjóri og síðar fisksali í Reykjavík, og k.h., Ástríð- ur Andrésdóttir, f. 8.4. 1903, d. 26.5. 1993, húsmóðir. Jón verður að heiman á afmælis- daginn Fréttir Staðarsveit: Lýsuhólsskóli 30 ára DV, Snæfellsbæ: Lýsuhólsskóli i Staðarsveit á 30 ára starfsafmæli í ár. Það var í jan- úar 1969 sem skólahald í Staðarsveit fluttist í þá nýbyggt félagsheimilið á Lýsuhóli, en fram að því hafði skólahald í sveitinni verið með ýmsu móti. Fyrst sem farkennsla, en frá 1945 var rekinn heimavistar- skóli að Ölkeldu, hjá hjónunum Þórði Gíslasyni og Margréti Jóns- dóttur, þar sem Þórður sá um upp- fræðsluna en Margrét um heima- vistina. Einnig rak séra Þorgrímur Sigurðsson unglingaskóla á Staða- stað frá árinu 1944. í þau 30 ár sem Lýsuhólsskóli hef- ur starfað hefur margt breyst hvað varðar aðstöðu nemenda og kenn- ara. Allt fram til 1991 var kennt í fé- lagsheimilinu, oft við þröngan kost, en með tilkomu nýju skólabygging- arinnar sem byggð var við félags- heimilið 1991 gjörbreyttist öll að- staða nemenda og kennara til hins betra. Við skólann er sundlaug og íþróttavöllur þannig að aðstaða til útiþrótta er með ágætum. Skóla- svæði Lýsuhólsskóla er nú Staðar- sveit og Breiðuvíkurhreppur í Snæ- fellsbæ og kennt á grunnskólastigi, 1.-10. bekk. Nemendur í vetur eru 41 og kenn- arar og leiðbeinendur 9. Skólastjóri er Guðmundur Sigurmonsson. í til- efni af þessum tímamótum hefur verið ákveðið að halda veglega af- mælishátíð í skólanum 10. apríl. Þar mun foreldrafélagið bjóða gestum í afmæliskaffi og margt verður til sýnis og skemmtunar. Dagskráin hefst kl. 14 og er vonast til að sem flestir af gömlum nemendum og starfsfólki mæti til að fagna þessum áfanga i starfi Lýsuhólsskóla. í tengsl- um við afmælishátíðina hefur verið gefið út veglegt afmælisblað sem Kristján Þórðarson hefúr ritstýrt. Þar er saga skólans og skólahalds í Staðar- sveit rakin ásamt greinum og minn- ingabrotum gamalla nemenda og nú- verandi nemendur láta einnig ljós sitt skína. DV-PSJ Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja: Fjárfestingar 1.646 milljónir 1998 DV, Suðurnesjum: Aðalfundur Hitaveitu Suðumesja var haldinn í Eldborg í Svartsengi 26. mars. í skýrslu Júlíusar Jónssonar forstjóra kom fram að alls framleiddu hinar tíu túrbínur fyrirtækisins í Svartsengi 54,1% af heildarraforku- notkuninni á Reykjanesi. Gjaldskrá Hitaveitu Suðumesja var óbreytt á ár- inu og hafa aðrir taxtar en rafhita- taxtar verið óbreyttir frá 1991, utan þess að almenni taxtinn lækkaði árið 1995 um 12,5%, en verð á hveijum mínútulítra er 1.800 krónur og heimil- istaxti á raforkuverði 6,54 kr. Alls nam upptekt á Svartsengi sjö milljónum tonna á árinu og minnkaði um 600 þúsund tonn milli ára. Þá hófst niðurdæling að nýju, en hún hafði legið niðri um hríð og var alls dælt niður um 670 þúsund tonnum og gert er ráð fyrir aukinni niðurdæl- ingu á næstu áram. Stöðu jarðhita- geymis í Svartsengi má telja ágæta. Þrýstimælingar á jarðhitakerfinu gefa til kynna að þrýstingur minnki um 0,5 bör á ári, en jafhframt benda þær til þess að um stöðugt aðstreymi á hita sé að ræða. Fjárfestingar hafa ekki verið meiri í 20 ár en þær vora 1.577 m.kr. í orku- veri og veitukerfum og í heild 1.646 milljónir króna. Stærstu einstöku verkefni vora við Orkuver 5 og borun á fjóram gufuholum. Frá aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja. Þá má nefha Eldborg, hið nýja kynningar- og mötuneytishús í Svartsengi. Á árinu 1999 er síðan reiknað með að fjárfestingar nemi 2.000-2.200 milljónum króna. Rekstr- artekjur ársins námu 1.895 m.kr. og rekstargjöld kr. 1.430 m.kr. og var rekstrarafgangur 465 m.kr. Er þetta 14. árið í röð sem rekstarafkoma er já- kvæð. Þá var arðsemi eigin ijár 7%. í stjóm Hitaveitu Suðumesja era Jóhann Einarsson formaður, Ómar DV-mynd Arnheiður Jónsson varaformaður og Ingólfur Bárðarson ritari. Meðstjómendur era Ámi R. Ámason, Guðjón Stefánsson, Bjöm H. Guðbjömsson, Jón Gunnars- son, Jón Noröfjörð og Sigurður Ingv- arsson. -AG Til hamingju með afmælið 6. apríl 95 ára Helgi Jónsson, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. 85 ára Steinunn Guðleifsdóttir, Laugavegi 61, Reykjavík. 80 ára Snorri Halldórsson, Hvammi I, Eyjafjarðarsveit. Guðrún Jónsdóttir, Hjarðarbóli, Aðaldælahreppi. 75 ára Birgitta M. Johansson, Flúðaseli 42, Reykjavík. Högni Jóhannsson, Stífluseli 4, Reykjavík. 70 ára Jens Stefán Halldórsson, Skipholti 6, Reykjavík. Höskuldur Jónsson, Rjúpufelli 44, Reykjavik. Gyða Bergþórsdóttir, Efra-Hreppi, Borgarbyggð. Sigurður Amfinnsson, Víðimýri 18, Neskaupstað. 60 ára Hulda Yngvadóttir, Bugðutanga 17, Mosfellsbæ. Ámý Hjaltadóttir, Steinnýjarstöðum, Skagaströnd. Hreinn Ármannsson, Hamrahlíð 44, Vopnafirði. Björn Jensen, Sunnuvegi 5, Selfossi. Jón Guðmundsson, Berjanesi, Vestur-Landeyjum. 50 ára Albert Már Steingrímsson, Jófríðarstaðavegi 17, Hafnarfirði. Reynir Óskarsson, Vallargötu 10 A, Sangerði. Árni Sigurðsson, Köldukinn, Dalabyggð. Víðir Ingvarsson, Hæðargerði 16, Reyðarfirði. 40 ára Sævar Örn Elíson, Kleppsvegi 106, Reykjavík. Erna Jóna Sigmundsdóttir, Ægisíðu 117, Reykjavík. Róbert Samúelsson, Víðimel 19, Reykjavík. Már Amarson, Grundargerði 33, Reykjavík. Theodór Siemsen Sigurbergsson, Haðalandi 11, Reykjavik. Sigurður Blöndal, Akraseli 23, Reykjavik. Margrét Kristín Guðmundsdóttir, Hjallabrekku 9, Kópavogi. Öra Sæmundsson, Helgalandi 1, Mosfellsbæ. Freyja Hilmarsdóttir, Votmúla, Árborg. Guðni Torfi Áskelsson, Helgastöðum, Stokkseyri. r ein naudsyn fyrlr alla skær imtii m nu á iunmi í tíBk™0*" ^ S 1 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.