Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 17
+ 16 FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 Iþróttir íþróttir pimr-imíS Jón Þór Andrésson hefur tekið fram knattspyrnu- sköna á ný og er genginn til liðs við Valsmenn. Jón Þór var markahæsti leik- maður Leifturs í efstu deild árið 1995, en hefur ekki spilað deildarleik síðan vegna meiðsla. Hann skipti úr Leiftri i Val fyrir páskana og fór með Hlíðarendaliðinu i æfingabúðir i Portúgal á dögunum. Þorvaldur Þorsteinsson, varamark- vörður Leifturs á Ólafsflrði, handar- brotnaði fyrir skömmu í annað skipt- ið á þessu ári. Hann verður þvi fjarri góðu gamni þegar úrvalsdeildin hefst. Opnunarleik Islandsmótsins í knatt- spyrnu, milli KR og ÍA, hefur verið flýtt um einn dag. Hann fer fram 18. maí, en tveimur dögum siðar fara fram aðrir leikir i fyrstu umferðinni. íslands- og bikarmeistarar ÍBV í knattspyrnu hafa þegið boð færeysku meistaranna í HB um að mæta þeim í Þórshöfn á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Alþjóða handknattleikssambandiö hefur tilkynnt að Júgóslavar verði með á HM í Egyptalandi í sumar, aö öllu óbreyttu, þrátt fyrir stríðsástand- ið í landinu. Frank Birkefeld, fram- kvæmdastjðri IHF, segir að samband- ið grípi ekki til neinna aögerða gegn Júgóslövum upp á eigin spýtur. Þá er Ijóst að úrslitaleikir í Evrópu- mótunum í handknattleik, þar sem lið frá Júgóslavíu eiga í hlut, munu fara fram um næstu helgi. Tvö kvennalið þaðan eru komin í úrslit og serbneska liðið Krusevac mun leika sinn heimaleik i úrslitunum í Búlgaríu og lið Podgorica, sem kem- ur frá Svartfjallalandi, spilar heima- leikinn í Sarajevo, höfuðborg Bosniu. Willem II komst í gærkvöld í þriðja sætið í hollensku A-deildinni í knatt- spyrnu með 1-2 sigri á Fortuna Sitt- ard. Feyenoord er efst með 63 stig, Vitesse er með 53, Willem II 50 og PSV Eindhoven er með 49 stig. Guóni Bergsson kemur líklega inn i byrjunarlið Bol- ton á laugardag- inn þegar liðið mætir Watford í ensku B-deild- inni í knatt- spyrnu. Guðni hefur verið að ná sér eftir meiðsli og hefur aðeins spilað einn deildarleik siðan i nóvember. Mark Fish verður fjarverandi vegna lands- leiks hjá Suður-Afriku og Guðni tek- ur líklega stöðu hans. Fanney Rúnarsdóttir og stöllur hennar i Tertnes burstuðu Fjell- hammer, 42-21, á útivelli i norsku A- deOdinni í handbolta 1 gærkvöld. Staðan var 22-8 í hálfleik. -VS Aftureld. (15)32 Haukar (14) 30 2-0, 5-2, 7-4, 7-6, 9-6, 12-7, 13-8, 13-11, (15-14), 15-15, 18-18, 20-18, 24-21, 24-24, 26-25, 28-27, 29-29, 32-29, 32-30. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 11/2, Einar Gunnar Sigurðs- son 5, Sigurður Sveinsson 5, Jón Andri Finnsson 5/3, Magnús Már Þórðarson 4, Gintaras Savukynas 2. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 20/1 Mörk Hauka: Óskar Ármannsson 9/3, Halldór Ingólfsson 6, Einar Gunnarsson 4, Jón Karl Björnsson 4/4, Þorkell Magnússon 3, Jón Freyr Egilsson 2, Petr Baumruk 1, Einar Jónsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 5, Jónas Stefánsson 8/2. Brottvfsanir: Afturelding 6 mín., Haukar 10 mín. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Arnar Kristinsson. Leyfðu fullmikla hörku en stóðu sig vel. Áhorfendur: Ekki fullt.um 400. Maöur leiksins: Einar Gunnar Sigurðsson Aftureldingu Afturelding skoraði 12 mörk fyrir utan i leiknum, þar af 9 í seinni hálfleik úr 13 skotum. Magnús Már Þórðarson fiskaði 5 víti fyrir Aftureldingu í leiknum. Tvö af þeim voru varin, en Magnús nýtti auk þess öll 5 skotin sin. -ÓÓJ Þriðji Brasilíumaðurinn til Ólafsfjarðar: Æfa í fjörunni - hálfur annar metri niður á upphitaðan völlinn Þriðji brasilíski knattspyrnu- maðurinn hefur bæst í raðir Leift- ursmanna á Ólafsfirði fyrir barátt- una í úrvalsdeildinni í sumar. Hann heitir Alex Da Silva og er 27 ára miðjumaður. Hann kom til móts við Olafsfirðinga þegar þeir dvöldu í æfingabúðum í Portúgal á dögunum og kom með þeim heim. Fyrir eru landar hans, þeir Alex- andre og Sergio, sem komu til Ólafsfjarðar strax i febrúar og hafa staðið sig mjög vel í leikjum með Leiftri á undirbúningstimabilinu. Með Da Silva eru útlendingarnir í leikmannahópi Leifturs orðnir átta talsins. Að auki eru Peter Ogaba og Rastislav Lazorik enn samnings- bundnir Leiftri, en rjóst að þeir spila ekki með liðinu í sumar. Aðstæður til knattspyrnuæfinga í Ólafsfirði eru ekki þær sem þeir brasilísku eru vanir úr heimalandi sínu. Leiftursliðið hefur orðið að æfa í svokallaðri Löngufjöru við Ósinn í Ólafsfirði, á svæði sem er á stærð við tvo vítateiga. Brasilíu- mennirnir hafa ekki látið þetta á sig fá og virðast hinir ánægðustu með lífið á norðurhjara. Hitinn settur á um páskana Knattspyrnuvöllurinn í Ólafs- firði er upphitaður og var hitinn settur á um páskana. Samt er enn hálfur annar metri niöur á völlinn, en snjóalög hafa verið mjög mikil í Ólafsfirði í vetur. Völlurinn birtist eflaust fljótlega eins og græn vin i hvítri eyðimörkinni og ekki er við öðru að búast en að á honum verði leikið þegar Leiftur spilar sinn fyrsta heima- leik, sem er gegn KR í 2. umferð úrvalsdeildarinnar þann 24. maí. Auk Brasilíumannanna er Finn- inn Max Peltunen löngu kominn til Ólafsfjarðar. Hinir fjórir útlending- arnir eru væntanlegir síðar í þess- um mánuði en það eru Færeying- arnir Jens Martin Knudsen, Uni Arge og Sámal Joensen og Skot- inn Paul Kinnaird. -HJ/VS Meistaradeild Evrópu: Juventus og Bayern - standa mjög vel að vígi Afturelding 1-0 yfir gegn Haukum: „Viö verð- um að bíta á jaxlinn" Juventus og Bay- ern Miinchen standa vel að vígi i undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu, eftir jafntefli og mörk á erfiöum útivöllum í gærkvöld. Juventus gerði jafntefli við Manchester United, 1-1, og Bayern við Dynamo í Kiev, 3-3. Juventus hafði undirtökin framan af á Old Trafford og Antonio Conte kom liðinu verðskuldað yfir eftir 25 mínútur. ítalirnir virtust ætla að halda fengnum hlut en United sótti af krafti undir lokin, og hefði átt að fá vítaspyrnu, auk þess sem mark var dæmt af liðinu. Á lokamín- útunni tókst loks Ryan Giggs að jafna met- in, 1-1. „Juventus náði góðum úrslitum í kvöld en ítalirnir eiga eftir að naga sig í handarbökin fyrir markið sem við gerðum í lokin. Eftir að hafa náð að jafna í svona leik er ég viss um að við klárum dæmið í Torino og förum áfram," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man- chester United. „Það er ekki hægt annað en að viðurkenna að United verðskuldaði að jafna eftir hinn mikla sóknarþunga siðustu 20 mínúturnar. En ég hef ekki trú á að United standist okkur snúning á ítalíu," sagði Zinedine Zidane, sem sýndi snilld- artakta á miðjunni hjá Juventus í fyrri hálfleik. Dynamo Kiev stefndi í öruggan sigur á Bay- ern því liðið komst í 2-0 og síðan 3-1. En þýska seiglan var söm við sig því Stefan Effenberg minnkaði muninn á 78. mínútu og Carsten Jancker náði að jafna á lokasekúndunum, 3-3. Andriy Shevchenko og Kakhi Kaladze komu Kiev í 2-0 áður en Michael Tarnat minnkaði muninn fyrir Bayern á lokasekúndu fyrri hálf- leiks. Vitaliy Kosovskyi kom Kiev í 3-1 á 50. mínútu og Ukrainumennirnir hefðu getað bætt við mörkum áður en Bayern kom með sinn endasprett. „Við lékum afar illa og vorum mjög heppnir að ná þessu jafhtefli," sagði Franz Beckenbauer, forseti Bayern, óhress með sína menn. -VS Undanúrslit handboltans byrjuðu með mikilli markasúpu í Mosfells- bænum í gær, er heimamenn í Aft- ureldingu unnu Hauka, 32-30, og leiða því í einvíginu. 62 mörk í 99 sóknum, eða 63% nýting, lýsir betur litlum varnarleik frekar en góðum sóknarleik liðanna. Heimamenn byrjuðu leikinn sterkt, voru komnir í 13-8 eftir fyrstu 16 sóknir sínar og virtust vera að klára leikinn. Þá kom Jónas Stefánsson í Haukamarkið, varði 6 af næstu 8 skotum, þar af 2 víti, og Haukar gerðu 6 mörk gegn tveimur síðustu 9 mínútur hálfleiksins. Eftir það stóð á hnífjöfnu út leik- inn, allt þar til að Mosfellingar sigu fram úr i lokin. Þar munaði mestu um að stórskytturnar Bjarki Sig- urðsson og Einar Gunnar Sigurðs- son snögghittnuðu og Litháinn smái en knái, Gintaras, var duglegur að finna þá félaga, en Gintaras átti 10 stoðsendingar í leiknum. Einar er bjargvættur Einar Gunnar Sigurðsson á ör- ugglega endurkomu ársins í hand- boltanum í vetur. Kappinn er bjarg- vættur Mosfellinga í hverjum leikn- um á fætur öðrum og 5 mörk með þrumuskotum í seinni hálfleik í gær voru rosalega dýrmæt fyrir heimamenn. Einar Gunnar varði auk þess 4 skot og stal 2 boltum. Hjá Haukum voru þeir Óskar Ár- mannsson og Halldór Ingólfsson allt í öllu í sókninni. Þar eru örugglega mestu smugumenn deildarinnar, einstaklega lagnir við að fmna gluf- ur þrátt fyrir að vera ekki háir í loftinu miðað við hávaxna varnar- menn Aftureldingar. 15 mörk og 11 stoðsendingar komu frá þeim félög- um en Óskar nýtti 9 af 11 skotum sínum í leiknum. Haukarnir gefa allt í leikina, þeir spila á öllu liðinu, sem ætti að koma þeim til góða nái þeir að tryggja sér oddaleikinn í Strandgötunni á föstudag. Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Aftur- eldingar, var ánægður með mikl- vægan sigur. „Hver leikur er úr- slitaleikur og þessi sigur er liður í þvi að komast alla leið. Það virðist ennþá há okkur að við höldum bara út í 45 mínútur en missum alltaf einbeitinguna í 15 mínútur. Við verðum að bíta á jaxlinn, laga þetta og keyra i 60 mínútur. Það verður örugglega allt annar leikur í Strand- götunni þar sem við förum með fullri hörku og ætlum áfram". Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Mosfellinga, var feginn. „Þetta eru búnir að vera erfiðir leikir en ég er mjög ánægður með að klára þetta. Við einblíndum mikið á sóknarleik- inn á æfingum eftir HK-leikina en þufum nú að hugsa um vörnina og fækka mörkunum hjá þeim". Guðmundur Karlsson þjálfari Hauka tók áhættu með að skipta lengstum á þremur mönnum milli varnar og sóknar. „Við vorum ekki að spila nógu góða vörn til að vinna Aftureldingu. Ég lofa meiri vinnslu þar á föstudaginn. Við spilum ágæt- an sóknarleik og ef við lögum vörn- ina þá hef ég trú á að við komum aftur hingað upp eftir á sunnudag- inn. Við erum ekki með neitt stjörnulið, þufum að spila á okkar getu, sem er liðsheildin. Ég er með það jafnt lið að ég verð að hreyfa mannskapinn og sjá hver er heitur en ég fann bara alltof fáa í kvöld". Miðað við þennan leik er ljóst að hart verður barist í öðrum leiknum á fbstudag. Haukar sneru við ein- víginu við ÍBV og eru því enn til alls vísir. -ÓÓJ Þýski handboltinn: Ólafur gerði 11 Ólafur Stefánsson skoraði 11 mörk, 8 þeirra úr vítaköstum, þegar Magde- burg vann góð- an sigur á Lemgo, 25-21, í þýsku A-deild- inni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Magdeburg gerði þarna Lemgo slæman grikk, en Lemgo hefði komist í toppsætið með sigri. í staðinn náði Flensburg þriggja stiga forystu með því að rótbursta Sigurð Bjarnason og félaga í Bad Schwartau í gær- kvöld, 30-17. Sigurður skoraði 3 mörk í leiknum. Úrslitin í gærkvöld og fyrra- kvöld: Magdeburg-Lemgo.......25-21 Ólafur Stefánsson 11/8, Kretzschmar 6 - Stephan 7/2, Schurmann 4. Flensburg-Bad Schwartau . 30-17 Klimovets 5, Hjermind 5 - Zehe 5, Sigurður Bjarnason 3. Frankfurt-Mrnden.......25-23 Steinke 7/1, Immel 6 - Kusilev 5, Dusjebaev 5/1. Bjarki markahæstur Bjarki Sigurðsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu og gerði 11 mörk úr 16 skotum. Þegar Bjarki skoraði 8. markiö sitt, með þrumuskoti í upphafi seinni hálfleiks, fór hann fram úr Valdimari Grímssyni til að verða markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar frá upphafi. Bjarki hefur nú gert 24 mörk í keppninni í ár og alls 218 mörk fyrir Víking og Aftureldingu en Valdimar er með 214 mörk fyrir Val, KA, Selfoss og Stjörnuna. -ÓÓJ Flensburg 26 19 Kiel 25 18 Lemgo 26 19 Grosswallst.25 14 Niederw. 26 13 Magdeburg 26 11 Minden 27 12 Essen 26 12 Frankfurt Nettelstedt 25 Gummersb. 25 Eisenach Wuppertal Dutenhofen 26 B.Schwartau26 Schutterw. 25 26 10 10 10 25 10 25 10 7 0 19 0 20 729-579 41 703-574 38 652-576 38 661-625 30 655-661 29 633-593 27 642-646 27 610-617 27 631-634 24 597-629 24 612-665 23 572-629 22 585-629 21 596-641 15 601-659 14 550-672 10 -VS Einar Gunnar Sígurðsson skorar fyrir Aftureldingu í gærkvöld þrátt fyrir að Kjetil Ellertsen reyni að halda aftur af tröllinu. Á minni myndinni fagna Magnús Már Þórð- arson, Bergsvelnn Bergsveinsson og Gintaras Savukynas sigri Mos- fellinga. DV-myndir ÞÖK Carsten Jancker fagnar jöfnunarmarki sfnu fyrir Bayern á lokamínútunni í Kiev og Hasan Salihamidzic reynir að taka þátt í gleðinni. Reuter leigður til Jackson Daöi Lárusson mun ekki standa í marki 1. deildarliðs FH í knattspyrnu í sumar eins og hann hefur gert undanfarin ár. Daði er kominn til Bandaríkj- anna, en B-deildarliðið Jackson Jaguar vill fá hann til liðs við sig. Daði er samningsbundinn FH-ingum en félagið hefur náð samkomulagi við bandaríska lið- ið um að það leigi hann út þetta ár. FH-ingar eru farnir að leita fyrir sér að markverði til að fylla skarð Daða og það ætti að skýr- ast á næstu dögum hver það verður. -GH Siggi samdi við HK til eins árs: „Ég var að skrifa undir og get ekki sagt annað en að þetta sé spennandi verkefni. Það verður gaman að takast á við þjálfun eingöngu en það hef ég aldrei gert áður. Þetta verður góð tilbreyting," sagði Siguröur Valur Sveinsson í samtali við DV í gærkvöld. Sigurður skrifaði undir eins árs samning við hand- knattleiksdeild HK og verður þjálfari liðsins á næstu leik- tíð en spilar ekki meira. Hann hefur verið spilandi þjálfari HK undanfarin f]ögur ár. „Skórnir eru komnir á snagann og verða þar. Ég hef leikið minn síðasta leik. Þetta er eins árs samningur og mjög sanngjarn held ég. Þetta er verulega yrr skemmtilegt verkefni og við ætlum okkur að gera enn betri hluti en á þessu leiktímabili. Til þess að það takmark náist verðum við að styrkja hópinn eitthvað og munum til að byrja með leita fyrir okkur hér innan- lands og sjá hvernig það gengur," sagði Siggi Sveins. -SK Ríkharður vill ekki semja Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun ekki skrifa undir nýjan samning við norska A- deildarliðið Viking Stavanger, en samningur hans við félagið rennur út 1. nóvember. Forráðamenn Vikings segja að þar sem Ríkharður vilji ekki gera nýjan samning sé ekki annað að gera en að reyna að selja hann. Haft er eftir forráðamanni Vik- ings í norska blaðinu Stavanger Aftenblad í gær að ekkert lið hafi haft samband við félagið um hugsanleg kaup á Ríkharði. -GH Leó er hættur í KA Leó Örn Þorleifsson, línumaðurinn sterki sem leikið hefur með KA allan sinn feril, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hann sé á förum. Leó sem leikið hefur um 300 leiki með meistara- flokki KA, hyggst flytja suður og hefja nám við Háskólann í haust. Þetta er mikil blóðtaka fyrir KA enda hefur Leó leikið stórt hlut- verk með liðinu í sókn og vörn undanfarin ár. Hann er annar lyk- illeikmaðurinn sem KA missir, en Sverrir Björnsson er einnig á suðurleið. Erlingur Richardsson hefur verið orðaður við KA-menn til að fylla skarð Leós, en hann lék með Valsmönnum í vetur. -GH Arnar meiddist Arnar Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á ökkla í leik Leic- ester gegn Aston Villa i ensku A-deildinni i fyrrakvöld. Arnar haltraði af velli eftir klukkutíma leik og óvíst er að hann geti leikið með gegn West Ham álaugardaginn. Leicester er í nokkrum vandræðum vegna meiðsla þessa dagana, en Arnar kom einmitt inn í byrjunarliðiö fyrir einn lykil- manna liðsins, Muzzy Izzet, sem verður frá keppni út þennan mánuð, jafnvel til loka tímabilsins. -VS Stórsigur KR-stúlkna KR er með Reykjavíkurmeist- aratitil kvenna í knattspyrnu í höndunum eftir 4-0 sigur á Val í gærkvöld. Olga Færseth 2, Inga Dóra Magnúsdóttir og Helena Ólafsdóttir skoruðu fyrir KR. Þar með dugar KRjafntefli gegn Fjölni til að tryggja sér titil- inn. Það verður varla fyrirstaða þvi Fjölnir tapaði 13-0 fyrir Val í fyrsta leik mótsins á dögunum. -VS Slóvak- inn var sendur heim Miroslav Matulaj, slóvakíski leikmaðurinn sem úrvalsdeildarlið Breiðabliks fékk til reynslu á dögunum, hef- ur verið sendur til síns heima. Matulaj lék nokkra leiki með Blikum í æf- ingaferð félagsins til Portúgals um páskana og að sögn Sverris Haukssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks, þótti hann ekki standa sig nægilega vel til að samningur yrði gerður við hann. Bunce kemur aftur Blikar hafa hinsvegar gert nýjan samning til eins árs við nýsjálenska varnarmanninn Che Bunce sem lék með þeim í fyrra. Hann hefur leik- ið í heimalandi sínu í vetur og er kominn i landslið Nýja-Sjálands. Bunce leikur væntan- lega með því í álfukeppn- inni í Mexíkó í sumar og þá gætu Blikar misst hann í einhvern tíma. -GH/VS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.