Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 Viðskipti Þetta helstl .. .Rólegt á Verðbréfaþingi, viðskipti aðeins 557 m.kr. .,. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkar .., Hlutabréfaviðskipti 109 m. kr. ... Mest viðskipti með Flugleiði sem lækka ... Tæknival hækkar mest ... Sól-Víking með 84 m.kr. í hagnað ... Opin kerfi kaupa 90% í Computer 2000 á íslandi ... Viðskiptahalli mesti hagstjórnarvandinn I ræðu sinni á ársfundi Seöla- bankans í síðustu viku sagði Birg- ir ísleifur Gunnarsson seðla- bankasrjóri að helsta verkefni í hagstjórn á íslandi væri að koma böndum á viðskiptahallann. Á síð- asta ári nam hallinn 33,4 milljörð- um, eða um 5,7% af landsfram- leiðslu, og í ár er því spáð að hann nemi 28 milljörðum, eða 4,4%. í ræðu Birgis kom fram að um 40% af þessum halla mætti rekja til tímabundinna aðstæðna, svo sem stóriðju- og virkjanaframkvæmda. Eftir standa þá um 20 milljarðar sem koma verður böndum á til að Góöaf- koma hjá Glitni Hagnaður Glitnis hf. árið 1998 var 202.384.000 krónur, saman- borið við 161.559.000 kr. hagnað árið 1997. Glitnir er dótturfyrir- tæki íslandsbanka sem skilaði líka mjög góðri afkomu á síöasta ári en hagnaður var 1,4 milljarð- ar. Hluthafar íslandsbanka gleðjast eflaust yfir þessum frétt- um en þessi góða afkoma kemur vel fram í gengi bréfa íslands- banka sem hefur hækkað um 11% frá áramótum. MU^r^J V J tftffTl Stæiðir: 13" 15" $F~~i ~*\ 14-16- .íÁjy Vei«6á\ 8.658,-»p (_">__ StærtÍK 14" 16" 15" 17" jy^ TerflráX^8" |;___/*.* ~> ".bZl,-itgr éM'tM.% Stærtir. 14" 16 15" 17 Vert fiá \ 9.484,-,. ~~~~~~~~Li^mmm | _r~~r\_jr*_i ¦%_w Vk3 Gúramívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 5531055 Þjónustuaðilai nm land allt. - að mati seðlabankastjóra Vöruskiptajöfnuður 19.411 1998 -113 1993 1994 1995 1996 1997 -25.505 langtímajafn- venjulegar neysluvörur að ræða. vægi í þjóðar- Leiðir til að ná tökum á þessum búskapnum halla eru fyrst og fremst fólgnar í raskist ekki. auknum sparnaði. Þar er bæði átt Ástæðu við einkasparnað og sparnað hins þessa halla opinbera. Aukin ríkisútgjöld, má fyrst og skattahækkanir á einstaklinga og fremst rekja hækkaður fjármagnstekjuskattur til mikUs eru því allt dæmi um aðgerðir sem halla á vöru- auka á hallann. Aðgerðir stjórn- skiptajöfnuði. valda ættu því að miðast að því að Sá halli nam hvetja til sparnaðar og spara sjálf. 25 miUjörðum Þannig verður best tryggt að jafn- árið 1998 og vægi i þjóðarbúskapnum raskist er þar aðal- ekki. lega um -BMG Bjartar horfur í atvinnumálum Á síðasta ári voru að jafnaði 3.788 atvinnulausir á íslandi en það sam- svarar 2,8% af heildarvinnuafli. Spá Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir að atvinnuleysi á þessu ári verði 2,5% og fari enn minnkandi. Á síðasta ári minnkaði atvinnuleysi i öllum lands- hlutum en hlutfallslega mest á Vest- urlandi og Vestfjörðum, eða um 41%, en minnst á Norðurlandi vestra, eða 9%. Atvinnuleysi meðal karla er töluvert minna en hjá konum, eða 1,8% á móti 4,1%. í alþjóðlegum samanburði stönd- um við mjög vel. Atvinnuleysi hér á landi er með því lægsta sem gerirst í heiminum og meðal Evrópuþjóða er Atvinnuleysi á Islandi 1988-1999 5,0% 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999* *spa f__ Helmlld: Þfóöhagsstofnun Lúxemborg eina landið með minna atvinnuleysi en við. Víða í Evrópu er atvinnuleysi kerfisbundinn vandi og er gjarnan um 12% af vinnuaflsfæru fólki. Meðal- atvinnuleysi innan OECD- landa er hins vegar um 7,1%. Horfur í atvinnumálum hér á landi eru bjartar. Þrátt fyrir að mörgum stór- um vinnuaflsfrekum að- gerðum sé lokið hér á landi gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að eftirspurn eftir vinnuafli muni halda áfram að aukast. Það er einkum í þjónustu og tæknigreinum þar sem áframhaldandi þörf er á vinnuafli. -BMG Landflutningar-Samskip eflast Landflutningar- Samskip hafa tekið yfir rekstur bif- reiðadeildar Kaup- félags Borgfirðinga. Opnuð hefur verið afgreiðsla nýs fyrir- tækis sem hlotið hefur nafnið Fluta- ingamiðstöð Vestur- lands (FVL). FVL mun verða hluti af umfangsmiklu þjón- ustuneti Landfiutn- inga-Samskipa og mun aðallega starfa á Vesturlandi. Staða Landflutninga styrkist enn við þessa yfirtöku en VFL er sjötta flutningamiðstöðin sem bætist inn í þjónustunet þeirra. Þessi þróun hef- ur skilað neytendum betri þjónustu -v JH *^3»3»—------^ • %-_ v#0. ____&m ! __ í "TSfr; i | iia ^ 1 "ygMi 1 __V "ii ™"^m fí*ck *** -4 " -'i . 1 m F.. "* og meiri samkeppni. Fækkun fyrir- tækja í landflutningum hefur styrkt fyrirtækin. Helsti samkeppnisaðil- inn, Vöruflutningamiðstöðin, dótt- urfyrirtæki Eimskips, hefur líka verið að efla þjónustu sína og stutt er síðan ný flutningamiðstöð var opnuð við Sundahöfn. -BMG Bandaríkjamenn lýsa sigri í bananastríðinu Bandaríkjamenn lýstu í gær yfir sigri í bananastriðinu svokallaða. Heimsviðskiptastofnunin, WTO, úr- skurðaði í gær Bandaríkjamönnum í vil að þeirra mati en þessi úr- skurður hefur ekki verið staðfestur. Upphaf þessarar deilu má rekja til þess að Evrópusambandið lagði háa tolla á banana frá öðrum lönd- um en fyrrum nýlendum sínum í Afríku. Þetta sættu bandarísk ban- anasölufyrirtæki sig ekki við og fengu stjórnvöld í lið með sér. Þau hótuðu að setja á 100% verndartoll á evrópsk fyrirtæki og viðskipta- stríð var í uppsiglingu. Ástæða þess að þetta mál hefur vakið svo mikla athygli sem raun ber vitni er sú að þetta er prófmál á það hvort WTO sé starfi sinu vaxin og geti leyst alþjóðleg ágreiningsefni. Þó er líklegt að sama hver niður- staðan verði þá verði enginn sátt- ur. Hins vegar vill enginn við- skiptastríð milli Evrópu og Banda- ríkjanna og því er brýnt að farsæl lausn náist. Evrópa tekur viðsér Hlutabréfaverð hækkaði mikið í gær í kauphóllum í London og víðar í Evrópu. Ástæðan er öðru fremur sú að yfirvofandi vaxta- lækkun Englandsbanka og Seðla- banka Evrópu eykur mönnum bjartsýni. Þó eru markaðsaðilar ekki sammála um hvort af þessum vaxtalækkunum verði. Hækkun hlutabréfaverðs er þó vísbending um að svo verði. DV greindi frá þessum vaxtalækkunum i gær og viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa. Þessum verðhækkunum ber þó að taka með varúð því evran er enn veik. Hún styrktist reyndar litttlega í gær eftir að fréttir bárust af sáttarvilja Milosevics, forseta Júgóslavíu, en ástandið í Kosovo er hins vegar enn ótryggt. Margir sérfræðingar telja því að þessar aðgerðir dugi aðeins í skamman tíma. Hækkanir í Asíu Mikil verðhækkun varð á hluta- bréfamörkuðum í Asíu í gær. Mest hækkun varð í Hong Kong þar sem Seng-vísitalan hækkaði um 4%. Einnig varð hækkun á mörkuðum í Singapúr, Suður- Kóreu, á Filippseyjum og í Indónesíu. Engar breytingar urðu hins vegar í Japan. Hækkanir á hlutabréfaverði má túlka sem svo að emahagur Asiulanda sé aðeins að rétta úr kútnum eftir mikla efnahagsdýfu undanfarin ár. Þó verður tíminn að leiða í Ijós hvort sú verður raimin á en þessar hækkanir auka bjartsýni. Mazda og Mitsubishi í eina sæng Japönsku bílaframleiðendurnir Mazda og Mitsubishi hafa lýst yfir að viðræður séu í gangi um víð- tæka samvinnu eða jafnvel samein- ingu. Rékstur þessara fyrirtækja hefur ekki gengið vel og sala hefur falhð á síðustu misserum. Þessar fréttir eru áhugaverðar í ljósi þess að stærsti eigandi Mazda er banda- ríski bílaframleiðandin Ford Motor. Mikil samvinnu- og samein- ingarhrina hefur gengið yfir bíla- iðnaðinn að undanförnu. Benz og Chrysler sameinuðust á síðasta ári og Nissan og Renault eru í sam- starfi, svo dæmi sé tekið. Sögu- sagnir eru einnig um að í uppsigl- ingu sé enn einn bílarisinn með margar tegundir undir sínu þaki. Veislahjá Sól-Víkingi Hagnaður hjá Sól-Víkmgi hf. var um 84 milljónir króna á síð- asta ári. Velta jókst einnig um 30% og nam 1,3 mUljörðum. Mikil aukning var á sölu drykkjarvara og vegur bjórsala þar þungt. Fyrir- tækið byrjaði með nýjan bjór, Carlsberg, og Thule sló rækilega í gegn á árinu og Víking stendur áfram fyrir sínu. Sala ávaxtasafa var einnig góð og orkudrykkurinn Magic hefur gengið vonum fram- ar. Vel hefur verið staðið að mark- aðs- og kynningarmálum hjá Sól- Víkingi og fengu auglýsingar fyr- irtækisins fjölmargar viðurkenn- ingar á ímark-hátíðinnni fyrir skömmu. Leiðrétting Vegna mistaka voru veltutölur á Verðbréfaþingi íslands, sem birt- ust í DV í gær, rangar. Magntölur tvöfölduðust en öll hlutfóll eru hins vegar rétt og fréttin heldur sínu gildi. Beðist er velvirðingar á þessum mistókum. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.