Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 13 Breytum rétt Flótti af landsbyggðinni Við landsbyggðarmenn eigum erfitt með að skilja hvers vegna góðærið hefur ekki skilað sér í framförum til hinna dreifðu byggða. Sl. fjögur ár hafa 33 íbúar flust á viku til höfuðborgarsvæðis- ins af landsbyggðinni. Vestfiröir hafa farið einna verst út úr þessum flótta. Örvæntingar- fuUar aðgerðir, upphrópanir og loforð ríkisstjómarinnar og þing- manna hennar nú rétt fyrir kosn- ingar minna á söguna um nýju fot- Frá Patreksfirði. - „Sl. fjögur ár hafa 33 íbúar flust á viku til höfuðborgarsvæðisfns af landsbyggðinni. Vestfirð- ir hafa farið einna verst út úr þessum flótta," segir greinarhöfundur. þeirra og stefnumótim. Það felur í sér aukið atvinnulýðræði og styrk- ir fýrirtækin sjálf. Landsbyggðin þarf frelsi Samfylkingin mun leitast við að treysta byggð í landinu með því að stuðla að eðlilegri dreifingu aflaheimilda með úthlutun byggðakvóta eða öðram sambæri- legum hætti. Þeir sem búa í sjáv- arplássunum verða að hafa frelsi tU að stunda sjóinn frá bryggju sinni án þess að greiða fyrir það tugi milljóna króna. Þetta er sjálf- sagt frelsi sem hver landsbyggðar- maður verður að hafa, en er nú sviptur. Byggðin missir allt ef fólkið hefur verið svipt frelsinu til að bjarga sér og sjá fjölskyldu sinni farborða, ef togarinn er seld- ur og frystihús- inu lokað. Sam- fylkingin stefnir á að endurheimta þetta frelsi handa landsbyggðinni allri. Lands- byggðarmenn verða að taka höndum saman i þessu máli og mörgum öðrum til endurreisnar byggðinni. Einn mikilvægasti þátturinn við það starf er að breyta til með því að breyta rétt og kjósa Samfylkinguna þann 8. maí nk. Karl V. Matthíasson „Landsbyggðarmenn verða að taka höndum saman íþessu máli og mörgum öðrum til endurreisn- ar byggðinni. Einn mikilvægasti þátturinn við það starf er að breyta til með því að breyta rétt og kjósa Samfylkinguna þann 8. maí nk.u Við í Samfylking- unni á Vestfjörðum munum beijast heils hugar til að efla hag Vestfjarða og styrkja byggðina í landinu. Sá góði byr sem við njótum mun vera okkur styrkur í því starfi. Að undanfórnu hef ég verið á ferð um Vestfirði og hitt fjölda manns að máli og er ég þakklátur fyrir það hversu já- kvætt fólk hefur ver- ið í minn garð og Samfylkingarinnar. Ánægjulegt er að finna hve margir vilja koma til starfa og svo að orð okkar megi breytast í góð verk til framfara á Vestfjöröum og reynd- ar hvar sem er á landsbyggðinni. Allir sem eru áhugasamir um blómlegt líf og starf á landsbyggð- inni era velkomnir í Samfylking- una og við hvetjum þá til' að taka þátt í baráttunni. Samfylkingin er ung og það er vor hjá okkur. Vertu með í því að gera drauminn um eflingu lands- byggðarinnar að veruleika, land- inu öllu til heilla. Mestu máli skiptir að sem flestir séu þátttak- endur í þessu starfl. Þannig verð- ur það ánægjulegra, öflugra, kröft- ugra og árangursríkara. in keisarans. Hvað háfa þeir verið að gera allt kjörtímabil- ið? Það er þyngra en táram taki að hafa horft upp á hvemig kvótinn hefur verið seldur af Vestfjörðum og hversu útgerðin þar hefúr farið hall- óka. Dapurlegt er að verkakonur, verka- menn og fleira fólk sem vill búa á lands- byggðinni er alger- lega áhrifalaust í matadorleik siunra útgerðarmanna er lýsa því yflr að nú- verandi kvótakerfi sé hið eina rétta. Þetta er óréttlæti og þessu verður að breyta. Samfylkingin telur að starfsfólk fyrirtækja eigi með ábyrgum hætti að hafa áhrif á starfsemi Kjallarinn Karl V. Matthíasson sóknarprestur, í öðru sæti Samfylkingarinnar á Vestfjörðum Mikilvægi íþrótta og æskulýðsstarfs Sérhver einstaklingur þarf að hafa tækifæri til að taka þátt í hvers konar íþrótta-, félags-, tóm- stunda- og æskulýðsstarfi. Stjóm- völd eiga að styðja við bakið á þeim félögum og samtökum sem vinna með bömum og unglingum. í því sambandi er eðlilegt að framlög opinberra aðila skuli miöast við þátttöku bama og ungmenna að tutt- ugu ára aldri í við- komandi starf- semi. íþrótta og æskulýðsstarf hef- ur ávallt verið bor- ið uppi af fómfús- um einstaklingum í sjálfboðaliða- starfi. Slíkt verður erfiðara með hverju árinu sem líður. Stuðningur frádráttarbær frá skatti Engum dettur í hug að reka fé- lagsmiðstöðvar í sjálfboðastarfi. Þar era menntaðir leiðbeinendur sem fá laun frá viðkomandi stjóm- völdum. Sama þarf að gerast í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Ófært er að sjálfboðaliðar séu að afla tekna til að greiða laun leiðbeinenda barna og unglina. Til að efla afrek- síþróttir í landinu þarf að gera framlög til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála frádráttarbær frá skatti með sama hætti og stuðning við stjórnmálaflokka. Slíkt fyrir- komulag hvetur enn frekar fyrir- tæki og einstaklinga til að leggja þessum málaflokkum lið. Björn Bjamason menntamálaráðherra hefur haft forgöngu um að ríkis- valdið leggur nú 10 milljónir í af- rekssjóð ÍSÍ árlega og styður þannig myndarlega við bakið á af- reksfólki okkar. En betur má ef duga skal. Sýnt hefur verið fram á í nýlegri rannsókn (prófessors Þórólfs Þór- lindssonar), svo ekki verður um villst, að þátttaka allra aldurshópa í hvers konar iþrótta- starfi (og tómstunda- starfi) hefur mikið forvarnargildi. Bein tengsl era á milli íþróttaiðkunar og ár- angurs í skóla. Því oftar sem einstak- lingur æfir íþróttir, þvi betri námsárang- ur sýnir hann og því minni líkur eru á að hann neyti áfengis og tóbaks. Því ber að stuðla að því að allir geti átt þess kost að taka þátt í slíkri starfsemi, hvort sem er í skipulögðu starfi eða á eigin vegum. Eflum félags- og tóm- stundastarf í skólum Forvamafræðslu ber að setja í námskrá grann- og framhalds- skóla, auk námsáfanga á háskóla- stigi. Efla þarf skólaíþróttir, flétta inn í þær fræðslu um mikilvægi heilbrigðra lifshátta og efla sam- starf iþróttafélaga og skóla. Vegna þess forvamargildis sem þátttaka barna og unglinga hefur í íþrótta- og tómstundastarfi, er nauðsyn- legt að stuðla að mark- vissri uppbyggingu þess. Þetta þarf að gera m.a. með því að koma upp námsbraut- um við framhalds- skóla landsins fyrir leiðbeinendur og þjálf- ara í hvers konar íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi. Vel menntaðir leiðbein- endur era gulls ígildi. Hvetja þarf sveitar- stjórnamenn og skóla- stjómendur til að efla þann þátt í skólastarf- inu sem lýtur að þátt- töku í félags- og tóm- stundastarfi í skólum landsins. Sá þáttur í uppeldi og þroska bama og unglinga er þeim mjög mikilvægur. Þeir sem vinna að íþrótta-, tóm- stunda- og æskulýðsmálum þurfa að stilla saman krafta sína. Við skipulagningu og uppbyggingu á mannvirkjum og annarri aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs þarf að miða við að öll fjölskyldan geti tekið þátt. Mikilvægt er einnig að ekki sé gert upp á milli íþrótta- og ýmiss konar félags- og tómstunda- starfs. Ólafur Bjömsson „Því oftar sem einstaklingur æfir íþróttir, því betri námsár- angur sýnir hann og því minni lík- ur eru á að hann neyti áfengis og tóbaks. Því ber að stuðla að því að allir geti átt þess kost að taka þátt í slíkri starfsemi, hvort sem er í skipulögðu starfí eða á eigin vegum.u Kjallarinn Ólafur Björnsson í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Með og á móti Dómgæslan í handboltanum í vetur. Dómarar eru mannlegir „Ég verð að segja eins og er að ekki er alltaf hægt að skella skuldinni á dómarana þegar mönnum gengur illa. Dómgæslan í vetur hefur að mörgu leyti verið góð en auðvitað geta menn alltaf gert betur. Menn verða að fara að gera sér grein fyrir því, og ekki seinna vænna, Ma£nús v- p®tur»- , ,. son, fyrrv. milli- að domarar ríkjadömarí. hand- gera alltaf vit- knattloik og knatt- leysur. Þeir spyrnu- era hluti af leiknum og dómara- mistökum verður aldrei hægt að útrýma, aldrei. Dómarar gera mistök eins og leikmenn og mis- tökum leikmanna verður aldrei hægt að útrýma, HSÍ verður að passa sig á því að hleypa ekki of ungum dómurum i leiki í efstu deild. Menn verða að hafa reynslu. Dómarar verða að hafa meira gaman af því sem þeir eru að gera. Við höfðum mikla reynslu í gamla daga og viö vor- um virtir af íþróttamönnunum. Ég sagði við Hémma Gunn ein- hvem tímann þegar hann datt að hann þyrfti að taka lýsi. Það vantar allan léttleika í dómgæsl- una. En dómararnir eru margir mjög góðir og ég get fullyrt að mikill meirihluti leikjanna í vet- ur hefur verið vel dæmdur. Þjálf- arar og leikmenn verða hins veg- ar að láta af þeim ósið að skella alltaf skuldinni á dómarana þeg- ar illa gengur.“ Þorbergur A6al- steinsson, fyrrver- andi þjálfari ÍBV í handknattleik. Vantar allt samræmi „Dómgæslan 1 vetur hefur verið ívið betri en oft áður en þó eru margir mjög áberandi gallar í þessu. í fyrsta lagi er það skortm- á samræmingu á milli dóm- arapara og jafnvel áherslumunur hjá sumum dóm- arapörum í viðkomandi leik. Þriðja atriðið er áherslur par- anna frá leik til leiks. Þegar þú ert að æfa mannskapinn 5-3 sinnum í viku þarft þú oft að hafa meiri áhyggjur af því hverj- ir dæmi næsta leik og hvemig þú átt að leggja leikinn upp með tilliti til dómaranna en hvemig þú átt að leggja viðkomandi leik upp handboltalega séð. Það verð- ur að auka samræmið. Þetta skaðar dómarana sjálfa og einnig skaðar þetta handboltann í heild. Þessi skortur á samræmi er án nokkurs vafa stærsta vanda- málið í dómgæslunni og það er ekki mjög mikið mál að laga þetta. Það verða menn að gera sem allra fyrst. Að öðram kosti á dómgæslan hér á landi eftir að verða enn slakari á komandi árum. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á staffænu formi og í gagnabönk- Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.