Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 28
nn 28 MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1999 ustir og | mínútur | ,Klukkan átta á laugar- dagskvöldið var ég glaður ungur maður. Tíu mín- útum síðar var líf mitt í rúst.“ Sigurður Nordal fésýslumaður ÍDV. Stúfur undir stýri „Við höfðum ekki reiknað með þessum reynsluakstri en bíllinn stöðvaðist loks á stein- vegg.“ Helgi Björn Kristinsson, sölustjóri hjá Toyota, í DV um þriggja ára ökumann í sýningarsal fyrirtækisins. Hræðsla og vanlíðan „Ég held að þessi viðbrögð séu til komin vegna þess að fólk er hrætt og órólegt og líður illa.“ Sigrún Árnadóttir hjá Rauða kross- inum í DV um tortryggni Kosovo-Albana. Næstum í lagi! „Blaðamaður hefur fjallað um málið á tiltölulega mál- efnalegan hátt, frekar hlut- laust...“ | Valborg Kjartansdóttir, for- maður siðanefndar Hunda- ræktarfélagsins, í lesenda- bréfi í DV. Dúkkuóð „Hann skilur þetta samt ekki. Hann segir að ég sé dúkku- óö...“ Edda Sigurðar- dóttir í DV um eiginmann sinn og áhugamál. Iþróttagarpur „Enginn átti von á því að Sigurður Sveinsson yrði íþróttamaður, enda glímdi hann við erfiöan mjaðmasjúk- dóm á sínum fyrstu árum.“ Óli Björn Kárason i leiðara DV Messubjór Samt urðum við að fá fólk til að fara á Vagn- inn og fá sér bjór- glas á meðan beðið var eftir næstu messu." Lýður Árnason héraðslæknir í DV um kirkju- sókn á Flateyri. Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Suðurnesja: Þetta er púsluspil DV, Suðumesjum: „Þá má í raun segja að krókurinn hafi snemma beygst því ég byijaði mjög ung að árum að fylgja móður minni á æflngar," segir Lovísa Aðal- heiður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni Suðumesja. Þrátt fyrir ungan aldur, en hún er rétt rúmlega tvítug, tók hún við fram- kvæmdastjóm keppninnar á síðasta ári. Fegurðarsamkeppni var fyrst haldin á Suðurnesjum árið 1985 og var fram- kvæmdastjórnin alltaf í höndum sömu konunnar, Guðrúnar Ágústu Jónsdótt- ur, sem er einmitt móðir Lovísu. „Já, það má í raun segja að ég sé alin upp við þetta og hafði strax mik- inn áhuga og gaman af tilstandinu í kringum keppnina. Það var síðan árið 1997 sem ég tók í fyrsta sinn full- an þátt í undirbúningnum og sá þá um að þjálfa stelpumar og setja upp sjálfa sýninguna. Eftir það varð ekki aftur snúið þvi síðan tók ég alfarið við framkvæmdastjórastöðunni af móður minni í fyrra en hún fylgist þó ennþá vel með og kemur á flestar æflngamar.“ Undirbúningur fyrir keppnina Ung- frú Suðumes er með svipuðu sniði á hverju ári. „í janúar auglýsum við eftir ábend- ingum um stúlkur í keppnina og svör- unin er ávallt mjög góð enda mikið af fallegum stúlkum á Suðumesjum. Við reynum að skoða og tala við sem flest- ar þeirra og í framhaldinu veljum við tólf til fjórtán úr þeim hópi sem síðan taka þátt í keppninni. Við fengum mikið af ábendingum í ár og valið var einstaklega erfitt enda úr fríðum hópi að velja. Keppnin er yf- irleitt haldin fyrstu helgi eftir páska og stúlkumar hafa því tæpa þijá mánuði til að undirbúa sig. Það er mjög margt sem stúlkumar þurfa að gera á þessum skamma tíma og dagskráin er nokkuð stíf miðað við það að stúlkumar em allar annað hvort í skóla eða í vinnu. Þær þurfa m.a. að vera í góðu formi og æfa því Maður dagsins sjálfar á daginn eða á kvöldin i líkams- ræktarstöðinni Lífsstil undir hand- leiðslu Kristjönu Gunnarsdóttur. Síðan hittumst við flestar helgar og þá æfum við gönguna og atriðin fyrir krýning- arkvöldið. Ég hef fengið Fannýju Bjamadóttur til liðs við mig tU að sjá um þjálfun stúlknanna á sviðinu því það er að mörgu að huga fyrir framkvæmda stjórann. Það þarf meðal annars að , útvega gjafir og fá fólk sem getur tekið að sér hárgreiðslu, fórðun og myndatöku, svo eitthvað sé nefnt. Það má því í raun segja að þetta sé eins og óraðað púsluspU í byrjun en smátt og smátt raðar maður spUunum saman og þeg- ar stóra stundin rennur upp er síðasti hlutinn lagður og úr verður heUdstæð mynd. Lovísa er glæsUegur fuUtrúi fyrir keppnina en eins og áður hefur komið fram hefur hún fylgst vel með fegurð og tísku. Hún hefur undanfarin ár unn- ið í versluninni Persónu í Keflavík, sem er í eigu for- eldra hennar, Agústu og Guðmundar Reynissonar. Þá hefur hún kennt er- obik í líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði, starfað sem fyrirsæta og verið stUisti hjá tímaritinu Nýju Lífi. „Mín helstu áhugamál eru aUar íþróttir en þó með sérstakri áherslu á erobik og körfubolta en ég hef undan- fama tvo vetur leikið körfubolta með Stúdínum í meistaraflokki kvenna. Eft- ir þriggja ára hlé byijaði ég aftur í körfubolta fyrir tveimur ámm.“ Þá segist Lovísa hlusta mikið á tón- list og að sjálfsögðu fylgjast vel með tískunni. Sambýlismaður hennar er Valdimar Tryggvi Kristófersson blaðamaður. -AG Kristján Jóhanns- son ætlar að syngja með frændum sínum fyrlr noröan. Kristján á leiðinni Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Kristján stórtenór Jóhannsson ráðgerir að syngja meö karlakórnum Geysi á tvennum tónleikum í íþróttaskemmunni á Akur- eyri í lok mánaðarins. Á tónleikunum mun Kristján einnig taka lagið með bræðrum sínum, þeim Svavari og Jóhanni Má, en það verður í fyrsta skipti sem þeir bræður koma opin- berlega fram saman. Auk þess munu systursynir þeirra bræðra, Öm Viðar og Stefán Birgissynir, syngja með þeim. Tónleikar Tónleikarnir verða þrí- skiptir. Fyrsti hlutinn sam- anstendur af hefðbundnum íslenskum karlakórslögum, annar hlutinn verður söng- ur þeirra bræðra og frænda og þriðji hlutinn verður itölsk óperulog og aríur. Tónleikar þessir hafa verið lengi í farvatninu og verður nú loks af þeim í mánaðar- lok. Kristján og faðir hans sungu báðir með karlakór- unum á Akureyri, sem nú hafa verið sameinaðir. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2370: /^„/cÆfustu- .. /pö/tir* £7/0 HOFO [hf* Á HÆíÍNU VF&H* Ví, J \i>esi hvs orptítJ J.. j jJjj b' M//}, JjjjjTí t II UUJJlll eyþoR,- ©237/ • >M// Vindhani Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Boltinn í dag og á morgun Afturelding og Haukar mætast í undanúrslitum karla í hand- bolta að Varmá i kvöld klukkan 20.30, Annað kvöld mætast svo Fram og FH í Framhúsinu á sama tíma. Þessi fjögur lið eru að spila um það að komast i úrslitin á íslandsmótinu. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki komast áfram í úr- slitaleikina sjálfa, en þar þarf að vinna þrjá leiki til að verða meistari. íþróttir Hjá konunum rúllar boltinn í kvöld í Reykjavíkurmótinu í knattspymu á Leiknisvelli. Þar mætast konumar úr KR og Val. Bridge Sveitir Samvinnuferða-Landsýn- ar og Holtakjúklings enduðu í tveimur fyrstu sætunum í MasterCard mótinu í sveitakeppni, en þær áttust við i fyrstu umferð keppninnar. 1 innbyrðis viðureign- inni hafði sveit Holtakjúklings bet- ur, vann sigur með minnsta mun, 16-14. í þessu spili í leiknum græddu þó íslandsmeistarar Sam- vinnuferða 10 impa. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og AV á hættu: ♦ Á8654 »96 ♦ 9763 ♦ G7 ♦ 972 » DG2 ♦ ÁG854 ♦ 106 N * K3 » ÁK754 ♦ 102 * KD53 * DG10 »1083 4- KD * Á9842 Norður Austur Suður Vestur Guðl. Þorlákúr Öm Guðm.P. Pass 2 » pass 4 » p/h Tveggja hjarta opnun Þorláks Jónssonar lofaði 5 hjörtum og 4 lauf- um og 13-16 punktum og Guðmund- ur Páll Amarson lét vaða í 4 hjörtu, vongóður um að sá samningur stæði á hættunni. Útspilið var þægi- legt fyrir Þorlák, tígulkóngur. Þor- lákur drap á ásinn í blindum og spil- aði litlu laufi á kóng. Öm Am- þórsson drap á ás- inn og spilaði spaðadrottningu sem Guðlaugur R. Jóhannsson yfir- drap á ás. Næst kom tígull á drottn- ingu og spaðagosi á kóng. Þorlákur sá nú að hægt var að vinna spilið ef trompin lágu 3-2 og spilaði upp á þann möguleika. Hjartaásinn var lagður niður, hjarta spilað á drottn- ingu og lítill tígull trompaður með hjartakóngnum heima. Hjartagos- inn var síðan innkoma á frítiglana. Á hinu borðinu í leiknum var loka- samningurinn 3 hjörtu, slétt staðin og S/L græddu því 10 impa. ísak Öm Sigurðsson Þorlákur Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.