Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 9 Utlönd Monica Lewinsky í Osló: Hugsar oft til forsetans Monica Lewinsky er stödd í Osló þar sem hún kynnir .bók sína Mon- icas Story, sem Bretinn Andrew Morton skráði. Hún sagði í samtali við norska fjölmiðla að hún hugsaði oft hlýlega til Clintons forseta, ekki síst vegna þess að forsetinn væri mjög áber- andi um þessar mundir vegna stríðsástandsins á Balkanskaga. Hins vegar væri ást hennar á forset- anum löngu kulnuð. „Stundum sakna ég hans, það kemur fyrir að ég hugsa mikið um hann, en á öðrum stundum vekur hann með mér viðbjóð," sagði Mon- ica í gær. „Tilfinningar mínar breytast hratt en ég er þó sannfærð um að ég er ekki lengur ástfangin af forsetanum," sagði Monica jafn- framt. Monica var brosmild og virtist í góðu jafnvægi, öfugt við framkomu hennar í London á dögunum þar sem hún brast í grát og flúði undan ágengum ljósmyndurum. „Atburðimir í Kosovo hafa verið ofarlega í huga mér og þar af leið- andi Clinton forseti. Það hefur vak- ið upp ýmsar endurminningar að sjá starfsmenn Pentagon í sjónvarpi daginn út og daginn inn. Monica Monica var brosmild og virtist í góðu jafnvægi þegar hún var stödd í Osló í gær. Lewinsky mun á næstunni heim- sækja fleiri staði á Norðurlöndum og kynna bók sína. Norðmenn virð- ast áhugasamir um sögu fyrrum lærlingsins því þegar hafa selst 28 þúsund eintök af bók hennar. Stórhertogaynjan af Lúxemborg, Charlotte, er með eiginmanni sínum, stór- hertoganum Jean, i heimsókn í Japan. Hertogaynjan heimsótti vöggustofu í lækningamiðstöð Rauða krossins í morgun og fékk blóm. Austur-Tímor: Belo biskup heim- sækir blóðvöllinn Carlos Belo, biskup á Austur-Tímor, og her- stjórinn í héraðinu heim- sækja í dag kirkju þar sem stuðningsmenn stjómvalda í Jakarta réð- ust á flóttamenn með skothríð og handsprengj- um og drápu á fimmta tug manna í gær. Nánari fréttir af árás- inni i Liquisa, sem er um þrjátíu kílómetra vestur af héraðshöfuðborginni Dili, eru enn óljósar. Vestrænn sendimaður í hafði hins vegar eftir Xanana leiðtogi manna á Jakarta foringja i indónesíska hernum að ekki hefðu verið framin nein fjöldamorð, aðeins fjórir hefðu týnt lífi í árásinni. Sjálfstæðissinnar í bæði Jakarta og Dili sögðu að indónesískir hermenn hefðu tekið þátt í árásinni. Xanana Gusmao, leið- togi uppreisnarmanna á Austur-Tímor, sagði drápin í gær sýna að rétt hefði verið af sér að hvetja landsmenn sína til að vopn- ast. Gusmao, uppreisnar- A-Tímor. Auglýsing um úrsögn úr væntanlegum gagnagrunni á heilbrigðissviði Hér að neðan er birt eyðublað um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði. Klippa má eyðublaðið út og senda til Landlæknisembættisins, sbr. neðst á eyðublaðinu. Athugið að hvert eyðublað er einungis ætlað einum einstaklingi en einnig má senda útfyllt ljósrit. Auglýsingin er birt í öllum dagblöðunum og verður endurbirt innan nokkurra daga. Einnig fást eyðublöð á heilsugæslustöðvum,sjúkrahúsum, apótekum, á afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins og hjá Landlæknisembættinu. Þá er verið að senda út upplýsingabækling í hvert hús meðalgengum spurningum og svörum. Óheimilt er að setja gögn í gagnagrunninn fyrr en um miðjan júní nk. Fyrir þann tíma verður send kvittun um móttöku útfylltseyðublaðs. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu landlæknis í síma 510 1900. Landlæknisembættið Beiðni um úrsögn úr gagnagrunni á heilbrigðissviði Samkvœmt lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði, 8 gr., um réttindi sjúklings, getur sjúklingur hvenœr sem er óskað eftirþví að upplýsingar um hann verði ekki fluttar ígagnagrunn á heilbrigðissviði.í lögum segir:.. .Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar semþegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri heiðni. Sjúklingur skal tilkynna landlœkni um ósk sína. Landlæknir skal annast gerð eyðublaða fyrirslíkar tilkynningar og sjá tilþess að þau liggi frammi á heilbrigðisstofnunum og hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum. Landlæknir skal sjá tilþess að dulkóðuð skrá yfir viðkomandi sjúklinga sé ávallt aðgengilegþeim sem annast flutning upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðssviði. Landlæknir skal sjá tilþess að upplýsingar um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um rétt sjúklings skv. 1. mgr. séu aðgengilegar almenningi. Heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu hafa þessar upplýsingar aðgengilegar sjúklingum í húsakynnum sínum. Rétt er að taka fram að þar til gengið hefur verið frá skilyrðum rekstrarleyfis er ekki ljóst nákvæmlega hvaða heilsufarsupplýsingar verða í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Einnig er rétt að benda á að einstaklingar geta hvenær sem er skipt um skoðun og þarf þá að tilkynna það til landlæknis bréflega. Með hliðsjón af ofangreindu óska ég undirrituð/aður eftir því að upplýsingar um mig verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni mín varðar (vinsamlegast merkið með X í viðeigandi reiti): □ Allar upplýsingar um mig sem þegar liggja fyrir í sjúkraskrám. □ Allar upplýsingar um mig sem kunna að verða skráðar í sjúkraskrá. □ Aðrar upplýsingar um mig úr sjúkraskrám, nánar tilteknar: Staður og dagsetning. Undirskrift (ef um ólögráða barn eða einstakling er að ræða verður foreldri eða lögráðamaður að undirrita þetta skjal). Þessi beiðni er fyrir (vinsamlegast notið prentstafi): Nafn einstaklings Kennitala Lögheimili Póstnr. og staður Nafn lögráðamanns ef um barn eða ólögráða einstakling er að ræða Kennitala Lögheimili Póstnr. og staður Beiðnin sendist til: Skrifstofa landlæknis, Gagnagrunnur á heilbrigðissviði, Laugavegur 116,150 Reykjavík Landlœknisembœttið íjanúar 1999. Askrifendur fá aukaafslátt af smáaugiýsingum DV aMmillihimi0s V/c * vr/ ^ m Smáauglýsingar m 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.