Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 15 Rafmagnstækin á heimilinu: Öryggið í fyrirrúmi Sjónvörp, myndlyklar, myndbandstæki og hljómflutnlngstæki geta valdið íkveikju. Best er að taka þessi tæki alltaf úr sambandi á kvöldin. Rafmagn er stór hluti af okkar dag- lega lifl og flest heimili státa af hinum ýmsu gerðum af rafmagnstækjum, allt ffá litlum hárblásurum upp í stóra frystikistur og hljómflutnings- tæki. Rafmagninu fylgja hins vegar ýms- ar hættur og þvi er nauðsynlegt að hafa öryggið i fyrirrúmi þegar raf- magnstækin eru annars vegar. Margir brunar Á ári hverju verða margir eldsvoð- ar sem eiga upptök sín í rafbúnaði heimilisins. Hjá Löggildingarstofunni voru til að mynda skráðir 260 brunar af völdum heimilstækja á síðustu tiu árum, 1988-1998. Algengt er að kvikni í út frá sjón- varps- og myndbandstækjum. Á áður- nefndu tímabili voru skráðir 44 brun- ar af völdum þessara tækja. Þvottavélar geta einnig verið vara- samar. Skráðir brunar af þeirra völd- um voru 32 talsins á árunum 1988-1998. Algengasta ástæða bnma út M raf- tækjum er bilun sem veldur ofhitnun í leiðslum tækjanna. Rafmagn getur einnig valdið brunasárum og raflosti. Ljósin loga Ljósaperur lýsa okkur við okkar daglegu störf en þær geta einnig vald- ið okkur bruna. Ljósaperur hitna mis- mikið eftir styrkleika. Mikilvægt er að setja aldrei sterkari peru í lampa eða ljós en gefið er upp eða aðra gerð af perum en ljósið er ætlað fyrir. Einnig er mikilvægt að gæta þess að ljósapera sé ekki of nálægt glugga- tjöldum, (lágmark 50 sm fjarlægð). Áldrei skyldi heldur breiða yfir lampa til að deyfa ljósið því þá getur kvikn- að í. Verið einnig á varðbergi gagn- vart lausum perustæðum, trosnuðum leiðslum og brotnmn klóm. Einnig er fólki bent á að velja ávallt ljós sem henta hverjum stað og hafa fagmenn með í ráðum við val á Ijósum ut- andyra og á rökum stöðum eins og á baðherbergjum og í þvottahúsum. Eldhústækin varasöm Á flestum heimilum eru mörg raf- tæki í eldhúsinu. Samkvæmt upplýs- ingum frá Löggildingarstofunni verða Ekki er nauðsynlegt að taka eldavélar, uppþvottavélar, fsskápa og frystikist- ur úr sambandi. Slík tæki hafa rofa- búnað sem rýfur straum að innri bún- aði þegar ekki er kveikt á þeim. flestir brunar í eldhúsinu, einfaldlega vegna gleymsku eða gáleysis. Fólk fer t.d. að heiman eða að sofa án þess að slökkva á eldavélinni eða einhveiju öðru rafmagnstæki. Algengast er að skilið sé við pott á eldavél. Til að koma í veg fyrir bruna í eldhúsinu er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Munið að slökkva á eldavélinni strax að lokinni eldamennsku. Takið tæki eins og brauðrist, hrærivél og kaffivél úr sambandi að lokinni notkun. Reyn- ið aldrei að ná brauðsneið með hnífi eða gaffli úr brauðristinni þegar hún er í sambandi. Skiljið aldrei eftir eld- fima hluti á eldavélinni, farið aldrei frá potti sem verið er að hita feiti í. Þrífið viftuna yfir eldavélinni reglu- lega því annars getur kviknað í fit- unni sem safhast saman í henni. Skilj- ið aldrei leiðslu úr hraðsuðukatli í sambandi eftir notkun því böm geta stunguð henni upp í sig. Ekki er nauðsynlegt að taka elda- vélar, uppþvottavélar, kæliskápa eða frystikistur úr sambandi. í slikum tækjum er rofabúnaður sem rýfur sMum að innri búnaði þegar ekki er kveikt á þeim. Sjónvarp og myndbandstæki Flestir alvarlegir húsbrunar hér á landi verða af völdum sjónvarpstækja og annarra skyldra rafinagnstækja. Til að hindra slíkt er best að taka tæk- in alltaf úr sambandi að lokinni notk- un. Einnig er ráðlegt að láta fagmenn hreinsa gömul sjónvarpstæki og myndbandstæki því þau geta safnað í sig ryki sem valdið geta íkveikju. Ef kviknar í sjónvarpi er best að kasta eldvamarteppi yfir það eða nota duft- eða froðuslökkvitæki. Notið ekki vatn og reynið ekki að bera eða draga log- andi sjónvarpið út úr húsi því þannig breiðist eldurinn út. Rétt viðbrögð Ef svo illa vill til að kviknar í er mikilvægt að allir bregðist rétt við. Aðalatriðið er að fólk forði sér og sín- um út úr húsinu um leið og það verð- ur eldsins vart. í brennandi hús and- ar fólk að sér reyk og getur fljótlega misst meðvitund. Ef fólk reynir sjálft að slökkva eld- inn er mikilvægt að nota aldrei vatn á rafinagnseld eða eld í feiti. Eldvamarteppi era góð til að beij- ast við eld af völdum rafinagns. Brýnt er að nota teppið rétt og hindra að súrefni streymi að eldinum. Mikilvægast er þó að meta aðstæður rétt og stofna ekki sjálfúm sér og öðr- um í hættu í baráttunni við eldinn. (Heimild: Fræðslurit um rafmagns- öryggi). -GLM Pitsa að hætti Napólímanna Það þarf ekki að segja neinum lengur hvað pitsa er. Pitsan er upp- runnin í Napólí en er nú vinsæll matur víða um um heim. Það er endalaust hægt að breyta um fyll- ingar á pitsuna eftir hvers manns smekk. Hér kemur hins vegar upp- runaleg uppskrift að pitsu að hætti Napólímanna. Pitsudeig 1 pakki þurrger 1/2 tsk. sykur 2 dl ylvolgt vatn 220 g hveiti salt á hnífsoddi 2 msk. olía. Tómatsósa 2 msk. ólífuolía 1 flnsaxaður laukur 1 pressað hvítlauksrif 1 stór dós niðursoðnir tómatar 1 msk. tómatkraftur 1/2 tsk. oregano 1/2 tsk basil 1 tsk. sykur salt og pipar. Fylling 150 g rifinn mozzarellaostur 2 msk. rifinn parmesanostur’ 1/2 niðumsneidd rauð paprika 1/2 niðursneidd græn paprika 4 msk. svartar steinlausar ólifur 1 lítil dós af ansjósum. sem þið setjið gerblönduna og olí- una. Blandið vökvanum saman við hveitið og hnoðið létt. 3) Hvolfið úr skálinni á hveitibor- ið borð og hnoðið áfram í allt að 10 mínútur eða þar til deigið er slétt og þétt. Smyrjið skálina að innan með olíu og setjið deigið í hana, leggið plast yfir og látið standa á hlýjum stað í 30 mínútur og hefast. 4) Hvolfið nú deiginu á borðið aft- ur, sláið það og hnoðið í góða bollu. Fletjið hana síðan út í u.þ.b. 20 sm stóra kringlótta köku. 5) Lagið nú tómatsósuna með því að hita olíuna í þykkbotna potti og steikja fyrst í henni laukinn og hvít- laukinn og setja síðan önnur efni sem eiga að vera í sósunni. 6) Sjóðið við vægan hita og hrær- ið í af og til. Þegar sósan er orðin hæfilega þykk er potturinn tekinn af plötunni og látinn kólna. 7) Smyrjið kældri sósunni yfir botninn og stráið helmingnum af ostinum yfir. Raðið paprikubitun- um, ólífunum og ansjósunum á og stráið síðan afganginum af ostinum yfir allt saman. Setjið þetta í 220°C heitan ofn og bakið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðin fallega gulur. (Litlu matreiðslubækumar) -GLM Aðferð: mínútur. 1) Hrærið saman sykur og ger, 2) Sigtið hveitið og saltið saman í bætið volgu vatni í og látið bíða í 10 skál og gerið holu í miðjuna þar Það þarf ekki að segja neinum lengur hvað pitsa er. Pitsan er upprunnin í Napólí en er nú vlnsæll matur víða um heim. Húsráð Rakir skápar Til að losna við sagga í skápum er gott að setja viðarkol í skó- kassa eða eitthvað álíka, gera göt á lokið og setjið í skápinn. Eins er ráð að hengja nokkrar krítar í skápinn. Myglulykt Til að fá góða lykt í skápinn er gott að setja greninálar í nælon- sokk. Þær halda mölnum líka í hæfilegri fjarlægð. Til að losna við v o n d a lykt úr kistlum og skúff- um er gott að s e t j a kattasandsilmefni í skókassa og láta standa í kistlinum eða skúff- unni yfir nótt. Árstíðabundin föt Geymið fót sem henta ekki árs- tíðinni í plastruslakörfum með loki. Fötin eru ekki einungis mölvarin heldur þola þau líka að geymast í rakri geymslu. Postulínsdiskar í geymslu Setjið þykkan pappír eða munnþumkur á milli diskanna um leið og þeim er raðað upp. Límpappír í hillur Áður en limpappír er settur í hillur er gott að gera mót af hill- unum og skúffunum með dag- blöðum. Færið dagblöðin á lím- pappírinn og skerið eftir þeim. Þá fellur allt eins og flís við rass. Skartgripageymsla Eggjabakkar þjóna góðum til- gangi sem skartgripa- skrín Setjið krít- armola í skartgripa- skrín svo síð- ur falli á skartgripina. Til að forð- ast að keðjur flækist skaltu hengja þær á pinna innan á skáp- dyrnar í svefnherberginu. Settu stóra króka úr sturtu- stönginni á stöngina í skápnum þínum til að hengja á veski og belti. Ekkert hellist niður Festu teygju með teiknibólum innan á skúffuna og settu litlu glösin t.d. naglalakk, blek, og þess háttar, bak við teygjuna. Þá detta þau ekki niður þegar þú opnar skúffuna. Að pakka inn Til að mæla hvað þarf utan um pakkann af gjafapappír úr langri rúllu er best að vefja fyrst bandi um pakkann, skera lengdina og nota bandið til að mæla lengd gjafapappírsins. Áður en bandi er bundið um böggul sem á að fara í póst er gott að væta bandið með vatni. Við það er minni hætta á að bandið renni til og þegar það þomar heldur það þéttar um böggulinn. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.