Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 ennmg Er svolítill Þór- bergur í honum? Mér var sagt, að ég hefði fæðzt í þennan heim 12. marz 1889,“ segir Þórbergur Þórðar- son rithöfundur í bók sinni / Suðursveit og ef það er rétt er skáldið 110 ára um þessar mund- ir. Ef það er rétt, segi ég, því það er ekki aðeins meistari nákvæmninnar sem fer varfæmisleg- um orðum um eigið fæðingarár, heldur hafa löngum verið deildar meiningar um það hvort Þórbergur sé fæddur árið 1888 eða 1889. En þótt fæðingarárið sé ekki á hreinu greinir menn tæpast á um það lengur að Þórbergur Þórðar- son sé eitt af stórmennum islensks skáldskap- ar. Menn höfðu að vísu ýmislegt út á rit hans að setja í upphafi, tóku þeim jafiivel með ólund og fordómum enda er Þórbergur skáld sem ekki lá á skoðunum sínum sem hann kryddaði með skemmtilegri „vitleysu", skringilegheitum og afkára- skap. Persónan sjálf var þekkt fyrir alls kyns sérvisku og smásmuguhátt og em mæling- arkúnstimar eitt af sérkenn- um Þórbergs en hann lét t.d. aldrei þann dag líða að hann ekki mældi veður og veður- horfur með miklum tilburð- um. Nákvæmnisárátta Þór- bergs er einmitt eitt af hans helstu höfundareinkennum en þá áráttu má kannski flokka undir sannleiksást, þörfina fyrir að segja fiá mönnum og málefnum og umhverfi ná- kvæmlega eins og það kom honum fyrir sjónir hverju sinni. Rykfallinn sérvitringur? kannski allt og sumt? Hefur nútímamaðurinn almennt áhuga á að kynna sér fortíð- ina í gegnum hinn sérstæða stíl og frásagnarmáta Þór- bergs Þórðarsonar eða er hann bara rykfallinn sérvitr- ingur sem fáir eða engir lesa eða muna eftir nema á tylli- dögum? Höfðar speki hans og húmor til ungra lesenda og kannski upprennandi rithöf- unda? Sem framhaldsskóla- kennari sem kynnt hefur Þór- berg fyrir ungum lesendum segi ég bæði já og nei. Þeir Huldar Breiðfjörð. Sú nákvæmnisárátta getur haft heilmikið heimildargildi fyrir þær kynslóðir sem nú eru að alast upp. Fyrir vikið vitum við hvernig bærinn var upp- byggður í upphafi þeirrar aldar sem nú er að renna sitt skeið á enda og hvemig var háttað listalífinu sem blómstraði með tilheyrandi hungurverkjum ungskáldanna. Nákvæmar mannlýsingar Þórbergs eru ógleymanlegar hveijum sem þær lesa og hvert stórmennið á fætur öðru verður ljóslifandi í huga lesandans sem kynnist öllum þeirra dyntum, sérkennum og sjarma. En hver skyldi staða þessa merka rithöfúnd- ar vera í bókmenntalífi íslendinga í dag? Víst er að á meðal bókmenntaáhugamanna er hann viðurkenndur sem einn mesti stílsnillingur ís- lenskra bókmennta og eru meira að segja sér- stök stílverðlaun kennd við hann. En er það amast við smáatriðunum en „fila“ húmorinn og þá sér í lagi þann einstaka hæfileika höfund- ar að gera grín að sjálfúm sér, vandræðagang- inn í tengslum við ástina, framtiðina og lifið svona almennt og yfirleitt. Sem áhrifavaldur á unga, upprenndi rithöfunda er eitt skýrasta dæmið Huldar Breiðfiörð sem fyrir síðustu jól gaf út bókina Góóa íslendinga sem tilnefhd var til tvennra bókmenntaverðlauna. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Þórbergur Þórðarson. Grátbrosleg, hlý og afhjúpandi Eflaust reka margir upp stór augu við þenn- an samanburð en þegar grannt er skoðað má sjá að það er svolítill Þórbergur í Huldari. Það að hann skrifi í fyrstu persónu eins og Þórberg- ur gerir gjaman er í sjálfú sér ekkert saman- burðareinkenni en hvemig hann gerir það minnir óneitanlega á meistarann. Sögumaður Góóra íslendinga er ósáttur við líf sitt, langar að finna kjamann í sjálfum sér og leggur upp í langferð. Ekki fótgangandi eins og Þórbergur þegar hann fór að hitta „elskuna" sína í Hrútafirðinum heldur á Lapplander- jeppa inn í kaldan og nöturlegan, íslenskan vet- ur. Allar aðstæður og umhverfi er gjörólíkt en frumhvötin er sú sama; óeirðin rekur kappann af stað, hræðslan við að staðna og að missa af vinningnum sem lífið býður upp á bara ef mað- ur ber sig eftir því. Erfiðleikar sögumanns era ómældir líkt og erfiðleikar Þórbergs á sínum tíma og óraunhæfar væntingar sögumanns, fum, fát og efasemdir ríma glettilega vel við Þórberg. Og það er ekki síst sýn sögumanns á sjálfan sig sem minnir á Þórberg, grátbrosleg, hlý og afhjúpandi. Líkt og Þórbergur er Huldar óhræddur við að afhjúpa hinar karlmannlegu hliðar sem falla eins og strá í vindi við minnsta mótlæti. En þær falla með reisn og húmor og sýna um leið trúverðuga mynd af því hve manneskjan er í raun lítil og veik í erfiðum að- stæðmn hvort sem hún er karl eða kona. Viðbrögð íslenskra nemenda við bókum hans og skrif hins unga og upprennandi rithöfundar sýna og sanna að staða Þórbergs er trygg. Hann mun ýta við, þroska, kæta og vekja ókomnum kynslóðum innblástur. Og er það ekki mergur- inn málsins? Er hefðbundna skáldsagan dauð? Hollvinafélag heim- spekideildar er samtök röskra manna og kvenna sem ætla að fá því svarað | hvað sé eiginlega að ger- ast í íslenskum nútíma- bókmenntum. í því augna- miði efna þau tO málþings á Kaffi Reykjavík við Vesturgötu kl. 17-19 í dag, fimmtudag. Þar verða frummælendur Dagný Kristjánsdóttir dósent og Guðmundur Andri Thorsson rithöfúndur (á mynd), | en Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri hjá Vöku-Helga- ;; felli, stjórnar mnræðum. Kvisast hefur að Guðmundur Andri muni leggja út af hinni frægu setningu Steins Steinarr mn að hið hefðbundna ljóðform sé nú loksins dautt. Enn fremur mun hann huga að stöðu íslensku skáldsög- | unnar með hliðsjón af þeim mikla fiölda sögulegra skáldsagna sem komið hefm út á síðustu árum. Öll- um er að sjálfsögðu heimill ókeypis aðgangur og ; þátttaka f umræðunum. Forsetafrú mælir fyrir víkingasýningu í dag verður efnt til kynningar í Washington á mikilli sýningu Smithsonian-safnsins Vikings-The North-Atlantic Saga sem opnuð verðm þann 29. apr- 0 árið 2000. Verð- j m hún bmðarás- inn í hátíðarhöld- um safnsins vegna j aldarloka. Kfnis- !f þættir sýningar- innar verða að miklu leyti byggð- j ir á íslendingasög- ; mn og víkingatim- anum á Norðm- i löndum, siglingum Ívestm um haf og upphafi byggðar norrænna manna á íslandi, landa- fundunum, samskiptum norrænna manna við ín- úíta og loks verðm fiallað um norræna byggð og hnignun hennar á miðöldum. Forræði sýningarinn- ar er alfarið í höndum Smithsonian-safnsins, en sér- fræðingar á Norömlöndum, þ.á m. hér uppi á ís- landi, aðstoða við val á sýningargripum. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Aldarloka- ne&dar (Millennium Council) Hvíta hússins í Was- hington, en þar er Hillary Rodham Clinton forseta- fra í forsvari, Smithsonian-safhsins og aðskiljan- j legra safna á Norðmlöndum. Forsetafrain flytm einmitt ávarp á kynningunni í dag. Norræna ráðherranefndin og Volvo styrkja síðan i verkefnið. Sýningunni í Washington lýkm í september árið 2000 en hún verðm á ferðalagi um álfuna næstu tvö S árin, í New York, Ottawa, Los Angeles, Houston og Chicago. Shakespeare og Michelangeló Og fyrst aldarlokm era tU umræðu má geta þess að fyrir stuttu efhdi breska stórblaðið The Sunday Times tU skoðanakönnunnar um markverðustu sköpunarverk mannsandans á þeim 2000 árum sem liðin era af tímatali Krists og mátti hver lesandi blaðsins tUgreina 10 verk: skáldverk, myndverk, tónverk, byggingar og kvikmyndir. Nú er búið að telja atkvæði og féUu þau þannig: Tónskalar frá miðbaug Aðalsteinn Ingólfsson Út er komin hjá Knitting Factory Records í New York platan Unn, sem er önnur plata hljómsveitarinnar Pachora. Pachora er sprottin upp úr umhverfi staðarins Knitting Factory og spUar- amir eiga rætm í óbeisl- aðri spUa- mennsku framúr- stefnudjass- ins. Tónlist Pachora er samt engu öðru lík og svo mikið er víst að enginn óbrjálað- m flokkar hana sem frjálsan djass eða eitthvað í þá veruna. Það sem fyrst fangar eyru hlustandans eru tónskalar sem heyrast mest í löndum nálægt miðbaug, og því myndu flestir skynja þetta sem balkanska tónlist af einhverjum toga. Samsettar taktteg- undir eru mikið notaðar, eins og reyndar er algengt á þeim slóðum. En það sem sterkleg- ast greinir þá frá hefðbundinni þjóðlagatón- list frá Búlgaríu eða Grikklandi er að spuni er vissulega mun meira áberandi, auk þess er 1. Leikritið Hamlet eft- ir Shakespeare, 2. Styttan af Davið eftir Michelang- eló, 3. Höggmyndin Pietá eftir Michelangeló, 4) Leikritið Lér konungur eftir Shakespeare, 5) Hvelfingin í Sixtínsku kapellunni eftir Michelangeló, 6) Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin, 7) Biblían, 8) Hringurinn eftir Richard Wagner, 9) Níunda sin- fónian eftir Beethoven, 10) Taj Mahal byggingin á Indlandi, 11) Óperan Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, 12) Messías eftir Handel, 13) Leikritið Makbeð eftir Shakespeare, 14) Feneyjaborg, 15) Dómkirkjan í Chartres, 16) Hljómplatan Sgt. Pepper með Bítlunum, 17) Skáldsagan Strið og friður eftir Tolstoj, 18) Verk Shakespeares i heild sinni, 19) Tónlistin við Svanavatnið eftir Tsjajkovskí, 20) Styttan Kossinn eftir Rodin. Það fer ekki á milli mála hveijir bera hér höfúð og herðar yfir aðra, nefnilega Shakespeare og ;; Michelangeló. — Umsjón Hljómsveitin Pachora. rafbassa Black á trommur og slagverk. Þessir snillingar sóttu okkur heim í október síðastliðnum og léku þá í Loftkastalanum við dúndr- andi undirtektir. formiö yfirleitt flóknara - tónsmíðar þeirra eru ekki bara eitt lítið A-B- A lag, heldur er skeytt saman köflum af ýmsu tagi og útsetningar era flóknar. Meðlim- ir Pachora era klar- inettuleikarinn Chris Speed, Brad Shepik leikur á níu strengja portúgalskan gít- ar og fleiri skyld strengjahljóð- færi, Skúli leikur á og ------------------------ Geislaplötur Ársæll Másson Breidd í styrk Hljómsveitin er orðin þekkt víða, lék t. d. í Þýskalandi nú í febrúar og fær alls staðar frá- bæra dóma. Þeim tekst líka að gera tónlist sína allt í senn tónlistarlega áhugaverða, glettna og tregafulla, aðgengilega öllum og jafnvel dansvæna, eins og balkönsk tónlist vissulega er. Það er að bera í bakkafullan lækinn að hrósa þessum frábæru tónlistar- mönnum fyrir leik sinn, því þeir hafa heillað undirritaðan í hvert skipti sem þeir hafa komiö hingað. En þótt trommuleikarar eigi sjaldn- ar en aðrir greiðan aðgang að eftir- tekt minni, þá er Jim Black einn af þeim sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Léttleikinn er einstakur, og önnur eins breidd i styrk heyrist sjaldan nema þá hjá Pétri Östlund. Það er einnig ómetanlegt fyrir okkur íslendinga að eiga okkar fulltrúa í annarri eins hljómsveit og þessari. Skúli Sverrisson er löngu búinn að sanna að hann er í fremstu röð rafbassaleikara og er eft- irsóttur í tónleikaferðir og upptökur með hinum og þessum tónlistarmönn- um. Fyrir vikið þá fylgj- umst við hér heima betur með þeirri gerjun sem á sér stað í spunageiranum - vonandi að minnsta kosti. Pachora - Unn Knitting Factory Records Umboö á íslandi: 12 tónar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.