Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 24
24 ¦w~ FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 mftMQDsnEa m— i 'ni'i'......wim am ¦ 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu svarþjónustu: Pú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboð eftir hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánaegð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu: 4 f Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. Þú slærð inn tilvísunamúmer auglýsingar, alls 5 stafi. / Nú færö þú aö heyra skilaboð Hl auglýsandans. Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. Þú leggur inn skilaboö eftir hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færð þú aö heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Þegar skilaboöin hafa veriö geymd færð þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. Auglýsandinn hefur ákveðinn tíma til þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í sfma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar ayglýsandans ef það erfyrir hendi. Allir ístafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 4 [m&x)mgvZA\ I.....lírfMWffiw 11 ii 4mm 903 • 5670 Aöeirts 25 kr. mínútan. Sama verö fyrlr alla landsmenn. Sviðsljós Orrusta ársins í uppsiglingu: Lúxuskrydd ætlar að slá prmsinn út Áhugamenn um hjónabönd fræga fólksins eiga spennandi sumar í vændum. Kryddpían ætlar að gera sitt besta til að skáka prinsinum. Já, þær fréttir hafa borist úr ríki Bretadrottningar að lúxuskryddpían Victoria Adams ætli að stela sumar- brúðkaupssenunni frá Játvarði prinsi. Victoria hefur í hyggju að gift- ast tuðrusparkaranum David Beck- ham en konuefni Játvarðs er Díönu- eftirlíkingin Sophie Rhys-Jones. Það var hið virðulega breska blað Times sem greindi frá þessu í gær. Prinsinn getur náttúrlega sjálfum sér um kennt. Þau Sophie hafa hvað eftir annað lýst þvi yfir að þau vilji forðast húllumhæ í ætt við það sem var í kring um hjónavígslur bræðr- anna, þeirra Karls og Andrésar. Hvort sem það er nú húllumhæinu að kenna eður ei lauk þeim hjónabönd- um í það minnsta með skilnaði. Victoria og David ætla að taka kon- unglega parið með stæl. Játvarður og Sophie ætla að ganga að eigast í Windsorkastala á kven- frelsisdaginn 19. júní. Victoria og David ætla ekki í hnapphelduna fyrr en 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna. Athöfnin fer sennilega fram á írlandi. Victoria og David hafa þegar selt glanstímaritinu OK aðgang að hjóna- vígslunni og veislunni sem á eftir fylgir og fá þau á annað hundrað milljónir króna fyrir. „ Játvarður og Sophie hafa lagt svo mikið upp úr því að hafa þetta lát- laust að fólk hefur bara ekki eins mikinn áhuga á þeim og lúxuskrydd- inu og Beckham," segir Martin Townsend, ritstjóri OK, í viðtali við Times. Annar ritstjóri segir ekki spurn- ingu að brúðarkjóll Victoriu muni hafa meiri áhrif þegar tískustraumar eru annars vegar. Gamla brýnið Grace Jones er enn á meðal vor, eins og þessi mynd ber glögglega með sér. Grace kom til Dyflinnar á írlandi ífyrradag og hélt þar tónleika við opnun nýs tónleikahúss fyrir dægurlagatónlist. Fimm hundruð boðsgest- ir hlustuðu á dívuna og er ekki að efa að allir hafi skemmt sér konunglega. Bobbi og Palli í tónleikaferðalag Stórpoppararnir Bob Dylan og Paul Simon ætla að slá í púkk í sumar og halda í tónleikaferö um Bandaríkin þver og endi- löng. Þeir hafa ekki áður sungið saman. „Við höfum lengi verið aðdá- endur hvor annars og við hlökk- um mikið til að fara í tónleika- ferðalagið saman," segir í yfir- lýsingu sem kapparnir sendu frá sér. Bobbi og Palli eru báðir 57 ára gamlir. Hvor um sig spilar með eigin hljómsveit og í lokin taka þeir nokkur lög saman. Fyrstu tónleikarnir verða í Colorado Springs í júní en lokatónleikarnir verða í New York þann 31. júlí. Miðasala hefst um helgina. Adam var ekki lengi í paradís: Rafgellan vil losna við furðufuglinn Stuðgellan rafmagnaða Carmen Electra hefur nú endanlega gert upp hug sinn: Hún vill losna við furðu- fuglinn Dennis Rodman körfubolta- séní úr hjónarúminu og hefur því sótt um skilnað. Carmen og Dennis gengu í það heilaga í Las Vegas í fyrrahaust. Aðeins níu dögum siðar vildi Denn- is láta ógilda vígsluna þar sem hann hefði verið undir annarlegum áhrif- um og aldrei ætlað sér að ganga að eiga frökenina. Sögur herma að Carmen vermi nú ból villitrommarans Tommys Carmen Electra vill losna úr faðmi Lees, fyrrum spúsa Pamelu. körfuboltakappans Rodmans. Sandra kát með nektarmyndir Kvikmyndaleikkonan Sandra Bullock kvartar ekki yfir fólsuðu nektarmyndunum sem finna má af henni á Netinu. „Brjóstin eru miklu stærri og stinnari en mín eigin," segir leikkonan í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Annars er Sandra nánast alveg hætt að nota Netið. Hún var nefnilega netfíkill, lék enda í frægri kvikmynd um unga stúlku og ævintýri hennar í tengslum við Netið. „Ég var svo háð Netinu að það var hræði- legt," segir hún. Jerry vill bara 700 milljónir Jerry Hall hefur slegið af kröf- unum sem hún gerir í eignir Micks Jaggers. Rollingurinn og fyrirsætan standa í skilnaði um þessar mundir og fer Jerry ekki fram á nema sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. Upphaflega gerði hún kröfu um að fá meira en fjóra milljarða. Jerry hefur ráðið fræga lögfræðinga til að fara með málið fyrir skilnaðarrétti í Bretlandi. Hún sótti um skilnað vegna kvennafars Jaggers. Melanie Griffith brást bogalistin Melanie Griffith hefur fulla ástæðu til að naga sig í handar- bökin. Ekki endilega fyrir aö giftast kvennagullinu og hjarta- knúsaranum Antonio Banderas^ heldur fyrir hversu lélegur dóm- ari hún er á kvikmyndahandrit sem henni berast. Hún hafnaði meðal annars hlutverki Sharon Stone í Basic Instinct og öðru aö- alhlutverkinu í þeirri ffægu mynd Thelmu og Louise. 4 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.