Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 8. APRIL 1999 29 * ý*-sííi» ¦jl^r' •*»•>»•- j Ilmur á Mokka í kaffiilminum á Mokka við Skólavörðustíg sýnir Ilmur María Stefánsdóttir nú sex lágmyndir eða þrívíðar veggmyndir sem all- ar eru unnar út frá starfsemi mannslíkamans. Myndirnar eru gerðar úr ýmsum efhum, svo sem gúmmíi, ljósleiðurum, matarlími og vír, svo eitthvað sé nefnt. Myndlist Ilmur María er þrítug að aldri og hefur lokið námi úr textíldeild Myndlista- og handíðaskólans. Hún sækir heiti verka sinna í gömlu heilsufræðina: „Hvit blóð- korn" er gert úr matarlími og lyfjahylki, „Heili" er gerður úr ljósleiðara og matarlími og „Nef- hár" er úr gúmmíi og bindivír - og svo mætti lengi telja. Sýning Ilmar er opin á meðan kaffið er heitt á Mokka. Guðmundur Andri Thorsson veröur á Kaffi Reykjavík í kvöld. Bókmenntir á Kaffi Reykjavík Spurningunni um hvað sé að ger- ast í íslenskum bókmenntum verð- ur reynt að svara á Kaffi Reykjavík í dag klukkan 17. Þar mun Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur leggja út af hinni frægu setningu Steins Steinars um að hið hefð- bundna ljóðform sé nú loksins dautt og ennfremur huga að stöðu skáld- sögunnar svona yfirleitt. Þá mun Dagný Kristjánsdóttir fjalla um ný- liðun í íslenskum bókmenntum og ýmsa þá höfunda sem komið hafa fram á sjónarsviðið að undanförnu. Sérstaklega ætlar Dagný að velta því fyrir sér hvers vegna þeir skrifi öðruvísi en tíðkast hafi og á hvern hátt þeir séu frábrugðnir fyrirrenn- urum sínum. Samkomur Búast má við líflegum umræðum við barinn á Kaffi Reykjavík en gestir verða sjálfir aö kaupa sér veitingar. Fundurinn mun standa í tvær stundir eða svo og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fundarstjóri er Pétur Már Ólafsson bókmenntafræðingur. Rauða ljónið í kvöld: I fóstri hjá snillingum „Fyrst var ég með dálitla minnimáttarkennd en það hefur lagast. Ég fæ gríðarlega reynslu og þetta er besti skóli sem maður getur komist í," segir Geir Ólafsson, söngvari Furstanna, sem hefur upp raust sína á Rauða ljóninu í kvöld ásamt félögum sínum sem eru engir kjánar: Árni Scheving, Guð- mundur Steingrímsson, Ólafur Gaukur og Carl Möller. Geir er aðeins 24 ára gamall og var í slagverks- námi hjá Guðmundi Steingrimssyni þegar hug- myndin að Furstunum varð til. Hann var ekki að tvínóna við neitt heldur sópaði saman þessum helstu tónlistarsnillingum samtímans og syngur nú' með þeim: „Við erum á Sinatra-línunni og tökum síðan nokkrar sömbur og aðrar suðrænar sveiflur," seg- ir Geir sem ætlar ekki að láta staðar numið með- al innlendra snillinga heldur hleypa heimdragan- um og syngja í New York. Skemmtanir „Ég þræddi allar helstu búllurnar á Manhattan þegar ég var þar staddur fyrir skemmstu og tók lagið með ýmsum. Að lokum var ég ráðinn i djass- hljómsveit sem heitir Perfect Squire og fer til þeirra í vor. Við erum bókaðir þrjú kvöld í viku langt fram á sumar." Geir og Furstarnir byrja á „New York New York" á Rauða ljóninu i kvöld klukkan 22.00. Geir ungi lofar sveiflu á heimsmælikvarða með ridd- araliðið á bak við sig. Geir Ólafsson: Af Rauða Ijóninu til New York. Hann er að kólna Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir norðan- og norðvestangolu eða kalda og éljum á norðanverðu Veðrið í dag landinu. Sunnan til verður vestan- og síðar norðangola eða kaldi og él, einkum fyrri part dags. Hiti rétt hangir yfir frostmarki, verður þetta 1 til 4 stig en annars vægt frost. Sólarlag í Reykjavík 20.39 Sólarupprás á morgun 6.19 Síðdegisflóð í Reykjavík 23.41 Árdegisflóð á morgun 12.17 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 7 Bergsstaðir hálfskýjaö 5 Bolungarvík skúr á síö. kls. 5 Egilsstaöir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó 4 Keflavíkurflv. slydduél 4 Raufarhöfn hálfskýjaö 4 Reykjavík skúr á síó. kls. 3 Stórhöföi skúr 4 Bergen lágþokublettir 3 Helsinki skýjaö 2 Kaupmhöfn skýjaö 7 Osló skýjaö 4 Stokkhólmur 5 Þórshöfn ngmng 8 Þrándheimur úrkoma í grennd 4 Algarve skýjaö 19 Amsterdam súld á síó. kls. 8 Barcelona léttskýjaö 10 Berlín skúr á síó. kls. 7 Chicago heiöskírt 16 Dublin súld 10 Halifax skýjað 5 Frankfurt skýjað 8 Glasgow rign. á sið. kls. 9 Hamborg alskýjað 8 Jan Mayen alskýjað -5 London léttskýjaö 5 Lúxemborg skýjað 6 Mallorca léttskýjað 11 Montreal alskýjaö 7 Narssarssuaq snjókoma -3 New York skýjað 12 Orlando heiöskírt 17 París léttskýjað 8 Róm rigning 10 Vín skýjað 9 Washington skýjaó 7 Winnipeg heióskírt 5 Aurbleyta Þó vel sé greiðfært um alla aðalþjóðvegi lands- ins er aurbleytu farið áð gæta víða. Þungatak- markanir hafa verið settar af þessu tilefni og aug- lýstar sérstaklega samkvæmt venju. Þá er hálka Færð á vegum og hálkublettir á fjallvegum eins og eðlilegt má teljast á þessum árstíma. Eru ferðalangar beðnir að hafa þetta í huga. Astand vega Cb ^¦Skafrenningur E3 Steinkast E2 Hálka H Vegavinna-aogát H Óxulþungatakmarkanir ffj Þungfært (g) Fært fjallabílum Ófært Hálf systir Evu Þetta fallega stúlkubarn fæddist á Landspítalanum 17. mars foreldrum sínum til mikillar ánægju, en þeir eru Hanna Fanney Steinarsdóttir og Magnús Barn dagsins Þór Þórisson. Stúlkan vó rúm 4 kíló og var 54 sentí- metrar að lengd. Hálfsyst- ir hennar, hún Eva Lind sem er 11 ára, sendi okkur þessa mynd með bros á vör. Þær systurnar búa saman í Fellsmúlanum í Reykjavík. dagj onn Hláturinn læknar Saga bíó hefur að undanförnu sýnt myndina Patch Adams með Robin Williams í aðalhlutverki. í myndinni er sannsögulegur tónn þar sem segir frá lækna- nema sem stefhir framtíð sinni í hættu með ofurtrú á lækninga- mætti hlátursins. . Kennarar hans benda honum á að ganga í sirkus vilji hann vera trúður. En hann er á öðru máli. Þetta er ekki í fyrsta né síð- asta sinn sem Robin Williams leikur trúð í kvikmynd. Sjálfur hefur hann ~™1 tekið ýmis hliðar- ///////// Kvikmyndir spor trúðsins í lífi sínu en hann er fæddur í Chicago 21. júlí 1952. Stjörnuspekingar segja að Robin Williams sé með sól í krabba- merkinu og tungl í ljóni. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Valeri Velardi en nú býr hann með Marsha Garces. Robin Williams á þrjú börn: Zachary, Zeldu og Cody. Þeir sem kynnu að vilja skrifa leikaranum eftir að hafa séð kvikmyndina Patch Adams geta stílað bréfin til Robins Williams c/ö Creative Artists Agency, 9830 Wilshire Blvd, Beverly HOls, CA, 90212 USA. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 löngun, 4 hím, 7 garði, 8 skaut, 10 mynni, 11 munnbiti, 12 kasta, 14 elskaði, 16 smámunur, 18 faðmur, 20 fersk, 21 bók, 22 karl- mannsnafn. Lóðrétt: 1 rass, 2 umrót, 3 spil, 4 tarfarnir, 5 gat, 6 gabb, 9 skaða, 12 skýr, 13 bjartur, 15 þjálfi, 17 ferskur, 19 bardagi. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kvelja, 8 riða, 9 amt, 10 án, 11 angar, 12 kulda, 14 má, 15 Ari, 16 ósar, 18 nota, 20 tré, 21 skari, 22 að. Lóðrétt: 1 krákan, 2 vinur, 3 eða, 4 land, 5 jagast, 6 ama, 7 strá, 13 lita, 14 mara, 16 óar, 17 réð, 19 ok. Gengið Almennt gengi LÍ 08 . 04. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengj Oollar 72,750 73,130 72,800 Pund 116,730 117,320 117,920 Kan. dollar 48,510 48,810 48,090 Diin.sk kr. 10,5800 10,6380 10,5400 Norsk kr 9,3410 9,3920 9,3480 Sænsk kr. 8,7830 8,8310 8,7470 Fi. mark 13,2140 13,2940 13,1678 Fra. franki 11,9780 12,0500 11,9355 Belg. franki 1,9477 1,9594 1,9408 Sviss. franki 49,2300 49,5000 49,0400 Holl. gyllini 35,6500 35,8700 35,5274 Þýskt mark 40,1700 40,4100 40,0302 It. lira 0,040580 0,04082 0,040440 Aust. sch. 5,7100 5,7440 5,6897 Port. escudo 0,3919 0,3943 0,3905 Spá. peseti 0,4722 0,4750 0,4706 Jap. yen 0,602300 0,60590 0,607200 Irskt pund 99,760 100,360 99,410 SDR 98,610000 99,21000 98,840000 ECU 78,5700 79,0400 78,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.