Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 13 Samfylkingin og Óli pressari Ritstjóri DV, Óli Björn Kárason, minnir mig oft á Hauk heitinn pressara. Haukur pressari sagðist vera algerlega ópólitísk- ur í Landsmálafélaginu Verði. Það er Óli Björn Kárason líka, þegar hann skrifar um stjórn- mál á Islandi. Ópólitísk- ur í Sjálfstæðisflokkn- um. Alveg eins og Hauk- ur pressari. í leiðara DV 30. mars sl. fjallar Óli Björn m.a. um stefnumál Samfylk- ingarinnar. Pressari seg- ir, að Samfylkingin vilji ekki minnast á utanríkis- mál. Hún sé sundruð í þeim málaflokki og sam- kvæmt sérstökum úr- "~~—" skurði Margrétar Frí- mannsdóttur séu utanríkismál ekki á dagskrá í komandi kosning- um. Kjósendur séu því engu nær um stefnu Samfylkingarinnar í ut- anríkismálum. Einmitt það! Kosningastefnuskrá Samfylk- ingarinnar, sem kynnt hefur ver- ið, fjallar fyrst og fremst um þá sex málafiokka, sem Samfylkingin telur að verði mestu átakamál í næstu kosningum. Þar á meðal eru ekki utanríkismálin. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að Sam- fylkingin telur þau ekki vera ágreiningsmál, sem kjósa þarf um. Hún telur ekki ástæðu til þess að gera ágreining um meginatriðin i íslenskri utanríkisstefnu. Stefnan í utanríkismálum Hver eru og hafa verið þessi meginatriði? Þau hafa verið og eru þátttaka íslands í starfi Samein- uðu þjóðanna, aðild íslands að norrænu samstarfi, vera landsins Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýöuflokksins í NATO og - nú hln síðari ár - þátttakan í Evr- ópusamstarfinu með aðild landsins að EES. Samfylk- ingin hyggst ekki þeita sér fyrir breytingum hér á. Þessi mál eru eng- in kosningamál, að hennar áliti. Pressari álítur, að Samfylkingin vilji ekki minnast á ut- anríkismál. Segir, að kjósendur séu engu nær um stefnu hennar í ut- anríkismálum. Stefna Samfylk- ^^^~^^^ ingarinnar varð- andi NATO og varnarmálin kom skýrt fram í nefhdaráliti um tillögu Steingríms Sigfússonar og fleiri um brottför hersins, en sú til- laga var til afgreiðslu á Al- þingi skömmu fyrir þing- lok. I nefndarálitinu, sem undirritað var af þing- mönnunum Össuri Skarp- héðinssyni, Sighvati Björgvinssyni og Margréti Frímannsdóttur, segir svo um NATO-aðildina: „Við teljum ekki rétt að breyt- ingar verði gerðar á aðild íslands að NATO á næsta kjör- tímabili en viljum stuðla að þeirri þróun, að bandalagið eigi sem mesta samleið með stofnunum svo sem Sameinuðu þjóðunum og ÖSE." Þessi stefha er skýr. Aðild ís- lands að Atlandshafsbandalaginu verður ekki kosningamál fyrir til- stilli Samfylkingarinnar. Hvað varðar varnarliðið á Keflavíkurflugvelli bendir Sam- fylkingin á í umræddu nefndará- liti að miklar breytingar hafi átt sér stað á undanförnum árum á varnarviðbúnaði í Keflavík. „Her- mönnum hefur fækkað um rúm- lega þriðjung, kafbátaleitarflugvél- um um meira en helming, ratsjár- flugvélar horfið á braut og herþot- um fækkað úr átján í fjórar. Dag- legur rekstur og viðhald ratsjár- loftvarnakerfisins er komið í hendur landsmanna sjálfra," segir í nefndarálitinu. Engar breytingar á grundvallarstefnu Úm fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarviðbúnað á Kefla- víkurvelli, var síðast samið með bókun sem gerð var árið 1996 og feOur úr gildi árið 2001. í þessari bókun var gert ráð fyrir því, að viðræður gætu hafist milli stjórn- „Utanríkismálin verða ekki kosn- ingamál í þingkosningunum í vor ab mati Samfylkingarínnar því hún hyggst ekki beita sér fyrir breytingum á grundvallaratrídun- uin í utanríkisstefnu íslendinga." valda á Islandi og í Bandaríkjun- um árið 2000 um hver varnarvið- búnaðurinn skyldi vera að lokn- um gildistíma þessarar bókunar. Utanríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, hefur sagt, að undirbún- ingur undir þær viðræður af hálfu íslenskra stjórnvalda sé þegar haf- inn. Ráðherra hefur sjálfur sagt, að í skoðun sé af íslands hálfu, að Islendingar taki sjálfir að sér suma þá þætti öryggismálanna, sem bandaríski herinn hafi sinnt til þessa. í skýrslu ráðherrans til Alþingis um öryggis- og varnar- mál íslands um næstu aldamót er sagt, að ítarlega úttekt eigi nú að gera um öryggismál landsins og í framhaldi af þeirri úttekt eigi að marka framtíðarstefnu um tilhög- un öryggismála hér á landi. í nefndaráliti samfylkingar- manna er lýst stuðningi við þessa stefnu. Samfylkingin telur að þá úttekt, sem utanríkisráðherra seg- ist vilja gera, eigi að gera i sam- vinnu rikisstjórnar og Alþingis, en ekki bara á vegum ríkisstjórn- arinnar einnar, og framtíðarstefn- una eigi svo að móta á grundvelli þeirrar úttektar, eins og utanríkis- ráðherra segir. Er þetta alvarlegur ágreiningur um stefnu í utanríkis- málum? Er þetta óskýrt orðað? Utanríkismálin verða ekki kosningamál í þingkosn- ingunum í vor að mati Samfylkingarinnar þvi hún hyggst ekki beita sér fyrir breytingum á grundvallaratriðunum í utanríkisstefnu íslend- inga. Samfylkingin hefur vissulega stefnu í utan- rikismálum, en sá mála- flokkur er einfaldlega ekki átakamál i íslensk- um stjórnmálum nú að hennar mati. Þess vegna er ekki sérstaklega um utanríkismálin fjallað í stefnuskrá Samfylkingar- innar um kosningamálin á kom- anda vori. Jafnvel ópólitískir einstaklingar í Landsmálafélaginu Verði hljóta að skilja jafn einfalda hluti. Hinn pressarinn hefði gert það. Sighvatur Björgvinsson G ll hönnun borgar sig Það er staðreynd að Islendingar leggja mikla fjármuni í húsbygg- ingar. Á síðasta ári vörðu þeir um 60 milljörðum kr. til byggingar- framkvæmda, þar af um 20 millj- örðum til íbúðarbygginga. Miklu skiptir því að vel takist til við byggingarframkvæmdir og þær séu undirbúnar vel og vandlega. Fjölmargir húseigendur, ráð- gjafar og byggingaraðilar huga jafnt að viðhalds- og rekstrar- kostnaði mannvirkja sem og stofn- kostnaði. Reynslan hefur kennt „Til þess að auka gæði húsnæois á íslandi þarf samstillt átak allra þeirra aðila sem koma að bygg- ingarframkvæmdum. íslenskir arkitektar vilja stuöla að framþró- un á byggingarmarkaöi sem skilar fólkinu í landinu betra og vand- aðra húsnæoi til framtíöar." þeim að vanda þarf jafnt til undir- búnings og framkvæmda því þannig er hægt að spara umtals- verðar fjárhæðir á líftíma mann- virkjanna. Þessi hugsun var ekki ríkjandi hér á árum áður þegar mikið var byggt af stórum „villum" með bog- um, súlum og öðrum krúsidúllum. Þá leituðu sumir húsbyggendur til aðila sem seldu ódýrar teikningar til þess að spara sér „blóðpeninga" i hönnun. Síðar hefur komið í ljós að þessi upphaflegi sparnaður var lítilí, enda oft miklum fjármunum varið til viðhalds á vanhugsuðum steypuvirkjum og illa hönnuðum húshlutum. Samband undirbúnings og viðhalds í nýjum lögum um byggingar og skipulagsmál eru miklar skyldur lagðar á hönnuði mannvirkja. Skýrt er kveðið á um að ekki megi reisa neinar byggingar án þess að lögð hafi verið umtalsverð vinna í hönnun og hönnunar- gögnin lögð fyrir byggingaryfir- völd til sam- þykktar. Það er ekki að ástæðu- lausu að löggjafinn setur jafnskýr- ar og afdráttarlausar reglur um mannvirkjagerð og raun ber vitni. Það er nefnilega þannig að reynsla sýnir að það borgar sig að undir- búa sig vel áður en hafist er handa við húsbyggingar. í þessu felst einnig mikil neytendavernd. Samkvæmt upplýsingum frá norskum arkitektum hafa merin þar í landi unnið mikið að því að kanna samspil undirbúningskostn- aðar og kostnaðar vegna mistaka og viðhalds. Settar hafa verið fram rökstudd- ar kenningar um að beint samband sé á milli þeirra fjármuna sem varið sé til und- irbúningsvinnu við mannvirki og við- haldskostnaðar þeirra síðar meir. Þegar rætt er um undirbúningsvinnu er átt við ákvarðanir _____ verkaupa, hönnunar- gögn arkitekta, verk- fræðinga og annarra tæknimanna, eftirlit og umsjón með fram- kvæmdunum. Þegar kostnaður vegna alls þessa er lagður við kostnað vegna mistaka í bygging- arframkvæmdinni fæst út hvað gæðin hafa kostað. í Noregi er áætlað að saman- lagður kostnaður vegna undirbún- ings og mistaka sé að meðaltali um 14% af byggingarkostnaði. Ef 4% fara í hönnun má gera ráð fyr- ir að mistakakostnaður verði um 10% af byggingarkostnaði. En ef 10% fara í hönnun þá verður mis- takakostnaðurinn 4%. í fyrra til- Kjallarínn Ævar Harðarson arkitekt FAÍ/FSSA, rekur teiknistofu í Reykjavík. kvikinu sitja aðilar uppi með illa hannað mannvirki sem veldur vandamálum um ókomna tíð en í seinna tilvikinu hefur húsbyggjandi fengið mannvirki sem upp- fyllir kröfur hans um gæði og þægindi og byggingarkostnaður er í samræmi við upp- haflegar áætlanir. Framþróun bygg- ingarmarkaðar Sagt er að Japanir leggi hvað mest allra þjóða í vandaðan und- _ irbúning enda er japönsk gæði víðfræg um allan heirn. Þar græða allir á því að viðhafa vönd- uð og fagleg vinnubrögð. Til þess að auka gæði húsnæðis á íslandi þarf samstillt átak allra þeirra aðila sem koma að bygging- arframkvæmdum. íslenskir arki- tektar vilja stuðla að framþróun á byggingarmarkaði sem skilar fólk- inu í landinu betra og vandaðra húsnæði til framtíðar. Við viljum því bjóða fólk velkomið á A-daga, fræðsluátak íslenskra arkitekta sem haldið er 8. til 10. apríl, m.a. í Kringlunni. Slagorð fræðsluátaks- ins er: Góð hönnun borgar sig. Ævar Harðarson Þorfajörn J landsli&sþjárfari kariaí handknattlelk. Með og á móti Verður nýtt nafn grafið í bikarinn um íslandsmeist- aratitilinn í handknattleik? Styrkur Aftur- eldingar er mikill „Ég er eiginlega inni á því að svo verði. Afturelding er búið að leika hvað jafnast í vetur og því hef ég mesta trú á liðinu af þeim sem eftir eru. Það er þó með þeim formerkj- um að mann- skapur Mosfell- inga sleppi við meiðsl í þeim erfiðu leikjum sem eftir eru. Þegar á reynir held ég að styrkur Aftur- eldingar eigi eftir að koma enn meir í ljós. íslandsmeistara- titillinn er jú tvímælalaust eftir- sóttasti titillinn sem keppt er um og því er allt lagt undir. Það er spá mín að Afturelding og Fram eigi eftir að slást um titilinn í úr- slitaleiknum og ekki yrðí éghissa þótt viðureignirnar yrðu fimm talsins. Þarna eru á ferð mjög jöfn lið en Afturelding mun hafa það af á endanum. Heimavöllurinn á ör- ugglega eftir að vega þungt eins og alltaf. Á leið liðanna í úrslitin á Afturelding eftir að vinna Hauka, 2-1, og Fram lið FH, 2-1. Spá mín getur svo auðvitað hrun- ið en ég hélt því fram fyrir nokkrum vikum að Stjarnan myndi leika til úrslita við Aftur- eldingu en ekki gekk það eftir. Framganga FH-inga gegn Stjörn- unni kom verulega á óvart. FH sýndi þá snilldarvarnarmennsku og verða Framarar að eiga svar við henni þegar út í slaginn við FH er komið." Það eru vissar blikur á lofti „í fyrstu atrennu hef ég trú á að því að Afturelding og Fram komi til með að berjast um ís- landsmeistaratitilinn þetta árið. Það má þó alls ekki vanmeta Hauka og FH. Þeir síðar- nefndu sýndu það gegn Stjörnunni að þeir eru til alls líklegir. Það var auðvitað bara aumingja- skapur af hálfu Garðbæinga að komast ekki í gegnum leikina við FH vegna þess að þeir virtust koma mjög illa undirbúnir fyrir þessa vörn sem þeir fengu á móti sér. Með þennan mannskap héfði þeim verið í lðfa lagið að klára dæmið gegn FH því það var lík- legasta liðið fyrir utan Aftureld- ingu til að vinna titilinn. Rimman um íslandsmeistaratitilinn verð- ur mjög hörð og auðvitað eru blikur á Ipfti. Það munaði litlu að HK tækist að draga vigtennurnar úr Aftureldingu með fóstum leik og það eru veikleikamerki að ein- hverju leyti. Á móti kemur að Aft- urelding er með bestu vörnina og besta markvörðinn og það skilar liðum yfirleitt alla leið." -JKS Guöjón Gu&mundsson, íþfóttafréttamaður á Stöö 2. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.