Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 Iþrottir DV Islandsmeistarar Keflavikur i minmbolta kvenna 1999 - A \ *•• i ^ fe' Efsta róð fra vinstri: Kristin Þorarinsdottir þjalfari, Disa Ægisdottir, Maria Ben Erlingsdottir, Edda Ros Skuladottir, Margrét Erla Guðnadóttir, Elínborg Jensdóttir, Anna María Ævarsdóttir, Elín Inga Ólafsdóttir, Irmý Róbertsdóttir og María Anna Guðmundsdóttir aðstoðarþjálfari. Miðröð: Linda Björg Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Valgerður Pálsdóttir, Hrönn Þorgrímsdóttir, Erna Grétarsdóttir og Guðrún H. Guðmundsdóttir. Neðsta röð: Linda Stefanía Asgeirsdóttir, Védís Eva Guðmundsdóttir, Elísabet Pétursdóttir, Helga Jónsdóttir, Auður Jóhannesdóttir og Aldís Lind Hermannsdóttir. —tg -. -MfSy sm í Njarðvík atti lið i mótinu en stelpurnar voru i mikium þjálfaravandræðum með 3 slfka í 3 leikjum. ——----------: ■"'* Ti Kristinu Þorarinsdottur þjalfara er hér þakkað gott starf í vetur af lærlingum sínum í Kefiavíkurliðinu. - - ■v,: Sigursongvar Valgerður Pálsdóttir, fyrirliði Kefla- víkur, sem er hér með bikarinn að neðan varð næst- mót- inu með 28 stig í 3 leikjum. Glæsilegt, Hrunamenn Hrunamenn tryggðu sér annað sætið í minnibolta kvenna með glæsilegri frammistöðu. A Flúðum snýst líklega allt um körfubolta í þessum aldursflokki því Hrunamenn mættu með myndarlegan hóp sem stóð sig frábærlega. I liðinu voru þær Rakel Hannibalsdóttir, Hugrún Hilmarsdóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir, Aldis Þóra Harðardóttir, Guðrfður Eva Þórarinsdóttir, Anna Þöli Sigmundsdóttir, Edda Katrfn Ragnarsdóttir, Sunna Sigurðardóttir, Berglind Loftsdóttir, Erla Jóhannsdóttir, Erla Björk Árskóg og Ingibjörg Skúladóttir. Það er til siðs að fagna vel glæst- um sigri og góðum árangri en það er unglingasíðunni til efs að eins skemmtilega og glæsilega hafi verið fagnað og hjá 21 stelpu i minn- boltaliði Keflavikur þegar þær tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn á dögunum. Frá fyrstu nótu til þeirrar síð- ustu Sigursöngvar hljómuðu lengi vel á eftir og þá er vert að minnast á ógleymanlega stund er stelpumar stilltu sér upp í hópmyndatöku. Þá tóku þær sig til allar í einum kór og sungu Keflavíkurlagið frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu. Allar kunnu þær textann og fóru laglega með hann, það var eins og að auk körfu- boltaæfinganna færu þær á eina kóræfingu í hverri viku. Sigursöngv- ar hljómuðu síðan áfram inni í klefa enda gaman að verða íslandsmeistari í fyrsta sinn, hvað þá á heimavelli. Annars er frábært að sjá uppbygg- ingarstarflð i Keflavík. 21 stelpa á þessum aldri er að æfa körfu og framboðið því meira en nóg. Það var örugglega ein af erfiðustu ákvörðun- um Kristínar Þórarinsdóttur þjálfara að ákveða hvaða 12 færu á skýrslu í hvem leik þar sem leikimir í úrslit- unum voru bara þrír. Keflavík vann alla leikina sannfærandi, allar fengu að spreyta sig og það virtist ekki skipta neinu um árangur liðsins hvaða 5 vora inn á vellinum. Blómlegt á Flúðum Árangur Ungmannafé- lags Hruna- manna er einnig athygl- isverður því stelpur þaðan tryggðu sér 2. sætið í mótinu. Það er því gaman að vita að blómlegt starf er unnið á Flúðum. Grindavík og Njarð- vík tóku einnig þátt í úr- slitakeppninni en íslands- meistararnir frá því í fyrra í KR voru ekki meðal þátttak- enda. Það háði einkum Njarðvíkurliðinu hversu mikið rótleysi var á liðinu en þrír þjálfarar stjómuðu þeim í þessum þremur leikjum. Þar þarf að hlúa betur að því efniviður er til staðar í þessum stelp- um. -ÓÓJ Minnibolti karla í körfubolta: Fjölnir meistari - eftir hörkukeppni við KR Fjölnisstrákarnir sem unglinga- síðan fjallaði um fyrr i vetur fóru alla leið í minniboltanum í ár og unnu íslandsmeistaratitilinn á dög- unum. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir verður íslandsmeistari en félagið átti tvo fulltrúa í úrslitunum því b-liðið hafði einnig unnið sig þangað upp. Auk Fjölnisliðanna voru lið frá KR, Njarðvík, Stjömunni og Snæ- felli mætt til leiks en framboðið er mikið af góðum leikmönnum og lið- , um í þessum flokki. Leikur KR og Fjölnis var úrslita- leikur mótsins og vakti það mikla athygli hversu margir áhorfendur mættu til að styðja strákana og skapa mikla og stórskemmtilega stemningu í Hagaskóla þar sem lokaumferðin fór fram. Fjölnir byrjaði úrslitaleikinn bet- ur. KR vann þó upp forskotið en ekki allt og Fjölnir fagnaði gríðar- lega fyrsta íslandsmeistaratitli fé- lagsins í körfubolta. Heimavöllur- inn nægði ekki KR-ingum í þetta skiptið en þar þurfa menn þó ekki að kvíða enda margir góðir strákar, sumir enn á yngra ári. Á myndinni hér til hœgri má sjá ís- landsmeistara Fjölnis meö bikarinn eftir úrslitaleikinn. Efri röö frá vinstri: Ragn- ar Torfason þjálfari, Árni Ragnarsson, Svavar Svavarsson, Árni Þór Jónsson, Þorsteinn Sverrisson, Tryggvi Gunnar Teitsson, Birkir Már Ámason og Pálmar Ragnarsson aðstoðarþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Amar Ólafsson, Bjöm Þór Jóhannsson, Almar Smári Ás- geirsson, Garðar Sveinbjörnsson, Heiðar Már Aðalsteinsson og Hörður Axel Vil- hjálmsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.