Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vesturveldin hjálpa Milosevic Milosevic Serbíuforseta er aö takast aö losna viö al- banska íbúa Kosovo til að rýma fyrir Serbum. Meirihluti Kosovara er þegar flúinn úr landi og fleiri eru á leiðinni. Með flutningi fólksins til annarra landa eru Vesturlönd að staðfesta og styðja þennan sigur Milosevics. Þar sem ætlunarverk Milosevics er langt komið, er hann farinn að veifa sjónhverfingu vopnahlés í því skyni að vinna tíma til að festa núverandi stöðu í sessi. Á næst- unni mun hann lofa ýmsu til viðbótar, enda er hann sér- fræðingur í að gefa loforð án nokkurs innihalds. Honum mun takast þetta, af því að Vesturveldin hafa ekki bein í nefinu til að taka Kosovo af Serbíu og gefa héraðinu frelsi. Hann mun notfæra sér, að Vesturveldin hafa trú á friðhelgi landamæra og vilja frekar niður- stöðu, sem víkst undan breytingum á þeim. Milosevic er að takast margt fleira í leiðinni. Honum hefur tekizt að grafa undan stjórninni í Svartfjallalandi, sem neitaði að taka þátt í þjóðarhreinsun hans og hefur orðið að taka við miklum fjölda flóttamanna, sem munu þrengja kost heimamanna og valda andúð þeirra. Ennfremur hefur honum tekizt að grafa undan stefnu þjóðafriðar í Makedóníu. Flóttamannastraumurinn þang- að er að magna andúð þarlendra Serba, svo að þeir munu eins og Serbar í Svartfjallalandi halla sér að þjóðern- issinnuðum leiðtogum á borð við Milosevic. Stríðið gerir Milosevic að óumdeildum leiðtoga allra Serba á Balkanskaga. Hann losnar við stjómarandstæð- inga heima fyrir og kemur stuðningsmönnum sínum til valda í Svartfjallalandi og Makedóníu, eins og honum tókst áður á sjálfstjórnarsvæði Serba í Bosníu. Það skiptir Milosevic engu, þótt Serbía verði að greiða þessa Stór-Serbíu dýru verði í loftárásum. Hann mælir ekki velgengni sína í steypu og tæknibúnaði, heldur í landi og fólki, sem dýrkar harðstjórann. Hann fagnar raunar loftárásum, ef þær þjappa fólkinu um hann. Vesturveldin em farin að styðja þjóðarhreinsunina með því að flytja flóttamennina frá Kosovo út um öll Vesturlönd. Þótt sá fLutningur sé til bráðabirgða í orði kveðnu, eru menn þegar búnir að sætta sig við, að mik- ill hluti flóttafólksins muni ekki snúa til baka. Þannig hefur Milosevic tekizt að framleiða flótta- mannavanda um gervöll Vesturlönd, sem taka á sinn kostnað við tugum þúsunda fólks og öllum þeim vanda, sem hingað til hefur reynzt fylgja í kjölfar fjölmennra hópa af nýbúum, sem aðlagast sumir seint og illa. Milosevic stefnir að stöðu, þar sem hlutföllin í Kosovo em ekki lengur níu Albanir á móti hverjum Serba, held- ur einn á móti einum, og formleg yflrráð svæðisins verði í höndum Serbíu, þótt Vesturveldin skilji eftir gæzlu- menn. Hann finnur síðar leið til að losna við þá. Betri kostur væri að fara nú þegar með landher um Kosovo, hrekja brott dólga Milosevics og hjálpa flótta- mönnunum við að endurbyggja heimili sín. Þetta átti raunar að gera fyrir tveimur vikum. Það var Vesturlönd- um ódýrari kostur en sá, sem nú blasir við. Bezti kostur Vesturveldanna væri að koma Milosevic frá völdum, dauðum eða lifandi, og færa forustusveit Serba í tugthúsið hjá stríðsglæpadómstólnum í Haag. Ekki verður hægt að byrja að reyna að leysa vandræði Balkanskaga fýrr en búið er að losna við óþverrann. En tómt mál að tala um slíkt meðan Vesturlönd kepp- ast hver um önnur þver við að taka við fLóttamönnum frá Milosevic og fullnusta þannig áform hans. Jónas Kristjánsson Frá Reykjavíkurflugvelli: „Þó svo að vinna við endurbætur á flugveilinum hafi alltaf verið á dagskrá hefur ríkis- stjórnin með samgönguráðherrann í fararbroddi skorið miskunnarlaust niður fjárveitingar til hans við endur- skoðun á flugáætlun á kjörtímabilinu." Höfuðborgin þarf betri samgöngur A dögunum var til- kynnt að fyrirhugaðar væru 2 milljónir til viðbótar við sam- þykkta vegaáætlun til vegamála á lands- byggðinni. Höfuðborg- arsvæðið fær ekkert í þessari úthlutunarlotu ríkisstjórnarinnar úr ríkissjóði nú rétt fyrir kosningar. Enn einu sinni er höfuðborgar- svæðið afskipt þegar vegafé er annars veg- ar. I upphafí kjörtíma- bilsins, þegar skorin var niður vegaáætlun sem samþykkt var fyr- ir alþingiskosningar 1995, var fé til höfuð- Kjallarinn „Reykvíkingar, veljum breyttar áherslur í vor og kjósum öflug- an lista Samfylkingarinnar í borginni.“ mikilli niöurníöslu, hefur ekki fengið það fé sem honum var ætlað samkvæmt flugáætlun. Þar hef- ur landsbyggðin ætíð verið í fyrir- rúmi, þó að ætla mætti að það væri hagur landsbyggðar- innar að flugvöllur- inn væri í góðu ástandi og öruggur. Um Reykjavíkurflug- völl fara um 400 þús- und manns á hverju ári og er það ekki síður landsbyggðar- fólk en höfuðborgar- búar, enda borgin höfuðborg allra landsmanna. Þó svo að vinna við endurbætur á flug- vellinum hafi aUtaf verið á dag- skrá hefur ríkis- stjómin með sam- gönguráðherrann í fararbroddi skorið miskunnarlaust niður fjárveiting- ar tU hans við endurskoðun á Uug- Asta R. Jóhannesdóttir alþingismaður borgarinnar skorið niður um 36% á meðan almennt vegafé var að- eins minnkað um 18%. Þetta er dæmigert fyrir afstöðu rikisstjórn- arinnar tU höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu, ekki aðeins í vegamálum heldur einnig þegar Uug- og hafnarmál eru annars veg- ar. Reykjavíkurhöfn fær ekki neinar fjárveitingar frá ríkinu, þótt hún sé í harðri samkeppni við nágrannahafnimar, sem fá fé úr ríkissjóði í hafnaáætlun, en slíkt hlýtur að h£ifa áhrif á samkeppnis- stöðu hennar. ReykjavíkurUugvöUur, sem er í aætlun á kjörtímabUinu. Gerð Sundabrautar á að hraða Nú era mjög mikilvæg verkefni á höfuöborgarsvæðinu sem bíða og eru mjög brýn, verkefni sem varða ekki aðeins höfuðborgina heldur landið aUt, eins og Sunda- brautin. Samfylkingin hefur lýst yfir því á fundi í borginni nýverið að hraða þurU gerð Sundabrautar. Hefja þarf sérstaka fjármögnun vegna hennar nú þegar. Sam- gönguráðherra hefur einnig lýst vUja sínum til að hraða gerð brautarinnar en athafnir hafa ekki fylgt orðum hans. Til þess að fyrsta hluta Sunda- brautar verði lokið fyrir 2003 þarf fjárveitingu nú þegar, svo unnt verði að halda verkinu áfram. Fyrsti áfanginn kostar um 4 miUj- arða. Þær 50 miUjónir sem settar vom í undirbúning verksins eru uppumar og nú stöðvast verkið nema fjármagn fáist tU áframhald- andi vinnu. Samgönguráðherra SjálfstæðisUokksins er líklega bú- inn að gleyma því að það þarf fjár- magn nú þegar tU að lokið verði við Sundabraut yfrr Kleppsvíkina fyrir árið 2003. Brýn verkefni bíða - breytum rétt Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólki fjölgar mjög vegna Hóttans af landsbyggðinni, bíða mörg mjög brýn verkefni, sem ekki geta beðið endalaust. Tvöfóldun Vesturlandsvegar og tvöfóldun Reykjanesbrautar í gegnum og sunnan Hafnarfjarðar eru meðal þeima, svo ekki sé minnst á Hallsveg í Grafarvogi, sem hefur dregist úr hömlu. Þar er um að ræða hættulega umferðar- götu og alvarlega slysagildru barn- anna í hverfmu. Þá má ekki held- ur gleyma gerð göngubrauta yUr þungar umferðaræöar, s.s. Miklu- braut. Það er mikilvægt fyrir Reykvíkinga að aðrar áherslur verði í samgörigumálunum á næsta kjörtímabili. Reykvíkingar, veljum breyttar áherslur í vor og kjósum öRugan lista Samfylking- arinnar í borginni. Ásta R. Jóhannesdóttir Skoðariir annarra Opnari Háskóli „Ljóst má vera að Háskóli íslands er að auka breidd sina mjög með hinum nýju námsleiðum. Hann er ekki aðeins að opna sig meira gagnvart at- vinnulífinu heldur einnig fyrir nemendum sem annars myndu ekki eiga svo margra kosta völ í menntakerUnu. Eins og fram hefur komið verður hægt að stemma stigu við brottfalli úr námsgrein- um sem tekur þrjú ár eða lengri tíma að ljúka með þessari viðbót í námsframboði skólans. Um leið er óhætt að segja að styrkur Háskóla íslands aukist. Þessu ber að fagna mjög.“ Úr forystugrein Mbl. 7. apríl Nýting auðlinda „Nýting auðlinda er undirstaða byggðar í land- inu. Hver æUar í alvöra að halda því fram að hér sé hægt að lifa góðu líU á hreina loftinu einu sam- an? Allar framfarir á okkar öld em tengdar betri möguleikiun til nýtingar auðlinda á íslandi. Fram- farasóknin hófst með vélvæðingu UskiskipaUotans upp úr siðustu aldamótum og risaskref tU framfara voru tekin með virkjun fallvatna - miöaldamyrkrið vék fyrir raUýsingu - og þegar jarðvarmi var nýtt- ur tU húshitunar.“ Halldór Ásgrímsson í Degi 7. apríl Stutt kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins „Núna eftir páska fer kosningabaráttan á fuUa ferð. Flokkamir hafa aUir haldið landsfundi og birt mismunandi vel útfærða stefnu. SjálfstæðisUokkur- inn afgreiddi þó ekki kosningastefnuskrá á lands- fundinum. Það er ekki ætiast tU útfærðrar stefnu af þeim Hokki enda er SjálfstæðisHokkurinn laustengt hagsmunabandalag en ekki stjómmálahreyting með hugmyndir og hugsjónir. Það er greinUegt að SjálfstæðisUokkurinn ætlar að gera út á stutta kosningabaráttu, líklega ekki nema í 2 vikur fyrir kjördag. Þetta hefur hann gert áður með góðum ár- angri.“ Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni 5. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.