Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 ' Afmæli Magnús S. Daníelsson Magnús Stephensen Daníelsson bifreiðastjóri, Kötlufelli 3, Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill MaajÉMjæddist í Reykjavík og ólst þess sem hann var mikið í Eyja3^fcm í Pétursey und- ir Eyjafjöllum.^B^ Magnús stofnaði Brunasteypuna sem var við Útskála við Elliðaár og starfrækti hana í nokkur ár. Lengst af var hann þó vörubílstjóri hjá Þrótti, auk þess sem hann var verk- taki um árabil. Fjölskylda Magnús kvæntist 1.8. 1941 Ingi- björgu Lovísu Guðmundsdóttur, f. 1.8. 1923, d. 16.1. 1991, húsmóður. Hún var dóttir Guðmundar Andrés- sonar, starfsmanns hjá KEA á Akur- eyri, og Jórunnar Loftsdóttur hús- móður en þau skildu. Böm Magnúsar og Ingibjargar Lovísu eru Áslaug Kristín Magnús- dóttir, f. 3.10.1941, d. 10.10.1998, hár- greiðslukona í Svíþjóð, en sambýlis- maður hennar var Agnar Eide for- stjóri og á hann einn son; Jórunn Magnúsdóttir, f. 6.9. 1944, húsmóðir í Kópavogi, gift Stefáni Hilmari Stefánssyni verslunarmanni og eiga þau fjögur börn; Jón Sig- urður Magnússon, f. 20.11. 1946, verslunar- maður i Garðabæ, kvænt- ur Kolbrúnu Maríu Berg- mann Viggósdóttur og eiga þau fjögur börn, auk þess sem Jón Sigurður á dóttur frá því áður; Arn- hildur Sesselja Magnúsdóttir, f. 5.1. 1953, húsmóðir á Höfn i Hornafirði, gift Jóni Guðbjörnssyni yfirvél- stjóra og eiga þau þrjú börn; Ingi- björg Lovísa Magnúsdóttir, f. 26.8. 1954, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Sveini B. Isebarn og eiga þau þrjár dætur; Sigríður Magnúsdóttir, f. 18.6. 1956, húsmóðir í Reykjavík, gift Magnúsi Karlssyni flugvirkja og eiga þau tvö börn. Langafabörn Magnúsar eru nú tiu talsins. Systkini Magnúsar eru ída S. Daníelsdóttir, f. 17.12. 1917, húsmóð- ir i Reykjavík; Kristín Daníelsdóttir, f. 20.3.1920, fyrrv. bókari i Reykjavík; Kristinn Daníelsson, f. 22.1 1926, fyrrv. deildar- stjóri í Þjóðleikhúsinu; Hjördis Ingunn Daníels- dóttir, f. 10.6. 1940, hús- móðir í Kaupmannahöfn. Foreldrar Magnúsar voru Daníel Kristinsson, f. 22.4. 1888, d. 27.5. 1950, bókari í Reykjavik, og k.h., Áslaug Guðmunds- dóttir, f. 17.8. 1890, d. 2.1. 1969, húsmóðir. Ætt Daníel var sonur Kristins, pró- fasts í Keflavík, Danielssonar, pró- fasts í Hólmum. Halldórssonar, pr. á Melstað, Ámundasonar. Móðir Kristins var Jakobína Magnúsdótt- ir, óðalsb. á Stóra-Eyrarlandi, Stef- ánssonar Thorarensen, amtmanns Þórarinssonar, ættföður Thoraren- senættar, Jónssonar. Móðir Jak- obínu var Geirþrúður, dóttir Christens Knuds Thyrrestrups, kaupmanns á Akureyri. Móðir Daníels var fda Halldóra Júlía Halldórsdóttir, yfirkennara og alþm. í Reykjavík, Friðrikssonar, á Eyri í Arnardal. Eyjólfssonar, pr. á Eyri Kolbeinssonar. Móðir Halldórs var Sigríður Ólafsdóttir, á Stokka- nesi, Þorbergssonar. Móðir fdu Halldóru var Carlotte Karoline Leo- poldine, f. Degen. Ásfaug var dóttir Guðmundar, út- vegsmanns í Hafnarfirði, Böðvars- sonar, veitingamanns í Hafnarfirði, Böðvarssonar, pr. á Mel, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Böðvar var sonur Þor- valds, pr. og skálds 1 Holti, Böðvars- sonar, pr. í Holtaþingum, Högnason- ar, prestaföður, Sigurðssonar. Móðir Áslaugar var Kristín Magnúsdóttir Stephensen, óðalsb. í Viðey, Ólafssonar, dómsmálaritara í Viðey, Magnússonar, konferensráðs í Viðey, Ólafssonar Stephensen, stiftamtmanns og ættfóður Stephen- senanna. Magnús tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar, Jöklafold 9, Reykjavík, í dag eftir kl. 19.30. Magnús Stephensen Daníelsson. Hl hamingju með afmælið 8. apríl 95 ára Hólmfríður Þorleifsdóttir, Efra-Firði, Höfn. 90 ára Sólveig Sigurgeirsdóttir, Árskógum 2, Reykjavík. 80 ára Kristín Ingimundardóttir, Gileyri, Tálknafjarðarhreppi. 75 ára Jóhann M. Guðmundsson, Hjarðarhaga 30, Reykjavík. María Jónsdóttir, Krossholti 10, Keflavík. Hörður Þorfinnsson, Skarðshlíð 16C, Akureyri. Herborg Magnúsdóttir, Brávöllum 14, Egilsstöðum. Ósk Jóhanna Ósk Jóhanna Kristjánsson, fyrrv. hótelstarfsmaður, Unnarstfg 6, Reykjavík, er áttræð í dag. Starfsferill Ósk fæddist í Lundar í Manitoba í Kanada en ólst upp í Gimli í Manitoba til 1930. Þá flutti hún til íslands ásamt móður sinni og tveimur systrum og ólst upp í Reykjavík eftir það. Osk starfaði á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1935-46, um tíma sem aðstoðarráðskona. Hún hóf störf á Hótel Sögu þegar Súlnasalur var opnaður í febrúar 1963 og starf- aði þar í hartnær þrjá áratugi, eða til 1992, lengst af sem buffetdama. Ósk hefur ávallt búið í Reykjavík eftir að hún flutti til íslands. Fjölskylda Eiginmaður Óskar er Kristján Ólafsson, f. 4.8. 1923, hitaveituverk- taki. Hann er sonur Ólafs Sveins Sveinssonar, bónda að Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhreppi, og k.h., Mar- grétar Steinsdóttir húsfreyju. Böm Óskar og Kristjáns eru Ólaf- ur Tryggvi Kristjánsson, f. 21.4.1944, flugvirki, búsettur i Owasso í Okla- homa-fylki í Bandaríkjunum, kvænt- ur Ann Kavanagh og eiga þau þrjú börn en fyrir átti Ólafur tvö börn og á hann sjö barnabörn; Guðný Ólöf Kristjánsdóttir, f. 28.12.1946, sálfræð- ingur, búsett í Uppsölum í Svíþjóð og á hún tvo syni; Gísli Sigurbjörn Kristjánsson, f. 22.12. 1947, hitaveitu- verktaki, búsettur í Reykjavík; Þor- valdur Kristinn Kristjánsson, f. 27.2. 1949, lögregluþjónn, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jónu Margréti Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm og tvö barnabörn; Flosi Álbert Helgi Kristjánsson, f. 2.5. 1951, yfirkennari í Hagaskóla, búsettur í Reykjavík, kvæntur Rögnu Þórhallsdóttur og eiga þau þrjá syni; Sævar Jósef Kristjánsson, f. 18.8.1953, verkamað- Kristjánsson ur, búsettur í Reykjavík; Pétur Kristinn Kristjáns- son, f. 8.12. 1955, vélstjóri hjá Reykjavíkurhöfn, bú- settur í Reykjavík; Ólafur Grétar Kristjánsson, f. 28.6. 1958, deildarsérfræð- ingur í menntamálaráðu- neytinu, búsettur í Reykjavík, kvæntur írisi Eddu Arnardóttur og eiga þau tvö börn. Systkini Óskar: Ólafur Tryggvason Kristjanson, f. 7.1.1914, vélvirki, búsettur í Edmonton í Alberta-fylki í Kanada; Björn Kristjanson, f. 1916, d. 1974, tónlistarmaður; Sigríður Hulda Diedrich, f. 4.7.1917, matreiðslukona, búsett á Gimli í Kanada; Charlotte Kristjanson, f. 18.7. 1920, búsett í Winnipeg í Kanada; Guðmundur Kristjanson, f. 24.6. 1925, d. 1983, var búsett í Brandon í Manitoba. Foreldrar Óskar voru Sigtryggur Kristjánsson, f. á Ytri- Tungu á Tjömesi 22.4. 1880, d. í Selkirk í Man- itoba 24.8. 1969, kennari og húsamálari, og Kristín Helgadóttir Kristjánsson, f. á Skarðshömrum í Norðurárdal 7.11. 1888, d. í Winnipeg f Kanada 24.4. 1962, starfaði að hjúkmn og sem matráðskona. Foreldrar Óskar bjuggu lengst af á Gimli í Manitobafylki. Bækurnar Það er engin þörf að kvarta og Margt býr í þokunni eftir Guðmund Gíslason Hagalín, sem út komu hjá Skuggsjá 1961 og 1962, fjalla um Kristínu Helgadóttur Kristjánsson, móður Óskar, ævi hennar og störf. Ósk Jóhanna Kristjánsson dvelur nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ósk Jóhanna Kristjánsson. Helgi Ingvarsson Helgi Ingvarsson fram- kvæmdastjóri, Urðarhæð 13, Garðabæ, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Helgi fæddist í Hafnar- firði en ólst upp í Reykja- vík og á Vífilsstöðum. Hann var í Melaskólan- um, lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og lauk stúdents- prófl frá ML. Helgi starfaði við Naustið á ámnum 1968-73, var verslunarstjóri hjá Hagkaupi 1973-74 og hefur starfað hjá Ingvari Helgasyni ehf. frá 1974 þar sem hann er nú framkvæmdastjóri. Helgi er f Oddfellowreglunni. Fjölskylda Helgi kvæntist 19.6.1976 Halldóm Guðrúnu Tryggvadóttur, f. 9.9. 1948, d. 15.1. 1988, húsmóður. Hún var dóttir Tryggva Gunnsteinssonar, bifreiðastjóra á Seltjarnarnesi, og k.h., Ástu Sigríðar Þorvarðardóttur húsmóður. Dóttir Hallóm Guðrúnar er Ásta Sigríður Ólafsdóttir, f. 23.8. 1967, innanhússarkitekt á Seltjamarnesi, en maður hennar er Sigurgeir Tryggvason rafmagnsverkfræðing- ur og eiga þau von á fyrsta barni. Sonur Helga og Sesselju Aðalsteinsdóttur, f. 9.2. 1954, er Ingvar Júlíus Helgason, f. 25.9. 1974, verslunarmaður, búsett- ur í Kópavogi en kona hans er Guðbjörg Sif Sig- rúnardóttir verslunar- maður og eiga þau tvö böm. Helgi kvæntist 5.9. 1989, Sigrfði Gylfadóttur, f. 21.11. 1946, deildarstjóra hjá íslensku óperunni. Hún er dóttir Gylfa Gunnarssonar, fyrrv. deildarstjóra, búsettur í Hafnarfirði, og k.h., Mar- íu Rebekku Sigfúsdóttur húsmóður sem er látin. Böm Sigríðar eru Guðný Inga Þórisdóttir, f. 27.5. 1964, leikskóla- kennari, búsett í Reykjavík en hennar maður er Björgvin Gylfason tölvufræðingur og eiga þau þrjú börn; Gylfi Þór Þórisson, f. 17.11. 1966, markaðsstjóri, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Rann- veig Þórarinsdóttir flugfreyja og eiga þau þrjú böm; María Rebekka Þórisdóttir, f. 28.9. 1970, húsmóðir í Garðabæ, en hennar maður er Bjami Sigurðsson lögfræðingur og eiga þau fjögur böm; Birna Þóris- dóttir Tamone, f. 19.7. 1972, banka- starfsmaður, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Harrison Tamone framkvæmdastjóri og eiga þau eina dóttur. Systkini Helga eru Guðmundur Ágúst, f. 13.4. 1950, framkvæmda- stjóri og formaður HSÍ; Júlíus Vífill, f. 18.6. 1951, framkvæmdastjóri og borgarfulltrúi; Júlía Guðrún, f. 7.8. 1952, kennari; Áslaug Helga, f. 21.6. 1954, kennari; Guðrún, f. 20.7. 1955, sölustjóri Bjarkeyjar ehf; Elísabet, f. 20.7. 1955, d. 24.6. 1958; Elísabet, f. 5.9. 1957, framkvæmdastjóri Bjark- eyjar ehf; Ingvar, f. 5.6.1960, læknir. Foreldrar Helga em Ingvar Júlíus Helgason, f. 22.7.1928, forstjóri Ingv- ars Helgasonar ehf., og k.h., Sigríð- ur Guðmundsdóttir, f. 19.6.1926, for- stjóri Bjarkeyjar ehf. Ætt Ingvar er sonur dr. Helga, yfir- læknis á Vífilsstöðum, bróður Soff- íu borgarfulltrúa, ömmu Svein- bjamar I. Baldvinssonar rithöfund- ar. Helgi var sonur Ingvars, pr. á Skeggjastöðum, Nikulássonar. Móð- ir Ingvars var Oddný Jónsdóttir, dýrðarsöngs í Haukatungu, Pálsson- ar. Móðir Helga var Júlía, systir Jóns, afa Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Júlía var dóttir Guð- mundar, ættfóður Keldnaættar Brynjólfssonar, b. i Vestri-Kirkju- bæ, Stefánssonar, b. í Árbæ, bróður Ólafs, langafa Odds, langafa Davíðs forsætisráðherra. Stefán var sonur Bjama, ættföður Víkingslækjarætt- ar, Halldórssonar. Móðir Ingvar forstjóra var Guð- rún, systir Páls, föður Lámsar leik- ara. Guörún var dóttir Lámsar, smáskammtalæknis í Reykjavík, Pálssonar, b. í Amardrangi, Jóns- sonar, pr. á Kálfafelli, Jónssonar. Móðir Páls var Guðný Jónsdóttir, eldprests, Steingrímssonar. Sigríöur er dóttir Guðmundar, bllstjóra í Hafharfirði, Jónssonar, b. í Nabba, Jónssonar. Móðir Guð- mundar var Guðfinna Helgadóttir, b. f Hellukoti, Snorrasonar, b. á Rauðalæk, Ámasonar. Móðir Sigríðar var Elísabet, syst- ir Sigurjóns, forstjóra Hrafnistu, fóður Báru kaupmanns. Elísabet var dóttir Einars, stýrimanns í Gestshúsum í Hafnarfirði, Ólafsson- ar, bróður Kristbjargar, langömmu Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðings. Móðir Elísabetar var Sigríður Jónsdóttir, systir Sig- urðar skólastjóra, föður Steinþórs jarðfræðings, fóður þeirra Gerðar kennara og Sigurðar prófessors. Helgi tekur á móti gestum í sýn- ingarsal Ingvars Helgasonar, Sæv- arhöfða 2, Reykjavík, á morgun, 9.4., milli kl. 18.00 og 21.00. Hann vonast til að sjá sem flesta, ættingja, vini og samstarfsmenn. Helgi Ingvarsson. 70 ára Jens A. Guðmundsson, Laugamesvegi 100, Reykjavík. Guðbjörn Breiðfjörð, Dúfnahólum 2, Reykjavík. Magnús Haraldur Magnússon, Mánagötu 2, ísafirði. Guðrún Nikolína Jónsdóttir, Hvammi, Húsavík. 60 ára Björn M. Pálsson, Funafold 51, Reykjavík. Magnea K. Sigurðardóttir, Holtsbúð 83, Garðabæ. 50 ára Inga Steinunn Ólafsdóttir ferðafræðingur, Hafnarstræti 7, ísafirði. Eiginmaður hennar er Kristján G. Jóhannsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Oddfellowhúsinu á ísafirði á afmælisdaginn milli kl. 19.00 og 23.00. Hrafnhildur Sigurbjartsdóttir, Nýlendugötu 22, Reykjavík. Anna Þóra Ámadóttir, Granaskjóli 46, Reykjavík. Reynir Sverrisson, Sogavegi 28, Reykjavík. Jón Svavars, Klyfjaseli 24, Reykjavík. Soffía Bjamleifsdóttir, Lækjarhjalla 36, Kópavogi. Fanney Ottósdóttir, Klapparholti 10, Hafnarfirði. 40 ára Sigurður Vilhjálmsson viðskipta- fræðingur, Sunnuvegi 10, Selfossi. Hilmar Friðrik Foss, Hafnarstræti 11, Reykjavík. Karl Ólafsson, Kvistalandi 24, Reykjavík. Ólöf Þorsteinsdóttir, Dalalandi 12, Reykjavík. Svavar Júlíus Gunnarsson, Framnesvegi 18, Keflavík. Elísabet Anna Sigurðardóttir, Hraunbraut 2, Grindavík. Elín Sigurbjörnsdóttir, Bjarkargrund 2, Akranesi. Fjóla Guðbjörg Traustadóttir, Bleiksárhlíð 23, Eskifirði. Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Miðkoti 1, Djúpárhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.