Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 11 Fréttir Þak á greiðslur fyrir ferliverk: Ríki og spítalar borga brúsann - segir sviðsstjóri kvenlækningasviðs Landspítala „í þessum tilvikum tekur ríkið á sig að greiða niður þessar aðgerðir, hvort sem þær fara fram inni á sjúkrahúsum eða á stofum úti í bæ. Það þýðir að Tryggingastofnun þarf að greiða mismuninn sem verður hjá sérfræðingunum úti í bær en spítalarnir verða fyrir tekjutapi," sagði Kristján Sigurðsson, sviðs- stjóri kvenlækningasviðs Landspít- alans um nýja reglugerð heilbrigðis- ráðherra þar sem 5000 króna þak er sett á gjald fyrir læknisverk, svokölluð ferliverk. Samkvæmt reglugerðinni munu böm hér eftir greiða fyrir læknisverk samkvæmt gjaldskrá lífeyrisþega. Kristján sagði, að sjúkrahúsun- um hefði verið uppálagt með reglu- gerð nr. 68/1996 að hefja þessa inn- heimtu fyrir ferliverk til að jafna greiðslubyrðina milli sjúkrahúsa og aðgerða á stofúm, þannig að sjúk- lingar fengju læknisverk ekki ókeypis á sjúkrahúsum en þyrftu að greiða sama verð og á stofu hjá sér- fræðingi úti í bæ. Útkoman hefði verið sú að konur hefðu verið að greiða mjög mismunandi upphæðir eftir því hvaða aðgerðir þær hefðu farið í. Með tilkomu nýju reglugerðar- innar væri komið á 5000 króna jafn- aðargjald. Til viðbótar gæti fólk þurft að greiða rannsóknargjöld, fyrir t.d. blóðrannsókn, röntgen- myndatökur og hjartalinurit, þannig að heildargjaldið gæti farið upp í 8000 krónur. „Þetta þak er spor í rétta átt. En það kemur þó ekki í veg fyrir mis- ræmi I greiðslum sem bundið er í reglugerð. Konur hafa legið hlið við hlið á stofu og önnur hefur getað þurft að greiða fullt ferliverkagjald vegna þess að þar var um útskaf að ræða vegna blæðinga meðan konan við hliðina á henni hafði misst fóst- ur og þurfti ekki að greiða neitt. Þetta misræmi verður áfram en í mun minna mæli. Ég tel að það væri meira réttlætismál að láta alla greiða visst innritunargjald á sjúkrahús sem gæti þá jafnvel verið lægra. Þá mætti taka til athugunar að setja hámark á rannsóknargjöld- in þannig að ekki sé hægt að taka fyrir nema 2 rannsóknir í stað fleiri eins og nú er.“ -JSS Norðurland: Ellefu sam- eiginlegir kosninga- fundir DV, Akureyri: Stjórnmálaflokkarnir hafa ákveðið að halda ellefu sameig- inlega kosningafundi á Norður- landi vegna alþingiskosning- anna 8. maí. Verða 6 fundanna á Norðurlandi vestra en 5 á Norð- urlandi eystra. Fundirnir á Norðurlandi vestra verða á Sauðárkróki 19. apríl, Siglufirði 20. apríl, Hvammstanga 26. apríl, Blöndu- ósi 27. apríl, Skagaströnd 28. april og á Hofsósi 29. apríl. Á Norðurlandi eystra verða fundir á Þórshöfn og Raufar- höfn 25. apríl, Húsavík 26. apríl, Dalvik 27. apríl og á Ólafsflrði 28. apríl. Það vekur athygli að ekki er fyrirhugaður sameigin- legur fundur flokkanna á Akur- eyri. -gk B&L fluttar í nýtt og glæsilegt hús: Mikil ánægja með húsið „Gamla húsið var 5500 fermetrar en þetta er átta þúsund fermetrar. Þetta verður allt annað líf og mikil ánægja með húsið,“ segir Guð- mundur Gíslason, skrifstofustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvél- um, um flutning fyrirtækisins að Krókhálsi 1 í nýtt og glæsilegt hús- næði. Fyrirtækið hafði verið á Suður- landsbraut svo lengi sem elstu menn muna. Hjá B&L starfa um 100 manns að jafnaði en um páskana voru starf- andi um 200 manns i húsinu við að innrétta. Guðmundur segir að á neðri hæðinni verði sala nýrra bif- reiða en á efri hæðunum verði lag- er, verslun, skrifstofur og plan fyr- ir notaða bfla. -rt/S Hópurinn ásamt Pétri Björnssyni fyrir framan Isberg House, húsnæði Isberg Ltd í Hull. Útgerðarmenn í kynnisferð DV, Eskifírði: Nýlega bauð ísfell ehf. - innflutn- ingsfyrirtæki í veiðarfærum -15 að- ilum sem vinna við útgerð i 6 daga kynnisferð til Bretlands. Fararstjór- ar voru Pétur Bjömsson og Páll Gestsson. Flogið var til Glasgow og farið með rútu til Newcastle og víra- verksmiðja Bridon skoðuð. Þá voru lása- og keðjuverksmiðj- ur Parsons skoðaðar svo og fisk- markaðirnir í Hull og Grimsby ásamt meiri háttar sjóminjasafni í Grimsby. Enn fremur sýndi Pétur umboðssölufyrirtækið Isberg Ltd í Hull, sem Pétur á og rekur af glæsi- brag, en fjölmargir íslenskir sjó- menn og útgerðir hafa notið góðrar þjónustu Péturs í gegnum árin. Seinni hluta ferðarinnar eyddi svo hópurinn í Glasgow og skoðaði sjávarútvegssýningu sem þá stóð yfir. -E.Th. Guðmundur Gíslason er hæstánægður með nýja húsið að Krókhálsi. DV-mynd S Dreifing: Heildverslun Dalrós, Garðaflöt 16-18, pöntunarsími 544 8400, fax 544 8402. Hin vinsælu brjóstahöld eru komin í hvítu og svörtu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.