Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 10
Spurningin Er vorið komið á Vestfjörðum? (Spurt á ísafirði) Torfi Einarsson, starfsmaður Sjó- vá Almennra: Já, það er ekki spuming. Rósa Magnúsdóttir, starfsmaður Básafells hf.: Já, vorið er komið. Bernharð Hjaltalln matreiðslu- maður: Það er alveg öruggt, þvi þingmennimir eru farnir að koma. Edda Marine Einarsdóttir nemi: Já, ömgglega. Ólafur Sverrisson nemi: Já, ég er alveg ákveðin í því. Sveinn Ingvi Valgeirsson nemi: Nei, ekki alveg. Lesendur Gangan langa Jón skrifar: Það er vonandi að þeir fimm einstak- lingar sem gengu Keflavíkurgönguna í páskavikunni hafi skemmt sér. Þeir áttu a.m.k. ekki mik- inn þátt í að skemmta öðrum, nema þá fréttastofu Ríkisútvarpsins sem flutti linnulausar fréttir af göngunni daginn inn og daginn út. En hverju voru göngugarparnir að mótmæla? Jú, því að ísland hafði verið að- ili að NATÓ í 50 ár. Því að vera varnar- liðsins hér á landi hafi átt þátt í að skapa þúsundir starfa á ári hverju fyrir þá sem búa í Keflavík og ná- grenni. Og því er mótmælt að NATÓ hefur greitt fyrir veru sína á Miðneðs- heiði hundruð miflj- óna með þvi að taka þátt í uppbyggingu flugbrauta og viðhaldi. Kostnaði sem ekki verður séð að íslendingar hefðu með nokkru móti getað lagt út fyrir. En það átti að mótmæla með göngu þetta árið. Fimm manns gengu fylktu liði og talsmaðurinn sagði ástæðuna fyrir fjöldanum þá Fimm einstaklingar í Keflavíkurgöngu á dögunum. ekki meiri en það að fimm manns nenntu í gönguna að einn maður gengi fyrir hvert ár sem ísland hefði verið aðili að NATÓ. M.ö.o. er andúðin á veru vamarliðsins ekki meiri en það að fimm manns nenntu í gönguna löngu. Og misskilningurinn er byggður á því sama og andúðin gegn Dönum M.ö.o. er andúðin á veru varnarliðsins löngu,“ segir bréfritari m.a. fyrr á öldinni. Það var þjóðin sem sendi okkur skemmt mjöl og kúgaði á allan hátt. Staðreyndimar tala sínu máli í dag, á svipaðan hátt og þær hafa gert fyrir þá sem voru á móti varnarliðinu hér á landi fyrir 50 árum. Hinir átta sig vonandi á því síðar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins Hafliði Helgason skrifar: Fylgi stjórnmálaflokka birtist í DV 1.4. sl. Þar kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið úr 39,9 prósentum í 50,1 prósent. Hvað er eiginlega að fólki? Er þetta ekki fólkið sem var fyrir utan Laugar- dalshöllina þegar landsfundurinn var að byrja til að minna Davíð for- mann á að það lifði ekki á sultarbót- um sínum? Davíð hefur engan skiln- ing á því og hugsar bara að þetta fólk sé að gera að gamni sínu. Trú- lega er þetta ekki launafólkið sem er að þræla sem gefur Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt. Trúlega er þetta ekki fólk sem er félagar í ASÍ og heldur ekki aðstandendur fólks sem hefur lent í klóm eiturlyfjanna þar sem Sjáifstæðisflokkurinn stýr- ir dómum á hendur sölumönnum dauðans. Hverjir eru það sem gefa Sjálf- stæðisflokknum þessa einkunn? Góðæri Davíðs Oddssonar er í hönd- um hvíflibba en ekki hins almenna launamanns. Tæknilegir örðugleikar í 118 Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsingasviðs Lands- símans, skrifar: Guðlaug Jónsdóttir gagnrýndi í lesendabréfi 31. mars að upplýsinga- þjónusta Landssímans í síma 118 hefði versnað að undanfömu og löng bið væri eftir svari. Þetta er vandamál sem Landssíminn kann- ast vel við og gerir sitt ýtrasta til að leysa. Svartími hefur lengst að und- anförnu. Því miður eru dæmi þess að viðskiptavinir hafi skeytt skapi sínu á starfsfólki 118 vegna þessa. Það á starfsfólkið síst skilið, enda leggur það sig allt fram um að veita sem besta þjónustu og kemur ævin- lega mjög vel út úr þjónustukönnun- Vandamálið er tæknilegs eðlis og felst í því að óvæntir erfiðleikar komu upp við uppsetningu nýs af- greiðslukerfis í 118. Erfiðleikamir hafa haft í fór með sér að hluti tölvubúnaðar svarþjónustunnar, bæði á ísaflrði og á Akureyri, hefur orðið óvirkur og því hefur ekki ver- ið hægt að hafa jafnmargt starfsfólk við að svara og gert var ráð fyrir. [L1§1K0[d)^\ þjónusta allan sólarhringinn*: Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Frá höfuöstöðvum 118. - „Erfiðleikarnir hafa haft í för með sér að hluti tölvubúnaöar svarþjónustunnar, bæði á ísafirði og á Akureyri, hefur orðið óvirkur og því hefur ekki verið hægt að hafa jafnmargt starfsfólk að svara og gert var ráð fyrir.“ Nú er unnið að því að flnna lausn á því tæknilega vandamáli sem upp er komið og vonir standa til að það leysist á allra næstu dögum. Þegar nýja afgreiðslukerfið verður síðan komið í gagnið mun það auðvelda afgreiðslu símtala í 118 og stytta bið- tíma enn frekar. Margir notfæra sér nú síma- skrána á Internetinu, www.sima- skra.is, þar sem finna má allar sömu upplýsingar og í 118. Þá stendur prentaða símaskráin auðvitað fyrir sínu. Guðlaugu finnst hún þykk og óþjál. Allt upplag nýju símaskrár- innar, sem væntanleg er í næsta mánuði, verður í tveimur bindum; höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðin hins vegar. Þannig verður hvort bindi um sig meðfæri- legra. Auk þess verður notað nýtt letur sem að dómi svarenda í könn- un sem Landssíminn gerði er skýr- ara og læsilegra en það gamla. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 I>V Hagnaður hjá RÚV? Hafliði Helgason skrifar: í DV 1.4. kemur fram að íslenska út- varpsfélagið hf. - Stöð 2 og Bylgjan - hafi skilað rúmlega 113 milijóna króna tapi í lok síðasta árs. Þetta er eins og flestir vita áskriftarfjölmiðill sem menn geta valið hvort þeir gerist áskrifendur að eöa ekki. Það væri í ljósi þessarar reksúarafkomu fróðlegt að vita hvemig staðan er hjá Ríkisút- varpinu-Sjónvarpi þar sem menn eru skyldaðir til að gerast áskrifendur hvort sem þeim líkar betur eða verr. Miðað við dagskrána sem boðið er upp á hlýtur stofnunin að vera í góðum málum. Landsmenn biða spenntir eft- ir fyrstu tölum. Gjöfin frá Póllandi Hannes hringdi: Ég tek undir með Konráði sem skrifaði lesendabréf á þriðjudaginn. Hann var að velta fyrir sér hvar Prins pólóið væri sem forsetinn fékk að gjöf í opinberri heimsókn sinni til Pól- lands fyrir nokkru. Ef það er rétt sem fram kom að forsetanum ásamt ríkis- stjórn og alþingismönnum hafi verið færð nokkur súkkulaðistykki að gjöf hlýtur það að vera skylda forsetans að færa þingmönnunum þetta. Ég held að Pólverjar hafi vart verið að gera þetta að gamni sínu enda hefur þjóðin átt í farsælum viðskiptum við ísland í súkkulaðisölu. Ég kref forsetann, Ólaf Ragnar Grímsson, um svör hvort súkkulaðinu hafl verið komið til réttra aðila. Prófkjör skárri kostur Sjálfstæðismaður hringdi: Flestir sjáifstæðismenn hljóta að fagna nýjustu skoðanakönnun sem Vísir.is birti á dögunum en vonbrigði hljóta engu að síður að vera til staðar hjá Reykvíkingum sem styðja flokk- inn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur inn- an við helmings fylgi í höfuðborginni meðan flokkurinn í Reykjanesi fagnar 55,7 prósenta fylgi og bætir við sig tveimur þingmönnum. Ástæðan er einfóld að mínu viti. Reyknesingar völdu sína fulltrúa í lýðræðislegu prófkjöri og gátu þar með hafnað að vild þeim sem ekki höfðu staðið sig eða hampað þeim til æðstu metorða sem höfðu staðið sig vel. Reykvískir sjálfstæöismenn gátu gert hvorugt. Það hefur orðið flokknum tO minn- kunnar að ákveða framboðslistann meö þessum hætti í Reykjavík og hvað þá að troða ellidauðum pólitíkusum fram fyrir hæfari menn. Gott leikrit á rás 2 Bjöm skrifar: Ég tel ástæöu til að óska Hávari Sigurjónssyni til hamingju með saka- málaleikritið hans, Opin augu, sem flutt hefur verið á rás 2 að undan- fómu. Hver þáttur hefur verið hæfl- lega stuttur og spennan haldist vel út í gegn. Frammistaða leikaranna hef- ur einnig verið með ágætum, ekki síst hjá Ólafi Darra sem leikið hefur Kjartan Ólafsson, forvitinn blaða- mann sem kafar niður í undirheima borgarinnar. Það er einnig ástæða tU að hrósa forráðamönnum rásar 2 fyr- ir þá nýbreytni að útvarpa leikriti á þessum tíma dags þegar íjölskyldan er oftast saman komin við eldavélina eða matarborðið. Framkoma Konráðs Garðbæingur skrifar: Þvi er nú ver og miður að við Stjörnumenn skulum vera dottnir út úr úrslitakeppninni í handbolta. FH-ingar gjörsigruðu okkur í Garðabænum þar sem við lékum ömurlega. Ég get hins vegar ekki orða bundist yfir framkomu eins leikmanns í liði Stjömunnar, Kon- ráðs Olavssonar, í þessum um- rædda leik. AUan liðlangan leikinn skammaði Konráð rússneskan leik- mann í liði Stjörnunnar eins og lít- in hvolp. Öskraði á hann með því- líkum látum að nærstöddum brá. Þaö geta ekki aUir verið sigurveg- arar og menn verða að geta tekið því þegar Ula gengur, en auðvitað má benda mönnum á mistök sem þeir gera i hita leiksins. Þess vegna hefði Konráð kannski átt að skamma sjálfan sig en ekki besta leikmann liðsins í umræddum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.