Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 7 Fréttir Erfiðleikar Silfurstjörnunnar í Öxarfirði: Nýir aðilar til bjargar DV, Akureyri: „Það hefur verið rætt um að við komum þarna inn ásamt heima- mönnum til endurreisnar fyrirtæk- isins,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Þórshafnar, um þau áform að Hraðfrystistöðin komi inn í endur- skipulagningu fiskeldisfyrirtækis- ins Silfurstjörnunnar í Öxarfirði. Silfurstjcirnan hefur átt í fjárhags- legum erfiðleikum að undanfórnu og farið í nauðasamninga. Þannig mun Byggðastofnun tilbúin að af- skrifa rúmar 200 milljónir af um 300 milljóna króna skuldum félagsins og aðrir aðilar helming. Áformað er að afskrifa allt núverandi hlutafé, sem nemur á annað hundrað millj- ónum króna, og að Hraðfrystistöð Þórshafnar og Seljalax, sem er félag heimamanna, komi inn með nýtt hlutafé, 20 milljónir hvor aðili. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar hafa menn trú á að hægt sé að styrkja rekstur Silfurstjörnunnar með þessum aðgerðum en endanleg ákvörðun í málinu verður væntan- lega tekin á aðalfundi Silfurstjörn- unnar sem haldinn verður í þessum mánuði eða í maí. -gk Von er til þess að brátt rofi til í rekstri Silfurstjörnunnar hf. Húsnæði Rafveitu Akureyrar við Þórsstíg. DV-mynd gk AKO-plast vill kaupa húsnæði Rafveitu Akureyrar: Tilboðin ganga á víxl DV, Akureyri: Svo virðist sem samningar muni takast milli fyrirtækisins AKO- plasts og bæjaryfirvalda um kaup AKO-plasts á húsnæði Rafveitu Ak- ureyrar við Þórsstlg. Þegar eigendur AKO-plasts á Ak- ureyri höfðu keypt fyrirtækið Plastos í Garðabæ var farið að huga að húsnæði fyrir sameinað fyrirtæki á Akureyri en sameina á alla starfsemi AKO-plasts og Plast- os á einum stað á Akureyri. Augu AKO-manna beindust að húsi Raf- veitunnar viðÞórsstíg og var bæn- um gert 70 milljóna króna tilboð í húsiö. Því svaraði Akureyrarbær með 100 milljóna króna gagntilboði og í gær hugðust eigendur AKO- plasts leggja annað gagntilboð fyr- ir Akureyrarbæ. Daniel Ámason, framkvæmda- stjóri AKO-plasts, segir að tími sé til kominn að botn fáist í þetta mál og hann segist bjartsýnn á að svo verði áður en langt um líður. Dan- íel segir að svo hafi verið litið á að það væri nokkur akkur í því fyrir atvinnulífið á Akureyri að fá inn í bæinn stórt fyrirtæki sem skapaöi mörg störf en svo hefði virst að undanförnu sem einhver andstaða væri við það í bænum. Starfsfólk AKO-plasts hefur skrifað bæjaryfirvöldum opið bréf þar sem þess var krafist að bærinn tæki strax afstöðu til kauptilboðs AKO-plasts í húsnæði Rafveitunn- ar. Það hafi verið yfirlýst markmið við sameiningu AKO og Plastos að færa alla starfsemi fyrirtækjanna saman á einn stað og ef frekari dráttur yrði á því að Akureyrar- bær semdi við AKO-plast væri hætta á að því að öll starfsemi fyr- irtækjanna yrði í Garðabæ þar sem húsnæði væri fyrir hendi. Svanbjörn Sigurðsson, rafveitu- stjóri á Akureyri, hefur sagt það vekja furðu sína að ef flytja eigi fyrirtæki til bæjarins skuli það þykja sjálfsagður hlutur að einu af fyrirtækjum bæjarins skuli kastað út úr húsnæði sínu. Verði af kaup- um AKO-plasts á húsnæði Rafveit- unnar er áformað að Rafveitan flytji að Rangárvöllum þar sem starfsemi Hitaveita Akureyrar er til húsa. -gk 1 ní&Nv!*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.