Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 Fréttir Til íslands eftir sjö daga á flótta undan stríðsátökum: Fólkinu líður mjög illa - segir Albert Mejdi sem er til aðstoðar löndum sínum Island Reykjavík W. Lending áætluö um 19:00 Flóttamenn til íslands Holland ''j Maastrlcht % Millllendlng um hádegi ítalla I \ Ancona\ *' Makedónía ije Grikkland Kofu Brottför 08:02 Það var þreyttur og slæptur hóp- ur flóttafólks sem flugvél Landhelg- isgæslunnar flutti frá Makedóníu til Korfu á Grikklandi í gærkvöld. Fólkið virtist þó vera heilt heilsu þrátt fyrir sjö daga hrakninga, þar af fimm sólarhringa undir berum himni. Eins og gefur að skilja er fólkið örsnautt, eins og Hjálmar W. Hannesson sendiherra komst að orði við DV í gærkvöld, enda hafði það flúið heimili sín í Kosovo og hafðist við í flótta- mannabúðum. Það var á þriðjudagsmorg- un sem flugvél Hjálmar W. Hannesson. Landhelgisgæsl- unnar lagði af stað hlaðin hjálpar- gögnum áleiðis til Albaníu. Breyta þurfti þeirri áætlun vegna hernað- araðgerða Nato og því var millilent í Ancona á Ítalíu. Siðan var haldið til Skopje í Makedóníu þar sem ull- arteppi, vatn og dýnur voru látin af hendi og 23 flóttamenn teknir um borð. Vélin lenti síðan á Korfu í Grikklandi í gærkvöld og var gist þar i nótt. „Fólkinu líður mjög illa eins og er,“ sagði Albert Mejdi, sem fór með vél gæslunnar til að aðstoða landa sína á leiðinni hingað til lands. Albert hefur búið hér á Óvíst er um afdrif þúsunda flóttamanna frá Kosovo sem sáust síðast við landamæri Kosovo og Makedóníu í fyrrakvöld. 21 flóttamaður er á leið til íslands þar sem öruggt skjól bíður þeirra. Símamynd Reuter landi um nokkurt skeið og er m.a. einn af forvígismönnum fjársöfn- unar fyrir landflótta Kosovo-Al- bana sem fram fór hér á landi um páskana. Þegar DV náði tali af hon- um á Korfu í gærkvöld sagð- ist hann hafa rætt lítillega við flóttafólkið á leiðinni frá Makedóníu yfir á Korfu. Það Albert Mejdi. bæri þess vissu- lega merki að hafa orðið fyrir miklu áfalli enda hefði það verið rekið frá heimil- um sínum í Kosovo. Nú væri mik- ilvægt að það næði að hvílast og jafna sig. „Við ræddum við þau og þau kváðust vilja fara til íslands," sagði Albert. Hann sagði að fólkið ætti enga ættingja hér svo vitað væri. Hann kvaðst ekkert hafa rætt við það um hvort það hygðist setjast hér að, slíkt væri alltof snemmt á þessu stigi málsins. „Þau virðast öll vera heil heilsu en þau bera þess merki að hafa orðið að hafast við úti. Þess vegna er gott að þau skuli fá læknisskoð- un þegar þau koma heim.“ Albert sagði að fólkið hefði ekki verið svangt þegar það kom um borð því þrjá síðari dagana i flótta- mannabúðunum hefði það haft nægan mat. Fyrst hefðu þau notið hjálpar Albana frá Makedóníu. Síð- an hefðu hjálparsveitir komið til aðstoðar. Hann kvaðst ekki hafa farið inn í flóttamannabúðimar en fyrst hitt fólkið þegar það kom á flugvöllinn í Skopje. Vilbergur Magni Óskarsson, einn af áhöfn gæsluvélarinnar, sagði við DV í gærkvöld að flugið hefði gengið vel. Biðin eftir fólkinu hefði verið löng þar sem upp hefðu komið vandamál með flutninga á því úr flóttamannabúðunum og út á flugvöll. Það hefði á endanum komið með rútu á flugvöllinn. Allt hefði því farið eins og best varð á kosið. -JSS Mikill spenningur - vegna komu fólksins Mikill spenningur greip um sig meðal fólks frá Kosovo, sem búsett er hér á landi en á ættingja erlend- is, þegar spurðist að von væri á flóttafólki frá Kosovo hingað. „Það var margoft hringt í mig í fyrrinótt til að athuga hvort ég vissi hveijir væru að koma,“ sagði Flora Mejdi viö DV. Albert eigin- maður hennar fór út með gæsluvél- inni til að aðstoða við komu flótta- fólksins hingað og það spurðist fljótlega út meðal landa þeirra hjóna. „Það var meira að segja hringt í mig frá Bandaríkjunum og Þýskalandi, íslenskir menn sem eiga albanskar konur. Þær langaði svo til að vita hvort mögulegt væri að ættingjar þeirra væru á leiö til íslands. Albert var með lista með nöfnmn ættingja fólks sem búsett er hér sem eru enn á ófriðarsvæð- inu og fólkið var svo spennt að vita hvort það gæti átt von á einhveij- um þeirra hingað. Ég var alveg undrandi á því hvernig þeir sem hringdu frá Bandaríkjunum og Þýskalandi höfðu uppi á símanúm- erinu okkar. En fólk var greinilega að vonast til að frétta af ættingjum sínum." -JSS í gær var veriö að hífa frá borði í Reykjavíkurhöfn hluta ferju sem verður flutt til Árskógsstrandar. Stálsmiðjan sér um endanlegan frágang á ferjunni. DV-mynd S ísaQörður: Bónusverslun opnuð í maí DK ísafiröi: Ákveðið hefur verið að verslana- keðjan Bónus opni verslun á ísafírði um miðjan maí. Að sögn Heiðars Sig- urðssonar, eiganda verslunarhúsnæð- isins Ljónsins á Ísafírði, er verið að finpússa samninginn við Bónus um leigu á húsnæði. Enn á eftir að skrifa undir. Fyrirhugað er að Bónus geti hafið rekstur á ísafirði upp úr miðjum maí. Undanfarin misseri hefur verslunin Eló rekið matvöruverslim í húsnæði Ljónsins en hætti þeim rekstri um páskana. Áfram eru þó reknar tvær verslanir hjá fyrirtækinu á ísafirði og í Hnífsdal. Heiðar segir að Jóhannes í Bónusi hafi komið vestur fyrir nokkrum vikum og litist vel á aðstæður. Gert er ráð fyrir svipuðum rekstri á Bónusversluninni á ísafirði og í Reykjavík, þó sagði Heiðar að eitthvað yrði stílað meira inn á sérvörur en gert er i sumum Bónusverslununum á höfuðborgarsvæðinu. HKr. Stuttar fréttir r>v Steiner vill bætur í gær aðalmeðferð fyrir héraðs- dómi í máli Franklíns Steiner gegn íslenska rík- inu. Eins og DV hefur greint frá krefst Steiner einnar milljónar króna skaöabóta, þar sem hann telur ólöglega hafa ver- ið staðið að handtöku á sér fyrir utan heimili dóttur sinnar í októ- ber 1997. Lögmaður ríkisins segir það réttarhneyksli fái Steiner svo mikið sem eina krónu. Dagur greindi frá. Bíll og utanlandsferðir Nú stendur yfir leikur á Vísi.is í tilefni af eins árs afmæli veflarins. Ein spurning birtist á dag í leikn- um og verður fyrsti sigurvegarinn dreginn út á morgun, en þá verður Lundúnaferð fyrir tvo í pottinum. Fleiri utanlandsferðir verða dregn- ar út en aðalvinningurinn, Da- ewoo Thunderbird sportbíll, verð- ur dreginn út 20. apríl. Fáir þurfa heimahjúkrun Samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum könnunar Gallups á hög- um og líðan aldraðra, hafa þrir fjórðu hlutar eldri borgara ekki fjárhagsáhyggjur. Þá telja 98 pró- sent þeirra sig ekki þurfa á heimahjúkrun að halda. RÚV sagði frá. Námsskrá fyrir leikskólana Björn Bjamason menntamála- ráðherra kynnti í gær námsskrá fyrir leikskólana sem taka mun gildi næsta haust. Námsskrá hefur ekki verið til á leikskólastigi hér á landi áður. Ekki brot á lögbanni Fulltrúi við Sýslumannsembætt- ið í Reykjavík komst í gær að þeirri niðurstöðu að notkun SPRON á vöraheitinu „veltukreditkort SPRON“ sé ekki brot á lögbanni á notkun Sparisjóðsins á vöruheitinu Veltukort. Niðurstaðan er svar við kröfu lögmanns VISA-íslands um að lögbanni frá 31. mars yrði haldið uppi. Nýtt hafrannsóknarskip Nýtt hafrannsóknarskip íyrir íslendinga verður sjósett í skipa- smíðastöðinni ASMAR í Chile miðvikudaginn 14. apríl. Búast má við að skipið verði afhent full- búið í september. RÚV sagði frá. 15 prósenta hækkun Viðræður um sérkjarasamninga eru formlega hafnar milli mjólkur- fræðinga og yfirmanna þeirra í Mjólkursamlagi KEA. Bragi Egils- son, trúnaðarmaður mjólkurfræð- inga, segir ljóst að ■ mjólkurfræð- ingar muni ekki una óbreyttum kjörum. Dagur sagði frá. Veitingar Lögð hefur verið fram hugmynd í skipulags- og umferðarnefnd Reykjavikur um að starf- rækja veitinga- stað í Hljóm- skálagarðinum austan við Bjark- argötu. Guðrún Ágústsdóttir seg- ir að hugmyndin verði rædd frek- ar innan borgarkerfisins á næst- unni og í framhaldi af því verði hún kynnt almenningi. Ný vegabréf Ný vegabréf verða tekin í notk- un 1. júní nk. Þau eru hönnuð af Kristínu Þorkelsdóttur lista- manni. Nýju vegabréfm verða tölvulesanleg og með vatnsmerki, auk ýmissa annarra öryggistriða, sem gerir það að verkum að erfið- ara verður að falsa þau. Breyting- amar eru m.a. gerðar að kröfu Bandaríkjamanna. Morgunblaðið greindi frá. -BÓE/hb í garðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.