Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 Viðskipti____________________________________________________________________________________________________dv Þetta helst: .. .Viðskipti á Verðbréfaþingi lítil eða 410 m.kr. ... Ávöxtunarkrafa spariskírteina hækkar en húsbréf breytast lítið ... Hlutabréfaviðskipti 128 m. kr. ... Mest viðskipti með bréf Þorbjarnar ... FBA lækkar en Eim- skip hækkar ... Dollarinn sterkur í Evrópu ... Sparisjóður Kópavogs hagnaðist um 27,5 m.kr. 1998 ... Velta á Verðbréfaþingi minnkar um 37,1% - aukning í hlutabréfum, minnkun í skuldabréfum og víxlum Velta á Verðbréfaþingi íslands minnkaði um 37,1% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Velta á hlutabréfamarkaði er hins vegar orðin meiri en allt síð- astliðið ár. Velta fyrstu þrjá mánuði ársins var 16,7 milljarðar, saman- borið við 3,9 milljarða í fyrra. Helstu ástæður þessarar aukningar eru tvær. I fyrsta lagi hefur skráð- um fyrirtækjum á Verðbréfaþingi íslands fjölgað. Það hefur aukið úr- val og fjölbreytni í fjarfestingavali. í öðri lagi eru stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðimir, í aukn- um mæli að fjárfesta í hlutabréfum. Enn fremur hefur þróun á hluta- bréfaverði í ár einkennst af stöðugt hækkandi verði, á meðan fjárfestar héldu aö sér höndum í fyrra vegna ótta við sjómannaverkfall. Meiri stöðugleiki hefur þannig einkennt þetta ár og er það hluti skýringar- innar. Ríkissjóður greiðir upp Velta á skuldabréfamarkaði á verðbréfaþinginu dróst saman um 20,8% fyrstu þrjá mánuði þessa árs og var 83,3 milljarðar. Ástæðan er öðru fremur sú að viðskipti meö spariskírteini rikissjóðs hafa Hlutabréf: Met í London FTSE 100 hlutabréfavísitalan sló met á þriðjudag i takt við Dow Jones vísitöluna á Wall Street í Bandaríkjunum, sem fór yfir 10.000 stig á mánudag. Við lokun markaðar hafði FT- SE 100 hækkað um 85 stig og var 6.415,3 stig. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort hækkun hluta- bréfa í London, sé til frambúðar eða ekki. Margir benda á að í gær, þriðjudag, hafi verið síðasta tækifærið til að nýta skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og því hafi eftirspum verið mikil sem aftur hafi leitt til verðhækkana. Einnig hefur hugsanleg lækkun vaxta í Bretlandi ýtt undir hækk- un á verði hlutabréfa, en peninga- málanefnd Englandsbanka kemur saman á morgun til að taka ákvörðun um vexti. Flestir hag- fræðingar búast við að bankinn lækki vexti um 25 punkta. mmnkað mjög mikið það sem af er árinu. Ríkis- sjóður er að greiða upp innlend lán og á meðan halda fjárfestar að sér höndum. Einnig hafa lausafjárreglur Seðla- bankans neikvæð áhrif á skuldabréfamarkaðnum. Þetta er töluvert áhyggju- efni því að á íslandi bygg- ist stór hluti af verðlagn- ingu á fjármálamarkaði á vaxtaferli spariskírteina. Þ & E, Akranesi: Sterk staöa DV, Akranesi: Aðaifúndur Þorgeirs & Ellerts hf. var haldinn 30. mars. Þar kom fram að 3,5 milijóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári og staðan hefur ekki verið sterkari frá stofnun þess fyrir 5 árum. Góð verk- efni em út allt þetta ár. Mjög góð afkoma varð af rekstri skipasmíðastöðvarinnar 1998. Hagn- aður fyrir skatta var um 36 milljónir og í árslok er eigið fé félagsins 80,7 milljónir og skuldir umfram eigið fé eru um 22 milljónir. Hins vegar voru verulegir erfiðleik- ar í rekstri stáldeildar framan af ár- inu. Tap þar 30,5 miljónir fyrstu 4 mánuðina og var rekstri hennar hætt í maí. í samstarfi við I.Á. smiðju ehf. var stofnað hlutafélagið Skaginn hf. um rekstur stáldeildarinnar og ljóst er að hagnaður verður af fyrirtækinu. Veltan varð um 200 milljónir. Starfsmenn Þ&E voru að meðal- tali 73 á árinu og voru launagreiösl- ur samtals um 169,3 milljónir. Fyrstu 4 mánuði ársins voru starfs- menn að meðaltali 85 eða á meðan stáldeildin var starfrækt. í árslok Minnkandi viðskipti draga úr áreið- anleika vaxtaferilsins og þar með úr skilvirkni markaðarins. Stærsti hluti veltuminnkunarinn- ar er hins vegar fólgin í minnkandi viðskiptum með ríkis- og banka- víxla eins og sjá má á grafinu. Þessi samdráttiu- á sér að einhverju leyti eðlilegar skýringar því veltan hefur flust yfir á svokallaðan Reibor markað. Jafhframt hefur lausafjár- kvöðin slævandi áhrif á viðskipti með víxla. -BMG voru 60 starfsmenn á launaskrá. Hluthafar í Þ & E í árslok voru 69 og þrír þeirra áttu yfir 10%. Það eru ÍÁ-hönnun ehf. með 21,3%, Ingólfur Ámason 21,3% og Skaginn hf. með 13,3%. Samþykkt var að greiða 10% arð til hluthafa á árinu 1999. Fram- kvæmdastjóri er Þorgeir Jósefsson og stjómarformaður Höröur Pálsson bakarameistari. -DVÓ Hagnaður Sjávarútvegsfyrírtækja - í miHjómim króna Grandi 97 516 98 403 ÚA -132 251 SJdarvinnslan 332 122 3.097 Þoimóður rammi 240 200 Hraðfrh. Eskifjarðar 241 212 HB S36 270 -U 72 Hraðfrh. Þórshafnar 147 46 204 706 Tangi 67 -32 Jökull 234 -219 SR-mjöl 360 205 Þorhjöm 71 -6 Guðmundur Runólísson 3 40 Hraðfrystihúsið 179 40 Krossanes 110 37 97 98 SAMIALS 3.097 2347 Vegna tæknilegra mistaka birtist ofangreind mynd ekki með frétt um afkomu sjávarútvegsfy r- irtækja í blaðinu gær. Mistökin eru hér leiðrétt. Slæm afkoma Stálsmiöjunnar hf. Hagnaður Stálsmiðjunnar hf. var aðeins 31 milljón króna á síöasta ári. Þetta er lakari af- koma en árið á undan en þá nam hagnaður 67 milljónum. Ástæðuna fyrir lakari afkomu má rekja til lélegs árangurs í einu af stærstu verkefnum fyr- irtækisins en ekki er gefiö upp hvert það var. Annað sem vek- ur athygli er að mikil hækkun varð á launakostnaði, eða 23%. Mikið launaskrið var á síðasta ári og einna mest hjá iðnaðar- mönnum. Það kom illa niður á Stálsmiðjunni, sem og öðrum fyrirtækjum í iðnaði. Einnig hafði sterk staða krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjald- miðlum okkar neikvæð áhrif. í ljósi þessara frétta telja sér- fræðingar á fjármálamarkaði að bréf í Stálsmiðjunni hf. séu ekki vænlegur fjárfestingar- kostur. -BMG Ágúst Einarsson, forstjóri Stál- smiðjunnar hf. Hagnaður hjá Sparisjóða- bankanum Hagnaður Sparisjóðabankans nam 111 miljónum í fyrra, sem er svipaður hagnaður og árið á und- an. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um þann banka þá, eins og nafn- ið gefúr til kynna, er þetta banki sparisjóðanna á íslandi. Hann sér meðal annars um sameiginleg verðbréfaviðskipti sparisjóðanna. Auk þess að eiga Sparisjóðabank- ann eiga sparisjóðimir á íslandi líka stærsta verðbréfafyrirtæki landsins, Kaupþing. Hlutabréf hækka í Japan Hlutabréf í Japan hafa hækkað i verði að undanfomu. Þetta em jákvæðar fréttir í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af efnahags- vanda Japana. Atvinnuieysi er þar í sögulegu hámarki, japanska yenið er veikt og staða fyrirtækja almennt slæm. Þessi þróun vekur veikar vonir um að efnahagslífið sé að taka við sér en ljóst er að ástandið er enn mjög slæmt. Vextir lækka í Bretlandi Talið er líklegt að tilkynnt verði um vaxtalækkun í Bret- landi í dag. Ástæðan er sú að verðbólguþrýstingur hefur farið minnkandi og pundið hefúr verið að veikjast. Fréttir af vaxtalækk- unum í viðskiptalöndum okkar íslendinga em nokkurt áhyggju- efni þar sem vaxtamunur milli landanna mun aukast enn frekar. Evran veik Frá því að evran var tekin upp um áramótin hefur gengi hennar fallið mikið. Sér- staklega er fallið mikið gagnvart dollar, eða 9,1%. Evran hefur fall- ið um 4% gagn- vart íslensku j krónunni. Kosovo-deilan virðist hafa áhrif til lækk- unar og þrýsta evr- unni enn frekar niður. Svo virð- ist sem óskabam Evrópusam- bandsins njóti ekki þess trausts sem búist var við fyrir fram. Seðlabanki Evr- ópu lækkar vexti Það em ekki bara Bretar sem vilja lækka vexti til að reyna að gæða efnahaginn lífi. Líklegt er talið að Seðlabanki Evrópu muni gera slíkt hið sama síðar í vik- unni. Ástæðan er sú að evrópskt efhahagslíf er í lægð og nýi gjald- miðillinn veikur. Veikleiki evr- unnar hefur verið rakinn til veik- leika í efnahagslífinu í Evrópu, einkum gagnvart hinu banda- ríska. Markaðsaðilar vonast til að vaxtalækkun geti styrkt evrana til skamms tíma aö minnsta kosti en þvi miður bendir fátt til þess að efnahagurinn í Evrópu sé að taka við sér. Betri tíð á Spáni Atvinnulausum fækkaði tölu- vert á Spáni í liðnum mánuði. Alls vom 1,76 milljónir manna án vinnu í mars og hafa atvinnu- lausir aldrei verið færri síðustu 18 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.