Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 Fréttir Konurnar sem útskrifuðust „of snemma“ af spítala: Greiðslur felldar niður Kristján Sigurðsson, sviðsstjóri kvenlækningasviðs Landspítalans, hefur tekið ákvörðun um að fella niður greiðslur tveggja kvenna sem urðu hvor um sig að greiða 22 þúsund krónur fyrir læknisverk, þar sem þær dvöldu skemur en 24 klukkustundir á Landspltalanum. DV fjallaöi um þetta mál fyrir skömmu og í kjölfar þess skrifuðu konurnar stjórnendum Landspital- ans bréf, þar sem þær mótmæltu þessum greiðslum. Kristján sagði við DV að niðurfellingin væri per- sónuleg ákvörðun hans, en hann ætti eftir að bera hana undir stjórnendur spítalans til sam- þykktar. „í báðum þessum tilvikum eiga þær rétt á niðurfellingu á greiðslu, - í kjölfar umQöllunar DV Knmur t*tm fí>ru í aOgetð ð KvmuvukrM Ijmawivrttmz. Greiddu 22 þúsui fyrlr að sofa heima^ iyritm stoppid y>0 tí*t> }>ví nA ttj/öu nótt» mtaitmmn gaagg nejmn Frétt DV sem birtist í síðasta mánuði varð til þess að hætt er við að rukka konurnar. þar sem ekki var staðið rétt að því að upplýsa þær,“ sagði Kristján. „Þær voru lagðar inn á þeirri for- sendu að þær væru að fara í lengri aðgerð, en voru síðan skrifaðar út fyrr en fyrirhugað hafði verið. „ Kristján sagði að stundum væri erfitt að dæma um það fyrir fram hvort aðgerð falli undir svokölluð ferliverk. Ekki væri hægt að segja á stundinni hvort kona sem t.d. þurfi að fara í kviðspeglun verði komin út af sjúkrahúsinu innan 24 stimda. í umræddum tveimur til- vikum hefði láðst að segja konun- um að þær þyrftu að greiða háar upphæðir ef þær yrðu komnar út af sjúkrahúsinu innan 24 klukku- stunda. -JSS Dökkt er fram undan í rekstri Loöskinns hf. á Sauðárkróki. Uppsagnir hjá Loðskinni DV, Akureyri: Öllum starfsmönnum skinnaiðn- aðarfyrirtækisins Loðskinns á Sauðárkróki, um tuttugu talsins, hefur verið sagt upp störfum og virðist ekki annað fyrirsjáanlegt en að rekstur fyrirtækisins leggist af i lok maimánuðar. Sveitarfélagið Skagafjörður og Búnaðarbankinn, sem eru langstærstu hluthafar í Loðskinni, með samtals um 70% hlutafjár, ákváöu um áramót að setja aukið hlutafé inn í reksturinn og freista þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl en Loðskinn hefur átt í fjár- hagslegum erfiðleikum um árabil. Markaðir fyrir afurðir fyrirtækis- ins erlendis hafa nánast hrunið að undanfórnu og er fátt sem bendir til að á þeim verði breyting á næst- unni. -gk Fegurðarsamkeppni Suðurlands: Drottningin frá Selfossi DV, Hveragerði: Fegurðarsamkeppni sunnlenskra stúlkna fór fram á Hótel Örk í Hvera- gerði nýverið og varð 19 ára snót frá Selfossi, Linda Björk Sigmundsdóttir, sig- urvegari og fegurðardrottn- ing Suðurlands. Fjöldi gesta var á keppninni og var kvöldið, auk fegurðar- keppninnar, helgað Spáni í mat og dansi. í öðru sæti í keppninni varð Halla Rós Arnardóttir, tvítug stúlka úr Laugardalshreppi, og þriðja sætið hlaut Guð- munda Á. Geirsdóttir, 19 ára úr Ölfushreppi. Vin- sælasta stúlkan í keppninni var valin Sif Gunnarsdóttir frá Hveragerði, 19 ára, og Elin Steindórsdóttir, 18 ára stúlka frá Selfossi, var val- in besta ljósmyndafyrirsæt- an. -EH Sigurvegarinn, Linda Björk Sigmundsdóttir. DV-mynd Eva Ekkert með kosningar mm Af hverju eru ekki kosningar á hverju ári? Á hverjum degi, bæði fyrir og eftir páska, hafa ráðherr- amir i ríkisstjórninni kappkostað að lagfæra ýmislegt það sem aflaga hefúr farið á undanförnum árum. Halldór Blöndal er bú- inn að lýsa yflr vOja sínum til að grafa göng á milli Siglufjarð- ar og Eyjafjarðar og er búinn að úthluta nokkrum milljörðum til vegalagningar hér og hvar um landið. Nánast hvar sem er. Bjöm menntamálaráð- herra er búinn að lag- færa námslánin og lofa menningarhöllum á einum sex stöðum úti á landsbyggðinni. Davíð og Halldór Ás- grímsson hafa báðir lofað bót og betran í kvóta- málum og Ingibjörg Pálmadóttir hefur bætt kjör aldraðra og öryrkja og nú síðast felit niður gjöld fyrir sjúkrahúsvist, hafi sjúklingur legið styttra á spítalanum en sem nemur einum sólarhring. Þetta framtak ráðherranna hefur auðvitað ekkert með kosningar að gera, eins og þeir hafa sjálfir tekið fram, en allt kemur þetta sér vel fyrir sauðsvartan almúgann sem á að kjósa í vor, án þess þó að verið sé að gera þetta fyrir al- múgann vegna þess að það eigi að kjósa í vor. Aðgerðir ráðherranna hafa ekkert með kosn- ingamar að gera vegna þess að þetta eru að- gerðir sem þeir voru fyrir löngu búnir að ákveða að gera einmitt núna á þessum vikum og algjörlega án tillits til þess hvort kjósa skyldi í vor eða ekki. Raunar voru sumir ráðherranna meira að segja búnir að gleyma því að það ætti að kjósa í vor, enda er ríkisstjómin svo föst í sessi að kosningar breyta engu til eða frá og hafa ekkert með aögerðir ríkisstjómarinnar að gera, frekar en aðgerðir hennar hafa með kosn- ingarnar að gera. Þetta era þá miklu frekar aðgerðir og ákvarð- anir sem ráðherrarnir vilja koma í verk áður en kjörtímabilinu lýkur og þess vegna er Dag- fari þeirrar skoðunar að það gæti komið sér vel, bæði fyrir kjósendur og ráðherra, að kjósa til dæmis á hverju ári til að flýta fyrir þeim ákvörðunum og aðgerðum sem koma þarf í verk á hverju kjörtimabili. Eftir því sem kjörtímabil- in styttast því meiru koma þeir í verk. Ekki það að þetta hafi neitt með kosningar að gera þótt göng séu grafln og vegir byggðir og gjöld afnumin og hallir reistar og námsmönn- um bættur skaðinn heldur hitt að ráðherrum er í mun að skapa þjóðarsátt um ríkisstjómina og að kjósendur lifi í sátt við ráðherrana og allt hafði þetta dregist vegna þess að það var svo mikið að gera áður en þeir komu þessu í verk. Að öðra leyti er þetta kosningunum algjör- lega óviðkomandi. Og svo er þetta ekki borgað fyrr en eftir kosningar sem sýnir að þetta hefur ekkert með kosningarnar að gera. Dagfari sandkorn Pólskar veitingar Barátta stjórnmálamanna um at- hygli almennings er nú í hámarki. Ráðherrar eru daglega með blaða- mannafundi þar sem þeir kynna þau hjartans mál sem lík- leg þykja til að gefa at- hygli. Misjafhlega hef- ur þó gengið að draga fjölmiðla á vettvang. Einna best tókst Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra upp þar sem hann boðaði með aridköfum tO slíks fundar. í fundarboði var tilkynnt um þann stórviðburð að pólsk-íslensk orðabók væri að koma út. Þá var skráð með stórum stöfum á fundar- boð að PÓLSKAR VEITENGAR yrðu í boði. Flestir fjölmiðlar mættu á svæðið og heimildir herma að ein- hverjir hafi séð fyrir sér hlaðborð pólskra þjóðarrétta sem kannski væri toppað með pólskum vodka. Það datt andlitið af einhverjum þeg- ar á fundinn kom og við blasti risa- stór karfa fuO af Prins Pólói... Áran borgar Nú er í tísku aOs kyns heilun og skyld starfsemi. Sú gamansaga geng- ur að Guðmundur Rafn Geirdal, fyrrum forsetaframbjóðandi og nudd- ari, haíi tekið við konu nokkurri í slíka með- ferð. Konan ku hafa lagst á bekk þar sem nuddarinn hófst handa með aOs kyns handahreyfmgum án þess að snerta þá sjúku. Eftir nokkra hríð þá lýsti hann því að þessu væri lokið og hún mætti standa upp. „Hvað gerðirðu eiginlega?" á konan að hafa spurt, undrandi, vegna snert- ingarleysis nuddarans. „Ég nuddaði árana,“ á svarið að hafa verið. „Jæja, þú skalt þá líka rakka áruna,“ sagði konan þá og fór án þess að borga... í boði Baðhúss Þátturinn Titringur í Sjónvarpinu oOi nokkrum titringi. Þau Súsanna Svavarsdóttir og Þórhallur Gunn- arsson ræddu í vikunni ítarlega við hina íturvöxnu Lindu Pétursdóttur um Baðhús hennar og fleiri landsins gagn og nauðsynjar. Þótti ein- hverjum sem aðeins vantaði að þátturinn væri kynntur „í boði Baðhússins". Skondið var þegar ÞórhaOur spurði hvort ekki væra bara fegurðardísir í Baðhúsinu. Linda leit á Súsönnu, sem þykir blómi annarra kvenna, og sagði svo ekki vera. Þarna væru kon- ur eins og Súsanna. Fremur þótti Súsanna brúnaþung eftir svarið... Jón sterkur Þótt margir setji fyrirvara varð- andi niðurstöður skoðanakönnunar á fylgi stjómmálaflokkanna á Norð- urlandi vestra, sem birtist nýlega, fer ekki hjá því að nið- urstöðurnar hafi ýtt við mörgum. Það sem vakti mesta athygli var að Vinstri hreyf- ingin - grænt fram- boð fékk 14,3% sem er meira en kannan- ir hafa sýnt í „höfuðvíginú' a Norðurlandi eystra þar sem Stein- grímur formaður Sigfússon fer fram. Á Norðurlandi vestra er Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum, í efsta sæti. Samkvæmt niðurstöðunni myndi Jón feOa annan mann Fram- sóknar út af þingi en þar situr nú Ámi Gunnarsson, fyrrverandi að- stoðarmaður Páls Péturssonar i fé- lagsmálaráðuneytinu. Ámi verður í forsvari fyrir framsóknarmenn í kosningabaráttunni þar sem ráð- herrann á við veikindi að stríða og verður fróðlegt að sjá hvort Árna tekst að halda sætinu... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.