Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 Viðskipti Þetta helst: .. ,Rólegheitin halda áfram á VÞÍ og viðskipti aðeins 240 m.kr. ,,, Mikil viðskipti með Samherja sem hækkar um 0,5% KASK tapaði 118 m.kr. 1998 ,,, Kíló af þorski á 104,94 krónur ,,, Seðlabanki Evrópu snarlækkar stýrivexti um 0,5% ,,, Dow Jones heldur áfram að hækka ,,, FBA spáir lækkun langtímavaxta ,,, íslensk hlutabréf dýr íslensk hlutabréf virðast vera al- mennt dýr í verði miðað við afkomu fyrirtækja. í nýrri skýrslu um stöðu og horfur á innlendum og erlendum mörkuðum, benda sérfræðingar Fjárfestingarbankans á aö stöðugar hækkanir á verði hlutabréfa í fyrir- tækjum síðustu mánuði kunni að vera áhyggjuefni. í samantekt sérfræðinga Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins kemur í ljós að ef miðað er við svokallað V/H-hlutfall eru fjárfestar tilbúnir til að greiða allt að 66 ára hagnað fyrir bréf einstakra fyrirtækja. V/H- hlutfall (verð á móti hagnaði) er vís- bending um hversu margra ára hagnað fjárfestar eru tilbúnir til að greiða fyrir viðkomandi hlutbréf. Því hærra sem þetta hlutfall er því dýrari eru hlutabréfin talin, og öfugt. Mjög hátt hlutfall kann einnig að benda til þess aö fjárfestar reikni með að afkoma viðkomandi fyrir- tækis batni mjög á komandi árum. Lægsta V/H-hlutfallið er hjá ís- landsbanka eða tæp 12 ár en hluta- bréf samkeppnisaðilanna eru mun dýrari sé miðað við þennan mæli- kvarða. Sérfræðingar FBA benda raunar á að verð hlutabréfa í ís- lenskum bönkum sé almennt hátt, sé miðað við það sem þekkist í ná- grannalöndum. Fjárfestar virðast réttlæta hátt verð með því að horfa á þá hagræðingarmöguleika sem kunna að felast í sameiningum inn- an atvinnugreinarinnar og einnig til þess að fyrstu mánuðir ársins hafa verið bönkunum hagstæðir. Vegna þessa er ekki talið ólíklegt að hlutabréfln eigi eftir að hækka enn frekar á komandi mánuðum, þrátt fyrir hátt verð. Það sem af er þessu ári hefur Úrvalsvísitala Aðallista Verð- bréfaþings hækk- að um liðlega 10,3%, en mest hafa hlutabréf fyrirtækja í upp- lýsingatækni hækkað, eða um nær 60%. Mikill uppgangur er í þessari grein, t.d. jókst samanlögð velta Nýherja, Opinna kerfa og Tæknivals um 45% á liðnu ári. -BMG Hvaða hlutabréf eru dýr? —VH-hlutföll V/H af regl. Félag V/H e.skatta Eimskip 19,2 52,3 Rugleiöir 65,9 -72,9 Búnaöarbanki ísl. 22,2 22,2 FBA 22,2 22,2 íslandsbanki 11,7 11,7 Landsbanki ísl. 18,1 18,1 Grandi 20,5 31,1 HB 21,2 27,0 Hraöfrhús Eskifj. 15,8 23,6 Samherji hf. 20,1 34,8 Síldarvinnslan 32,5 275,0 SR-mjöl 17,4 16,6 ÚA 23,6 1973,0 Þormóöur rammi 30,8 28,8 Heimild: Fjárfestingarbanki atvinnulífsins Yahoo! meö hagnað - væntingar og vonir ráöa mestu Miklar ál- birgðir enn til Verð á áli hefur lækkað mikið und- anfarið ár. Við þau skilyrði hafa marg- ir álframleiðendur dregið úr fram- leiðslu í von um að birgðir minnki og verð hækki. Það virðist hafa tekist að einhverju leyti en verð á áli hefur hækkað um 5% á síðustu tveim vik- um. Samt sem áður eru birgðir af áli enn miklar í heiminum og töluverð of- framleiðsla er enn í gangi. Talið er að álframleiðsla í ár verði 22,6 milljónir en eftirspum aðeins 22 milljónir tonna. Það er því líklegt að birgðir aukist enn og þessi verðhækkun, sem orðið hefur að undanfómu, hafi lítil áhrif til lengri tíma litið. í Ijósi þessarar þróunar er árangur ísals á síðasta ári mjög áhugaverður. Þrátt fyrir minnkandi eftirspum og lækkandi verð var árið 1998 hið besta í sögunni og hagnaður nam meira en tveim milljörðum. -BMG Yahoo-netfyrirtækið skilaði upp- gjöri fyrir fyrsta ársfjórðung 1999. Það vakti mikla athygli að fyrirtæk- ið skilaði miklum hagnaði, eða 38% meira en gert var ráð fýrir. Tekjur félagsins voru 86,1 milljón dollara fyrstu þrjá mánuði ársins saman- boriö við 30,2 milljónir á sama tima í fyrra. Tekjur fyrirtækisins eru af auglýsingum á netsíðum þess en að jafnaði fá síður Yahoo 235 milljónir heimsókna á dag. Þessar fréttir eru áhugaverðar í ljósi þess að Yahoo er heldur betur að stækka við sig. í janúar tillkynnti fyrirtækið að það hygðist kaupa GoeCities fyrir 3,6 milljarða dollara. Sú upphæð nemur 120- faldri veltu Yahoo og greiðist með hlutabréfum í Yahoo. í framhaldi af þessum viðskiptum tilkynnti Yahoo að fyrirtækið hygðist líka kaupa Broadcast.com en það fyrirtæki ætl- ar að verða fjölmiðiU á Netinu. Kaupverðið var hvorki meira né minna en 5,7 milljarðar dollara. En tekjur Broadcast.com á síðasta ári voru aðeins 22 milljónir dollara á meðan tapið var 16,4 milljónir og greiðslumátinn sá sami og áður, hlutabréf í Yahoo. Það virðast því vera vonir og væntingar fjárfesta sem halda uppi verði bréfanna en ekki beinharðir peningar og raun- verulegar afkomutölur. Þrátt fyrir þessi sérstöku við- skipti virðast fjárfesta hafa trú á þessu en margir sérfræðingar telja að verð bréfanna sé allt of hátt skráð og fyrrum eigendur GoCites og Broadcast.com hafi látið plata sig með því að þiggja bréf í Yahoo sem greiðslu. -BMG ið um að minnka olíuframleiðslu er hægt að hækka verð með þessum hætti. Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast núna þvi að I fyrradag til- kynnti ríkisstjóm Venesúela að hún gæti ekki staðið við samkomulagið um framleiðsluminnkun. Enn frem- ur eru írakar óþægir og eru að auka framleiðslu sína. Þessar fréttir gerðu það að verkum að olíuverð féll á mörkuðum í gær. í ljósi þessara frétta er áframhaldandi verðþróun á olíu óljós. -BMG Olíuverð lækkaði í gær - framhaldið óljóst I mars hækkaði verð á olíu hækkað um 30%. Ástæðan er sú að OPEC- ríkin hafa náð sam- komulagi um að draga úr fram- leiðslu til að hækka verð. Þrátt fyrir þetta hafa einstök lönd sterka tilhneigingu til að brjóta samkomulagið og framleiða meira. Þannig njóta þau fram- leiðsluminnkunar hjá öðrum löndum og hækkandi verðs á heimsmarkaði. Þannig auka þau hagnað sinn umfram aðra olíu- framleiðendur. En þetta sætta þeir sig ekki við sem halda samkomu- lagið og þeir auka framleiðslu sína. Aðeins ef öll lönd halda samkomulag- Uppbygging hjá Stálsmiðjunni Markviss uppbygging hefur átt sér stað hjá Stálsmiðjunni hf. undanfarin ár. Þrátt fyrir að afkoman á síðasta ári hafi ver- ið nokkur vonbrigði þá er ljóst að á undanfómum fjórum árum hefur rekstrinum verið snúið til hins betra. Til dæmis var eiginfjárhlutfall árið 1994 aðeins 12,6% en á síðasta ári var það komið í 41,5%. Hagnað- ur hefur aukist jaftit og þétt og eiginfjárstaðan er orðin sterk. Hagnaður og eigið fé Stálsmiðjunar - tölur í milljónum kr. 210 228 CZ3 Hagnaöur r EUEigiöfé [i 1 jm Á Í 1994 1995 1996 1997 1998 BXS3 BiU Gates ekki á flæðiskeri: Verðmæti mælt 112 tölustöfum Bill Gates er fyrsti maöur heims sem getur státað af því aö auður hans verði ekki mældur nema meö 12 tölustöfum. Verðmæti eigna hans er nú talið vera yfir 100.000.000.000 dollurum (100 miÚjarðar dollara). Uppgangur hlutabréfa síðustu mánuði hefur aukið verðmæti eigna Bill Gates og þar munar mestu um hækkun hlutabréfa í Microsoff hug- búnaðarrisanum. Gates á 20% hlut í Microsoft. Stykkishólmur: Fosshótel yfirtaka rekstur hotelsins DV, Stykkishólim: Gerður hefur verið leigusamning- ur til tíu ára við Fosshótel um rekst- ur á hótelinu í Stykkishólmi. Að sögn Ólafs Hilmars Sverrissonar, bæjar- stjóra í Stykkishólmi, hafa verið erf- iðleikar í rekstri hótelsins, sem ekki hefur tekist að bæta úr eins og þurft hefði. Fosshótel keðjan rekur nú sam- kvæmt samningum heilsárshótel í Stykkishólmi og er það tólfta hótelið sem fyrirtækið rekur. Ólafur Þorgeirsson, framkvæmda- sfjóri Fosshótela, bindur miklar von- ir við rekstur hótelsins í Stykkis- hólmi. Hann segir að möguleikar séu á auknum fjölda ferðamanna, einkum Samningurinn handsalaður. Ólafur Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Fosshótela og Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri Stykkishólms. DV-mynd Birgitta að vetri til en einnig yfir sumarmán- uðina. -BB Hanniba/ ^ðmundsson. Dv-">ynd s,griin 840 milljóna króna halli Vöruskipti við útlönd voru nei- kvæð um 840 milljónir króna í febr- úar síðastliðnum. Hallinn á vöru- skiptum við útlönd nam því samtals 3,4 miUjörðum króna á fýrstu tveim- ur mánuðum ársins, samanborið við 7,2 milljarða halla á sama tíma- bili í fyrra. í febrúar á þessu ári voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 10,7 milljarða króna og inn fýrir tæp 11,6 milljarða króna fob, að því er segir í frétt frá Hagstofunni. Vöruskiptin voru því óhagstæð um rúma 0,8 milljarða í mánuðinum en í febrúar 1998 voru þau óhagstæð uml,5 milljarða króna á fostu gengi. Egilsstaöir: Ný ferða- skrifstofa „Þegar séð var að Ferðamiðstöð Austurlands myndi hætta rekstri hér voru ræddir möguleikar á að stofna aðra feröaskrifstofu á Egils- stöðum. Niðurstaðan varð sú að við Helgi Kjærnested myndum stofna og reka eigin skrifstofu hér,“ sagði Hannibal Guðmunds- son, skrifstofustjóri Ferðaskrifstofu Austurlands. Hannibal sagði að þeir væru enn fyrst og fremst með umboðssölu fyrir ferðaskrif- stofur í Reykja- vík og skipu- lagningu á ferð- um á Austur- landi. Meðal aimars hefðu þeir umsjón með 100 manna ráðstefnu um atvinnu- og byggðamál á jaðarsvæðum á Norð- urlöndum. Sú ráðstefna verður á Hótel Héraði í júni. Ferðaskrifstofa Austurlands er til húsa í Níunni að Miðvangi 1. Mikiö atvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi í Þýskalandi mælist nú 11,1 %. Það er hálfu pró- sentustigi lægra en í febrúar. Að sögn forstjóra þýsku atvinnumála- skrifstofunnar, Bemhards Jagoda, þá er þessi minnkun af völdum árs- tíðabundinna sveiflna en ekki raunveruleg minnkun atvinnuleys- is. Ekki era blikur á lofti um að at- vinnuleysi minnki á næstunni vegna þess á hve veikum fótum þýskt efnhagslíf stendur. Norska krónan veikist Norska krónan hefur veikst nokkuð undanfarið vegna óróleika á oliumörkuðum. í gær nam þessi lækkun 0,8%. Búist er að við að norski seðlabankinn lækki vexti sína fljótlega til að örva fjárfesting- ar og eftirspurn. Gjaldeyrisforð- inn eykst Gjaldeyrisforði Seölabankans jókst um 3,4 milljarða króna í liðnum mánuði og nam í lok mánaðarins 32,6 milljörðum, að því er fram kemur í frétt frá Seðlabankanum. Erlendar skammtímaskuldir bankans í lok mars voru hverf- andi. Gengi krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráningar, hækkaði í mánuðinum um 0,2%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.